Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 19 þótt þær séu góðar til síns brúks (Páll Magnússon hjá Stöð 2, Edda Andrésdóttir fréttaþula á Sjón- varpinu og Herdís Þorgeirsdótt- ir ritstjóri Heimsmyndar eru í þessum hópi) — eða það hverfur af vettvangi til annarra starfa en fáir vita hvert (t.d. Guðjón Einarsson, Sonja Diego, fyrrverandi frétta- menn Sjónvarpsins, og Magnús Ól- afsson, sem einu sinni var ritstjóri NT). Það gustaði hér í fyrra ansi hressilega um persónu Ingva Hrafns Jónssonar, fyrrverandi fréttastjóra Sjónvarpsins, — en ætli menn séu ekki núna farnir að venj- ast því að hafa hann ekki inni á gafli hjá sér á hverju kvöldi? Sjónvarpsfrægð er ugglaust hent- ugur stökkpallur inn á Alþingi. En þó eru þess dæmi að menn stökkvi í öfuga átt, ef svo má segja, — af Al- þingi í sjónvarp. Það gerði t.d. Kristín S. Kvaran, fyrrverandi þingmaður BJ, sem í sumar er frétta- maður á Sjónvarpinu, og olli litlu fjaðrafoki. Þingseta er þó engin trygging fyrir því að vera ,,inni“ alla tíð, eins og Kolbrún Jónsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir bera glöggt vitni um. Enn hefur ekki fengist úr því skorið hvernig færi fyrir Pétri Guðjónssyni, formanns Flokks mannsins, á Alþingi. Þeir settu svip á öldina Sjónvarp er skæður fjölmiðill. Trausti Jónsson þótti segja veður- fregnir á skemmtilegri hátt en flest- um er lagið hér á landi. Ekki var að sökum að spyrja: Trausti varð svo mikið „inni“ að hann var á endan- um talinn af. Þá þótti honum gam- anið vera tekið að kárna enda er hann nú búinn að snúa sér endan- lega að fræðunum. Trausta tókst að draga sig í hlé út úr sviðsljósinu af eigin rammleik — og það er meira en margur getur sagt eða hefur vilj- að. Fyrir einhverjum árum var óhugs- andi að gerður væri sjónvarpsþáttur án þess að leita ráða hjá Geir Við- ari Vilhjálmssyni sálfræðingi, Þráni Eggertssyni hagfræðingi eða Aðalsteini Ingólfssyni list- fræðingi. Þetta var á þeim árum þegar menningarlífið var mótað af fólki eins og Reyni Oddssyni kvik- myndagerðarmanni, Hafliða Vil- helmssyni rithöfundi og Olgu Guðrúnu Arnadóttur, þýðanda og rithöfundi. Nú er róið á önnur mið. Það er ekki ýkjalangt síðan settu svip á athafnalífið þeir Erlendur Einarsson, fyrrverandi SÍS-for- stjóri, og Ármann Reynisson í Ávöxtun. Þeir prýða ekki oft forsíð- urnar. Sama á víst við um þá Björg- ólf Guðmundsson, fyrrverandi for- stjóra Hafskips, og Ragnar Kjart- ansson, fyrrverandi stjórnarfor- mann sama fyrirtækis. Kristín S. Kvaran, fyrrverandi þingmaður fyrir BJ: SAKNA EKKI ALÞINGIS „Ég sakna þess ekki að vera ekki lengur í eldiínunni og er laus við öll tengsl í pólitík," segir Kristín S. Kvar- an, sem í kosningunum 1983 var í öðru sæti á iista Bandalangs jafnað- armanna í Reykjavík sem dugði henni til að komast á þing. Kristín var ekki sátt það hvernig stefnumál BJ þróuðust, sagði sig úr þing- flokknum, var um hríð utan flokka og gekk svo til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn. „Upplausnin í BJ var orðin slík að ég sá mér ekki annað fært en hætta þar. Það var líka að vissu leyti áfall fyrir mig að komást að því hversu lítt manni varð ágengt með mál sem maður hafði í hyggju að koma í gegn.“ Kristín var ekki á neinum lista fyrir síðustu kosningar en segist þess í stað fremur vilja beita sér á vettvangi þar sem hún sjái skýrari árangur af starfi sínu en á Alþingi. Núna er hún ritstjóri mán- aðarblaðsins Blaðið okkar sem er gefið út í Garðabæ. Kristín sá um skeið um neytendaþætti á Stöð 2 og í sumar hefur hún verið fréttamaður í afleysingum á Sjónvarpinu. Verður hún fyrir ónæði opinberlega þótt hún birtist á skjánum núna? „Nei. En þegar ég var á þingi gat maður varla farið út að borða án þess að einhver væri farinn að abbast upp á mann.