Pressan - 01.06.1989, Síða 6
6
Fimmtudagur 1. júní 1989
Bylgjan hf. var stofnuð sumarið
1986 til að veiða og vinna kúfisk.
Hlutafé var 17 milljónir króna og
þrír stærstu eigendurnir voru Erl-
ing Auðunsson, Finnbogi Bernód-
usson og Byggðastofnun.
Báturinn Villi Magg var smiðað-
ur í Hollandi fyrir Bylgjuna og kom
hann til Suðureyrar sumarið 1987.
Veiðiskapurinn gekk framar ósk-
um, en í landi kom fljótlega í Ijós að
brotalamir voru á vinnslu og í
markaðsmálum. Það hefði mátt
komast fyrir þessa erfiðleika hefði
stjórn fyrirtækisins staðið saman.
En það var öðru nær.
Upphafsmaður fyrirtækisins,
Erling Auðunsson, þóttist verða
þess áskynja að ekki væri allt með
felldu í rekstrinum og gerði athuga-
semdir við ráðslag stjórnar og
framkvæmdastjóra. Erling ein-
angraðist í gagnrýni sinni og með
fulltingi stjórnarmanns Byggða-
stofnunnar í Bylgjunni náði Finn-
bogi Bernódusson tökum á fyrir-
tækinu og fór sínu fram.
Fyrstu mistökin
„Mistökin sem ég gerði voru þau
að taka að mér skipstjórn á Villa
Magg. Ég var á sjónum og gat ekki
fylgst með rekstri fyrirtækisins,”
segir Erling Auðunsson.
Kúfiskveiðar og -vinnsla er hug-
mynd sem Erling hafði gengið lengi
með. Tengdafaðir hans veiddi kú-
fisk fyrir Bandaríkjamenn á
Straumnesfjalli á sjötta áratugnum
og þá sannfærðist Erling um að
veiðar væru vel mögulegar. Kú-
skeljastofninn við ísland er þriðji
stærsti fiskstofninn við norðanvert
Atlantshaf og hingað til ónýttur.
Erling starfrækti í niörg ár salt-
fiskverkun á Suðureyri, en vildi
gjarnan reyna kúfiskveiðar og
hafði bæði kannað veiðimöguleika
og. söluhorfur á afurðinni. Hann
leitaði hófanna hjá Byggðastofnun
um stuðning við fyrirtækið.
Byggðastofnun vildi fá fleiri hlut-
hafa og varð úr að Finnbogi Bern-
ódusson, sem á vélsmiðjuna Mjölni
í Bolungarvík, gekk inn í félagið.
Að auki lögðu í púkkið nokkrir
aðrir einstaklingar.
Ýmsir efuðust um að það tækist
að veiða það magn kúskeljar sem
þurfti. Erling ákvað því að stýra
veiðunum sjálfur. En um leið
dæmdi hann sig úr leik í landi og
kom til með að gjalda þess.
Hagsmunaárekstrar
Þegar drög voru lögð að uppsetn-
ingu verksmiðjunnar lagði Finn-
bogi áherslu á að fá til sín og vél-
smiðjunnar Mjölnis þau verk sem
FYRSTA HEILA STARFSÁR KUFISKVERK-
SMIÐJUNNAR BYLGJUNNAR HF. Á SUÐUR-
EYRI TAPAÐI HÚN 50 MILLJÓNUM KRÓNA,
TAPIÐ STAFAR AF MAKALAUSRI ÓREIÐU í
FJÁRMÁLUM, SPILLINGU OG SINNULEYSI
BYGGÐASTOFNUNAR, SEM ER STÆRSTI
HLUTHAFI BYLGJUNNAR. VERKSMIÐJAN
VARÐ GJALDÞROTA I MARS NYLIÐNUM
OG NEMA SKULDIR FYRIRTÆKISINS 200
MILLJÓNUM KRÓNA.
EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON
féllu til. Finnbogi ætlaði að greiða
hlutafé sitt að stórum hlula til með
vinnu vélsmiðjunnar.
