Pressan - 21.09.1989, Side 5

Pressan - 21.09.1989, Side 5
5 r fr-'-t . ro'-vjif.'.’ ■' Fimmtudagur 21. sept. 1989 ALLTSEM ÞÚ VISSIR EKKIUMKA , 3 NÆRMYND AF ÍSLANDSMEISIURUNUM OG ÞJÁLFARA ÞEIRRA Siðastliðinn laugardag varð tima- mótaviðburður i íslenskri iþróttasögu: Akureyringar hlutu i ffyrsta sinn íslands- meistaratign i knattspyrnu og islenskum iþróttaunnendum varð skyndilega Ijóst að þeir hafa eignast fframúrskarandi knattspyrnuþjólfara sem er Skagamað- urinn Guðjón Þórðarson, litrikur og ódrepandi baróttujaxl sem þegar vel er að góð hefur unnið einstætt affrek i þjólf- un með faglegan metnað og jórnvilja að vopni. En hverjir eru þessir KA-menn og hver eru leyndarmólin á bak við meistaratitil- inn sem þeir unnu þvert ofan i allar raunhæfar spór? Og hver er kraftaverkamaðurinn Guð- jón Þórðarson? EFTIR ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON Liðsandinn: Samstaða og geggjaður húmor Steingrímur Birgisson er varn- armaður í liðinu og hefur leikið 8 ár með því. Hann hefur kynnst botn- baráttu og því að falla í 2. deild en aldrei áður staðið í toppbaráttu. Eins og aðrir leikmenn KA er hann þeirrar skoðunar að tilkoma Guð- jóns Þórðarsonar hafi ráðið úrslitum um árangur liðsins því honum hafi tekist að fá menn til að trúa því að þeir gætu orðið bestir, en slíkt er ekki lítil hugarfarsbreyting hjá mönnum sem aldrei hafa náð góðum árangri áður. „Áður fyrr hafði liðið tilhneigingu til að brotna niður um leið og það varð fyrir áfalli. Núna höfum við lært að berjast áfram og láta ekki mótlætið buga okkur. Fyrir næstsíð- asta leikinn gegn Val áttum við tök á að ná álitlegri forystu í mótinu með sigri í þeim leik. Eg verð að við- urkenna að ég hef líklega aldrei á ævinni orðið jafnstressaður og þá. Við náðum aðeins jafntefli gegn Val en fyrir síðasta leikinn gegn IBK var mannskapurinn miklu afslappaðri. Ástæðan var sú að þá var það að- eins möguleiki að sigur færði okkur titilinn þar sem FH þurfti að tapa fyrir Fylki. í þessum leik höfðum við því allt að vinna og vorum meira grimmir en stressaðir og ákveðnir í að gera okkar besta." Steingrímur sagði að hin fræga hjátrú knattspyrnumanna væri ekki síður ríkjandi hjá KA en öðrum lið- um. „Sumir eru ötrúlega hjátrúar- fullir en aðrir hlæja að þessu. Sjálfur telst ég óneitanlega í hópi þeirra hjátrúarfullu. Klassísku dæmin eru þau að vilja alltaf nota sama snag- ann í búningsklefanum og sömu peysuna í hverjum leik. En þetta get- ur tekið á sig frumlegri myndir. Erlingur Kristjánsson fyrirliði lét t.d. ekki klippa sig í allt sumar en fyrir leikinn gegn Val var hárið komið niður í augu svo hann neydd- ist til að láta skerða það. Það fór lika svo að við náðum bara jafntefli við Val. Það er annars mjög útbreitt meðal hjátrúarfullra knattspyrnu- 't? manna að láta ekki klippa sig fyrir leik. Sumir koma sér upp einhvers konar hjátrúarrútínu og gera alltaf sömu hlutina á sama tima á leikdög- um; t.d. borðar maður kannski alltaf sama matinn á sama tíma. Svo ef illa gengur í leiknum er rútínunni breytt." Steingrímur rómaði liðsanda KA- manna og sagði að léttleikinn væri í fyrirrúmi ásamt ansi sérstökum húmor. „Rifrildi þekkjast varla í hópnum. Það er yfirleitt mjög létt yfir mönnum fyrir leiki. Það er hins vegar mikið skap í liðinu og menn verða reiðir eftir tapleiki. En það brýst ekki fram í rifrildi. Menn eru strax stoppaðir af með það ef þeir byrja á einhverju." Bjarni Jónsson, sem leikur margar stöður í liðinu, sagði að Guð- jón þjálfari hefði bæði breytt liðinu tæknilega og hugarfarslega. „Liðið er orðið léttlei kandi og spilið skemmtilegt en jafnframt því er líka nokkuð um mjög likamlega sterka menn, þannig að þetta er skemmti- leg blanda