Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 9 Ávöxtunarmálið er sprengja í stjórnkerfinu: BRÁST EFTIRUT SEÐLA- BANKA? ___EFTIR PÁt VILHJÁLMSSON ÁSAMT ÓMARI FRIÐRIKSSVNI_ i haust verður uppgjör i einu stœrsta ffjarmakamisfeiii Iskmdssögunnar, Avoxt- unarmálinu. Tveir veröbréfasjóöir Ávöxff- unar sff. ffóru á hausinn ffyrir ári og um 1.100 manns töpuðu nálega hálfum milljarði króna. Með blessun opinberra steffnana ffengu eigendur Ávöxtunar sff. að möndla með verðbrófasjóðina, þrátt ffyrir margar visbendingar um vaffasöm viðskipti eg lagabrot. Nána bendir hver á annan i stjómkerff- inu eg segir ,,ekki óg". Enginn vill taka að sór hlutverk litlu gulu hœnunnar i Ávöxtunarœvintýrinu. ■ Bankaeftirlitiö heyrir undir Seðlabankann. Viðskiptavinir sjóða Ávöxtunar telja að eftirlit hins opinbera með Ávöxtun hafi algerlega brugðist. Æ betur komi í Ijós að Seðlabankanum hafi verið fullkunnugt um misferli hjó Ávöxtun löngu óður en ókvörðun var tekin um að grípa í taumana. Þrótt fyrir það hafi sjóðir Ávöxtunar fengið að starfa athugasemdalítið og auglýsa óvöxtunarkjör sín til að lokka grunlausa sparifjóreigendur. Á næstu vikum og mánuðum munu þrjár stofnanir og nefndir skila áliti eftir að hafa rannsakað mál Ávöxtunar og verðbréfasjóð- anna: Rannsóknarlögregla ríkisins, skilanefnd verðbréfasjóðanna og umboðsmaður Alþingis. Þau gögn sem komin eru fram í rannsókninni benda eindregið til þess að bankaeftir liti Seðlabankans hafi verið fullkunnugt um misferli forráðamanna Ávöxtunar sf. löngu áður en verðbréfasjóðunum var lok- að. Upplýsingar Pressunnar stað- festa að á milli aðila gangi brigslyrði á víxl um vanrækslu, vísvitandi rangfærslur og spillingu í Ávöxtun- armálinu. Var kærður en fékk samt leyfi Á tveim árum tókst þeim félög- um, Ármanni Reynissyni og Pétri Björnssyni, að selja mörg hundruð einstaklingum verðbréf út á loforð um hæstu vextina á markaðnum. Þegar upp var staðið áttu um 1.100 manns tæplega hálfan milljarð króna hjá þeim tveim verðbréfa- sjóðum sem starfræktir voru af Ávöxtun sf. Sumir settu aleiguna í vörslu Ármanns og Péturs. Pétur Björnsson fékk leyfi við- skiptaráðuneytisins til að reka verð- bréfamiðlun haustið 1986. Á sama tíma og umsókn Péturs lá í ráðu- neytinu var ríkissaksóknari að velta fyrir sér að ákæra hann og Ármann fyrir ólöglega lánastarfsemi og brot á bankalögum. Þeir Pétur og Ár- mann stofnuðu Ávöxtun árið 1982 og athöfnuðu sig á vettvangi sem var á mörkum þess löglega. Það leiddi til þess að Seðlabankinn kærði Ávöxtun í febrúar 1986. Jónatan Sveinsson var á þessum tíma saksóknari hjá embætti ríkis- saksóknara og vann að máli Ávöxt- unar. Hann segir í samtali við Press- una að fulltrúar í viðskiptaráðuneyt- inu hafi verið í sambandi við sig og fylgst með því hvort til stæði að ákæra Pétur og Ármann. Jónatan kannast ekki við að ráðuneytis- menn hafi lagt á það áherslu að mál- ið yrði fellt niður. Jónatan segist hinsvegar hafa vitað að forsenda þess að Pétur fengi leyfi til verð- bréfamiðlunar væri að hann og Ár- mann yrðu ekki ákærðir. Niðurstaða saksóknara var að ekki þótti ástæða til frekari að- gerða. „Málið var ekki stórvægilegt á þessum tíma og Pétur og Ármann voru að fella reksturinn að þeim lög- um sem nýgengin