Pressan - 30.09.1988, Síða 28
28
dagbókin
hennar
dúllu
Kœra dagbók.
Ég er komin með eitt orð á heil-
ann, en skil bara ekkert hvað það
þýðir. Það er þessi „millifærsla“,
sem stjórnmálamennirnir eru búnir
að tuða um í marga daga. Pabbi
segir að þetta sé eitthvað með að
færa peninga á milli staða, en ég
hélt nú að það kallaðist fragtflutn-
ingar.
Mig langar ægilega til að fá þetta
á hreint, vegna þess að þá ntyndi ég
vita hvor er lygari, Ólafur Ragnar
Grímsson eða Friðrik Sophusson.
(Annar er sko kommi og amrna seg-
ir að þeir kunni ekki að segja satt,
en mamma segir að það séu for-
dómar. Henni finnst ekkert verra en
fordómar, nema kannski karl-
remba... og hávaði á sunnudags-
morgnum...) Þessi Friðrik sagði í
útvarpinu áðan að millifærslan,
sem nýja ríkisstjórnin ætlar að
gera, sé HELMINGl MEIRl en l'or-
stjórinn hans (hann Þorsteinn, sem
ég passaði einu sinni hjá og ömmu
l'innst svo fallegur), var að stinga
upp á um daginn. En Ólal'ur
Ragnar (scm er ráðherra en ekki
þingmaður, sem er enn eitt scm ég
fatta ekki) sagði rétt áðan i sjón-
varpinu að millifærslan, sem á að
gera, væri ógeðslega lítil miðað við
Þorsteins. Hvernig á maður að vita
hvort er rétt, þegar rosalega ntikil-
vægir kallar segja sitt á hvað?
Ég reyndi að hringja í ömmu á
Einimelnum, en það reddaði engu.
Hún spurði bara „í hvurslags kreðs-
um ert þú eiginlega þessa dagana,
Dúlla mín? Ertu byrjuð að vera með
rauðhærða Heimdellingnum, sem
var eitthvað að sjarma fyrir þér?“
Guuuuð, hún amma! Það kemur
ekki orð af viti út úr henni þessa
dagana. Mamma heldur að hún sé
l'arin að kalka, en pabbi segir að
þetta séu bara efnin, sem hún notar
við framköllunina. (Hún er nefni-
lega enn með Ijósmyndadelluna.)
Annars ætti ég ekki að vera að
skrifa um pólitíkusa, þegar líf mitt
er í rúst. Málið er það, að ég er ást-
fangin og það er alveg ferlegt. Ef ég
hefði verið almennileg hefði ég
náttúrulega orðið skotin í einum
gæjanum i B-bekknum, en mér
tókst að klúðra því eins og öðru. Ég
fór að fá áhuga á enskukennaran-
um mínum og núna er ég alveg
veik... (Fríða föðursystir er með
konunni hans í saumó og hún er víst
meiriháttar sæt og myndó, svo
þetta er gjörsamlega vonlaust.) Ég
er helst að hugsa um að verða sjálf-
boðaliði í Afríku og vonast til að
smitast af einhverju hræðilegu í
„fórnfúsu starl'i í þágu bág-
staddra“. (Það myndi örugglega
einhver skrifa í minningargrein um
mig!)
Bless, Dúlla.
FÖstudagur 30. septémber 1988
sjúkdómar og fólk
Tvíeinn hrotusjúkdómur hjónanna
Umtal og dilkadráttur: Fáar stéttir
þjóðfélagsins eru eins umtalaðar og
læknar. Allir kannast við einhvern
lækni, sem hefur einhvern tímann
haft eitthvað með þá að gera, lækn-
að þá eða reynt það án árangurs.