“ Troels Bendtsen í Savannatríóinu: EFTIRSJÁ „Ég man að ég var að vinna í Herradeild P & 0 og fólk kom að skoða mig í gegnum búðarglugg- ann,“ segir Troels Bendtsen sem nú rekur heildsölu — er með umboð fyrir flísar, hreinlætistæki og fittings — en söng sig inn í hjörtu lands- manna á sjöunda áratugnum, ma. fyrsta kvöldið sem íslenska sjón- varpið sendi út árið 1966. Félagar hans í Savannatríóinu voru ekki síð- ur dáðir: þeir Björn Georg Björns- son hjá Stöð 2 og Þórir Baldursson sem haslað hefur sér völl á erlendri grund og starfað með stórstjörnum á borð við Donnu Summer, Sailor og Boney M. „Auðvitað minnist maður þessara tíma með ákveðinni eftir- sjá,“ segir Troels, „en við tókum ákvörðun um að hætta vegna þess að við töldum okkur hafa skilað okkar verki og óttuðumst að við myndum „sjúskast" ef við héldum áfram. Sjálfsagt hefði þó verið gám- an að halda hópinn eitthvað lengur — en það er eitt að vilja og annað að geta..." Bjarni Dagur Jónsson, fyrrverandi útvarpsstjarna LÍTIÐ DREGIÐ ÚR AÐ FÖLK HEILSI Á GÖTU orku frá manni. Það var mál til kom- ið að endurnýja hana og ég tók því þá skynsamlegu ákvörðun að taka mér smá-hlé frá fjölmiðlum.“ Spurningunni hvort hann verði var við að fólk þekki hann á götu úti svarar hann játandi: „Já, já, það þekkja mig margir. Þaö hefur lítið dregið úr því að fólk heilsi mér á götu eða komi og spjalli við mig. Sumir eru ekki alveg vissir um hvað- an þeir þekkja mig, en heilsa samt mjög kumpánlega; aðrir spyrja hvort ég ætli ekki að fara að gera nýja þætti." Hann segist í fyrstu hafa verið feiminn við að vera þekktur „en svo venst það. Maður eignast mikið af vinum í gegnum svona störf og það er sérstaklega gott að vita til þess þegar fólki er hlýtt til manns. Verra ef einhverjum er í nöp við mann“! Ekki segist hann hafa orðið var við að fólk væri reitt eða vonsvikið: „Nánast allir sem höfðu samband við mig voru jákvæðir, voru að hæla mér eða láta mig fá góðar hugmynd- ir. Það viðmót er sjálfsagt öfugt við það sem margir stjórnmálamenn finna. Þegar fólk er á öndverðri skoðun vilja samskiptin verða hast- arlegri. Ég man aðeins eftir einu skipti sem einhver móðgaðist við mig. Þá hringdi til mín maður sem fannst ég hafa verið of klámfeng- inn ... Við slíku má auðvitað búast þegar verið er að segja tvíræða brandara ... I “ Einn stærsta gallann við að vera þekktur telur Bjarni Dagur slúður- sögurnar sem oft eru sagðar um þekkt fólk: „Auðvitað hefur verið slúðrað um mig eins og aðra. Slíkar sögur hafa bitnað einna mest á mín- um nánustu. Þær skapa óróa þegar þeir frétta eitthvað um mann sem ekki er satt." Hann segist hafa feng- ið nokkuð af símhringingum heim meðan hann starfaði hjáStjörnunni, en ekki geti hann metið hversu mik- ið hafi dregið úr slíkurn hringingum „því nú er ég ekki lengur í síma- skránni"... Hvort hann sakni þess að starfa utan sviðsljóssins svarar hann eftir örstutt hik: „Jú ætli ég sakni þess ekki að vissu leyti en ég er hins veg- ar í mjög skemmtilegu starfi núna. Það er krefjandi að vinna við útvarp og sjónvarp og maður gerir ekkert annað á meðan. En ég sakna helst allra góðu vinnufélaganna af Stjörn- unni og Stöð 2. Nú er ég að safna kröftum, fá nýjar hugmyndir — og svo kem ég aftur!" Bjarni Dagur Jónsson var einn vinsælasti útvarpsmaðurinn á Stjörnunni. Hann hafði einstakt lag á að láta landann opna sig, jafn- vel segja frá sínum leyndustu draumum í beinni útsendingu. Bjarni Dagur er einnig þekktur úr sjónvarpinu, en hann var annar stjórnenda þáttanna „í sumarskapi" sem Stöð 2 sendi út. Eftir samein- ingu Stjörnunnar og Bylgjunnar var tekin ákvörðun um að feila þætti Bjarna Dags niður, ákvörðun sem féll illa í jarðveginn hjá fjölmörgum aðdáendum hans. Bjarni Dagur hefur nú snúið sér að öðrum störfum. Hann rekur aug- lýsingastofuna Nýjan Dag í sam- starfi við Ernst Backman auglýs- ingateiknara: „Ég fór af Stjörnunni af mörgum ástæðum. Til dæmis þeirri að ég hafði verið mikið í sjón- varpi og útvarpi og slíkt tekur mikla

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.