Pressan


Pressan - 21.09.1989, Qupperneq 13

Pressan - 21.09.1989, Qupperneq 13
Fimmtudagur 21. sept. 1989 13 ALLT FYRIR Frægir leikarar fá stundum hlutverk með bví skilyrði að þeir grennist eða titni um tugi kílóa á stuttum tíma. ÞYTT OG ENDURSAGT: JÓNINA LEÓSDÓTTIR Flestum þykir nógu erfitt að grennast um örfá kíló áður en farið er í frí, en leikarar verða oft að missa tugi kílóa (eða bæta þeim á sig!) fyrir ákveðna dagsetningu til að fá eftirsótt kvik- myndahlutverk. Hvernig skyldu þeir fara að því? Margir heimsþekktir kvikmyndaleikarar hafa orðið að uppfylla þau skilyrði að grennast eða fitna um fjöldamörg kíló til að hreppa spennandi hlutverk. Og þeir fá ekki alltaf ýkja langan tíma til þess að gjörbreyta líkamanum. En hvað gera menn ekki fyrir frægðina — eða dollarana!? Breski ieikarinn Bob Hoskins þurfti t.d. ný- verið að léttast um tíu kíló á tveimur vikum og þó ótrúlegt megi virðast tókst honum það. Bob naut aðstoðar læknis við þetta þrekvirki, sem hann varð að framkvæma vegna hlutverks í myndinni Heart Condition. Þar leikur hann veikan mann, sem gengst undir hjartauppskurð, og slíkur náungi má ekki veltast um í spiki. Leik- arinn varð því að hætta öllu hamborgaraáti og áfengisdrykkju og byrja daginn á skokki á fast- andi maga. Hann kvaldist líka einhver ósköp á meðan á þessu stóð, en hugsaði bara um hlut- verkið góða og lét sig hafa þjáningarnar. Og sér til aðstoðar hafði Bob sérstakan þjálfara, sem dró hann út úr rúminu við fyrsta hanagal, svo það var engin miskunn hjá Magnúsi. í morgun- verð fékk hann eggjahvíturíka máltíð, en síðan eingöngu ávexti og grænmeti það sem eftir var dagsins. Eina áfengið sem hann mátti innbyrða var hvítvínsglas að kvöldlagi. Fastaði eins og Gandhi Sumar stórstjörnur snúa sér til frægu og ríku megrunarlæknanna í Harley Street í London, þegar þær verða að umbylta líkama sínum á stuttum tíma. Einn þeirra fyrirskipar eftirfarandi fæði: Egg, fiskur, kjöt, appelsínur, mandarinur, greipaldin og sítrónur og einungis fimm glös af vökva á dag. Eitt af þeim glösum má innihalda áfengi, en viðkomandi má drekka eins mikið og hann getur í sig látið af ferskum safa úr framan- töldum ávöxtum. Ónefnd leikkona missti 14 kíló á hálfum mánuði með því að fara eftir þessum lista, en það er.mun meira en álitið er hollt. Hún gerði líka erfiðar líkamsæfingar til að flýta fyrir grenningunni, þó ekki sé heldur skynsamlegt að taka slíkt of skarpt. Ben Kingsley hefur tvisvar orðið að missa tíu kíló vegna kvikmyndahlutverks. Fyrst þeg- ar hann lék Gandhi og síðan þegar honum bauðst hlutverk nasista-veiðarans Símons Wiesenthai. Svo þetta mætti takast þurfti Ben m.a. að sleppa því að fá sér vín á kvöldin og það þótti honum verulega erfitt. Hann er hins vegar leikari af lífi og sál og þess vegna fastaði hann al- gjörlega fyrir tökurnar á föstu-atriðunum í myndinni um Gandhi — bæði til að grennast og til þess að lifa sig inn í hlutverkið. Meryl Streep öfganna á milli Hinn ungi og efnilegi Nigel Havers svelti sig líka fyrir hlutverk læknisins i mynd Spielbergs Empire of the Sun. Hann hljóp marga kíló- Það kemur líka fyrir að leikarar Lynn Redgrave varð þekkt sem hin þybbna Georgy Girl, en nú er hún orðin mjó og fær því annars konar hlutverk. metra á degi hverjum og snæddi eggjahvíturíka fæðu, en segir raunar að sér hafi hvað eftir ann- að legið við yfirliði á meðan á megruninni stóð. En Meryl Streep hefur bæði reynslu aí því að grenna sig og fita vegna spennandi kvikmynda- hlutverka, enda er hún þekkt fyrir að taka vinn- una alvarlega. Hún hefur ávallt verið fremur