Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 1. júní 1989 Suðurnesjamenn vilja meiri varnarliðsvinnu Suðurnesjamenn líta til varnariiðsins þegar kreppir að i atvinnulífinu. Frammámenn í verkalýðshreyfing- unni suður með sjó telja að hlutfallslega hafi dregið úr ráðn- ingu íslendinga í þjónustustörf á Vellinum. Bandariski herinn á Miðnesheiði er stærsti ein- staki atvinnurekandinn á Suðurnesjum. Á síð- ustu árum hafa að jafnaði l.100 íslcndingar starf- að hjá hernum. Það er misjafnlega eftirsótt að vinna á herstöðinni. Þegar vel árar í byggðarlög- unum suður með sjó sækir fólk síður urn vinnu hjá hernum, enda þykir kaupið ekkert tiltakan- lega gott. Dæmið snýst við þegar samdráttar verður vart á Suðurnesjum og þá fjölgar þeim sem leggja inn umsóknir á ráðningarskrifstofu varnarliðsins. „Við höl'um undanfarið fengið kvartanir frá ís- lendingum sem telja sig hafa orðið þess áskynja að varnarliðið ráði fremur sitt eigið fólk í laus þjónustustörf en íslendinga," segir Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafélags Suð- urnesja. En hvernig skýrir Magnús þá staðreynd að fjöldi íslenskra starfsmánna hjá hernum hefur undanfarin ár tekið litlum breytingum? „Við vitum að þjónustustörl'um á Vellinum hefur fjölgað undanfarin ár. En í stað þess að ráða íslendinga er vinnan látin í hendur varnar- liðsmanna og fjölskyldna þeirra," segir Magnús. Að sögn Magnúsar er langt síðan ráðningar- mál á Keflavikurstöðinni voru tekin upp við ís- lensk stjórnvöld og þess æskt að þau gripu i taumana. „Það er okkar skoðun að íslendingar eigi að ganga fyrir við ráðningu í þjónustustörf hjá varnarliðinu og þróun síðustu ára er okkur • „íslendingar eiga að ganga fyrir í vinnu á Vellin- um,“ segir formaður Versl- unarmannafélags Suður- nesja. þyrnir í augum.“ Magnús og félagar hans hal'a ekki erindi sem erl'iði þegar þeir leita ásjár íslenskra yfirvalda og æskja liðsinnis. Röksemdin sem mætir þeim er vanalega sú, að þar eð íslensk stjórnvöld af fé- lagslegum ástæðum leggja að Bandaríkjaher að sendaá Keflavíkurstöðina frekar fjölskyldumenn en einhleypa, verði einhverju að fórna á móti. Til að eiginkonur hermanna þrifist á herstöðinni ntega þær til að eiga ntöguleika á einhverjum starfa. Blaðafulltrúi varnarliðsins, Friðþór Eydal, segir varnarliðið ávallt reyna að fara að óskum ís- lenskra stjórnvalda í ráðningarntálum. „Það er stefna varnarliðsins að ráða Islendinga í sem f'lest þjónustustörf. Það verður hinsvegar að taka tillit til þess að á svo stórum vinnustað sent herstöðin er verður ekki komist hjá nokkrum breytingum frá einum tíma til annars,“ segir Friðþór. Flann gat ekki án fyrirvara sagt til um hvort þjónustu- störfum á Vellinum hefði í raun fjölgað síðuslu árin. „Það eru hinsvegar til nákvæmar skýrslur unt þjónustustöður hjá varnarliðinu og breyting- ar á milli ára.“ Ef til þess kemur að verkalýðsfélög á Suður- nesjum fari í hart útaf ráðningum á Vellinum mun reyna á þau lagaákvreði íslensk sem segja til um að útlendingar þurfi atvinnuleyfi til að starfa hérlendis. „Fyrir nokkrum árum létum við lögfræðing okkar kanna réttarstöðu íslendinga í þessu til- liti,“ segir Magnús, „og niðurstaðan varð sú að bandarískir þegnar þurfa atvinnuleyfi frá íslensk- um yfirvöldum ef þeir ætla að starfa á íslandi.