Margir eiga lækni í ættinni eða hafa
heyrt einhverjar spennandi sögur
um lækna, ævi þeirra, ástir og
starfsferil, keypt af þeim bíl, drukk-
ið með þeim brennivín á Glaum-
bæjarárunum eða spilað við þá
golf. Læknar hitta marga í starfi
isínu, svo það er ekki að undra, að
þeir séu umtalaðir oft á tíðum og
dregnir í dilka. Sjúklingarnir skipta
þannig Iæknum sínum í marga
gæðaflokka eftir framkomu,
menntun, ættgöfgi, klæðaburði,
læknishæfni og síðast en ekki síst
gáfum. Eins og öðrum á íslandi er
lækni fyrirgefið allt ef hann telst í
meira lagi gáfaður. Á hinn bóginn
er það ekki almennt vitað, að lækn-
ar skipta sjúklingum sínum í flokka
eða hópa líka og fara þá eftir ýmsu.
Tvíeinn sjúklingur: Einn hópur
sjúklinga er sá, sem ég kalla hinn
tvíeina, þ.e. þá fylgir einhver að-
standandi með inn á lækningastof-
una og síðan talar hann í belg og
biðu og oft illmögulegt að átta sig á
því hver er sjúkur og hver ekki. Að-
standandinn lýsir þá einkennum
þess sjúka af mun meiri innlifun en
liann gerir sjálfur og virðist þjást
meira. Hinn tvíeini sjúklingur getur
verið af mörgu tagi, en oftast þó
hjón komin yfir miðjan aldur og öll
vandamál sem upp koma þá álitin
sameiginleg, og finni annað hvort
til sársauka þjáist hitt líka og sýnir
þannig samstöðu um hinn tvíeina
verk. Hinn tvíeini getur líka verið
foreldri með barn á öllum aldri allt
OTTAR
GUÐMUNDSSON
LÆKNIR
frá fæðingu og upp úr. Þannig
minnist ég aldraðra mæðgina sem
búið höfðu saman um Tangt árabil.
Þegar þau rak á mínar fjörur var
móðirin 87 ára en sonurinn 64. í
viðtalinu hafði hún ávallt orð fyrir
„drengnum“, eins og hún kallaði
þennan fullorðna son sinn, og lýsti
af mikilli innlifun hvernig hann
ætti orðið erfitt með svefn vegna
tíðra þvagláta á nóttunni. Til að
kóróna allt saman kallaði hún
„drenginn sinn“ alltaf „Lilla“ og
þegar hún talaði um vandræðin
sagði hún alltaf við. „Við Lilli
eigum svo erfitt með að pissa á nótt-
unni, þurfum að bíða svo lengi eftir
bununni og þurfum oft að pissa.
Ætli þetta geti verið þessi blöðru-
hálskirtill í okkur?“
Má ég koma ineð?: Þau Helgi S. og
Petrea G. voru dæmigerður tvíeinn
sjúklingur. Hann var skráður hjá
mér í viðtal; þegar ég kallaði upp
nafnið hans stóðu þau bæði upp
samtímis og komu gangandi inn á
stofuna. Þérer væntanlegasama þó
ég sé með, sagði Petrea og brosti
vandræðalega með samanherptum
vörum svona eins og til að koma í
veg fyrir að efri gervigómurinn,
sem virtist vera heldur stór, dytti
niður á þann neðri. Ég sagði að mér
væri sama, þó mér væri það alls
ekki. Helgi S. var maður kominn vel
á sjötugsaldur, farinn að fitna veru-
Iega en þó enn kvikur í hreyfingum.
Það brakaði í skónum hans, þegar
hann gekk inn biðstofugólfið,
svona eins og þeir væru búnir til í
Póllandi á árum kalda stríðsins.
Hann var klæddur Ijósgráum
jakkafötum með dökkblágráum
teinum, sem séð höfðu betri daga.
Hann var í hvítgulri skyrtu með
trosnuðum flibba, með blettótt
rauðleitt slifsi með mynd af
akkeriskeðju. Petrea var í brúnni
kápu og moldarbrúnum þykkum
sokkum og svörtum bomsuskóm,
enda komið fram á sumar. Á höfð-
inu bar hún flöskugrænan hatt.
