Pressan - 04.05.1989, Page 2
Á úrslitakvöldi Landslagsins á Hót-
el íslandi var Sigfúsi Halldórssyni
tónskáldi veitt sérstök viöurkenn-
ing fyrir ómetanlegt framlag til
dægurtónlistar.
Hér sjást þeir Sigfús og
Valgeir ásamt Helga Péturssyni og
Valgerói Matthiasdóttur syngja
hið góðkunna lag Fúsa, Dagný, og
að sjálfsögðu tóku allir Landslags-
gestir undir.
PRESSU
_ Qm Jfi(Ti_ _*■_1 yQfibnffiiin/
Fimmtudagur 4. maí 1989
Frá gerningnum „Rykdjöflum" i
Nýlistasafninu, janúar 1989
LANDSLAGIÐ Á HÓTEL ÍSLANDI:
Fyrirfólk og
fagrar dísir...
Úrslitakvöld Sönglagakeppninnar var
síöastliöið föstudagskvöld á Hótel ís-
landi. Mikiö var um dýröir og margt um
manninn þetta kvöld, ýmis skemmtiatriði
og aö sjálfsögöu valið Landslagiö 1989. í
þétt settnum salnum mátti sjá ýmis
kunnugleg andlit en PRESSAN fór á stúf-
anaogfesti nokkragesti kvöldins á filmu.
Meðal skemmtiatriða á Hótel íslandj þetta
kvöld var uppákoma hjá leikkonunum Sögu
Jónsdóttur og Guðrúnu Þórðardóttur.
Stöð 2 átti stóran þátt í framkvæmd Sönglagakeppninnarog hér má sjáýmsa fulltrúa stöðvarinnar: F.v. Sigmundur
Ernir Rúnarsson, Olafur H. Jónsson og dóttir hans Kristín, Elfa Gísladóttir, Jón Óttar Ragnarsson, Maria Maríus-
dóttir og Sigríður Guðmundsdóttir.
LIFID ER
KABARETT
Gerningalist er fyrirbæri sem
fremur lítið hefur farið fyrir í lista-
lífi landsins undanfarin ár. Sumir
afskrifa hana sem óþægilega minn-
ingu frá hippatímabilinu, sem ein-
kenndist meir af fíflalátum en
öðru. Til eru þó þeir, sem halda
vilja merki þessarar sérstæðu list-
greinar á loft og jafnvel hefja til
vegs og virðingar.
Fjöllistahópurinn Inferno 5 er
einn fremsti merkisberi gerninga
hérlendis og hefur staðið fyrir ýms-
um uppákomum í gegnum árin.
Þann sjöunda maí næstkomandi
mun hópurinn halda til Kaup-
mannahafnar og setja upp sjónleik-
ina „Rykdjöfla“ og „Klumbudans-
inn“ á hátíðinni „Fremtidens rum“.
í tilefni brottfararinnar mun In-
ferno 5 standa fyrir kabarett í veit-
ingahúsinu 22 næstkomandi
föstudagskvöld.
Kabarettinn inniheldur m.a. tónlist
og gerninga „í nýfútúrískum dada-
anda kabaretthefðarinnar“. Gestir
Inferno 5 verða ljóðskáldin Bragi
Ólafsson, Einar Melax og Þorri,
sem lesa úr verkum s©um. í lokin
mun svo tónlistardeild Inferno 5
leika fyrir dansi. Uppákoman hefst
kl. 22.00 og eru allir velkomnir.
Nokkrir félagar úr JC Borg búa sig undir lystisemdir kvöldsins i Viðeyjar-
stofu: f.v. Eyjólfur Eyjólfsson, Heiðar Þór Guðnason og Gisli Petersen.
velkomin i heiminn
1. Þessi myndarlegi piltur leit
dagsins Ijós 26. april síðastliöinn.
Hann er sonur þeirra Jennýjar
Borgedóttur og Magnúsar Þórs
Sigmundssonar. Þegar hann
fæddist vó hann 14 merkur og var
51 sm langur.
2. „Ekki fieiri myndir, takk, ég þarf
fegurðarsvefninn!“ gæti hann
verið að hugsa þessi hárprúði
drengur þeirra Helgu Björnsdótt-
ur og Aðalsteins Halldórssonar.
Hann fæddist 25. apríl siðastlið-
inn og vó þá 17 merkur og var 54
sm langur. Hann er annar sonur
þeirra, en fyrir eiga þau sjö ára
dreng.
3. Svefn sótti greinilega á börnin
þegar Einar Olason Ijósmyndari
heimsótti þau. Þessi myndarlega
stúlka er dóttir þeirra Sóleyjar
Karlsdóttur og Pers Brasstad.
Hún vó tæpar 16 merkur og var 51
sm löng þegar hún fæddist, 25.
april siðastliðinn. Hún er fyrsta
barn þeirra.
4. Eygló Friðriksdóttir og Þórður
Stefánsson eru foreldrar þessarar
fallegu stúlku. Hún fæddist 27.
april siðastliðinn og vó þá 3660 g
og var 50 sm löng. PRESSAN ósk-
ar foreldrum allra barnanna inni-
lega til hamingju!
JC BORG í AFMÆLISHUG:
Fimmtán ára afmæli
í Viðeyjarstofu
Félagsskapurinn JC
Borg hélt veglega veislu í
Viðeyjarstofu síðastliðinn
laugardag. Tilefnið var
fimmtán ára afmœli
hópsins og veislu því
slegið upp í risinu, þar
sem um sjötíu manns
snæddu veglegan kvöld-
verð. PRESSAN leit inn
þegar félagsmenn voru
að undirbúa sig fyrir
kvöldverð og frekari
skemmtun seinna um
kvöldið.