Erling segist ekki hafa séð neitt
athugavert við að vélsmiðja Finn-
boga fengi einhvern starfa við upp-
setningu verksmiðjunnar. Þó runnu
á Erling tvær grímur þegar Finn-
bogi fór fram á að vélsmiðjan sæi
um viðhald verksmiðjunnar.
„Mér fannst eðlilegt að vélamenn
Bylgjunnar sæju um viðhaldið. Það
er ódýrara en aðkeypt vinna,” segir
Erling. Hann féllst samt sem áður á
málaleitan Finnboga og Bylgjan
keypti verk sem starfsmenn verk-
smiðjunnar voru fullfærir um að
sinna.
Finnbogi segir viðskipti Bylgj-
unnar og Mjölnis ekki á nokkurn
hátt hafa verið óeðlileg. Hann vill
heldur ekki kannast við að um
hagsmunaárekstra sé að ræða þegar
hann situr beggja vegna borðs í
samningum Bylgjunnar og Mjöln-
is.
Fúlsað við
samningum
Tæki til verksmiðjunnar komu
að mestu leyti frá fyrirtækinu
Trausti hf. í Reykjavík. Eigandi
Trausts, Trausti Eiríksson, hafði
undanfarin ár aðstoðað Erling við
markaðsathuganir í Bandaríkjun-
um. Um það Ieyti sem Bylgjan hf.
var stofnuð var Trausti kominn með
samning um sölu kúfisks til Banda-
ríkjanna.
„Bandarískar kúfiskverksmiðjur
á austurströndinni vildu kaupa kú-
fisk í frosnum blokkum. Það átti að
þíða fiskinn og vinna þegar ekki
gæfi á sjóinn vegna brælu,” segir
Trausti.
Byggðastofnun var ekki á því að
láta Traust hf. sjá um sölumál
Bylgjunnar. Stofnunin setti þaö
sem skilyrði fyrir aðstoð við Bylgj-
una að samningum við Traust hf.
yrði rift. Það var gert og fótunum
um leið kippt undan rekstri Bylgj-
unnar, því síðan hafaekki tekist er-
lendir sölusamningar. Um þetta at-
riði eru Trausti og Erling sammála.
Fulltrúi Byggðastofnunar í
þriggja manna stjórn Bylgjunnar,
Rafn A. Sigurðsson, er hinsvegar á
öðru máli. Hann segir að það verð
sem Trausti bauð upp á hafi ekki
verið nógu hátt. „Við þurftum að
minnsta kosti tvöfalt hærra verð
fyrir kúfiskinn en það sem Trausti
taldi sig geta fengið í Bandaríkjun-
um,” segir Rafn.
Trausti segist hafa verið með til-
boð frá Bandaríkjunum um kaup á
verulegu magni af kúfiski á þar-
lendu markaðsverði. „Arðsemisút-
reikningar sýndu að það verð var
fullnægjandi. Eftir að gengi dollar-
ans lækkaði var ekki eins mikið upp
úr þessu að hafa, en gengið hefur
aftur hækkað undanfarið,” segir
Trausti.
Vinnusvik
Verksmiðjutækin frá Trausti hf.
komu til Suðureyrar, en það voru
starfsmenn vélsmiðjunnar Mjölnis
sem settu þau upp.
„Tækin voru sett vitlaust upp og
frágangurinn með mestu ólíkind-
um,” segir Hlöðver Kristinsson um
vinnu þeirra Mjölnismanna. Hlöð-
ver var vélamaður hjá Bylgjunni.
Við annan mann varð Hlöðver að
taka upp flestallar vatnslagnir sem
starfsmenn Mjölnis lögðu og leggja
þær upp á nýtt. „Það hefði verið
hagkvæmara að láta Traust hf. sjá
um uppsetningu á tækjunum, eins
og stóð til í upphafi,” er skoðun
Hlöðvers.
Vélsmiðjan Mjölnir fékk það
verk að smíða grindur og vatnsplóg
í bát verksmiðjunnar, Villa Magg.