Voðalegar hrotur: Og hvað er nú að,
sagði ég, þegar við höfðum öll
komið okkur fyrir inni á stofunni
minni. Hann hrýtur svo mikið,
sagði Petrea og leit á Helga. Já,
sagði ég. Þetta er að verða alveg
voðalegt, hélt hún áfram, maður
getur varla sofið á nóttunni fyrir
þessu, maður liggur vakandi og
hlustar á hroturnar og stundum
finnst mér hann vera hættur að
anda, þegar hann hrýtur hvað mest,
og þá verð ég svo hrædd. — Hún
sagði þetta síðasta með mikilli inn-
lifun, herpti andlitið lítillega og Ieit
mæddum augum upp á vegginn.
Hefurðu hrotið lengi? spurði ég og
sneri mér að Helga. Hann hefur
hrotið í svona 5—6 ár, en þetta fer
sífellt versnandi sagði Petrea. Helgi
þagði og virtist una því ágætlega,
aö Petrea talaði fyrir hans hönd.
Hvernig líður þér svo á daginn?
spurði ég. Hann er alltaf þreyttur,
svaraði Petrea og dæsti. Hefurðu
stundum höfuðverk á morgnana?
spurði ég. Helgi virtist hugsa sig um
og sagði síðan: Já, ég hef það og ...
en hann fékk ekki að klára setn-
inguna því Petrea greip fram í fyrir
honum og sagði með þjáningarsvip
að hann væri eiginlega alltaf með
höfuðverk: Maður hefur barasta
ekki við að kaupa magnyl handa
honum, bætti hún við og fékk nú á
sig Flórens Nætingeil-svip. Sofn-
arðu stundum á daginn, þar sem þú
ert staddur? spurði ég. Já, hann er
alltaf að sofna, eiginlega hvar sem
er, sagói Petrea og stundi þungan,
hann sofnar alltaf yrir Dallas í sjón-
varpinu og yfirleitt í strætó. Hann
steinsvaf í gegnum alla fermingar-
athöfnina hans Jóns litla sonar-
sonar okkar. Ertu þreyttur á
morgnana? spurði ég Helga og var
eiginlega búinn að gefa upp alla
von, að hann segði nokkurn skap-
aðan hlut, en þá virtist hann lifna
við smástund og sagðist vera sí-
þreyttur og kannski hvað helst á.
morgnana. Petrea setti þá upp mik-
inn þreytusvip, eins og hún væri sí-
þreytt, og sagði að Helgi væri eigin-
lega liðónýtur til alls vegna þreytu,
það er varla að hann geti komið
með mér á spilakvöld Alþýðu-
flokksins lengur.
Titringur í úfnuin: Ég skoðaði
Helga líkamlega, hlustaði hann og
tók hjartarit og mældi blóðþrýsting
en fann ekkert annað að en lítillega
hækkaðan þrýsting. Að skoðuninni
lokinni sagði ég við þau hjónin, að
sennilega væru það hroturnar, sem
væru orsök þess að Helgi væri alltaf
svona þreyttur. Hrotur, eða hávað-
inn af þeim, stöfuðu af titringi í
mjúka gómnum eða úfnum og á
nóttunni þegar hann svæfi félli
tungan öðru hvoru aftur í kok og
hindraði þannig öndunina. Þetta
gerðist alltaf, þegar Petrea héldi að
Helgi væri að kafna, og í raun hætti
hann að anda smástund. Þegar
þetta endurtæki sig aftur og aftur
færi Helgi að líða af súrefnisskorti
og fengi alls ekki það súrefni sem
hann þyrfti. Þess vegna væri hann
svo þreyttur á morgnana, þegar
hann vaknaði, og hefði oft höfuð-
verk. Hvað er til ráða? spurði
Petrea, þegar ég hafði sagt þeim allt
þetta og teiknað smámynd á riss-
blað af kokinu.
Svefnrannsóknir og nútímatœkni:
Ég ætla að senda Helga í rannsókn
til svefnsérfræðings sem kemur til
með að rannsaka, hvort Helgi hætt-
ir að anda öðru hvoru á nóttunni.