“ Magnús telur ekki ólíklegt að það verði látið reyna á þessi lagaákvæði. Verslunarmannafélag Suðurnesja mun liins- vegar fyrr fara fram á það við utanríkisráðherra að hann taki atvinnumálin upp við hæstráðendur á Miðnesheiði. „Það er bara svo erfitt að ná í hann Jón Bald- vin. Við höfunt reynt að ná l'undi hans frá því hann tók við embættinu í haust. Það hefur hrein- lega ekki tekist enn,“ segir Magnús. PÁLL VILHJÁLMSSON i vikunni ... hélt Sjálfstæöisflokk- urinn hátíólegt 60 ára af- mæli sitt. PRESSAN birti skýrslur endurskoöunar- nefndar frá árinu 1987 þar sem forysta og flokkur voru harðlega gagnrýnd. Vakti birtingin mikla at- hygli en formaóur flokks- ins kallaöi skýrslurnar „gamlar lummur". ... kom í Ijósað 10,5 millj- óna króna tap varö á rekstri Fiskmarkaðarins i Hafnarfiröi á fyrsta starfs- ári hans. ... gerðu Grænfriðungar kunnugt aó þeir hygöust höfóa mál fyrir íslenskum dómstólum á hendur aö- standendum kvikmyndar- innar Lífsbjargar í Noröur- höfum. Þeir hafa ekki fengið íslenskan lög- mann til aö taka málió aö sér. ... varð þaö niðurstaða meirihluta ríkisstjórnar- innar aö ekki sé svigrúm fyrir meira en 2—3% hækkun á fiskverði. For- seti Farmanna- og fiski- mannasambands Islands segir að afleiöingar þess að setja sjómenn skör lægra en aðra geti orðiö stjórnvöldum þungbærar. Fálmað eftir hlutverki Að því var látið Iiggja i Timanum um daginn, að fjölgun gistiheiniila í Reykjavík gæti bæði reynst örlaga- rík fyrir frið í heim- inum og lagt okkur íslendingum til vopn í baráttunni fyrir því að eiga eitt- hvert hlutverk í veröldinni. Sagt var, í fyrirsögn og meginmáli greinar um deilur innan NÁTÓ um skammdræg kjarnorkuvopn, að íslendingar gætu stuðlað að lausn málsins, því að með fjölg- un hótela og gistiheimila í Reykjavík gætu þeir lagt til vettvang fyrir fund um málið. Það kom hins vegar ekki fram, hvers vegna samkomulag ætti frekar að nást á slíkum fundi í Reykjavík en í Rebecourt, Rudisheim, Ravenna, Rotherford, eða í einhverri af þeim þúsund eða tvö þúsund borgum í löndum NATÓ þar sem er eins mikið eða jafnvel meira af gistiheimilum en í Reykjavík. Mig grunar að þetta sé ekki mjög úr ætt við ann- að í fálmi manna eftir einhverju hlutverki fyrir landið á alþjóðavettvangi. Hin nöturlega staðreynd þessa máls er auðvit- að sú, að íslendingar hafa nánast engin áhrif á gang mála í heiminum, og hafa aldrei haft, frekar en hundrað aðrar þjóðir, sem flestar eru þó öllu stærri en sú íslenska og ráða yfir fleiri gistiheimil- um. í flestum litlum þjóðfélögum ganga hins veg- ar alls kyns þjóðsögur um áhrif viðkomandi þjóðar á alþjóðavettvangi. Það má heyra slíkar sögur frá Möltu til Singapore og frá Karíbahafi til Kyrrahafs í hundrað ríkjum smáþjóða. Þær ganga líka hér, bæði i ræðum á stórum stundum og svona hvunndags í lauginni. Þetta nánast al- gera áhrifaleysi breytir hins vegar ekki því, að það er nauðsynlegt að marka stefnu í málum lands og heims. Það leiðir líka hugann mjög að því eina sviði þar sem afstaða okkar getur skipt umtals- verðu máli, en þaðer veraeða brottför varnarliðs- ins, og þar erum við í hópi með smáríkjum um allan heim. Smóríki breytir viðhorfum á suðurhöfum Smáríki nokkurt, sem er að vísu fjórtán sinn- um stærra en það íslenska, Nýja-Sjáland, hefur að undanförnu fylgt mjög sjálfstæðri utanríkis- stefnu. Þessi stefna hefur breytt verulega viðhorf- um til varnarmála í heilum heimshluta og er • Fjölgun gistiheimila í Reykjavík kemur ekki í stað stefnu í alþjóðamálum. sjaldgæft dæmi um áhrifamátt smáríkja. Stjórn Nýja-Sjálands ákvað fyrir nokkrum árum að meina skipum með kjarnorkuvopn innanborðs að koma þar að landi. Landið myndar með Ástr- alíu og Bandarikjunum eins konar NATÓ í suð- urhöfum. Siðan þessi stefna var tekin upp hafa Bandaríkjamenn beitt landið ýmsum þrýstingi og tekið enn skýrar til orða en þessi flotaforingi gerði í Keflavík nú á dögunum. Fyrir fáum dög- um lýsti svo