Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 24
24
r/v-r i— - i iuc£buírnr
Fimmtudagur 21. sept. 1989
Leikkonan Shelley Winters opinberar einkamál sín
ELSKHUGAR i KIPPUM
Út er komið annað bindi endurminn-
inga kvikmyndaleikkonunnar Shelley
Winters og þykir hún aldeilis ótrúlega
opinská um einkaliff sitt — þ.e.a.s. fjölda
ástarsambanda við ffræga menn.
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR
Kvikmyndahúsagestir undir fer-
tugu eiga ef til vill erfitt með að
skilja að Shelley Winters hafi lent
í mörgum ástarævintýrum. Síðustu
áratugi hefur hún vaggað um hvíta
tjaldið í móður- og ömmulegum
hlutverkum, íklædd víðum kjólum
eða beinsniðnum mussum. Hún hef-
ur átt við verulegt offituvandamál
að stríða og þrátt fyrir heiðarlegar
megrunartilraunir tekst henni ekki
að halda sér grannri. í fyrra missti
hún t.d. 25 kíió, en fitnaði strax aftur
um 26!
En þó Shelley sé orðin 66 ára
gömul og „línurnar" ekkert til að
hrópa húrra fyrir, þá var hún heil-
mikill kroppur, þegar hún var upp á
sitt besta. Sjarmörar þess tíma voru
heillaðir af henni og hún hafði ekk-
ert á móti því að stofna til náinna
kynna við huggulega herra, bæði
þekkta og óþekkta. Sem dæmi um
ástmenn Shelley má m.a. nefna Se-
an Connery, Albert Finney, Marl-
on Brando, Burt Lancaster, Errol
Flynn og Ijóðskáldið Dylan Thom-
as.
Öllu þessu segir leikkonan frá í
endurminningum sínum og skamm-
ast sín ekkert fyrir að brjóta hin
óskráðu lög um að það sé í lagi að
karlar monti sig af ástarsambönd-
um, en ekki konur. Hún viðurkennir
t.d. að hafa fallið flöt fyrir tveimur
tegundum karlmanna. Mönnum
með mömmukomplex og dökkum
ítölskum „týpum", en hún giftist
tveimur af síðarnefndu gerðinni.
Shelley segist þó þrátt fyrir allt
hafa verið fremur siðprúð, miðað
við hvernig nútímastúlkur hegða
sér. Og hún hlífir lesendum við opin-
skáum lýsingum af líkamiegum
þætti ástarsambandanna. Hún segir
t.d. frá nótt, sem hún átti með Sean
Connery í óupphitaðri íbúð í Lond-
on, þegar hann var gjörsamlega
óþekktur, en hún orðin Holly-
wood-stjarna. Frásögnin endar á því
að þarna hafi auðvitað verið jökul-
kalt og að lesendur hljóti að geta
Þegar Shelley Winters leit svona út átti hún ekki í vandræöum meö
aö heilla karlmenn upp úr skónum.
ímyndað sér hvernig hún hélt á sér
hita! Hún bætir við að Sean hafi ver-
ið staurblankur og fengið lánaða
peninga hjá henni, sem hann hafi
endurgreitt eftir að hann varð sjálf-
ur frægur. Og vextina af láninu
borgaði hann með því að gefa henni
minkapels.
Shelley fer ögn nánar út í sam-
band sitt við Marlon Brando og seg-
ist gefa honum einn af tíu möguleg-
um í einkunn. Hann varð mjög sár,
þegar hann las þetta, en leikkonan
reyndi að hughreysta hann með því
að barnsfaðir hennar hefði líka
fengið einkunnina einn — hvort
sem það hefur nú róað Brando eður
ei.
Þess má að lokum geta að Shelley
segir reyndar líka frá nokkrum sjar-
mörum, sem hún svaf ekki hjá. Einn
þeiTra var John F. Kennedy
Bandaríkjaforseti, en leikkonan
lagði sitt af mörkum í kosningabar-
áttu hans. Svo segir hún að sir
Lawrence Olivier hafi sent sér
skilaboð á þekktum veitingastað
með því að láta þau fljóta yfir laug,
sem var í borðsalnum. „Hann var
æðislegur, en það hittist aldrei
þannig á að við værum bæði maka-
eða elskhugalaus á sama tímabili."
kynliffsdálkurinn
Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni.
Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár-
múla 36, 108 Reykjavík.
SKIPULÖGÐ ÓREIÐA
Mér datt ekki í hug betur viðeig-
andi titill á pistlinum í dag, einfald-
lega vegna þess að í heilbrigðis-
þjónustunni ríkir slíkt ástand á
sviði kynlífsráðgjafar. Það sem
fékk mig til að taka það mál upp í
kynlífsdálkinum var símtal sem ég
fékk fyrir skömmu. í símanum var
karlmaður utan af landi sem sagð-
ist hafa farið til heimilislæknis síns
út af kynlífsvandamáli, „en hann
kom af fjöllum, þegar ég spurði
hvort eitthvað væri hægt að gera“.
Hver gerir hvaö?
