Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 4. mai 1989 GöGi- !í5in > •:uQBbu*mmR litilræði af matareitri Eg hef stundum veriö aö hugleiða hvort þaö sé ekki mesta böl mannkynsins að þurfa sífellt aö vera aö éta. Mannskepnan er háö þessum ósköpum, einsog sagt er um bennivín og dóp. Munurinn er bara sá, aö maður getur steinhætt aö drekka og dópa, einsog hendi sé veifað, og veröur fljótlega snöggtum skárri til sálar og líkama. En aö hætta aö éta? Ekki aldeilis. Dægrin löng þarf aö vera aö slafra í sig holdinu af látnum fiskum og ferfætlingum, einsog það er nú geðslegt, og þeir jafnvel til sem kjósa aö halda lífi meö því aö úöa í sig grasi og kálmeti, eöa því sem vex undir yfir- borði jarðar og menn grafa upp sér til viöur- væris, eftir að hafa örvaö vöxtinn meö hús- dýraskít. Fý bjakk! Þegar ég var krakki var stundum verið aö gera því skóna aö matur gæti verið „hollur“, einsog þaö var kallað. Hafragrautur átti að vera hollur, mjólk, smjör, já og lýsi, gleymum ekki lýsinu fyrir alla muni. Nú erég kominn áþáskoöun að allurmat- ur sé óhollurog flest þaö sem maður leggur sér til munns bráðdrepandi. Ég hef haft fyrir þessu ekki ómerkari heimildiren margarmerkustu vísindastofn- anirveraldarinnar, alltfráþví ég varkrakki og til þessa dags. Eitt áriö — eða áratuginn — var hafra- grautur, slátur og nýmjólk útá eitthvað þaö. hollastasem barniö gat í sig látið. Næstaár var einhver vísindastofnunin búin aö finna þaö út aö hafragrautur væri stórhættulegur heilsu hvers manns, aö ekki sé nú minnst á mjólkina, smjörið og slátriö. Allt þráödrepandi. Einhvern tímann var því siegiö upp með feitu letri að ráöiö til aö stífla í sér kransæö- ar væri aö éta egg, reykja, drekka mjólk og borða feitt ket. Ég var þá, af vissum ástæöum, í nánum tengslum viö slatta af háöldruðu fólki sem tók þessi vísindalegu tíöindi alvarlega. Þetta góða fólk steinhætti í ellinni að éta egg, reykja, drekka mjólk og boröa feitt ket. Fyrir bragðiö hefði, með vísindalegri skír- skotun, mátt ætla aö þaö lifði áfram, en þaö var nú eitthvað annað. Allt þettagóöafólk baradó, einsog ekkert hefði í skorist. Blessuö sé minning þess. Þaö hefur lengi verið mín heitastaósk aö sleppa viö aö deyja. Og satt aö segja hélt ég aö ég heföi fundið óbrigðult ráð til aö lifa dauöann af. Sú aðferð sem ég hef til skamms tíma notað í þessu skyni er aö taka lýsi á morgn- ana og nota sakkarín í kaffið. Svo varö ég fyrir því óhappi aö hitta í famelíuboði um daginn, á einu bretti, hjúkr- unarfræðing, gangastúlku, næringarfræö- ing og Sveinbjörn Hergeirsson grasætu sem allt veit beturen annaö fólk og er þess- vegna kallaður Svebbi besservisser. Þegar þetta fólk sá aö ég var aó setja sakkarín í kaffið mitt var ég króaður af og mér tjáö aö ég mundi deyja úr krabbameini ef ég notaöi sakkarín í kaffiö. Ég benti þessum þrýstihóp á þaö aö ég væri að setjasakkarín í kaffiö vegna þess aö læknirinn minn heföi sagt mérað ef ég setti sykur í kaffið þá fengi ég kransæðastíflu. Þaö er ekkert vísindalega sannað, sagöi Svebbi og kom svo meó vísindakenninguna um sakkarínið, sem ég áuðvitað kannaðist viö af því ég er svo vel heima í hollustuhátt- um. Svebbi tók svo til orða: — Þaö var sannað viö Berkeley-háskól- ann í Kaliforníu fyrir tíu árum á hvítum rott- um, aö ef þú drekkur sjötíuogfjóra kaffibolla á dag í sjötíuogfjögur ár og hefur fjórar pill- uraf sakkaríni í hverjum bolla, þááttu frekar á hættu aö fá magakrabba en ef þú hefðir látiö þetta ógert. Semsagt, sakkarín erkrabbameinsvaldur. Og þarsem mérersvo annt um líf mitt aö ég vil helst ekki enda það með því að deyja, þá ákvaö ég, þá og þarna, aö hætta aö nota sakkarín. Nú er lýsið eitt eftir. Og þá kom reiðarslagið. Svíar fundu þaö semsagt út á dögunum aö íslenskt lýsi væri baneitraö, hvorki meira né minna en ellefu „píkógrömm“ (milljón milljónustu úr grammi) af díoxíni í hverju grammi af lýsi. Og ekki stóö á viðbrögðunum í Svíþjóö. „Ólyfjanin" var þegar tekin af markaönum. Og ekki seinna vænna ef marka má frétt Morgunblaðsins af málinu um daginn, en þar segir orðrétt: — Guðjón Atli Auðunsson, sérfræðing- ur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, segir að díoxín sé þriðja eitraðasta efni sem þekkt er í heiminum. Það geti valdið krabba- meini, lifrarskemmdum, húðsjúkdómum, fósturskemmdum og haft áhrif á miðtauga- kerfið. Þaö er geðsleg tilhugsun, eöa hittþó heldur, aö hafa innbyrt 347 „píkógrömm" á viku af díoxíni þegar maöur var, í heilsubót- arskyni, aö gæöa sér á því sem alla tíö var talið hámark allrar hollustu — LÝSI. Það skrýtnasta af þessu öllu er þó það (skv. frétt Morgunblaðsins) aö í móöur- mjólkinni sem börn fástrax eftirfæðingu er — og takið nú vel eftir — tuttugu sinnum meira díoxínmagn en Svíar telja æskilegt fyrir fulloröna. Og samt herma síðustu fréttir frá Svíþjóð að enn hafi móðurmjólkin ekki veriö bönn- uö þar í landi. Kannske sannast hér enn einusinni hiö fornkveðna: Ef aö betur að er gáð ætla ég megi sannast aö vísindin efla enga dáö ættu því aö bannast. • Framdrif. • Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaður • Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive • Hagstætt verð og greiðslukjör 77 BÍLABORG HF JbaP FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 • Allt að 7 sæti. • Aflmikil 12 ventla vél.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.