Pressan - 04.05.1989, Side 5
Fimmtudagur 4. maí 1989
5
nærmynd
„Dóri greyið yar svosem eng-
inn sjarmör. Ég er sko samt á
því aó hann hefði getað náð
sér í skárri kvenmann en
þessa síblaðrandi beina-
sleggju,“ segir æskufélagi
Halldórs.
Allt, sem þig langaði alltaf að vita um Bibbu og Halldór ó Bróvallagöt-
unni/Arnarnesinu, en vissir ekki hvern þú ættir að spyrja.
GREIN: JÓNI'NA LEÓSDÓTTIR — MYND: EINAR ÓLASON
Hjónin á Brávallagötunni/Arn-
arnesinu hafa verið mikið á milli
tannanna á fólki undanfarna mán-
uði. Margir telja sig þekkja þau út
og inn, en það er nú oft svo með
kunnar persónur að almenningur
þekkir ekki nema eina hlið á þeim
— þá, sem snýr út á við. Við ákváð-
um því að bæta úr þessu með „nær-
mynd“ af þeim Bibbu og Halldóri
með liðsinni ýmissa aðila, sem
kynnst hafa þeim á lífsleiðinni.
Með skólagönguna í
gröfina
„Hún Bibba var alveg óskaplega
skemmtilegur krakki,“ sagði öldr-
uð frænka hennar, þegar hún var
spurð um Bibbu í æsku. „Hún var
samt kannski ekkert sérstaklega
bráðþroska eða fljót til. Ég man t.d.
að hún var ekki farin að ganga
óstudd fyrr en um sjö ára aldur. En
hún var gjörsamlega farin að tala
tíu ára.“
Bibba heitir raunar fullu nafni
Sigurbjörg Pétursdóttir. Hún fædd-
ist og ólst upp með íslensku alþýðu-
fólki á Grímsstaðaholti, sem í þá
daga var aðsetur þeirra sem ekki
höfðu alltof mikið á milli hand-
anna.
Skólaganga Bibbu var stutt. Svo
mikið vitum við. Hins vegar hvílir
yfir henni ákveðin leynd. Reynt var
að ná tali af gömlum íslenskukenn-
ara hennar, Þorfinni Skagfjörð,
sem yfirgaf skólann og hætti
„Hann var svo
óskaplega lítill
og óiriður að ég
var bókstaflega
i sjokki.#'
kennslu vorið sem Bibba lauk
skólagöngu sinni. Þorfinnur dvelst
nú á hvíldarheimili skammt fyrir
utan borgina. Tók hann í fyrstu vel
í að tala við okkur, en þegar talið
barst að gamla nemandanum hans,
henni Sigurbjörgu Pétursdóttur,
var eins og þyrmdi yfir gamla
manninn. Allt viðmót hans varð
kuldalegt og vísaði hann blaða-
mönnum umsvifalaust á dyr.
Það sama gerðist í hvert sinn, sem
okkur tókst að hafa upp á einhverj-
um úr starfsliði skóíans. Fólkinu
sortnaði fyrir augum og síðan rak
það okkur á dyr. Það fer því ekki
nánari sögum af skólagöngu
Bibbu. Hún fer með þær í gröfina.
Hittust ó Röðli
Eftir hina dularfullu skólagöngu
lá leið Bibbu út á vinnumarkaðinn.
Nánar til tekið í ísbjörninn. Gömul
starfssystir hennar þar sagði m.a.:
„Það var alltaf líf og fjör í kringum
Bibbu — þá fáu daga, sem hún
„Það var alltaf
líf og ffjör i
kringum Bibbu
— þa fóu daga
sem hún *
mætti."
mætti.“ Guðmundur Jósafatsson,
fyrrverandi verkstjóri, sagði að það
væru „ýkjur að segja að Bibba
hefði verið hamhleypa til verka.
Eftir fyrsta hálfa mánuðinn var hún
búin að taka út veikindadagana fyr-
ir árið og þá var hún góðfúslega
beðin að Ieita sér að vinnu annars
staðar“.
Margir í fjölskyldu Bibbu urðu
afar hissa, þegar hún og Halldór
opinberuðu trúlofun sína. Það var
á eldri systur Bibbu að skilja að hún
hefði aldrei sætt sig fullkomlega við
Halldór. „Hann var svo óskaplega
lítill og ófríður að ég var bókstaf-
lega í sjokki, þegar Bibba systir
kom með hann heim eina nóttina
eftir ball á Röð!i.“
En hvað heldur þessi eldri systir
Bibbu að hún hafi séð við Halldór?
