Pressan - 17.08.1989, Side 24

Pressan - 17.08.1989, Side 24
PRESSU MOJLAR Viiiiii: þ | eir eru margir, sem undrast hvað malbikið endist illa á götum hér á landi. Erlendis er víða reiknað með fimm ára endingu malbiks og jafnvel gefin svo löng ábyrgð af framleiðendum þess. Gatnamála- stjórinn ■ Reykjavík segir að nagladekkin eigi stóran þátt í þess- ari lélegu endingu. Aðrir segja hins- vegar, að íslenska grjótið sé hrein- lega svo lélegt, að það dugi ekki í al- mennilegt malbik. Eina ráðið, segja þessir aðilar, er að flytja inn nægi- lega gott grjót frá útlöndum ... b. T spænsku vikublöðin eftir heim- sókn konungshjóna Spánar til Finn- lands og Islands. Flest lögðu þau tvær til þrjár opnur undir frásagnir af ferðum þeirra og fjöldi litmynda prýddi síðurnar. Það sérstaka var að í langflestum blöðunum var ein mynd frá Finnlandsferðinni á móti tíu frá íslandi. Spænsku ljós- myndararnir virtust einkum hug- fangnir af íslenska hundinum sem Spánardrottning tók í fang sér og birtu nánast öli blöðin eina stóra mynd af drottningunni gæla við hundinn. Aðrar stórar myndir voru af konungshjónunum með Vigdísi forseta og dóttur hennar Ástríði og myndaseríur sýndu Soffíu drottn- ingu í félagsskap islenskra hesta . . . A ^^ins og um flestar verslunar- mannahelgar var töluvert um að ökumenn væru gripnir undir stýri með of mikið áfengismagn i æðum. Það vekur athygli að ölvuðu bílstjór- arnir voru sjaldnast á ferðinni að kvöldlagi. Meginhluti þeirra var að keyra þegar langt var liðið á nótt eða árla morguns og virtust þessir ökuþórar ekki gera sér grein fyrir þvi hve lengi áfengið héldist i bíóði þeirra . . . L I Hér áður fyrr var það árviss viðburður að kjörin var Ungfrú Hollywood. Sú síðasta var árgerð 1986 og hét Guðlaug Jónsdóttir, en nú mun vera hafin leit að arftaka hennar. Ákveðið hefur verið að krýna nýja „ungfrú" í janúarlok á næsta ári og í fyrstu verðlaun verð- ur viðeigandi glaðningur. Ferð fyrir þá heppnu til Hollywood í Banda- ríkjunum ... um sig í stórborgum vestanhafs gæti nú hvað úr hverju riðið yfir ísland. í byrjun næsta mánaðar er fyrirhug- að að kvikmyndin dýra um Batman verði frumsýnd hér í borg. í Banda- ríkjunum er talað um Hollywood- sumarið mikla og þar þyrpast menn í bíó sem aldrei fyrr. Hér í borg hefur þessa einnig gætt, a.m.k. ef marka má aðsóknina á James Bond sem hefur vinninginn í sumar. Nú mán- uði eftir frumsýningu hafa rúmlega 30 þúsund íslendingar séð Bond og ekkert lát er þar á ... Itlög óvanaleg sýning verð- ur opnuð í Þrastalundi næstkom- andi sunnudag. Þetta er Ijósmynda- sýning, en myndirnar tóku krakkar, sem voru í sumarbúðunum á Úlf- ljótsvatni á síðustu mánuðum. Og ekki nóg með það. Myndirnar eru teknar á ljósmyndavélar, sem krakkarnir bjuggu til sjálfir, og það tók frá þremur mínútum upp í tvær klukkustundir að taka hverja mynd! Allar eru myndirnar til sölu og verð- ur ágóðinn notaður til að bæta að- stöðu fyrir fatlaða í sumarbúðum skáta . . . q *^Rerð hefur verið úttekt á afengismagni í blóði ökumanna, sem teknir voru fyrir ölvun við akst- ur á síðasta ári. Alls voru tekin rúm- lega 2.600 blóðsýni þetta ár og það heyrði til undantekninga að áfengis- magnið reyndist undir þeim mörk- um, sem miðað er við, eða innan við 0,5 prómill. Langflestir voru mjög langt yfir mörkunum, því í 1.870 sýnum mældist áfengismagnið a.m.k. 1,0 prómill... H^Éenn á Stöð 2 eru kampa- kátir þessa dagana. Þeir hafa nefni- lega nýverið fengið í hendur upp- gjör fyrir fyrri helming yfirstand- andi árs og sýnir það 40 milljóna króna hagnað af rekstrinum ... ^fjallað er um fyrirhuguð skipti á þingkonum í nýjasta fréttabréfi Kvennalistans, en eins og fram hefur komið er töluverður ágrein- ingur um það mál innan samtak- anna. í fréttabréfinu er hins vegar gefin allt önnur skýring á því að Guðrún Agnarsdóttir hættir ekki í haust. Þar segir: „Vegna anna get- ur Guðrún Halldórsdóttir ekki tekið við af Guðrúnu Agnarsdóttur fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu ára- mót.