Pressan - 01.06.1989, Page 28
ff
wBukin harka hefur nú hlaupið
í mál fyrrum starfsmanna Stjörn-
unnar gagnvart yfirmönnum Bylgj-
unnar/Stjörnunnar. PRESSAN
hefur áður greint frá þessu máli,
sem snýst um launakröfur Jörund-
ar Guðmundssonar, Magnúsar Ól-
afssonar og fleiri sem stóðu að
skemmtiþáttum sem sendir voru frá
Hótel Borg á sunnudögum en þeim
var öllum sagt upp við sameiningu
útvarpsstöðvanna. Telja þeir að
munnlegur samningur hafi gilt um
þættina fram á vorið en Jón Ólafs-
son mun ekki vilja viðurkenna það.
Hafa lögfræðingar aðilanna skipst
á skeytum og nú mun Jörundi og fé-
lögum hafa bæst Iiðsauki þar sem
eru Félag íslenskra leikara og Félag
íslenskra hljóinlistarmanna, sem
hjálpa til við að fylgja málinu eftir.
Brottreknu Störnumennirnir nrunu
fastákveðnir í að fara með málið
fyrir dómstóla ef eigendur útvarps-
félagsins gefa ekki eftir . . .
c
^^júklingar þeir sem dvelja á
Landakotsspítala á sunnudags-
morgun geta væntanlega séð meira
til páfans en aðrir, þar sem ákveðið
hefur verið að flytja ekki sjúklinga
úr þeim herbergjum sem snúa út að
kirkjunni. Hins vegar verður fylgst
náið með því að enginn sé inni á
sjúkratiúsinu sem ekki hefur þang-
að brýnt erindi. Þannig verða allir
sem inngöngu vilja fá að sýna skil-
ríki sem staðfesta að þeir séu starfs-
menn sjúkrahússins. Hins vegar
mun ekki hafa borið á því að starfs-
fólk sækti sérstaklega í að taka vakt
einmitt þann morgun sem páfi
messar . . .
c
^^tjórnmálamenn geta verið
mistækir þegar þeir tala hátíðlegt
líkingamál. Þorsteinn Pálsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í
afmrelisræðunni í Háskólabíói fyr-
ir viku að „fálkinn flygi fugla
hæst” og skírskotaði til sjálfstæðis-
fálkans á kosningaflugi. Sam-
kvæmt heimsmetabók Guinness er
það alls ekki fálkinn sem flýgur
fugla hæst. Aftur á móti steypist
fálkinn fugla hraðast niður og sé
þessa minnst verða hugrenningá-
tengslin milli fálka og flokks önnur
en Þorsteinn ætlaði . . .
m
■i ■ ■ ikill undirbúningur hefur
verið innan ríkiskerfisins vegna
komu Jóhannesar Páls II um helg-
ina og hafa bæði ráðuneytisstjórar
og aðrir „toppar“ setið langa og
stranga fundi af þessum sökum. Og
ekki voru gárungarnir alræmdu
lengi að gefa kerfiskörlunum nafn-
bót. Þeir eru kallaðir „páfagauk-
arnir“ . . .
III ikil óánægja greip um sig
meðal kennara á miðvikudag, þegar
i ljós kom að launaskrifstofa ríkis-
ins virtist túlka nýgerða samninga á
annan liátt en kennararnir höfðu
gert við undirritunina. Ætlaði
launadeildin að túlka svonefnt út-
kall kennara til vinnu eftir 25. maí
þannig að þeir fengju færri yfir-
vinnutíma en þeir töldu sig liafa
fengið loforð fyrir. Varð þessi
ágreiningur til þess að boðaður hef-
ur verið skyndifundur fulltrúa
kennara meö Ölafi Ragnari Gríms-
syni fjármálaráðherra í dag,
fimmtudag . . .
I I)V var i vikunni fjallað um
„200milljón króna klúður“ ríkisins
í tölvukaupum, sem var hin fróð-
Iegasta umfjöllun. Þarna átti t.d.
Iilut að máli Lánasjóöur íslenskra
námsmanna, en það vatð til þess að
„Ráðgjafarnefnd ríkisins um upp-
lýsingar og tölvumál" var stofnuð.