forsætisráðherra Nýja-Sjálands því yfir, að hann teldi varnarbandalagið við Banda- ríkin úr sögunni. Það skal að vísu tekið fram, að Longe forsætisráðherra minnir stundum dálítið á starfsbróður sinn hér á íslandi, hvað varðar stíl í yfirlýsingum, og þessi ummæli hans ber því að taka með þeim fyrirvörum sem menn eru vanir hérlendis. Engu að síður vakti þetta mikla athygli í Asíu, Eyjaálfu, Bandarikjunum og jafnvel hér í Evrópu. Þarna eystra, á Filippseyjum, blandaðist þetta beint í umræður um herstöðvar Bandaríkjanna þar í landi, en það eru vaxandi líkur á að þeim verði lokað innan fárra ára, þrátt fyrir sára þörf landsins fyrir efnahagsaðstoð, sem frá Banda- ríkjanna hálfu verður að mestu skilyrt áfram- haldandi veru bandaríska hersins. Það er raunar svo komið, að vandfundinn er stjórnmálamaður á Filippseyjum sem reynir að verja veru útlends hers þarna með öðru en efnahagslegum rökum. Nokkur af ríkjum Suðaustur-Asíu hafa líka end- urskoðað afstöðu sína til veru Bandaríkjanna á Filippseyjum, og í kjölfar minnkandi ógnar frá Sovétríkjunum vex því fylgi, að öll útlend her- veldi hafi sig á brott frá Suður- og Austur-Asíu, en bæði Bretland og Sovétríkin eru í varnar- bandalögum við ríki á svæðinu. í Ástralíu hefur svipuðum skoðunum vaxið fylgi og þar mótmæl- ir fjöldi manna nú að jafnaði komu herskipa frá Bandaríkjunum og Bretlandi, eins og hertoginn af York, sonur þjóðhöfðingja Ástralíu, mátti með öðrum reyna á dögunum. Utanríkismál upp úr skotgröfunum Deilurnar innan NATÓ eru í rauninni angi af sama máli. Forsendur í alþjóðamálum hafa verið að breytast mjög ört síðustu misseri. Ráðamenn vesturlanda hafa fæstir tekið þátt í þessum breyt- ingum og reynst humgmyndasnauðir og kjark- lausir í viðbrögðum við breyttum straumföllum. Þarna eru mikilsverðir straumar mannkynssög- unnar að skipta um farveg. í fjarlægum heims- hlutum hafa forsendur breyst og hér nær okkur sjáum við járntjaldið riðlast. Það virðist ekki úr vegi að endurskoða stöðu okkar í þessu ljósi og hefja umræður um utanríkismál úr þeim skot- gröfum sem þeim hafa verið grafnar á síðustu áratugum. Þarna eru spurningar um afstöðu okkar til sameiningar Vestur-Evrópu, stórauk- inna samskipta milli Austur- og Vestur-Evrópu, breyttra aðstæðna í alheimslegum ntálefnum og breyttra þarfa í öryggismálum. Fjölgun gisti- heimila í Reykjavík kemur ekki í stað stefnu í málum heimsins. ÚTSÝN JÓN ORMUR HALLDÓRSSON ... kom fram í nýrri skýrslu framkvæmda- stjóra öryggismálanefnd- ar aö íslensk stjórnvöld skorti vitneskju um hlut- verk sitt og væru illa undir þaó búin að vera þátttak- endur í ákvörðunum um pólitísk og hernaðarleg viðbrögð á óvissu- og átakatímum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra segir þessa nið- urstöðu eiga við rök að styðjast. ... var nýrri Boeing 737- þotu Flugleiða gefið nafn- ið Eydís. Vigdís Finn- bogadóttir forseti var meðai farþega í fyrstu ferö vélarinnar heim og jós hana vatni á Keflavík- urflugvelli. ... ákváðu íslenskir kven- guðfræöingar að mót- mæla þeirri ihaldssemi páfa aó veita konum ekki prestvígslu meó þvi að sækja ekki messur hans hér á landi. ... létu tveir ritstjórar Þjóðviljans af störfum, þau Silja Aóalsteinsdóttir og Möróur Árnason. Árni Bergmann ritstjóri mun ritstýra blaðinu einn fyrst um sinn. ... varó Ijóst að verulegar búvöruhækkanir taka gildi í dag, 1. júní. Búvöru- verð hækkar um allt að 10%. ... áttu tveir kunnir ís- lendingar merkisafmæli. Helgi Pétursson frétta- maður á Stöö 2 varð fer- tugur og Karl Steinar Guðnason alþingismaður fimmtugur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.