Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 32
PRESSU
MOLAR
Hfilörgum spurningum cr
ósvarað vegna hinna tíðu sjóslysa
smábáta að undanförnu. Frá ára-
mótum hafa 6 opnir vélbátar farist
við bestu veðurskilyrði, mannbjörg
varð í öllum tilfellum, en engar
skýringar hal'a fengist á slysunum.
Að undanförnu hefur plastbátum
fjölgað gífurlega og munu vera um
1.500 smábátar á skrá hjá Siglinga-
málastoínun. Þar telja menn sig nú
hal'a röksludda vitneskju l'yrir því
að stór hluti þessa bátaflota virði
ekki hleðslutakmarkanir sem stofn-
unin setur. Segir Siglingamála-
stofnun allt benda til að 6 tonna
smábátur sem sökk við Hvalsnes í
síðustu viku hal'i vcrið ofhlaðinn.
Hér er stóralvarlegt mál á ferðinni
og hyggst Siglingamálastofnun
efna til herferðar á næstunni til að
koma í veg l'yrir að skipstjórnar-
menn hrúgi ol' miklum afla upp i
smábátana, því stöðugleiki þeirra
veltur á því að strangar reglur um
hleðslutakmarkanir séu virtar...
L
■ Bann varð frægur á íslandi,
GucMaugur Friöþórsson frá Vest-
mannaeyjum, nóttina sem hann
bjargaði lífi sínu með því að synda
í land í beljandi úthafinu. Mörgum
var það ráðgáta hvernig Guðlaugur
fór að því að vinna þetta afrek, þar
á meðal læknum sem rannsökuðu
hann í bak og fyrir til að leita skýr-
inga. Nú mætti ætla að öll þessi
samskipti við læknastéttina hefðu
haft einhver áhrif á Guðlaug, því rrú
hefur hann hafið nám við Háskóla
íslands — í læknisfræði...
H^tenn eru þegar l'arnir að
velta fyrir sér hver taki við af Gunn-
ari Kagnars sem forstjóri Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri, en
Gunnar hefur sem kunnugt er verið
ráðinn framkvæmdastjóri Útgerð-
arfélags Akureyringa. Eflaust á
fjörugur forleikur eftir að verða
áður en gengið verður frá ráðningu
og margir tilkallaðir. Einn ntaður
hel'ur þó sterklega verið orðaður
við stólinn, það er Siguróur G.
Kingstcd, verkfræðingur hjá Slipp-
stöðinni...
r
■ íkisstjorn Steingríins Hcr-
mannssonar var mynduð furðu
hratt í annarri tilraun. Ein al' skýr-
ingunum er talin vera sú, að mál-
efnasamningurinn hafi að mestu
legið fyrir frá l'yrri tilraun Stein-
gríms lil stjórnarmyndunar. Þetta
cr þó aðeins satt að hluta til. Sann-
leikurinn er nefnilega sá, að kvöld-
ið áður en málefnasamningurinn sá
dagsins ljós voru stjórnarflokkarn-
ir þrír og Stcl'án Valgeirsson búnir
að róta svo rnikið í einstökum rnáls-
greinum að stjórnarsáttmálinn var
allur í bútum og stubbum. Forsæt-
isráðherraefnið Steingrímur sagðist
l'ara með öli rifrildin heim til sín og
skrifa stefnuyl'irlýsinguna heima á
eldshúsborði um nóttina, líkt og
Ólafur forveri hans Jóhannesson
hefði iðulega gert þegar hann tók
þátt i stjórnarmyndun. "Klukkan
tvö um nóttina lauk fundum, og
hafði Steingrímur þá á orði við verð-
andi samráðherra sína úr Alþýðu-
flokki, Jón Baldvin Hannibalsson
og Jón Sigurðsson, að ekki yrði
mikið úr eldhússkrifum um nóttina
úr þessu. Jónarnir hvísluðu þá í
eyra forsíetisráðherraefnisins, að
þeir væru vanir menn í gerð mál-
efnasamnings og væru enn óþreytt-
ir og ómóðir, og treystu sér til að
skrifa stefnuyfirlýsingu nýrrar
stjórnar skammlaust og sem Stein-
grími mætti vel Iíka. Steingrímur
tók Jónana á orðinu og fór heim að
sofa. Upp úr fjögur höfðu Jónarnir
lokið við verkið og klukkan hálf-
fimm að morgni var málefnasamn-
ingi ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar stungið inn um bréfa-
lúgu forsætisráðherraefnisins.
Klukkan átta næsta morgun mætti
Steingrímur á fund formannanna
með stefnuyfirlýsinguna undir
arminum, útsofinn og hress. Þegar
Ólafur Kagnar Grímsson leit á
plaggið mun hann hafa horft viður-
kenningaraugum á Steingrím og
sagt: „Sko karlinn, þetta getur
hann!“ Nokkru síðar rakst Jón
Baldvin á góðvin sinn Pál Péturs-
son, þingmann Framsóknar, á
göngum sjávarútvegsráðuneytisins,
þar sem bræðingurinn fór fram.
Páll hampaði málefnasamningnum
framan í Jón og sagði stundarhátt,
brosandi út að eyrum: „Sjáðu Jón
Baldvin, svona vinnur okkar l'or-
maður!“...
Bnnlend dagskrárgerð er ekki
með öllu dauð hjá sjónvarpinu, því
um þessar mundir er unnið að sér-
stakri þáttaröð sem byggir á göml-
um fréttaannálum sjónvarpsins.
Umsjón með þáttunum hafa þau
Fdda Andrésdóttir fréttamaður og
Árni Gunnarsson alþingismaður.
