Pressan - 04.05.1989, Síða 23

Pressan - 04.05.1989, Síða 23
Fimmtudagur 4. maí 1989 23 Sylvie starfaði í þrjú ár við skipasmíðar austur á Seyðisfirði og fjöl- skyldan í Frakklandi var orðlaus. „Það þýðir ekki að bíða eftir að einhver annar geri hlutina," er lífsmottó Sylvie. Hún hefur alltaf annast sjólf „boddí"-viðgerðir á bílunum sínum og nú segir hún timabært að laga þennan eftir vet- urinn. „Tók pokann mlnn og stelpuna mína og hélt til Reykjavíkur." Dótt- irin Ganaelle er 9 óra og talar frönsku jafn- hliða islenskunni. Mæðgurnar tala þó eingöngu saman ó ís- lensku. búa á íslandi og vinna við skipa- smíðar og ég gerði það.“ Með pokann sinn oa dótturina til Reykjavíkur Reykjavík var ennþá borgin í fjarska, borgin sem Sylvie heim- sótti aðeins af nauðsyn „til að fara til læknis eða tannlæknis" segir hún. Það var því stórt stökk að flytja alveg til Reykjavíkur en það gerði Sylvie fyrir fimm árum, 1984: „Þá tók ég pokann minn og stelp- una og kom hingað atvinnulaus og húsnæðislaus," segir hún. Nú voru engin áttatíu ensk pund með í ferð- inni. Hún hafði skömmu áður kynnst reykvískri fjölskyldu sem bauð henni að búa í einu herbergi meðan hún kæmi undir sig fótun- um: „Mig langaði til að starfa þar sem ég gæti notað heilann, ekki orðið líkamlega þreytt eins og ég hafði verið síðustu þrjú árin á und- an. Það kom auðvitað ekki margt til greina, en ég hafði lært að tala ís- lensku og kunni ensku ágætlega svo mér fannst að ferðamál myndu henta mér best. Ég gekk því á milli þeirra staða sem mig langaði að vinna hjá og lagði inn umsóknir. Innan mánaðar hafði ég fengið starf á farskrárdeild Flugleiða þar sem ég vinn enn.“ Næsta skref var að koma þaki yfir höfuðið. Dugnaðarforkurinn lét sér ekki detta annað til hugar en kaupa íbúð og réðst í það verk. „Ég vann og sparaði og sá að það eina sem þýddi væri að fá mér auka- vinnu í sumarfríinu," segir Sylvie. „Þá fór ég í leiðsögumannaskólann um veturinn og lauk námi úr hon- um. Jú, það var rosalega erfitt,“ viðurkennir hún. „Námsefnið var allt á íslensku og ég þurfti að setja mig inn í námsgreinar sem ég hafði aldrei fyrr lesið eins og jarðfræði, íslandssögu og annað. En það tókst.“ Hún tók á móti ferðamannahóp- um i sumarfríunum sínum næstu sumur á eftir: „Mest ferðaðist ég með frönskum ferðamönnum, en tók þó á móti einum og einum ensk- um hópi í styttri ferðir," segir hún. Þegar ég spyr hvernig hún hafi farið að með barnagæslu, frönsk stúlka sem átti engan að hér, svarar hún: „Stundum þegar ég lít um öxl núna skil ég það ekki sjálf! En ég átti óskaplega góða vini og það vildu allir hjálpa mér. Stelpan fór stund- um til Frakklands og stundum til Seyðisfjarðar þegar ég var í löngu ferðunum, en annars hjálpuðu vinir mínir mér. Og þetta bjargaðist!1 Gerir bílana sína sjólf upp Sylvie er oft kölluð „franska undrið“ manna á meðal. Hún þykir einstaklega mikill vinnuforkur, ósérhlífin og dugleg og ekki aðeins á vinnustað. „Allt sem hægt er að gera sjálfur gerir Sylvie," segja menn, en sjálf segir Sylvie að hún komi aldrei nálægt rafmagni. Hins vegar gafst hún ekki upp þegar búið var að klippa númerin af bílnum hennar skömmu eftir komuna til Reykjavíkur. Bíllinn var orðinn lú- inn og ryðgaður, en Sylvie tók sig til og gerði hann upp: „Ég þurfti að spara svo mikið til að kaupa íbúð- ina að ég ákvað að reyna að gera Við skipasmíðar Eins og aðrir foreldrar á íslandi þurfti Sylvie að fara að vinna aftur og ekki fannst henni lopapeysusal- an borga sig: „Það var ekki úr miklu að velja, en ég réðst til starfa hjá vélsmiðju og vann við járn- smíði,“ segir hún. „Vinnan fólst í skipasmíði og ég eyddi dögunum niðri i skipunum við að rafsjóða. Síðar máluðum við skipin og gerð- um það sem gera þurfti. Við vorum tvær stelpur í þessari vinnu og nokkrum mánuðum síðar bættist sú þriðja við. Jú, auðvitað vorum við með hjálma og í hlífðarfötum, maður þarf að vera vel búinn í þessu starfi svo maður brenni sig ekki.