Pressan - 17.08.1989, Síða 4
4
íPMnrttudagúr T?.t4g\jSM989
litilræði
af lendingu
Að mínum dómi erekkert jafn sálbætandi og
heilsustyrkjandi einsog það að hóa saman
þrjátíu-fjörutíu hrossum og ríða til fjalla í hópi
góðra vina og vera svona þrjár-fjórar vikur fjarri
hinni þjakandi alvöru líðandi stundar.
Alvara lífsins hleypur svosem ekkert frá
manni, því þegar loksins er lent eftir slíkt
„fjallagösl" bíða manns heima bunkar af dag-
blöðum sem yfirfull eru af ótíðindum og pósti
sem er, einsog að líkum lætur, mestmegnis
gluggapóstur innihaldandi váleg tíðindi, að
ekki sé nú talað um símsvarann sem hlaðinn er
áríðandi skilaboðum um „að hafa samband
sem allra fyrst" útaf einhverju „sem allsekki
má dragast".
Ég er maður í tæknivæddara lagi umvafinn
tækjum og tólum alltfrá handryksugu uppí öfl-
uga IBM-tölvu, en á engu apparati hef ég jafn
mikið dálæti einsog símsvaranum mínum.
Þetta undratæki svarar fyrir mig í símann,
þegar í mér er lunti og ég nenni ekki að tala við
fólk, já svarar jafnvel þegarég erekki heima, og
tekur á sinn hljóðláta hátt við skilaboðum,
óbótaskömmum eða oflofi, sem góðglaðir
menn og konur hlaða stundum á mig í ölæði.
Símsvarinn leyfir þeim sem hringir að þusa
í þrjátíu sekúndur og slítur svo samtalinu.
Nokkuð sem ég get ekki gert án þess að vera
úr hófi fram dónalegur.
Og þegar ég kem heim, örþreyttur eftir
margra vikna fjallaferð á merum mínum, sest
ég við símsvarann og get á skammri stund gert
mér grein fyrir því hvað ég er nú mikilvægur í
samfélaginu.
Ég byrjaði á því í morgun, þegar ég var búinn
að sofa úr mér ferðaþreytuna, að hlusta á sím-
svarann ásamt konu minni, sem stundum fær
líka skilaboð gegnum apparatið.
Grímur frændi hafði hringt nokkuð oft vel
við skál og aldrei höfðu honum nægt þrjátíu
sekúndurnar til að lýsa vanþóknun sinni á sím-
svaranum.
Öll skilaboð frá honum byrjuðu eins:
— Ég tala ekki við vélar.
Síðan hóf hann einræðu við þögla vélina
þartil hún lagði á eftir þrjátíu sekúndur einsog
hennar var von og vísa.
En Grímur hringdi bara aftur og skammaði
símsvarann einsog hund eftir að hafa tilkynnt
honum að hann talaði ekki við vélar.
Ég fer ekki ofanaf því að símsvarinn hefur
betra lag á Grími helduren ég.
Grímur sleppir manni nú ekki svo glatt þegar
hann hefur náð á manni símtangarhaldi og er
búinn að fá sér „einn".
En áfram snerist símsvarinn og nú hljómaði
af honum dularfull, seiðandi rödd og sagði:
— Viltu fyrir alla muni muna eftir því að
gleyma því sem okkur fór á milli „um daginn".
Þó hefði átt að drepa mig var mér ekki nokk-
ur leið að muna hvað það var sem ég átti að
gleyma og auðvitað hljóp ég gersamlega í bak-
lás, þegar konan mín spurði með umtalsverðri
þykkju:
— Hvað var það sem þú áttir að muna eftir
að gleyma?
Ég varð, einsog venjulega undir svipuðum
kringumstæðum, þrúgaður af sektarkennd, en
svaraði einsog satt var að mér væri gersam-
lega fyrirmunað að muna hvað það væri sem
ég hefði átt að muna eftir að gleyma ekki að
gleyma.
Ég væri semsagt búinn að gleyma því hverju
ég hefði átt að gleyma.
Þá tók konan mín svo til máls:
— Ég veit fullvel að þú gleymir venjulega
því sem þú átt að muna, en þú skalt ekki reyna
að segja mér að þú gleymir því sem þú átt að
gleyma.
Ég sá ekki ástæðu til að svara þessu en fór
að fletta blöðunum og rakst fljótlega á forsíðu-
fyrirsögn í Þjóðviljanum:
YFIRSTÉTTARSKÓLI STOFNAÐUR.
Og ég hugsaði til þess með sárum trega hve
mikils ég hefði misst að slíkur skóli skyldi ekki
hafa verið til þegar ég var barn.
Ég hafði aðeins orð á þessu við konu mína,
sem er ættuð úr Dölum vestur og komin af
Melkorku Mýrkjartansdóttur írakonungs.
Hún lét mig svona einsog finna það að ætt-
boginn frá Neðra-Hundagerði ætti lítið erindi í
yfirstéttarskóla, sem auðvitað er alveg satt ef
útí það er farið.
— Undarlegt að þú skyldir láta þig vanta í
Húnaver sagði hún nú og rétti mér blað þar
sem tíundaðir voru í smáatriðum alþýðutón-
leikar Stuðmanna í Húnaveri við Bólstaðarhlíð
um verslunarmannahelgina.
Þar stóð með flennifyrirsögn:
— FIMMTÍUÞÚSUND SMOKKAR SELDIR.
Og ég hugsaði sem svo:
— Alltaf eru undirstéttirnar samar við sig.
Ekki hefði nú farið svona ef blessuð börnin
hefðu gengið í yfirstéttarskóla.
Alltaf sami andskotans gauragangurinn á
þessum alþýðutónleikum.
Svo hélt ég áfram að lesa blöðin um ástand-
ið í Beirút í Líbanon, örlög Botha í Suður-Afríku,
stjórnarkreppuna í Póllandi og ástandið í Bel-
fast á írlandi.
Og ég hugsaði sem svo:
— Er nema von að maður gleymi því að
muna hvað það er sem maður á að gleyma?
Svo sofnaði ég aftur.
Taktu lífið ekki of alvarlega, þií kemst
hvort sem er ekki lifancli frá því.
m ÐMSTADHR I MIÐBII
ÓPERUKJALLARINN OPNAR Á FÖSTUDAGSKVÖLD
Hverfisgötu 8-10 Suui 188JJ