Eflaust eiga einhverjir eftir að sjá
ofsjónum yfir því að alþingismaður
skuli fenginn til slíks verks. For-
svarsmenn sjónvarpsins eru hins
vegar sagðir hafa leitað til Árna
vegna reynslu hans í fréttamennsk-
unni, en Árni var einmitt frétta-
maður á útvarpinu á þeint árunt
sem þáttaröðin spannar...
A
^PPinhver þyngsta refsing sem
ákveðin hefur verið fyrir umferðar-
Iagabrot hér á landi féll á dögunum
þegar maður var dæmdur fyrir að
hafa ekið í þrígang á Magnús
Skarphéðinsson hvalavin. Það má
fljóta með að verjandi mannsins
var einn ákafasti fylgismaður hvai-
veiða á íslandi, lögfræðingurinn
Haraldur Blöndal, sem auk þess
mun vera formaður umferðar-
nefndar hér í Reykjavík...
c
%^teingrímur Hermannsson og
Jón Baldvin Hannibalsson munu
hafa verið sammála um að reyna
myndun minnihlutastjórnar Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks,
þegar ljóst var að fyrri tilraun Stein-
gríms til stjórnarmyndunar var að
mistakast um síðustu helgi. Sú hug-
mynd mun hafa fæðst, að bjóða
Sjálfstæðisflokknum þátttöku í
slíkri minnihlutastjórn, með því
að flokkurinn veitti ininnihluta-
stjórn hlutleysi og verði hana falli.
Að mörgu leyti hefði slíkur kostur
verið fýsilegur fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og komið í veg fyrir mynd-
un vinstri stjórnar, auk þess sem
stuðningur Sjálfstæðisflokksins
hefði verið háður ýmsum skilyrð-
um sjálfstæðismanna sem hefði
komið þeim vel. Þessari^ hugmynd
var komið á framfæri við sjálfstæð-
ismenn en þeir munu ekki hafa
áttað sig nógu snemma á þessum
frumlega valkosti. A.m.k. kveiktu
sjálfstæðismenn ekki fyrr en um
klukkustund eftir að Steingrímur
var lagður af stað til forseta Islands
til að skila umboðinu. En þá var
það of seint ...
tvinnuástand á Suðurlandi
hefur verið afar bágborið síðustu
misseri. Kaupfélögin þar, eins og
annars staðar, berjast í bökkum og
hefur t.d. heyrst að mjög hafi
þrengt að hjá Kaupfélaginu Þór á
Hellu allra síðustu vikurnar. Odd-
vitinn, Fannar Jónsson, er m.a.
sagður hafa farið í bráðaðkallandi
ferð til Reykjavíkur í vikunni —
væntanlega á fund sjóðstjóranna...
M
WB ndstæðingar nýju ríkis-
stjórnarinnar finna henni auðvitað
flest til foráttu. Helst er að menn
telji að gamla fyrirgreiðslupólitíkin
verði hafin til vegs og virðingar á
nýjan Ieik. í því sambandi er talið
að ríkisstjórnin, a.m.k. Framsókn,
ætli sér að veita SÍS og kaupfélög-
unum um 1500 milljóna króna
fyrirgreiðslu úr alvinnutrygginga-
sjóöi útflutningsgreinanna...
fl^alandi um andstæðinga ríkis-
stjórnarinnar er vert að minnast
einnig á þá sem sagðir eru fagna
henni mest, nefnilega sveitarfélög-
in. Heyrst hefur að forsvarsmenn
sveitarfélaga séu þegar farnir að
grafa upp úr skúffum sínum teikn-
ingar og áætlanir um framkvæmdir
sem frestað hefur verið. Vænting-
arnar eru því miklar til stjórnarinn-
ar, sérstaklega á félagslega sviðinu.
Á Selfossi mun bæjarstjórnin t.d.
hafa ákveðið að fara út í stórfram-
kvæmdir við byggingu þjónustu-
ibúða fyrir aldraða í samvinnu við
Alþýðusamband Suðurlands.
Teikningar hafa Iegið fyrir, en ekki
verið ráðist í framkvæmdir vegna
peningaleysis. Ólafur Ragnar
Grímsson er ekkert sérlega öfunds-
verður af embætti sínu næstu
mánuðina...
Allt
nýslátrað
og það
tvisvar
í viku
Pantið
tímanlega
S. 656400
686511
/-7
<L_/ _ __1 ' :
dí
112 svínaskrokkar 9.877 kr.
30 kg á 383 kr. per kg tilbúnir í frystinn, hvergi lægra verð.
Svínalæri
415 kr. kg.
Svínabógur
435 kr. kg.
Svínahryggir
739 kr. kg.
Svínahnakki meö
beini
496 kr. kg.
Svínakótilettur
775 kr. kg.
Svínasnitsel
929 kr. kg.
Svínagúllas
780 kr. kg.
Svínalundir
1.230 kr. kg.
Svínaspekk
96 kr. kg.
Svínaskankar
137 kr. kg.
Svínalifur
125 kr. kg.
Svinahnakkafillet
699 kr. kg.
Svínahamborgar-
hryggir
889 kr. kg.
Grípið tækifærið
Okkar Ijúffenga hangikjöt
Læri aóeins 650 kr. kg.
Frampartar 401 kr. kg.
Úrb. hangilæri 938 kr. kg.
'Úrb. hangiframpartar 716 kr. kg.
Londonlamb, læri úrbeinaö
aöeins 743 kr. kg.
PANTIÐ TÍMANLEGA. S. 656400
KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalaek 2.s. 686511
Garðabæ s. 656400