Um klúðrið í LÍN-málinu var tölu-
vert fjallað í HP á sínum tíma:
Framkvæmdastjóri þingflokks
Sjálfstæöisflokksins og þáverandi
formaður stjórnar LÍN, Sigurbjiirn
Magnússon, ætlaði að knýja í gegn
tölvukaup af IBM í gegnum sölu-
stjóra þar, vin sinn og hugmynda-
fræðibróður á frjálshyggjubraut-
inni, Friörik Friöriksson. Þessu var
af öðrum stjórnarmönnum mót-
mælt og þess krafist að útboð færi
fram. Þvi var neitað, þrátt fyrir ein-
dreginn boðskap frjálshyggju-
manna um útboð, sérstaklega þegar
ríkið og stofnanir þess eru annars
vegar. Það tókst að stöðva viðskipt-
in og útboð fór fram, þrátt fyrir
baráttu frjálshyggjumannanna fyr-
ir hinum „vernduðu" viðskiptum.
DV greinir svo frá árangrinum:
„Þess má geta að annað tölvufyrir-
tæki en það sem upphaflega átti að
semja við hreppti hnossið þegar
verkið var boðið út.“ Árangurinn
af útboðinu, sem koma átti í veg
fyrir, var að kostnaðaráætlun
lækkaði um 20%...
d
rein PRESSUNNAR í síð-
asta blaði um Önnu Edstroni, sem
kennir nú íslendingum að nýta sér
fimm þúsund ára gamlar heilunar-
aðferðir, vakti greinilega athygli.
Uppbókað er hjá Önnu í næstu ferð
hennar hingað í júní og eftir birt-
ingu greinarinnar bættust sjötíu
manns við á biðlista . . .
FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN
HEFUR ÞU HUGSAÐ FYRIR ÞVI
HVERNIG F.TÁRHAGUR ÞINN VERÐUR
ÞEGAR ÞÚ LÆTUR AF STÖRFUM ?
Nú á tímum eru margir farnir að huga
að því hvort þeir muni geta haldið þeim
lífsgæðum sem þeir njóta í dag þegar að
því kemur að þeir láta af störfum.
Trúlega viltu ekki láta fjárhaginn
stoppa þig þegar þú loksins hefur tíma
til að njóta lífsins. Til þess að það gerist
ekki verður þú sjálfur að gera þínar
ráðstafanir, því enginn annar gerir það
nógu vel fyrir þig. Og eins og máltækið
segir, ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Fjármál þín - sérgrein okkar
stofnun. Féö í sjóönum helst
því alltaf óskert. Sérfræöingar
Fjárfestingarfélags íslands sjá
um að ávaxta það meö kaup-
um á verðbréfum, sem bera
hæstu vexti á hverjum tíma.
Fannig er þér tryggður
hámarks lífeyrir miöað viö
framlág þitt.
ALLIR GETA
VERIÐ MEÐ
Fáöu upplýsingar um fulla
aðild eða viöbótaraöild í
Frjálsa Lífeyrissjóðnum. bví
fyrr sem þú gengur í sjóöinn,
því fyrr geturðu vænst þess
að fá hærri lífeyrisgreiðslur,
þegar þar að kemur.
FJARFESTINGARFELAGIÐ
Hafnarstræti 7 S (91) 28566, Kringlunni S 689700
Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000
FRJALSI
LÍFEYRISSJÓÐ-
URINN
Frjálsi Lífeyrissjóðurinn ávaxt-
ar iðgjöldin á öruggan og
arðbæran hátt og tryggir þér
góðar tekjur þegar þú lætur af
störfum. Frjálsi Lífeyrissjóður-
inn er hentugri leið til áð
undirbúa sig betur undir
ævikvöldið enflestar aðrar
sparnaðarleiðir.
BYRJAÐU
STRAX!...
Ef þú byrjar snemma að
greiða í Frjálsa Lífeyrissjóðinn
þá færð þú verulega mikið
hærri lífeyrisgreiðslur vegna
margföldunaráhrifa vaxta.
NJÓTTU ÞESS
SÍÐAR
Frjálsi Lífeyrissjóðurinn er
séreignasjóður en ekki lána-