Pressan - 01.06.1989, Qupperneq 16
Fimmtudagur 1. júní 1989
16
sjúkdómar og fólk
BARN SEM VÆTIR RÚMIÐ
Hann pissar
alltaf undir
Þau komu saman á stol'una
mæðginin Óli litli og Guðný. Ég
hafði áður haft með Óla að gera út
af ýmsum smávandamálum, eyrna-
bólgum, útbrotum og smámeiðsl-
um. Óli var gerðarlegur strákur, lið-
lega 6 ára, Guðný var myndarleg
hálffertug kona, nýlega fráskilin og
bjó ein með Óla í blokk í úthverfi
borgarinnar. Hún vann í banka og
Óli var á dagheimili á daginn. Guð-
ný var klædd í litsterkan, rauðan
einkennisbúning bankakvenna, en
bankinn hafði nýlega fjármagnað
fatakaup starfsfólksins að einhverj-
um hluta og þessi litur og snið orðið
fyrir valinu. Mér fannst þessi ein-
kennisklæðnaður minna mig á
dyraverði í Tívólí eða franska lúðra-
sveitarmenn. í barminum bar hún
litið nafnspjald. Óli var í úlpu með
trefil og vettlinga, enda hálfgerður
hráslagi i lofti. — Hvað get ég gert
fyrir ykkur? spurði ég þegar þau
mæðgin höfðu komið sér vel fyrir.
Er ég nokkuð kominn yl'ir á ávís-
anaheftinu? bætti ég við og reyndi
að brosa kankvíslega eins og mað-
urinn með stálhnefana gerði stund-
um í samnefndum bókum. — Það
hef ég ekki hugmynd um, svaraði
Guðný stuttaralega, og bætti svo
við: Það verður að gera eitthvað
fyrir hann Óla, liann pissar alltaf
undir.
Mikið vandamál
Samkvæmt Irásögn Guðnýjar
hal'ði Óli eiginlega aldrei haldist al-
veg þurr yl'ir nótt. Hann hal'ði
þroskast eðlilega og var að öllu leyti
hinn efnilegasti drengur en pissaði
stundum undir. Óli var niðurlútur
undir frásögninlii og greinilegt að
hann skammaðist sín fyrir þetta.
Það var líka vandamál, að hann
svaf stundum hjá ömmu og afa og
þau voru yl'ir sig gáttuð, að þessi
stóri strákur vætti sig ennþá. Hann
hafði af þessum sökum færst und-
an því að gista hjá þeim, sem kom
sér illa fyrir Guðnýju. — Annars er
ég eiginlega alveg að gefast upp á
þessu, sagði hún og lygndi aftur
augunum, rúllaði augasteinunum
upp á við og lét augnlokin titra.
— Maður’er bara alltaf að þvo lök
og rúmföt, bætti hún við í ásökun-
artón. Ætli tnaður verði ekki að
setja á hann bleyjur aftur? Óli varð
enn Imipnari undir þessum lestri.
Ég greip l'ram i fyrir Guðnýju og
sagði, að þetta væri nú minna
vandamál cn hún vildi vera Iáta. Ég
fékk síðan að skoða drenginn en
l'ann ekkert óeðlilegt. Þvagskoðun
var eðlileg.
Óþekkt orsök
Flest börn stjórna þvaglátum
sjálf 3ja til 4ra ára bæði að nóttu og
degi. Ákveðinn hluti heldur þó
áfram að væta sig og talið er að
8—10% allra 5 ára barna pissi urtdir
á nóttunni. Þetta eldist af krökkun-
um en þó munu 1% pilta og 0,5%
stúlkna bleyta rúmið á nóttunni við
14 ára aldur. Þetta er oft mikið
vandamál fyrir þessa krakka, þeir
eiga erfitt með að gista hjá félögum
stnum og kvíða fyrir útilegum
vegna þessa. Margar hugmyndir eru
uppi um orsakirnar. Ef barnið hef-
ur aldrei verið þurrt á nóttunni, en
heldur sér þurru á daginn, finnst yf-
irleitt engin ástæða. Eitt sinn var
talið að streita og spenna hefðu
mikla þýðingu í þessum tilvikum en
flestir hafa fallið frá því. Þetta
ástand virðist ættgengt, svo foreldr-
ar eða aðrir ættingjar hafa þannig
líka vætt sig á nóttunni í æsku. Álit-
ið er, að þroski á ýmsum tauga-
brautum sé mishraður og einstakl-
ingsbundinn og taugaboðum frá
blöðrunni sé á einhvern hátt áfátt
hjá þessum einstaklingum vegna
seinþroska. Þessi börn virðast ekki
skynja á eðlilegan hátt þensluna í
blöðrunni sem á að vekja barnið.
Það eru meiri líkur á að vefræn or-
sök finnist, ef barnið hefur náð því
að haldast þurrt um einhvern tíma
en fer að vætasigaftureða vætirsig
bæði að nóttu og degi. Þá er oft um
meðfæddan galla að ræða eða þrá-
láta sýkingu.
Úrrœði
En hvað á til bragðs að taka?