„Hann var náttúrulega reglumaður
á vín og tóbak og við vorum sko
ekki aldar upp við það. Svo skaff-
aði hann. Hann var strax kominn í
fasta stöðu hjá lokunardeildinni í
rafmagnsveitunni. Lokaði meira að
„Hún var gjör-
samlega farin
að tala tiu
ara."
segja einu sinni heima hjá okkur!“
Það er í minnum haft í fjöl-
skyldunni að Dýrleif heitin sáluga
spýtti út úr tóbaksbrunnum talfær-
unum, þegar Halldór var kynntur
fyrir henni sem unnusti Bibbu. Og
var hún þó orðin nánast blind og
heyrnarlaus, langt fyrir aldur fram,
blessuð sé minning hennar.
Fór framhjó nógrönnunum
Halldór Þorgeirsson virðist ekki
hafa verið eftirminnilegt barn. Það
var sama hvernig við spurðumst
fyrir meðal þeirra, sem bjuggu í -
námunda við hann í æsku. Allt kom
fyrir ekki. Enginn mundi eftir Hall-
dóri á númer níu. Sterkur grunur
leikur á því að þetta hafi eitthvað
með smæð Halldórs að gera. Hann
var ósköp kyrkingslegur fram eftir
öllum aldri og bendir allt til þess að
fólki hafi hreinlega sést yfir hann á
förnum vegi.
Það var sama sagan með fyrrver-
andi bekkjarsystkini Halldórs.
Ekki einn einasti maður kom hon-
um fyrir sig og flestir sögðust svo-
leiðis geta svarið með tíu fingur upp
til Guðs að það hefði ekki verið
neinn Halldór í bekknum. Okkur
tókst hins vegar að hafa upp á
manni, sem kenndi Halldóri í
barnaskólanum fyrir vestan, en
þangað á hinn síðarnefndi ættir að
rekja.
Þráinn Höskuldsson, fyrrum
„Hann aat ekki
skrúfao peru í
lampa hjálpar-
laust."
kennari og organisti, nú vistmaður
á dvalarheimili aldraðra sjómanna,
hafði eftirfarandi að segja: „Hann
Dóri litli, eins og hann var kallaður
fram eftir öllum aldri, var skarp-
greindur strákur, fjandanum orð-
heppnari og hafði ríka kimnigáfu,
sem aflaði honum margra óvina.
Bekkjarbræður hans gengu gjarn-
an í skrokk á honum, þegar skeytin
voru hvað hnyttnust."
„Hann hefði átt að ganga
menntaveginn," hélt Þráinn áfram.
„En Halldór var værukær og hon-
um lánaðist aldrei að ljúka við
neitt, sem hann tók sér fyrir hendur.
Þetta lýsti sér t.d. í því að þegar
hann þreytti próf skilaði hann æv-
inlega hárréttum og ítarlegum svör-
um við fyrstu spurningunum, en
lagði síðan prófblaðið frá sér og
kvartaði undan námsleiða." Ein-
hvern veginn tókst Halldóri þó að
klára skyldunámið og lauk prófi frá
Gagnfræðaskólanum við Lindar-
götu um það leyti er Elvis Presley
söng „I’m all shook up“ inn á
hljómplötu vestur í Ameríku.
Góður biti í hundskjaft
Einn æskufélaga átti Halldór, því
foreldrar hans ólu upp munaðar-
lausan dreng, sem var eitthvað
skyldur þeim. Þetta var Reynir
Bollason, sem nú starfar sem bif-
„Hann hefði átt
að ganga
menntaveg-
mn."
vélavirki hjá Kaupfélagi Hnífsdæl-
inga. Kveður Reynir Halldór hafa
verið góðan og skemmtilegan fé-
laga og telur góðan bita hafa farið
í hundskjaft, þegar hann opinber-
aði trúlofun sína og Sigurbjargar
Pétursdóttur, eða Bibbu beina-
sleggju eins og hún var oft uppnefnd
á þessum árum.
„Dóri greyið var svo sem enginn
sjarmör," sagði Reynir. „Hann
hafði aldrei verið við kvenmann
kenndur, þegar hann kynntist
Bibbu, en ég er sko samt á því að
hann hefði getað náð sér í skárri
kvenmann en þessa síblaðrandi
beinasleggju." Reynir hefur ekki
haft samband við Halldór síðan
hann kvæntist Bibbu.
Að loknu gagnfræðaprófinu fór
Halldór á samning sem rafvirkja-
lærlingur hjá Geir A. Björnssyni
rafvirkjameistara. Hann lauk hins
vegar ekki námi, þar sem honum
sinnaðist við meistara sinn. „Dóri
dvergsmái, eins og hann var alltaf
kallaður, var meinleysisgrey. En
hann hafði þumalputta á hverjum
fingri og gat ekki skrúfað peru i
lampa hjálparlaust,“ sagði Geir
þegar hann var spurður um Hall-
dór. Hjá núverandi samstarfs-
mönnum fékk Halldór þá umsögn
að hann væri „hvers manns hug-
ljúfi“.