af léttleika og likams- styrk. Við vorum jójó-lið áður en Guðjón tók við okkur í fyrra. Besti árangur KA fram að því var 6. sæti en oftast höfðum við flakkað á milli 1. og 2. deildar. Það voru því margir okkar dálítið litlir í sér þegar Guðjón kom til skjalanna en hann hefur verið óþreytandi við að tala í okkur sjálfs- traust og metnað." Bjarni tók í sama streng og Stein- grímur um liðsandann hjá KA: „Þetta er léttur hópur. Samstaðan er mikil og við hvetjum hver annan. Það er lika þannig að liðið er mjög jafnt úti á vellinum og helsti munur- inn frá því áður er sá að miklu meiri breidd er í liðshópnum en hefur ver- ið. Margir eru um að skora mörkin og liðið verður ekki fyrir miklu áfalli „Sumir eru ótrúlega hjátrúarfullir. Fyrirliðinn lét t.d. ekki klippa sig í allt sumar. . .“ þó einn maður meiðist. Það kemur annar í hans stað. Það er óhætt að segja að húmor- inn hjá liðinu sé dálitið sérstakur og illskiljanlegur fyrir utanaðkomandi. I því sambandi má nefna dæmi um Ormar Orlygsson, sem skipti yfir í Fram síðasta sumar en gekk aftur til liðs við okkur í vor. Honum leist hreint ekki á blikuna þegar hann kom aftur og hélt að við værum orðnir eitthvað skrýtnir þegar brandararnir byrjuðu að fjúka í kringum hann.“ Aðeins örfáir KA-manna eru komnir með fjölskyldu en flestir þeirra eiga þó kærustur. 7 af fasta- mönnum liðsins stunda nám við Há- skóla Islands og eru því fyrir sunnan á veturna. Leikmennirnir halda nokkuð hóp- inn utan æfinga og leikja. Þeir hitt- ast oft og borða jafnvel saman. Hinn sérstæði KA-húmor nær hins vegar hámarki fyrir og eftir æfingar. Hann felst mikið til í orðaleikjum. Menn reyna að finna höggstað hver á öðr- um með því að snúa út úr og þykjast misskilja allt sem hinir segja ef nokkur möguleiki er á að finna veilu í orðalaginu. Stundum hefur þessi glettni beinst gegn þjálfaran- um, Guðjóni Þórðarsyni, ekki síst þar sem hann á til að nota dálítið sérstakt orðfæri þegar hann segir mönnum sínum til á æfingum. Þeg- ar leikmenn hita upp með hlaupum í byrjun æfingar stendur hann vana- lega í nokkurri fjarlægð frá þeim en þegar hann vill að þeir hætti hlaup- unum segir hann „Allir inn í hús‘\og meinar að þeir eigi að hlaupa yfir til sín. „Einu sinni brá liðið á leik og við hlupum allir sem einn beint inn í íþróttahús," sagði Steingrímur Birg- isson. Anthony Karl Gregory, markahæsti leikmaður KA í sumar, sagði að Guðjón tæki svo til orða þegar hann vildi að hópurinn hlypi hratt á æfingu án þess að taka á sprett: „Hlaupa þrjá/fjórðu.“ — „Við höfum stundum ekki getað stillt okkur um að misskilja þessa al- gengu skipun og hlaupa þá % hlutar af hópnum til Guðjóns en afgangur- inn verður eftir og hreyfir hvorki legg né lið. Annars eru þessir brand- arar ekki mjög fyndnir þegar maður segir frá þeim. Og reyndar byrjaði þetta með því að tveir menn úr lið- inu fóru í keppni um hvor þeirra gæti sagt lélegasta brandarann. Smám saman þróaðist þetta út í ei- lífa útúrsnúninga þannig að oft þora menn varla að opna munninn, því ef það er ekki tipptopp sem þeir láta út úr sér rignir yfir þá útúrsnúningun- um. En auðvitað er þetta allt í góðu og allir hafa mjög gaman af þessu flippi. Það sem gerir andrúmsloftið fyndið við þessar aðstæður er frek- ar það hvað brandararnir eru ótrú- lega margir heldur en að þeir séu mjög merkilegir. Týpískt dæmi er * þetta: Við sitjum í heita pottinum eftir æfingu. Þegar einn okkar er á leiðinni í pottinn þar sem hinir sitja verður honum starsýnt á bak eins félaga síns og undrast hvað það er skeliótt og spyr hann með bendingu: „Er þetta klórinn?" Og þá er honum auðvitað svarað: „Nei, klórinn er í vatninu.""

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.