Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 7

Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. júní 1989 7 PRESSU MCHiLR ^Íöluvert hefur verið greint frá „starfsmannaflóttanum“ af Bylgj- unni/Stjörnunni, en maður kemur í manns stað og nú um mánaðamót byrja þrír nýir fréttamenn á frétta- stofu útvarpsstöðvarinnar. Þetta eru Haukur Holm, fyrrum blaða- maður á Alþýðublaðinu og PRESSUNNI, Glúmur Baldvins- son (Hannibalssonar, ráðherra) og Adda Steina Björnsdóttir, sem m.a. hefur starfað sem dagskrárgerðar- maður á Bylgjunni og á Stöð 2 . . . ffliki. ólga og óánægja hef- ur risið vegna þeirrar ákvörðun- ar náttúruverndarráðs að víkja Hreini Skagfjörð Pálssyni frá sem landverði í Herðubreiðarlindum, þar sem hann hefur starfað undan- farin sjö ár. Leiðsögumenn og bif- reiðastjórar gefa Hreini gott orð og hafa safnast undirskriftir þar sem þessari ákvörðun náttúruverndar- ráðs er mótmælt. Formaður ráðs- ins, Þóroddur Þóroddsson, segir ákvörðunina byggða á því að Hreinn hafi ekki sótt námskeið fyr- ir landverði og þvi hafi aðrir verið ráðnir í hans stað. Þetta munu þó stuðningsmönnum Hreins þykja fráleit rök þar sem hannhefur byggt upp aðstöðuna í Herðubreiðarlind- um og þekkir staðinn út og inn . . . Hvkarlmönnum á frönsku Riví- erunni líkar vel lífið um þessar mundir. Ný kventíska hefur nefni- lega skotið þar upp kollinum og konur sjást varla nema klæddar í gegnsæjar blússur og gegnsæ pils. Einn galla finna herrarnir þó á þess- ari tísku: Þær eru víst i þykkunt „ntini-pilsum" undir . . . þ | að hefur Iengi tíðkast er- lendis að hægt sé að fá hina aðskilj- anlegustu „þjónustu'* í gegnunt síma, svo sem stjörnuspá dagsins og tvíræðar frásagnir. Einnig hafa einhverjar þekktar kvikmynda- og poppstjörnur tekið upp á því að tala inn á segulband og fá fyrir vik- ið hluta kostnaðarins við símtölin. Þetta fyrirbæri hefur ekki þekkst hér á landi til þessa, en nú er að verða breyting á. Boðið verður upp á fimm svokallaða upplýsingasíma og í þeim munu neytendur nt.a. geta fræðst um veðurhorfur og matar- uppskriftir og hlustað á brand- ara . . . Hfl ikill viðbúnaður kringunt kontu páfa eins og ntönn- um sjálfsagt er kunnugt. Starfsfólk Landakotsspítala hefur síðustu dagana verið Ijósmyndaö og sér- stakir starfsmannapassar verið gefnir út. Ástæða þessa ntun þó ekki eingöngu vera koma páfans. Á Landspítalanuin hefur Iengi tíðkast að starfsmenn beri á sér sérstök skilriki og ntun Landakot í nokk- urn tíma hal'a haft í hyggju að út- búa slíka passa. Ráfaheimsóknin flýtti fyrir því að af útgáfu þeirra varð núna . . . c ^Hérstök læknavakt verður í gangi á Landakotsspítala um helg- ina, öflugri en venjulega, enda þyk- ir rétt að hafa sérstakan viðbúnað, komi eitthvað upp á. Þáfinn rnun lita inn á sjúkrahúsið að messu lok- inni og skipta unt föt í „endurhæf- ingu“ spítalans, áður en hann held- ur út á flugvöll ... Þótt gengíð hafí hækkað tim24%*, þótt 11,25% vörugjaldí hafí verið bætt ofan á, þótt þetta hafí allt gerst heftir þessí stóll lækkað tim21%, úr 1.150Í 950 stgr. íslenskar krónttr frá því i fyrra. Vorum að fá ný plast húsgögn, fttruhúsgögn. Aldreí meíra úrval. SENDUM í PÓSTKRÖFU Alla leíð frá Costa Ríca. Nýtt í Evróptt og á ís- landí. Glæsíleg plasthúsgögn með púðtim sem mega standa útí allt áríð. Gengi maí 1988 20,6811 maí 1989 25,0000 Opíð um helgína Laugardag 11-16 Sunnudag 12-16 SEGLAGERDIN______ ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 - SÍMI 621780 EINNIG ERU V0RUR 0KKAR TIL S0LU I FERÐAMARKAÐINUM, BILDSH0FÐA 12, SIMI 674100

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.