“ Vinnudagurinn var langur, oftast tíu klukkustundir, og meðan mamman slípaði og smíðaði úr járni var dóttirin í gæslu á barna- heimili og hjá dagmömmu. I þessu starfi var Sylvie í þrjú ár og ber samstarfsmönnum sínum vel söguna: „Meistarinn sagði meira að segja að við stelpurnar værum vandvirkari en strákar!" segir hún hlæjandi. Úti í París sat orðlaus fjölskylda, foreldrar Sylvie, bróðir og tvær systur, fjölskylda sem skildi hvorki upp né niður í þessum fjöl- skyldumeðlim: „Jú, þau urðu alveg orðlaus!" segir hún og hlær. „En ég gaf þeim bara aldrei neitt færi á að biðja um útskýringar. Ég ákvað að þetta sjálf,“ segir hún. „Ég notaði bara kunnáttu mína úr skipasmíð- inni og gerði bílinn það vel upp að ég fékk númerin aftur og gat síðan selt hann! Það er auðvitað tvennt ólíkt að vinna við bíl eða skip, en reynslan kom mér samt að gagni.“ Hún kom stundum við á bíla- verkstæði til að spyrja ráða og áður en yfir lauk höfðu bifvélavirkjarnir ekki aðeins boðist til að lána henni verkfæri heldur buðu þeir henni líka að nýta sér húsnæðið til við- gerðarstarfanna: „Það var nefni- lega kominn vetur og kalt úti!“ seg- ir hún. Sama sagan gilti um íbúðina sem hún keypti. Sylvie sá möguleikana í henni, það þurfti bara að gera hana upp. Hún gerði sér lítið fyrir, braut niður vegg, keypti sér parket, lagði það og slípaði: „Það þýðir aldrei að bíða eftir því að einhver annar geri hlutina,“ segir hún. „Ég hef fikrað mig áfram með bílinn og veit alltaf hvað er að. Stundum veit ég að ég get sjálf gert við hann, stundum er það eitthvað sem ég ræð ekki við og þá fer ég auðvitað með hann á verk-, stæði. En maður á að minnsta kosti að vera viss um að maður ráði ekki við hlutina áður en maður biður einhvern annan að hjálpa sér!‘ Aldrei að bíða eftir að aðrir geri hlutina Sylvie Primel gengur oft undir nafninu „franska undrið" og það ekki að ástæðulausu. Tvítug að aldri kom hún fyrst til íslands og settist að á Seyðisfirði. Hún lærði járnsmíðar og eyddi þremur árum við skipasmíðar fyrir austan. Hennar leiðarljós er að gefast aldrei upp og bíða aldrei eftir að einhver annar geri hlutina fyrir hana. tilfinningu, en ég veit ekki enn hvað það var.“ Aldrei að gefast upp Eftir mánuðina sex fannst Sylvie ástæðulaust að hætta: „Mig lang- aði líka að upplifa vetur á Seyðis- firði,“ segir hún brosandi og bætir við: „En ég bjóst aldrei við þessu mikla myrkri eða þessum mikla snjó!“ Þann vetur gáfust margir upp og sneru til síns heima: „Ein stúlkan fór til Reykjavíkur að vinna, aðrir fóru heim til sín. Um vorið vorum við þrjú eftir úr hópn- um, hjón frá Nyja-Sjálandi og ég.“ Hvort hana hafi í rauninni aldrei langað til að rifta samningn- um og snúa aftur í stórborgarlífið svarar hún að bragði: „Nei, aldrei. Það á aldrei að gefast upp.“ Um sumarið hélt Sylvie af stað í ferðalag til Evrópu, nú orðin barns- hafandi. „En ég kom til baka aftur og hef búið á Islandi síðan,“ segir hún. Nú var það ekki fiskurinn heldur ullin sem Sylvie beindi kröft- um sínum að. Hún prjónaði lopa- peysur og seldi ferðamönnum jafn- hliða því sem hún seldi til útlanda. Dóttirin Ganaelle fæddist í desem- ber 1979 og Seyðisfjörður varð enn betri staður í augum Sylvie: „Mér fannst ég eiga svo mikil tengsl við þetta litla þorp,“ segir hún. „Mér fannst ég myndi ekki geta farið það- an aftur.“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.