Pressan - 01.06.1989, Side 20

Pressan - 01.06.1989, Side 20
20 Miðvikudagur 31. maí 1989 brfdge Bricigespilari getur kyngt ýmsu. Svo sem ásökunum um að vera svikull eða þjófóttur t.d. En þegar hann hefur spilað frekar vel úr spili og er síðan sakaður um heppni nær ósvifnin hámarki! I spili vikunnar var það suður sem var svo freklega móðgaður. ♦ 543 v Á65 ♦ KD73 4» 943 ♦ D87 V10973 ♦ ÁG96 4» D10 ♦ ÁKG10962 V 84 ♦ 5 4» ÁK6 S gefur með alla á hættu og opnar á 2-spöðum. Með tromp- stuðning og hliðarás lyftir norður í 3-spaða. Síðan tóku við l'yrir- stöðusagnir, 4-lauf og 4-hjörtu, en 4-spaðar suðurs bundu enda á þreifingarnar. Vestur spilaði út hjartakóngi og ruddi þar með innkomunni úr * — ¥ KDG2 ♦ 10842 4» G8752 borði, áður en suður gæti sótt sér tigulslag. En þrátt l'yrir þetta út- skot virtust 10 slagir auðfengnir. Sagnhafi byrjaði á því að hirða á hjartaás, spilaði síðan trompi . . . á gosann. Þegar hann hélt var suður með allt sitt á þurru. Austur var sár og innti eftir því hví þessi „undarlega" íferð í trompið hefði fundist. Ég vona að svarið blasi við þér. EF vestur fær slaginn á tromp- drottninguna (að nauðsynja- lausu) skapast innkoma í blindum í trompi eftir að suður hefur rekið út tigulás. Eftir að austur fylgir í fyrsta trompið er samningurinn öruggur. Eina hættan í spilinu var legan sem reyndist vera fyrir hendi og suður sá við. skák Þáttaskil í skáksögunni Philidor kannast allir við sem eitthvað hal'a fengist við skák. Fullu nafni hét hann Francois Andté Daniean Philidor. Danican telja fróðir menn að sé kontið úr skoska nafninu Duncán, en lor- feður Philidors komu frá Skot- landi og settust að í Normandí. Philidor er einn þeirra manna sem liafa unnið sér orðstír á fleiri svið- um en einu. Hann var mjög snjall tónlistarmaður og var um skeið vinsælasta tónskáld Frakka. Eftir hann liggja margir söngleikir, en frægð þeirra hefur ekki enst jal'n- vel og hróður hans í skákinni. Philidor fæddist árið 1726 i borginni Dreux. Tónlistarhæfi- leikar hans komu fljótt í ljós, barn að aldri var hann tekinn í konung- lega kapellukórinn í Versölum, og hann varekki nemaellefu ára þeg- ar fyrsta lag hans birtist. Hjá hljómsveitarmönnunum kynntist Philidor skáklistinni, taflið var vinsæl dægradvöl þeirra. Fjórtán ára að aldri kemur Philidor til Parísar til að bæta við þekkingu sína í tónlistarfræðum. Þar fréttir hann um Café de la Régence, fer þangað og sest við fótskör Legals sem þá var fremsti skákmeistari Frakka. Sagt er að Legal hafi í fyrstu gefið Philidor hrók í for- gjöf — en þá tíðkaðist mjög að menn gæfu veikari andstæðing- um forgjöf, en sá siður hélst út alla nítjándu öld. En ekki liðu nema þrjú ár þar til Philidor var orðinn læriföður sínum fremri í skáklistinni. Árið 1745 fór Philidor með hljómsveit í ferðalag til Hollands. Einsöngvari léll skyndilega frá og leystist hópurinn þá upp. Phílídor var ekki nema nítján ára, en hann bjargaði sér á taflmennsku sinni. Hann komst í kynni við hertog- ann af Cumberland sem var for- ingi breskrar herdeildar í Hol- landi og þannig opnaðist honum leið til Lundúna. Þar tefldi hann við fremstu skákmenn Breta og