Pressan


Pressan - 17.08.1989, Qupperneq 16

Pressan - 17.08.1989, Qupperneq 16
16 Góð íbúð óshast Góð 2ja herbergja íbúð óskast til leigu. Leigutími minnst eitt ár. Stór einstaklingsíbúð kemur einnig til greina. Uppl. í síma 680242 á daginn, 678191 á kvöldin og um helgar. Fimmtudagur 17. ágúst 1989 ÓÐUR TIL KARLMANNS- HOLDSINS i dag verður ffyrsta ffrwmsýning Kvik- myndaklúbbsins á þessu starffsári, en þá verður sýnd myndin Caravaggio efftir Bretann Derek Jarman. Caravaggio er tiltölulega ný mynd (1986), en annars hyggst Kvikmyndaklúbburinn aðallega sýna gamlar klassiskar myndir i vetur. Einnig verður tekin upp sú steffna, sem sve sannarlega er þakkarverð, að fflokka myndir, kynna tiltekna leikstjára, tiltek- in timabil, steffnur eða strauma. Sófasett MILANO PARIS i miklu úrvali DALLAS Takið eftir Smiðum hornsófasett eftir máli Tausófasett verð frá kr. 84.600 stgr. Leðursófasett verð frá kr. 131.400 stgr. Leðurluxsett verð frá kr. 95.600 stgr. Raögreiðslur á VISA og Eurocard allt aö 11 mánuðir HÚSGAGNA-J / )Q / SMIÐJUVEGI 30 ' L2CJL l/SÍMI 72870 ANNA TH. RÖGNVALDSDÓTTIR í vetur verða t.a.m. sýndar þrjár myndir eftir Fritz Laing og tvær eftir Murnau og er það vísir að kynningu á þýska expressionismanum. Þá má kannski sérstaklega benda á „You Only Live Once“, sem Laing gerði á Ameríkuárum sínum, eina myrk- ustu film noir-mynd sem gerð hefur verið. Ennfremur verða sýndar nokkrar myndir eftir japönsku risana tvo, Ozu og Mizogushi. Mizogushi hefur sjaldan eða aldrei verið sýndur hér á landi svo að þetta er ákaflega þarft framtak Kvikmyndaklúbbsins. Caravaggio fjallar um lífshlaup samnefnds endurreisnarmálara og olli talsverðu fjaðrafoki á Bretlandi á sínum tíma, ef ég man rétt. Myndrænt séð er Caravaggio afar áferðarfalleg mynd, þótt hún sé gerð af vanefnum og fyrir styrki frá bresku kvikmyndastofnuninni. Jar- man leitast við að endurskapa stíl og andrúmsloft málverka Caravagg- ios sem einkennast af ríkmannlegri áferð hlutanna, djúpum litum, heit- um svörtum skuggum og mjúku karlmannsholdi sem hnyklast í guilnum bjarma (ýkjulaust). Jarman gengur meira að segja svo langt að hvika hvergi út úr myndramma mál- arans — hann útilokar alia tiifinn- ingu fyrir rými og myndin er því al- gerlega laus við landafræði og arki- tektúr. Þetta orkar iðulega þannig að áhorfandinn fær hræðilega inni- lokunarkennd. Skemmtilegar og vel valdar tíma- skekkjur skjóta upp kollinum öðru hverju í þessu annars fágaða og list- ræna umhverfi. Þegar Caravaggio birtist fyrst er hann með sígarettu lafandi í munnvikinu (að vísu hand- vafða). Ljóshærður myndarpiltur sem Caravaggio gefur auga á krá er með iítinn hattkúf úr samanbrotnu dagblaði. Bírókratinn, ritari drottn- ingar, situr í baði og skrifar enn eitt klögunarbréfið út af Caravaggio — og notar til þess gamla Royal-ritvél. Jarman og samverkamaður hans, Nicholas Word-Jackson, túlka og leggja út frá ævi málarans og skrifa magnað handrit um ást, dauða, bræðralag, peninga, losta og kirkj- una. Útkoman er stundum eins og Jean Genet hafi endurskrifað lista- söguna (atriðið þegar Caravaggio liggur fyrir dauðanum og líður skelfilegar þjáningar og andnauð er til að mynda eitt erótískasta atriði myndarinnar). Miðað við óvenjuleg efnistök og hugmyndaauðgi er það annars und- arlegt hvað myndin reynist síðan þróttlítil. Ein af ástæðunum er mis- heppnað samspil hljóðs og myndar: vafrandi áherslur. Áleitinn talaður texti er settur yfir áleitna mynd. Þegar texti og mynd keppa um at- hygli áhorfenda, eins og iðulega gerist hér, verður myndin ofan á. Það bætir ekki úr skák að tæknilega er hljóðið leiðinlega lélegt. Kvikmyndaklúbburinn sýnir tvær aðrar myndir eftir Derek Jarman í þessum mánuði, Jubilee og The Tempest. Jarman er misþroska kvikmyndaleikstjóri en ansi gríp- andi og verður mjög fróðlegt að sjá annað sem hann hefur gert.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.