Finnbogi sagðist geta smíðað þetta
á sama verði og skipasmíðastöðin
Damen í Hollandi, en stöðin smíð-
aði Villa Magg. Fyrir smíði hvors
tveggja tók Mjölnir eina og hálfa
milljón króna. Það liggur hinsvegar
fyrir tilboð frá Damen um smíði
sama útbúnaðar fyrir rúmar 700
þúsund krónur, eða helmingi lægri
upphæð.
í ofanálag voru grindurnar ekki
úr galvaniseruðu stáli, eins og sagði
í samningi, heldur úr svörtu stáli
sem ryðgaði eftir litla notkun.
Grindurnar voru heldur ekki af
réttri stærð og erfitt var að nota þær
um borð.
„Svívirðilegt okur”
Tortryggni Erlings jókst eftir því
sem leið á árið 1987 og furðulega
háir reikingar bárust frá Mjölni fyr-
ir verk sem iðulega voru illa unnin.
Steininn tók úr þegar Erling sá þrjá
vagna sem Mjölnir smíðaði fyrir
Bylgjuna og áttu að kosta 430 þús-
und krónur.
„Mér fannst þetta svívirðilegt ok-
ur. Vagnarnir voru ónýtir og það
var ekki hægt að nota þá,” segir
Erling.
Að sögn Jóhanns Ólafssonar,
umdæmisstjóra Vinnueftirlitsins á
Vestfjörðum, virtust vagnarnir
smíðaðir úr göntlum vörubílum.
„Það er stórhættulegt að aka þess-
um vögnum og eftir að við gerðum
athugasemdir var þeim Iagt,” segir
Jóhann. Þrátt fyrir eftirgrennslan
fundust engar smíðalýsingar fyrir
vagnana.
Á sama tíma og Mjölnir smíðaði
ónýtu vagnana stóð Bylgjunni til
boða að kaupa nýja vagna frá Vík-
urvögnum fyrir lægra verð en
Mjölnir bauð.
Rafn A. Sigurðsson segir eina
ástæðuna fyrir því að Mjölnir fékk
svo mörg og dýr verk fyrir Bylgjuna
þá að það voru fáir aðilar sem vildu
skipta við Bylgjuna. „Auk þess var
Mjölnir oft með lægstu boðin þeg-
ar við buðum verk út,” segir Rafn.
„Ekki til manneldis”
Markmiðið með stofnun Bylgj-
unnar var að selja á erlenda mark-
aði kúfisk til manneldis. í raun
framleiddi verksmiðjan aðeins
beitu, því enginn fékkst til að kaupa
fiskinn og gera úr honum neyslu-
vöru.
Sumarið 1988 voru gerðar kostn-
aðarsamar breytingar á vinnslulínu
Bylgjunnar með það fyrir augum
að gera afurðina hæfari til sölu.
Sem fyrr var það vélsmiðjan Mjöln-
ir sem framkvæmdi breytingarnar.
„Mér var sagt að skipta mér ekki af
breytingum,” segir Hlöðver Krist-
insson vélamaður, sem þó var með
í ráðum þegar sömu breytingar voru
áætlaðar.
Sýnishorn af framleiðslunni voru
send til írlands haustið 1988 og þau
efnagreind þar. Niðurstaðan var
ótvíræð: Kúfiskurinn frá Bylgjunni
er „ekki hæfur til manneldis”. Með-
ferð skeljarinnar var slík að í kjötið
söfnuðust gerlar sem gerðu afurð-
ina óseljanlega.
Það hallaði undan fæti fyrir
Bylgjunni. Sama haustið og kúfisk-
urinn var dæmdur óhæfur til
manneldis var starfsmönnum í
verksmiðjunni og sjómönnum á
Villa Magg sagt upp störfum.
I janúar var ákveðið að gera úr-
slitatilraun til að bjarga verksmiðj-
unni. Starfsmenn voru ráðnir aftur,
nema skipstjórinn á Villa Magg,
Erling Auðunsson, og sonur hans
sem var háseti á bátnum. Erling var
sagður „óhæfur til samstarfs”.
Þrem mánuðum seinna var
Bylgjan lýst gjaldþrota.