grönn, en þegar hún lék í fangabúðaatriðunum í Sophie’s Choice var hún nánast eins og beina- grind. Sagt er að fyrir tökurnar hafi Meryl ekki borðað fasta fæðu í þrjár vikur, heldur lifað eingöngu á Riesling-hvítvíni. Haft er eftir henni að á þessu tímabili hafi hún verið „hamingju- söm, drukkin og sífellt að grennast". Dæmið snerist við, þegar Meryl fékk hlutverk áströlsku móðurinnar í myndinni A Cry in the Dark, sem sýnd var á íslandi í sumarbyrjun. Þá varð hún að bæta á sig fimmtán kílóum og gerði hún að eigin sögn með því að „borða eins og svín". Hún borðaði margar máltíðir á dag, að- alléga rifja- og nautasteik og pylsur. Sírópspönnukökur og sjö móltíðir á dag ' Flestir ættu eflaust auðveldara með að bæta við sig nokkrum kílóum en að losa sig við þau. En það eru fáir í þeirri aðstöðu að fá milljónatugi greidda fyrir vikið. Það fékk stórleikarinn Ro- bert De Niro hins vegar í tvígang, vegna kvik- myndanna Raging Buli og The Untouchabl- es. Þegar hann fékk hlutverk boxarans Jake La Motta í Raging Bull stundaði hann fyrst líkams- rækt af miklum krafti í heilt ár. Þá var fyrri hluti myndarinnar tekinn og síðan gert hlé á meðan Robert fitaði sig um nær 30 kíló. Robert De Niro hafði alltaf þráð að geta borð- að ótakmarkað og hélt að nú yrði lífið eins og stöðug jólahátíð. En sú varð aldeilis ekki raunin, því að endingu varð hann alveg uppgefinn á öllu þessu áti. Honum datt þó aldrei í hug að gefast upp og eftir fjóra mánuði var byrjað að taka seinni hluta kvikmyndarinnar. En hvernig fór Robert að þessu? Jú, hann hóf daginn á því að borða pönnukökur löðrandi í sírópi og síðan sjö máltíðir fram að háttatíma, ásamt áfengi og öðrum fitandi drykkjum. Leikarinn tók fitunina reyndar svo alvarlega að á endanum grát- báðu bæði læknirinn og leikstjórinn hann að hætta. Það er nefnilega síð- ur en svo gott fyrir heilsu fólks, þeg- ar líkamsþyngdin breytist svona fljótt. Stallone setti Travolta i megrun Margir leikarar í Bandaríkjunum njóta aðstoðar sérfræðinga í líkams- rækt við að halda sér í góðri þjálfun og koma í veg fyrir að fitulagið verði of þykkt. Glenn Close var t.d. undir handleiðslu heilsuræktarfrömuðar- ins Chris Meade áður en hún lék í Fatal Attraction. Hann lét hana lyfta lóðum, hlaupa kílómetra eftir kílómetra, sippa og æfa sig í líkams- ræktartækjum af fullkomnustu gerð. Enda var Glenn „í góðu formi", eins og sagt er. Priscilla Presley og Harrison Ford nota þjálfara í Hollywood, sem heitir Jake Steinfield. Hann kemur heim til viðskiptavina sinna og þjálf- ar þá þar, en í lokin kíkir hann í ís- skápinn hjá þeim og fjarlægir allt fit- andi sykursull. Sumir leikarar fela líka leikstjór- anum umsjón með líkamsræktinni. Þaö gerði John Travolta, þegar hann fékk hlutverkið í myndinni Staying Alive. Leikstjórinn var auðvitað enginn annar en Sylvest- er Stallone og hann útbjó matar- og þjálfunarlista fyrir John. Þeir höfðu hins vega’r nægan tíma, svo leikarinn fékk fjóra mánuði til að léttast um tíu kíló fyrir kvikmynda- tökuna. Matseðillinn, sem Travolta fór eft- ir, var svohljóðandi: Kjöt, fiskur, kjúklingur eða kalkúni með hrásal- ati og ferskir ávextir á eftir. Þessu var skolað niður með ávaxtasafa, sódavatni eða sérstökum vítamín- drykk. En leikarinn varð einnig að taka inn bætiefni: fjölvítamín, stein- efni, sink og hveitiklíðstöflur. Og það þýddi ekkert að svindla, því einu sinni í viku varð hann að fljúga til Los Angeles, fara úr fötunum og leyfa Stallone að sjá hvernig megr- uninni miðaði. Ef brjóstin á þér stækka. . .

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.