“... Íandssamband fatiaðra, Sjálfs- björg, hefur ráðið nýjan fram- kvæmdastjóra sem tekur væntan- lega til starfa 1. október nk. Hann heitir Tryggvi Friðjónsson og er deildarstjóri fjármáladeildar fé- lagsmálaráðuneytisins ... I kjölfar þess, að samkomulag hefur náðst um æðstu stjóra í ís- landsbankanum nýja, hafa opin- berar vangaveltur um aðra helstu yfirmenn hins sameinaða banka þegar hafist af fullum krafti. Heim- ildum ber saman um að Útvegs- bankahópurinn muni fara einna lakast út úr þeim skiptum. Heimildir okkar telja aðeins þrjá núverandi yf- irmenn í Útvegsbankanum eiga von á samskonar stöðum í nýja sam- einaða bankanum. Nöfn tveggja þeirra eru Jakob Ármannsson að- stoðarbankastjóri og Guðmundur Gíslason, yfirmaður erlendra við- skipta bankans .. . ii ^^^tanrikisraðherra, Jon Bald- vin Hannibalsson, hélt kvöldverð- arboð á ísafirði til heiðurs kolleg- um sínum frá hinum Norðurlöndun- um. Hófst veislan á því að hann hélt ræðu, en á eftir tók Helgi Ágústs- son í utanríkisráðuneytinu til máls og lýsti dagskrá næsta dags. Sagði hann m.a. að farið yrði út í Vigur, sem væri lítil eyja í ísafjarð- ardjúpi. Kallaði ráðherrann þá fram í og sagði að Vigur væri stór eyja. Ekki lét Helgi þessa leiðréttingu slá sig út af laginu, heldur sneri sér að Jóni og sagði að bragði: „Yes, minist- er!“ (Já, ráðherra!) Og veislugestir hlógu dátt... n ýverið var ráðinn markaðs- stjóri að auglýsingastofunni Góðu fólki, sem rekin er undir sama hatti og Auglýsingastofa Ólafs Stepb- hensen. Það er Magnús Pálsson viðskiptafræðingur, sem ráðinn var í stöðuna ... 1%, ýr auglýsingastjóri hefur ver- ið ráðinn að Vikunni. Er það Her- dís Karlsdóttir, sem áður starfaði við Sjónvarpsvísinn fyrir Stöð 2. Undanfarin ár hefur Ingvar Sveinsson, fyrrum forstjóri SAAB- umboðsins, gegnt þessari stöðu, en nú hefur fjölskylda hans fest kaup á Viðskiptahandbókinni og mun hann ráðast þar til starfa ... £g vBra fundi bankastjóra Lands- bankans með útibússtjórum af landinu nýlega var sérstaklega brýnt fyrir þeim síðarnefndu, að draga úr útlánum eins og hægt væri... sem sagt segja nei og aftur nei við kúnnana. Á fundinum munu útibússtjórarnir margir hinsvegar ekki hafa legið á þeirri skoðun sinni, að æðsta stjórn Landsbankans væri komin harla fjarri fólkinu í landinu. Reglur í höfuðstöðvunum í Reykja- vík yrðu að vera í einhverju sam- ræmi við raunveruleikann í landinu. í þessari sameiginlegu Reykjavíkur- dvöl útibússtjóra Landsbankans reyndu þeir líka að ræða við starfs- mannastjórann, Ara Guðmunds- son. Afstaða hans til málanna þótti að sögn útibússtjóranna koma vel fram í því, aö starfsmannastjórinn gekk snúðugt af fundi útibússtjór- anna löngu áður en þeir höfðu kom- ið sjónarmiðum sínum á fram- færi... AFMÆLISUTGAFA AUKABUNAÐUR FYRIR KR. 35.000 - OKEYPIS í tilefni 35 ára afmælis BIFREIÐA & LANDBÚNAÐAR- VÉLA, gefur fyrirtækiö nú aukabúnaö aö verömæti kr. 35.000, með hverjum 5 dyra Lada Samara 1300. Opið kl. 10-14 laugardag. Aukabúnaöur: Stereo útvarps- og segulbandstæki, __ hátalarar, límrendur á hliðar, Allt þetta ókeypis í afmælisútgáfunni. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF Armula 13 - 108 Reykjavík - s* 681200

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.