í þessu tilviki vissi heimilislækn-
irinn ekki hvert hann gat vísað
manninum. Þetta er alls ekki eins-
dæmi. Á sviði kynlífsráðgjafar og
-fræðslu vísar hver á annan í heil-
brigðiskerfinu, í von um að sá
næsti geti bjargað málunum. Þessi
aðferð væri miklu betri ef heil-
brigðisstarfsmenn, eins og þessi
heimilislæknir utan af landi, hefðu
undir höndum einhvern lista yfir
þá sem hægt er að leita til — jafnt
utan heilbrigðisstétta sem innan
— ef skjólstæðinga vantar upplýs-
ingar um kynlíf eða ef vandi steðj-
ar að.
Á íslandi starfa margir hæfir ein-
staklingar í ýmsum félagasamtök-
um sem geta boðið fram-þekkingu
sína, stuðning og ráðgjöf í kyn-
ferðismálum. Til dæmis fólk sem
starfar við hjónaráðgjöf, meðferð
kynlífsvandamála, greiningu ým-
issa sjúkdóma og alnæmisráðgjöf.
Einnig eru starfandi ýmsir hópar
svo sem stuðningshópur þolenda
sifjaspella, Samhjálp, kynfræðslu-
deild Heilsuverndarstöðvar
Hvaö á ég aö gera?
Hér eru nokkur sýnishorn af því
sem fólk hefur áhyggjur af: Móðir
nítján ára stúlku: „Hvað á ég að
gera? Hún sagði mér í gær að hún
væri gengin í Samtökin 78.“ Ung
kona: „Ég ætla að hætta á lykkj-
unni og vil vita hvenær örugga
tímabilið er.“ Karlmaður: „Konan
mín hefur engan áhuga á samlífi
og mér stendur ekki." Ungur strák-
ur: „Hvar eru kyntólaverslanir til
húsa í bænum?" Fertugur karl-
maður: „Er eitthvað hægt að gera
við of litlu tippi?" Unglingur: „Er
eðlilegt að strákar rúnki sér? Er
eðlilegt að strákar geri það meira
en stelpur?" Karl: „Eg er hræddur
um að hafa smitast af eyðni." Ung-
ur maður: „Ég held, að ég sé með
Reykjavíkur, Samtökin 78, Kyn-
fræðifélag íslands, SÁÁ og mörg
önnur samtök. En þessir aðilar, og
þá sérstaklega þeir sem starfa inn-
an heilbrigðisstéttanna, virðast
hafa afar litla hugmynd hver um
annars tilveru hvað snertir með-
ferð kynlífsvandamála og upplýs-
ingar um kynlíf. Og það virðist
sem enginn leggi sig í líma við að
kynna sérsvið sitt eða efla sam-s
starf við aðra.
„Kynlífsráögjöfin,
góöan daginn'
Það er einnig eins og það vanti
einhvers konar upplýsingamid-
stöd eda rádgjafarstöd sem býður
upp á bestu þjónustu sem völ er á
í þessum efnum. Vísir að opinberri
kynlífsráðgjöf var eitt sinn til húsa
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur,
en nú er búið að leggja starfsem-
ina niður. Þeir sem koma nálægt
kynlífsráðgjöf og -fræðslu í dag á
vegum hins opinbera eru allir af
vilja gerðir til að bæta þessi mál,
en viljinn er lamaður vegna skiln-
ingsleysis yfirvalda. Annað sem
vegur þungt í þessum efnum er lít-
ið sem ekkert skyldunám í kynlífs-
ráðgjöf og meðferð kynlífsvanda-
mála í námi heilbrigðisstétta.
En er þörf á ein hvers konar sam-
hæfingu allra áðurnefndra bjarg-
ráða, þegar skjólstæðingar leita
sér aðstoðar? TVÍMÆLALAUST.
Spurningar þær og áhyggjur sem
fólk hefur í kynlífi eru bæði marg-
ar og flóknar.
kynsjúkdóm. Hver á ég að leita?“
Karlmaður: „Ég hef mikinn áhuga
á kynlífi, en konan mín engan.
Þetta eru hreinustu vandræði.
Hvað er hægt að gera?" Kona úti
á landi. „Ég er nýbyrjuð í sambúð
með manni sem drekkur svolítið
og á í erfiðleikum með stinningu
og sáðlát." Kona á sjötugsaldri:
„Karlinn minn hefur aldrei veitt
mér fullnægingu." Karl: „Hvaða
kynörvandi efni eru best?“ Nemi:
„Áttu efni um Herpes-sjúkdóm-
inn?“ Hjúkrunarfræðingur: „Er til
eitthvað af viti um breytingaskeið
karla?"
Ég held að þessi romsa ætti að
sannfæra hvern þann, sem er í
vafa um hvort fólk á íslandi þurfi á.
fræðslu eða kynlífsráðgjöf að
halda. Stórar spurningar sitja samt
eftir og er enn ósvarað: Hver á að
veita þessa fræðslu? Hvað segir
löggjöfin? Hvað hefur verið gert?
Hvað er á döfinni hjá hinu opin-
bera, t.d. í heilbrigðiskerfinu?
JÓNA INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
KYNFRÆÐINGUR