Pressan - 01.06.1989, Page 24

Pressan - 01.06.1989, Page 24
24 ,-f infi nr)tMdqigM rr,1,i-júfrt i .1989 segir Gróa „Bílar sem eru vinsælir núna eru Porsche, BMW, Benz og sumir virka meira traustvekjandi á stórum jeppum.“ Jóhann nefnir Benzinn og BMW-inn „og alls konar litlir, svartir bílar, til dæmis Volkswagen Golf GT“, en Þorgils Óttar segir að flottast sé að vera á litlum, sparneytnum bílum: „Það þykir ekki fínt að vera á dýrum bílum sem menn eiga ekki fyrir,“ segir hann. Þau segja að það fari víst aldrei úr tísku að vera í fötum frá ákveðnum tískuhönnuðum, en þó sé smartara að láta ekki sjást hvaðan föt- in eru: „Það er komið úr tísku að vera „merktur" segir Jóhann. „Álafoss-úlpurnar eru það eina sem ég er viss um að er „out“,“ segir Þorgils Óttar og Gróa segir að þeir sem fylgist með séu þeir sem geti raðað saman fatnaði eftir eigin stíl: „Það er langmest „in“ að vita hvaða föt passa saman,“ segir hún. Jóhann bendir á að karlmaður í fínum jakkafötum og íþróttasokkum með blárri og rauðri rönd sé púkó: „Gallafatnaður er í tísku svo fremi sem menn eru þá í blaz- er-jakka við gallabuxurnar. Þeir verða líka að vera með fínt slifsi og dýrt úr, annars eru þeir ekki „in“.“ Þorgils Óttar segist telja að mestu skipti að vera klæddur í sígildan, lát- lausan fatnað og Gróa segir að allur druslu- gangur sé úr sögunni. í stuttu máli: Þú leggur Porschínum þín- um fyrir utan ferðaskrifstofu, kaupir ferð með skemmtiferðaskipi um Karabíska haf- ið, lítur á dýra úrið þitt og sérð að við erum of sein í tveggja tíma kokkteilboðið. Ef við náum ekki hittumst við og fáum okkur for- rétt, dreypum svo á kampavíni og förum heim fyrir miðnætti. Ef við viljum vera al- gjörlega „in“ verðum við komin út að trimma snemma næsta morgun meðan allt þetta ,,out“ fólk í kringum okkur er að skrölta heim úr partíi sem byrjaði eftir ballið sem endaði klukkan þrjú. Við getum svo fengið okkur Perrier-vatn meðan við klipp- um út myndirnar af Jóni Óttari og Bryndísi til að líma inn í myndaalbúmið sem geymir bara myndir af þeim sem við þekkjum per- sónulega. Síðdegis væri bráðsniðugt að setj- ast inn á kaffihús, þú með Wall Street Journal eða Financial Times, ég með Vogue eða annað erlent tískurit. Hvað ætli við þurfum svosem að tala saman? Við, sem er- um svo „in“ . . . Þeir sem fylgjast með vita að það er ekki sama á hvernig bíl ekið er. Mercedes Benz er í tísícu þó að litl- ir, svartir sportbílar séu meira „in" um þessar mundir. kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. KYNFERÐISLEG VELLÍÐAN Ég fjallaði um það í síðasta pistli hvert væri í raun og veru markmið nútímakynfræðslu. Kynfræðsla á að koma til móts við og leiðrétta óformlegu kynfræðsl- una og stuðla að kynferðislegri heilbrigði einstaklinga. Síðara markmiðið er alveg í samræmi við yfirlýsingu WHO eða Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um „Heilbrigði til handa öllum árið 2000“. Sjálf verð ég þá orðin fertug og sonur minn fjórtán ára unglingur. Vonandi mun það verða gæfa hans að hljóta betri formlega og óformlega kyn- fræðslu en þá, sem ég hlaut í upp- vexti mínum. Furðufuglar Þegar ég ræði á námskeiðum eða fyrirlestrum um hvað ein- kenni kynferðislega heilbrigða einstaklinga nefni ég þá stundum „furðufugla“, vegna þess að þetta virðist vera svo fjarlægt ástand mannverunnar, ef