GUOMUNDUR ARNLAUGSSON vakti mikla athygli, einnig fyrir blindtefli sín — það þótti með ólíkindum að hann gat teflt meira en eina skák samtimis án þess að sjá borðið og mennina. Þar tefldi Philidor einvigi við Sýrlendinginn Stamma er síðar verður nánar getið. Philidor sigraði með niikl- um yfirburðum og þóttust menn þá í engum vafa um hver væri öfl- ugasti skákmaður heims. Árið 1748 fór Philidor aftur til Hollands og þar skrifaði hann þá bók sem haldið hefur nal'ni hans á lofti: L'Analyse des Echecs — greining skákarinnar. Hún var gefin út í Englandi. Philidor er nú orðinn víðfræg- ur maður. Skamma stund er hann við hirð Friðriks mikla, en nokkru síðar er hann kominn til Parísar. Lúðvík 15. veitir honum laun, söngleikir hans vekja hrifningu, sumir telja hann höfund grín- óperunnar í Frakklandi. Þannig líða árin. Philidor er til skiptis í París og Lundúnum, hann kynnist Voltaire og Rousseau, og Diderot skrifar um hann grein i alfræðibókina miklu. En vinfengi við höfðingja og Breta reyndist Philidor dýrkeypt. Skömmu eftir byltinguna 1789 er hann staddur í Englandi og fær ekki að snúa aftur heim, við það missir hann verulegan hluta af tekjum sínum. Rétt í þá mund að hann fær leyfi til heimferðar deyr hann í London tæplega sjötugur að aldri, vonsvikinn maður. Um áhrif Philidors á skákina verður fjallað í næsta þætti. Af tónlist hans er það að segja að hún hefur ekki enn verið grafin upp úr djúpi gleymskunnar. Á tveggja alda afmæli hans 1926 var einn söngleikja hans sýndur í fæðingarborg hans Dreux, og 1976 var haldin svipuð hátíð í Lundúnum vegna 250 ára afmæl- isins og var þá sýndur söngleikur- iiin Blaise de Savitier. krossgátan QALGDPfíK- nMKs. irJ/VAU ■ y P1Æ.LIS frtOLir t'þflSA'IQ /ÍTLuk TlölAM HÆTTA AMútC RtYKIfj Ey-öi Ko/? a' fOR h’o-ÐuR fU’oT )Z OSToeuG Lf-SGtO- ftRWAL GcfíAffi PlLuM 20 ÖGÆ-Tliff SLfiSlft J/4KA LYKT LlfifiA Hfir/Gj T PLftfiTfíhJ VtSOL 'OftftSlfi- irTftl HREYf- láGr II STfifif liOGi 15 HVili Gfifi)- Lftrto 21 T'oáfi tr þRfilATifi. UftrTAR ORSoK u HJhLP TfiufLA MuHKufi A1ftLM- uií TfiP- SVtLCufi GfiGrií- LfíUST SMOKfi- fifi/sr SKiH/V- POKfi /<? máfi fi/fifi Gofir k&fLT fiLuoun Scl'ofi HEm )? flTT HA& foHrfi NOT w SKÍTufi OfiKu SPIL I NrJ QfiLfi GAT *T— lOGM'AL VOfi- KiíHa/I H HfthUR UMRbt LIT/R LOhT- TPX-ur/0 fi/NS SLfttfi LdSTÆTI fiGrk- \^LP HROÍS- iHu SEKT SYfiR- OAC-A OÝRfi - HLJéfi KiHD PRYKK- Ufil/TH HLflSS 1 2 3 4 5 17 18 19 20 21 10 11 12 13 14 15 16 er: VERÐLAUNAKROSSGATA NR. 36 Skilafreslur krossgátunnar er til 12. júní. Utanáskriftin PRESSAN, krossgáta nr. 36, Árrnúla 36, 108 Reykjavík. Bókaverðlaunin eru aðþessu sinniIjóðabókin Heimkynni við sjó, eftir Hannes Pétursson. Þetta er önnur útgáfa ásextíu Ijóðum og er eitt sainfelldasta Ijóðasafn höfundarins. I Ijóðunum fjallar hann um náttúruna og hvernig einstaklingurinn skynjar hana. Dregið hefur verið úr lausnum 34. krossgátu. Lausnarorðin voru „Hver er sinnar gœfu smiður“. Að þessu sinni var sá heppni Sigur- geir Jónsson, Rauðási 16, 110 Reykjavík. I verðlaun fœrhann bókina Nunnur og hermenn eftir bresku skáldkonuna Iris Murdoch.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.