Pressan


Pressan - 30.09.1988, Qupperneq 27

Pressan - 30.09.1988, Qupperneq 27
Föstudágur 30 september 1988 MEÐ KÚT 06 KORK Áfram með sportið. Nú ætlum við að fjalla um sundið. Sundið er sívinsælt og margir stunda það dag- lega. En hvernig fólk er það sem syndir dag eftir dag? Svar: Alls konar fólk, venjulegt fólk, óvenju- legt fólk, ungt fólk, gamalt fólk, fatlað fólk, börn o.s.frv. Það stunda allir hópar fólks sund. Sund er hressandi, styrkjandi, grennandi, skemmtilegt og ódýrt. Það þykir líka mjög gott fyrir fólk í endur- hæfingu því það er svo auðvelt að hreyfa sig í vatni. Sund er góð leið til að styrkja auma vöðva og sund- æfingar hljóta að vera með skemmtilegustu æfingum sem fólk í endurhæfingu þarf að gera. Sund- laugar eru um nær allt land og flestir eiga því auðvelt með að fá sér sundsprett. Enda er þorri íslend- inga syndur. Skólabörnum er skylt að mæta í sundkennslu og gera þau það með glöðu geði. En hvað með ANNA BJÖRK BIRGISDÓTTIR eldra fólk, sem ekki kann að synda? Það verður þá að drífa sig á sund- námskeið. Námskeið fyrir eldri borgara eru t.d. í Sundhöll Reykja- víkur alla morgna. Þessi námskeið eru afar vinsæl og aðsóknin sérlega góð. Auk sundsins er þetta að sjálf- sögðu góður félagsskapur. Það ættu því allir að geta svamlað í vatni og haft það gott. Flestar sundlaugar eru opnaðar klukkan sjö á morgnana og lokað um áttaleytið á kvöldin virka daga. Um helgar er opnað milli hálfátta Laugargestir una sér vel í heita pottin- um. Þangað fara þeir til að slaka á og rœða málin. Þessum fituhlunki hefði nú ekki veitt af að drífa sig í sund. Hann er rúm 500 kíló á myndinni og hefði því sennilega þurft að synda kílómetra spretti 3svar á dag í nokkur ár og átta, og lokað klukkan hálfsex. Sumir tímar eru erilsamari en aðrir, t.d. morgnarnir, hádegið og kvöld- in. Það er mikið um fastagesti í laugunum. Þeir, sem hafa farið daglega í sund í mörg ár, segja að sundið sé ómissandi. Stór hópur fólks byrjar daginn á 200 metrun- um áður en haldið er til vinnu, aðrir nota hádegið og fá sér þá léttan hádegisverð á eftir, eins og jógúrt og ávexti, í stað þess að fara í næsta bakarí og kaupa sér kleinuhringi og vínarbrauð. Þetta er góð megrunar- aðferð, fyrirmyndarnýting á tíma og skemmtileg hreyfing. Fólk hittist í laugunum, fer saman í pottinn, ræðir um lífsins gagn og nauðsynj- ar og slappar af. Eftir matartímann mætir það endurnýjað í vinnuná og dagurinn er öruggjega fljótari að líða og á allan hátt ánægjulegri og betri. - - sama Sund er engin nýjung hér ú landi. vaxtarlag Það sjáum við á þessari grein sem birt var í Kvennablaðinu þann 17. • . ' t. og Don apríl 1895. „Böð og sund er nú víða um land Johnson. farið að hugsa um að tíðka aftur, og nokkur framkvæmd orðin á sum- V, *•-**•»» . ■ „Konur a staðar. En að því mjer er kunnugt eru það einungis karlmenn sem taka þátt í sundæfingunum, en kvenfólkið mun gera lítið af því að nota laugar þær, sem þegar hafa verið gerðar, til að baða sig eða æfa sund. Munu þær þó eigi síður en karlmenn hafa gott af að'styrkja hinar veikluðu taugar sínar á slík- um æfingum. Erlendis notar kvenfólk mikið böð og sundmenn eru þær sumar fullt eins góðir og karlmenn. Fyrir fám árum þekkti jeg norsk systkin milli fermingar og tvítugs. Var stúlkan ári yngri en bróðirinn. Þau reyndu kappsund í sjó, og hjelt hún út hálfri stund lengur en hann. En skyldi nú nokkur kona á íslandi kunna sund? Fáar munu þær vera. Og víst mundi nú engin leika eftir Helgu, konu Harðar Grímkelsson- ar, að synda með barn sitt á baki fjórðung viku sjávar. En vill nú ekki Kvennablaðið stuðla til þess að konur veki upp aftur þessa þörfu, heilsusamlegu, skemmtilegu list, sundið, og hvetja kvenþjóðina til að stunda sjóböð á sumrin til að herða taugarnar og styrkja? Það kynni að draga úr hinni algengu taugaveiklun kvenna, gigt og tannpinu, sem kvelur þær svo margar. Og ef þær eigi geta notað baðstaði þá eða sundlaugar, sem þegar eru til, ættu þær að hafa framtakssemi til að búa sjer til bað eða sundlaugar sjálfar. Geta vil jeg þess að jeg hefi ný- lega sjeð reglur laugarfjelags, er stofnaó hefir verið í vetur I Mos- fellssveit. 4. grein í reglum fjelags- ins hljóðar þannig: „Konur, er óska að nota laugina, skulu hafa til þess fyrstu klukku- stundina af hverjum laugartíma, en karlar þá vera fjarverandi. Þær sem óska aðstoðar til að læra sundtökin verða að vera í sundklæðum (en geti fjelagið siðar lagt til konu, er fær sje til að aðstoða þær, eru þær sjálf- ráðar um þetta).“ Fjelagstillagið er 1 króna, er gjalda má í vinnu við laugina, en utanfjelagsmenn geta notað laug- ina gegn 25 aura borgun um klukkustund (á sunnudögum viss- an tíma). Eigi er ólíklegt, að lík ákvæði þessu, að þvi er til kvenna kemur, yrðu tekin upp við aðrar laugar, ef konur sýndu vilja á að nota þær.“ LAUGA veikluðu taugar sinar ÆÆ

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.