Ef svo er þá verður að gera eitthvað
í málunum. Yfirleitt verður sjúkl-
ingur að megra sig, en stundum
dugar það ekki, svo sjúklingurinn
fær með sér tæki sem hann hefur á
nóttunni og það blæs í hann lofti
þegar hann hættir að anda. —
Petrea greip nú fram í: Er ekki
svona tæki borgað af sjúkrasam-
laginu? Frænka hans Helga t'ékk
eitthvert fótanuddtæki með sér
heim um daginn og fékk það ekki
borgað úr tryggingunum. Hún var
svo ægilega sár yfir þessu, eins og
hún er nú slæm í fótunum. Jú, það
held ég, flýtti ég mér að segja til að
losna við að heyra alla söguna um
þessa fótfúnu frænku. Þau hjón
tygjuðu sig svo til brottfarar þegar
ég hafði útvegað Helga tíma hjá
svefnsérfræðingnum. Petrea
klæddi Helga í jakkann og batt á
hann slifsið og svo leiddust þau út.
Ég heyrði, að hún sagði honum að
hneppa frakkanum áður en þau
færu út, annars gæti hann forkelast
eins og hann Bói frændi gerði í
spönsku veikinni hér um árið.
kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Foxtrot. ★ ★ íslensk spennumynd.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.
Frantic. ★ ★ ★ Spenna og örvænt-
ing i París. Sýnd 5 og 9.
Rambo III. ★ Enn ein Rambo-
myndin. Fáránleg atriói áfæribandi.
Stallone ersprenghlægilegur. Sýnd
7, 9 og 11. Bönnuð: 16 ára.
D.O.A. Sýnd 5, 7, 9 og 11.
BÍÓHÖLLIN
Góðan daginn Víetnam. ★ ★ ★
Grátfyndin mynd um útvarpsmann
sem sendur er til Víetnam til að
hressa upp á dátana með fyndnu
útvarpsefni. Vitlaus maður á vit-
lausum stað. Sýnd 5, 7.05, 9 og 11.
Ökuskírteinið. Sýnd 5, 7, 9 og 11.
Foxtrot. Sýnd 5, 7, 9 og 11.
Beetlejuice. Sýnd 5, 7, 9 og 11.
Aö duga eða drepast. Sýnd 5, 7, 9 og
11.
HÁSKÓLABÍÓ
Klikurnar. ★ ★ ★ Löggu- og bófa-
leikur. Sýnd 5, 7.30 og 10. Bönnuð:
16 ára.
LAUGARÁSBÍÓ
Þjálfun i Biloxi. ★ ★ ★ Sýnd 5, 7, 9
og 11.05.
Bönnuð: 12 ára.
Vitni að morði. ★ ★ ★ Hörkuspenn-
andi mynd um litinn strák sem
kemst í hann krappan. Sýnd 5, 7, 9
og 11.05. Bönnuð: 14 ára.
Stefnumót á Two Moon Junction.
★ ★ Nakin spennumynd. Sýnd 5, 7,
9 og 11.05. Bönnuð: 14 ára.
REGNBOGINN:
Sér grefur gröf... Spennumynd.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.15.
Bönhuö: 16 ára.
Hamagangur á heimavist. ★ ★
Glens og grln fyrir unglingana.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.15.
Á ferð og flugi. ★ ★ ★ Gamanmynd
um tvo strandaglópa. Sýnd 5, 7,9 og
11.15.
Leiðsögumaðurinn. ★ ★ Spennu-
mynd um lappagoðsögn, gerð í
skugga Hrafns Gunnlaugssonar.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.15. Bönnuð: 14 ára.
Krókódila-Dundee 2. ★ ★ Ágætis
framhald um krókódíla-Astralann.
Sýnd 5, 7, 9-10 og 11.15.
STJÖRNUBÍÖ:
Sjöunda innsiglið. Ný spennandi
og dularfull mynd. Sýnd 5,7,9og 11.
Bönnuð: 16 ára.
Von og vegsemd. ★★★ Úrvals-
mynd um lítinn dreng í síðari heims-
styrjöldinni. Sýnd 5, 7 og 9.
★ ★ ★ ★ = FRÁBÆR, SIGILD
★ ★ ★ = MJÖG GÓÐ
★★ = GÓÐ
★ = SÆMILEG
.? = AFLEIT