Flestir Iæknar eru á einu máli um
að ekkert eigi að gera fyrr en barnið
er orðið 5 ára. Fyrir þann aldur sé
næsta þýðingarlaust að gera nokk-
uð. Fyrsta úrræðið er að ræða við
foreldrana og segja þeim, að þetta
ástand sé hættulaust og muni í
flestum tilvikum eldast af barninu.
Banna verður að skamma barnið
fyrir að væta sig á nóttunni eða
hæða það með köpuryrðum eins og
Guðný gerði við Óla. Barninu líður
ákaflega illa vegna þessa og
skammir og ávítur auka þá vanlíð-
an. Lyf eru stundum notuð við
þessu og þá helst ADH (antidíúre-
tískt hormón) en það minnkar
þvagmyndunina. Þetta lyf (Miniril)
fæst sem nefdropar og dugir vel í
viðlögum. Þá er barninu gefið
Miniril í nefið, þegar mikið liggur
við að það haldi sér þurru, t.d. þeg-
ar gist er næturlangt í öðrum hús-
um eða farið í útilegur. Barnalækn-
ir sem ég ráðfæri mig oft við sagði
almennar ráðleggingar og Miniril í
viðlögum duga sér best. Miniril er
yfirleitt ekki notað til langs tíma.
Eitt sinn var geðdeyfðarlyfið Tofra-
nil mikið notað við nreturvætu.
Tofranil virðist breyta svefninum,
svo börnin sol'a ekki eins djúpt og
vakna því þegar blaðran fyllist og
komast fram til að pissa. Þessi lyf
hafa ýmsar aukaverkanir eins og
munnþurrk, þreytu og hægða-
tregðu, sem gerir þau mjög óspenn-
andi. Flestir læknar eru hættir að
nota Tofranil við næturþvaglátum
og barnalæknirinn vinur minn
sagðist ekki vilja sjá Tofranilið
vegna aukaverkana.
Vœtudýna
Annað ráð er svokölluð vætu-
dýna en það er dýna eða plata, sein
er þannig útbúin, að komist væta
að henni fer bjalla í gang. Barnið
sefur á þessu og pissi það á sig fer
bjallan í gang og barnið vaknar.
Smátt og smátt breytist svefninn
hjá barninu svo það fer að halda sér
þurru á vætudýnunni. Sumir lækn-
ar eru mjög hrifnir af vætudýnun-
um en aðrir segja árangurinn ekki
eins góðan. Sumir vilja einungis
nota dýnurnar á börn sem komin
eru á skólaaldur.
Pabbi pissaði
líka undir
Ég talaði alvarlega við Guðnýju
um ástandið á Óla og í Ijós kom, að
faðir hans hafði víst pissað undir á
nóttunni þegar hann var iítill, svo
ástandið var ekki óþekkt í ættun-
um. Guðný talaði ákaflega hrak-
lega um þennan fyrrverandi eigin-
mann sinn og kallaði hann alltaf
þettað: „Þettað pissaði víst á sig í
æsku og kom víst fæstum á óvart.“
Mér ofbauð þetta tal fyrir framan
Óla en lét á engu bera. Ég bað Guð-
nýju þess lengstra orða að sýna þol-
inmæði og hætta að skammast og
býsnast yfir fullunt þvottavélum af
hlandblautum lökum. Þetta mundi
eldast af Óla á nokkrum tíma. Ég
gaf honum Miniril-nefdropa til að
nota þegar hann svæfi hjá afa og
önnnu eða einhverjum vinum. Ég
bað Guðnýju að hafa samband aft-
ur ef þetta lagaðist ekki og sagði
henni frá værudýnunni og kvaðst
tilbúinn að nota hana í næstu lotu.
Mér fannst þau mæðgin vera miklu
sáttari við lífið og glaðari, þegar
þau fóru út af stofunni, og vonandi
verður Óli hættur að pissa undir
þegar við hittumst næst. Ég raulaði
fyrir munni mér gamlan húsgang:
Piss, piss og pelamál / púðursykur
og króna, / þegar mér er inikið mál
/ pissa ég bara í skóna.
Það er eins gott að þeir fari ekki
að framleiða vætuinnlegg í skó
svipuð vætudýnunum; þá yrði nú
erfitt um vik að pissa í skóinn sinn.
Ég hló með sjálfum mér yfir eigin
skarpskyggni og hóaði í næsta
mann.
KROSSAPROF OG ITALSKUR IS
Eiginlega ætlaði ég bara að fá
mér ís.
Það var sunnudagur; pattaraleg
sól á himni og góðar minningar frá
partýi kvöldið áður. ítölsku kaffi-
húsin á Leopoldstrasse höfðu tútn-
að út á gangstétt og fólk kepptist
við að fylgja þeim óskráðu lögum
sem brennheitir sunnudagar bera
með sér: Að setja upp sólgleraugu,
borða ís.
Og ég hafði fengið nokkra aura
svo ég mætti samgleðjast öllu þessu
fólki í ísátinu.