við lítum í kringum okkur eða í eigin barm. Ég trúi því hins vegar að við séum á góðri leið — bara ef við förum að þora að tala um kynferðismál á aðeins hærra plani en hingað til. En hver eru einkenni manneskju sem líður vel kynferðislega? Hún/hann lítur á kynlíf sem eðlilegan hlut. Mér finnst alltaf nokkuð skondið að sjá framan í fólk, þegar ég bið það að hugsa til foreldra sinna sem kynvera. Sum- um finnst það alveg óhugsandi! En er samlíf ekki eðlilegur hlutur hjá foreldrum? Kynferðisleg sam- skipti eiga sér ekki bara stað í rúminu heldur í mannlegum sam- skiptum allan daginn, því við lif- um sem ákveðið kyn tuttugu og fjóra tíma á dag. Samskipti kynj- anna á vinnustöðum og í skólum hafa Iíka heilmikið að segja um hversu sterk kynferðisleg sjálfs- birting okkar getur orðið. Eru samskiptin hefðbundin, þ.e.a.s. er kynjunum mismunað eftir kyn- ferði, eða fá persónuleiki og hæfi- leikar hvers og eins að njóta sín? Eðlileg umrœða Hún/hann hefur vilja og getu til að ræða um kynferðismál. Þarna verða alltof margir strand, vegna þess að félagsmótunin hef- ur svo rækilega kennt okkur að það megi ekki tala um þessi mál. Ég skrifaði einu sinni pistil um þetta í Þjóðviljann og nefndi hann „Miðilshæfileikar í kynlífi“, því það er eins og ætlast sé til að við getum lesið hvert annars hug. Þarna þarf oft einhvern til að taka af skarið og þá þora aðrir að tala eins og fólk, en ekki eins og skemmtikraftar. Það vekur svo mikinn kvíða hjá fólki að tala eðlilega um kynlíf að flestir grípa til þess ráðs að vera fyndnir. Það væri efni í könnun að athuga hvort beint samhengi væri þarna á milli. Hún/hann hefur undir hönd- um allþokkalegan þekkingar- forða og veit hvar hægt er að nálg- ast frekari fræðslu. Hafið þið ekki tekið eftir því hvað það getur oft reynst erfitt að verða sér úti um góðar kynlífsbækur? í bóka- búðum er sjaldnast mikið úrval af innlendum og erlendum bókum þar að lútandi. Á bókasöf num eru þessar bækur í eilífu útláni eða búið að stela þeim. Þörfin er greinileg og það þarf mikið átak hér. Bæði vantar bækur fyrir skóla og almenning. Ég hef t.d. oft furðað mig á því hvað lítið hef- ur verið skrifað fyrir stráka og karla. Það var synd að bókin „Þú og ég“ var bönnuð til kennslu í grunnskólum Reykjavíkur, vegna þess að kafli sem heitir „Ekki eru allir eins“ (um samkynhneigða) var talinn hættulegur unglingum. Þó vitum við að kynhneigð breyt- ist ekki við lestur! Þekkingu þeirra, sem fjölluðu um bókina, var hér eitthvað ábótavant. Þessa ágætu bók má kaupa í bókabúð- um og lesa á skólabókasöfnum. Vilji fólksins Hún/hann er sátt(ur) við lik- amann sinn. Um þetta er hægt að skrifa marga pistla. Hér þarf fólk fyrst og fremst að fræðast um það að enginn er eins í útliti og því óraunhæft að steypa alla í sama mót. Hún/hann þekkir sínar kyn- ferðislegu þarfir og veit hvernig hægt er að uppfylla þær. Forsend- an hér er sjálfsviðurkenning, sjálfsþekking og kjarkur til að sinna sínum þörfum. Hún/hann þekkirsín eigin við- horf og getur tekið tillit til ólíkra viðhorfa hjá öðrum! Hvað ræður gildismati okkar og hvernig höf- um við öðlast þau viðhorf sem við höfum? Nútímakynfræðsla gengur út frá því að fólk vilji vera kynferðis- lega heilbrigt og þá sé sjálfsagt að koma til móts við þær þarfir. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.