voru í gildi," segir Jónatan. Hann segir það hafa verið markmið kæru Seðlabankans að fá forráðamenn Ávöxtunar til að breyta rekstrinum til samræmis við nýju lögin og Jónatan minnist þess ekki að yfirmenn Seðlabanka og bankaeftirlits hafi lýst yfir óánægju með málsmeðferð ríkissaksóknara. Hver fer með ósannindi? En það er öðru nær. Á Þórði Ólafs- syni, yfirmanni bankaeftirlits Seðla- banka, er ekki annað að skilja en að markmið kærunnar hafi verið að stoppa þá félaga af, Pétur og Ár- mann. í skýrslu sem Seðlabankinn lét semja um Ávöxtunarmál er ábyrgð- in af málinu lögð á herðar viðskipta- ráðuneytisins annarsvegar og hins- vegar embætti ríkissaksóknara. ,,Ég hef heyrt utan að mér um þessa skýrslu, og það kemur mér mjög á óvart að verið sé að tengja málið frá 1986 við það sem gerðist tveim árum seinna, þegar sjóðunum var lokað," segir Jónatan Sveinsson. „Stóra málið í þessu er hvernig tókst til með eftirlit á verðbréfamiðlun Ávöxtunarmanna," bætir hann við. Bankaeftirlit Seðlabankans á lög- um samkvæmt að fara með eftirlit með viðskiptum verðbréfasjóða. Þórður Ólafsson, yfirmaður banka- eftirlitsins, lítur málið öðrum aug- um en Jónatan. „Niðurstaða ríkis- saksóknara við kærunni í febrúar 1986 vakti furðu okkar. Við reynd- um að koma í veg fyrir slys á þess- um tíma, en þeir aðilar sem báru ábyrgð á niðurstöðu málsins virðast ekki hafa áttað sig á þeirri hættu sem vofði yfir. Það var ekki fyrr en Ávöxtun fór yfir um að menn skildu hættuna, en það var heldur seint," segir Þórður. Hann vildi ekki svara því beint hvort hann teldi að ófarir eigenda verðbréfa í sjóðum Ávöxtunar mætti rekja til þess að ríkissaksókn- ari lét kæruna frá 1986 niður falla. „Það liggur í hlutarins eðli að hefði ríkissaksóknari ákært 1986 hefðu eigendur Ávöxtunar ekki fengið leyfi til að reka verðbréfasjóði," er það eina sem Þórður vill segja um þetta atriði. Hann vísar því á bug að kæra bankaeftirlitsins hafi verið einhvers- konar „leiðbeiningarskylda". „Við kærðum vegna þess að við töldum Ávöxtun hafa brotið lög.“ Þórður segist hafa átt ótal fundi með Ár- manni Reynissyni og lögmanni hans til að gera honum ljóst að hann væri að brjóta lög. „Ármann fór ekki eftir þeim leiðbeiningum sem við gáfum honum og þess vegna kærðum við starfsemi fyrirtækisins." Jónatani og Þórði ber ekki saman um hvaða þýðingu kæran frá febr- úar 1986 og afgreiðsla hennar hafi haft fyrir endanlega niðurstöðu málsins. Ágreiningur þessi er dæmi- gerður fyrir þær opinberu stofnanir sem deila um hverjir brugðust í Ávöxtunarmálinu. Deilurnar taka meðal annars á sig það form að ákveðnir embættis- menn eru sakaðir um grófa van- rækslu í starfi. Þannig hefur þeim orðrómi verið komið á kreik að embættismönnum í viðskiptaráðu- neytinu hafi legið svo á að gefa Bétri Björnssyni leyfi til að selja verðbréf að ráðuneytið hafi ekki tekið af hon- um lögboðna tryggingu. Þessi orð- rómur var viðraður á hundrað manna fundi eigenda verðbréfa í sjóðum Ávöxtunar í vor og Jóhann- es Nordal og Þórður Ólafsson bornir fyrir. Ásökunum mótmælir Tryggvi Axelsson, lögfræðingur viðsicipta- ráðuneytisins. „Það var eitt af mín- um fyrstu verkum í ráðuneytinu að framfylgja lögum um verðbréfa- miðlun. Ég gaf Pétri leyfið og fékk lögboðna tryggingu frá viðskipta- banka Péturs. Tryggingin er hér ennþá og hver sem er getur skoðað hana," segir Tryggvi. Hvað vissi bankaeftirlitið? Þegar Ávöxtun hóf starfrækslu verðbréfasjóða fengu þeir Ármann og Pétur lagaprófessor í háskólan- um til að sitja með sér í stjórn. Páll Sigurðsson prófessor varð við tilmælum þeirra félaga og tók sæti í stjórninni í desember 1986. Páll leit á sig sem fulltrúa þeirra einstakl- inga sem keyptu verðbréf í sjóðn- um. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til Páll varð þess áskynja að ekki var allt með felldu. Pétur og Ár- mann tóku fé úr verðbréfasjóðnum og létu í fyrirtæki sem þeir áttu hlut í. Þetta er bannað samkvæmt lög- um. í júní 1988 sagði Páll af sér stjórnarmennsku. Á fundi eigenda Ávöxtunarbréfanna í vor var það haft eftir Páli, eftir viðræður við hann, að hann hefði þegar skýrt bankaeftirlitinu frá því að aðaleig- endur Ávöxtunar skulduðu sjálfir Ávöxtun rúmar 100 milljónir og bókhald væri ekki í lagi. Þetta vill Þórður Ólafsson ekki kannast við. Þórður Ólafsson segir bankaeftir- litið „ekki hafa eytt meiri tíma í eftir- lit með nokkru öðru verðbréfafyrir- tæki en Ávöxtun". Samkvæmt þeim lögum sem giltu um verðbréfasjóði þann tíma sem Ávöxtun starfaði átti bankaeftirlitið að tilkynna viðskiptaráðuneytinu ef það teldi verðbréfamiðlara ekki starfa innan ramma laganna. Þórður vildi ekkert láta hafa eftir sér um hversu bankaeftirlitið hefði staðið sig í því að koma upplýsing- um um rannsókn eftirlitsins til ráðu- neytisins. Þegar órói skapaðist hjá sparifjár- eigendum í kjölfar yfirlýsinga ólafs Ragnars Grímssonar í ágústmánuði í fyrra var viðtal við Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóra í Morgunblað- inu þar sem hann fullyrti að vel væri fylgst með öllum verðbréfasjóðum og gaf þannig til kynna að allt væri í stakasta lagi og undir traustu eftir- liti. Á fundi eigenda Ávöxtunarbréf- anna í vor var staðhæft að á fundi fulltrúa þeirra með Jóhannesi og fleiri seðlabankamönnum hefðu þeir sagt að svo gæti verið að trún- aðarskylda bankaeftirlitsins gerði því skylt að gefa rangar upplýsingar, til að skapa ekki öróa, væntanlega. Viðskiptaráðuneytið vill ekki kannast við að hafa fengið neinar upplýsingar um rannsókn bankaeft- irlitsins. I bréfi til umboðsmanns Al- þingis, sem Pressan fékk í hendur hjá ráðuneytinu, segist það ekki hafa fengið neinar upplýsingar um lagabrot Ávöxtunar fyrr en 5. sept- ember 1988, en þá var allt um garð gengið. Enginn vill kannast við að bera ábyrgðina á því að 1.100 manns töp- uðu tæplega 500 milljónum króna. Það er alls ekki víst að þær þrjár álitsgerðir sem lagðar verða fram í haust um mál Ávöxtunar verði til að varpa ljósi á málið. Á meðan munu eigendur verðbréfanna vera að íhuga skaðabótamál við ríkið, skv. því sem viðmælendur okkar segja. Embættismenn deila innbyrðis um ábyrgðina. Harðar ásakanir í gangi á hendur ríkissaksóknara, bankaeftirliti, stjórn Seðlabanka og viðskiptaráðuneyti; vanræksla, vís- vitandi rangfærslur og spilling? Viltu vera á launum hiá sjálfum þér, án þess að vinna? Kynntu þér valkosS Ávöxtunar sf. ÁVOXTlNsl# BínúluáStiöf - " VcfSbrtf«Œ«*“*“ LAUGAVEGl 97 - SÍMl 621660

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.