Allt í einu gekk ung stúlka í veg
fyrir mig. Hún spurði hver væri nú
uppáhaldsliturinn minn? Ég hef
svo mikinn áhuga á stúlkum og
svaraði „svartur“.
Kannski var það vegna þess að ég
gaf upp lit sem er ekki litur að mér
var umsvifalaust boðið að taka þátt
í persónuleikaprófi í næstu hliðar-
götu.
Ég settist niður innan gulmálaðra
veggja, fékk í hendur möppu með
■spurningum (einungis 200 talsins)
og eyðublað þar sem ég skyldi
krossa. við „já“, „nei“, eða „veit
ekki“. Svona mátti ég svara á þrjá
vegu.
Ég sat þarna á rassgatinu það
sem eftir lifði dags og gerði mig að
hálfgerðu varmenni; að minnsta
kosti var útkoman úr þessu prófi
ekki mjög jákvæð... að því er mér
var sagt þarna á staðnum. Ég var nú
hálfillur yfir mörgum spurning-
anna. Til dæmis þessari: Geturðu
komið af stað fjöri í stóru sam-
kvæmi? Ég krossaði vð „veit ekki“
(vegna þess að upp á síðkastið hef
ég yfirleitt fengið leið á sjálfum mér
í samkvæmum) og það hefur senni-
lega ekki fallið í kramið hjá þessari
maskínu sem reiknaði út úr títt-
nefndu persónuleikaprófi. Auk
þess hefur það ekki bætt úr skák að
ég vil ekki vera allra vinur og tárast
ekki þegar verið er að blóðga fisk.
Á meðan verið var að reikna út
„stigin“ úr prófinu var mér boðið á
fyrirlestur og í bíó á eftir. Að sjálf-
sögðu var þessi skemmtun ókeypis
eins og próftakan.
Fjórir áheyrendur gerðu það að
verkum að fyrirlesturinn var nokk-
uð vel sóttur, enda var herbergið
frekar lítið. Fyrirlesturinn fjallaði
um einhverja ameríska heimspeki,
díanetik, en maður að nafni L. Ron
Hubbard hafði fundið þessa speki
upp. EÍf dæma má af þeim fjölda
bóka sem lágu frammi í þessu húsi
og höfðu þennan Hubbard fyrir
höfund, þá má sjálfsagt hala inn
einhvern pening á þessari heim-
speki.
Að minnsta kost nóg til þess að
kaupa ítalskan ís.
Fyrirlesarinn var feitur og sköll-
óttur (tanngarðurinn eins og Berlín
eftir stríð) og var mikið niðri fyrir.
Hann kynnti fyrir okkur meðferð,
byggða á Hubbard-spekinni, með-
ferð sem miðar að því að losa lík-
amann við eiturefni með hjálp víta-
míns (B3) og gufubaða. Þegar eit-
urefnin eru á bak og burt gengur
fólki betur að hugsa og starfa.
Sá sem hélt fyrirlesturinn hafði
sjálfur étið vítamín og farið í gufu-
bað á eftir og sagðist vera allur ann-
ar síðan. Föður sinn háaldraðan
hafði hann einnig dregið í svona
meðferð og sjálfur L. Ron Hubbard
hafði hlotið allra sinna meina bót í
gufubaðinu.
L. Ron Hubbard missti fót í síð-
ari heimsstyrjöldinni og sjónina að
auki.
Þegar fyrirlestri og sýningu kvik-
myndar um L. Ron Hubbard og
díanétík var lokið hitti ég fyrir ung-
an mann sem settist niður með
mér'til þess að fara yfir niðurstöð-
ur pfcrsónuleikaprófsins.
Hánn tók í höndina á mér,
brosti, kynnti sig og horfði um
stund íbygginn á línurit.
Síðan tók hann að rústa fram-
tíð minni. Ég væri ekki nógu dug-
legur að koma mér áfram, vildi
ekki tala við hvern sem væri, væri
lokaður persónuleiki, kaldur,
gaeti ekki fundið til með öðrum...
o.s.frv.
Það var sama þótt ég andæfði
annarri hverrí staðhæfingu
mannsiris, hann sagði að ég væri
hvort sem er efasemdamaður og
mundi ekki trúa orði af því sem
hér yrði sagt. Hins vegar væri
möguleiki á því að breyta út af
þessari hættulegu braut sem líf
mitt væri á (niðurstöður sýndu að
ég er óhæfur til allrar samvinnu,
af því ég get engum treyst) og
besta ráðið væri að koma einfald-
lega á fund til þess að kynnast bet-
ur díanetík. Og L. Ron Hubbard.
En ég er svo mikill efasemda-
maður og get engum treyst, ekki
einu sinni L. Ron Hubbard. Þess
vegna afþakkaði ég pent boðið.
Ráðgjafinn stóð upp, brosti,
tók í höndina á mér og óskaði mér
sjálfsagt til helvítis. Þar myndi ég
sjá eftir því að hafa ekki viljað
kynnast L. Ron Hubbard.
En slík er forherðing og firring
mannsins orðin að hann flýr frek-
ar á náðir ítalsks íss.
Stracciatella.