Pressan - 21.09.1989, Síða 28

Pressan - 21.09.1989, Síða 28
28 A ^^inn af toppmönnum Sam- bandsins, Kjartan P. Kjartans- son, framkvæmdastjóri fjárhags- deildar, fékk sig fullsaddan í sumar og sagði upp störfum. Kjartan kvaddi aöeins nánasta samstarfs- fólk og skilaði bíl sem hann hafði frá fyrirtækinu. Þaö þótti ómögulegt að láta Kjartan fara og gekk maður undir manns hönd að fá hann til að taka ákvörðun sína til baka. Hann varð að lokum við þeirri málaleit- an. . . ið látum einn brandara ur borgarkerfinu fljóta með; Davíð Oddsson, borgarstjóri Sjálfstæðis- flokks, var á ferð í Sovétríkjunum fyrir nokkru og snerist!. . . (nú kemur þögn og menn setja upp furðusvip).. .á ökkla.... PRESSU MOJLAR I vikunni var gert heyrinkunnugt að Olafur H. Torfason er næsti rit- stjóri Þjóðviljans. Aðalmaðurinn á bak við ráðningu Ólafs er Stein- grímur J. Sigfússon, ráðherra Al- þýðubandalagsins. Með þessum leik þykir Steingrímur styrkja stöðu sína innan flokksins. Hann mun hyggja á frekari metorð og víst er að Olafur Ragnar. Grímsson flokks- formaður er hvergi óhultur. . . Í^yrir þrem vikum var rekstri samtakanna KVIK hætt. KVIK er samband íslenskra og erlendra höf- undarréttindahafa á kvikmyndum og hvortveggja Ríkissjónvarpið og Stöð 2 voru í samtökunum. A fundi í ágúst bar Goði Sveinsson, fulltrúi Stöðvar 2, fram þá ósk að Stöðin fengi nafn samtakanna á leigu. Stöð 2 ætlaði undir nafni KViK að rannsaka notkun þjófa- lykla og samtengingu myndlykla Stöðvar 2, ennfremur að kanna hvers vegna fjöldi manns greiðir ekki áskriftargjöld Stöðvar 2. Málaleitan þessari var hafnað og í framhaldi sagði Stöð 2 sig úr KVIK. . . BflÉýtt tímarit hefur litið dagsins ljós, mitt í harðærinu á blaða- og auglýsingamarkaðnum. Blaðið heit- ir Magazín og virðist ætla sér í harða samkeppni við stóru mánað- artímaritin, ef draga má ályktun af efnistökum. í blaðinu er m.a. að finna opinskátt viðtal við einn nýj- asta þingmanninn, Ásgeir Hannes Eiríksson. Ritstjórar blaðsins eru tveir, þeir Friðrik Jónsson og Smári Valgeirsson. Smári er skráður ábyrgðarmaður og mun Lifeyrissjóðir ern samtrygging! Samtrygging felst meðal annars í því að þeir sem njóta örorku-, maka- eða barnalífeyris fá almennt langtum hærri lífeyri en sem nemur greiddum iðgjöldum tii viðkomandi lífeyrissjóðs. Sumir halda hins vegar að lífeyrissjóðir séu eins konar bankabók, þ.e. iðgjöldin fari inn á sérreikning hvers og eins sjóðfélaga og greiða skuli lífeyri eins iengi og innistæðan endist - en ekki lengur! Um 1700 sjóðfélagar með um 400 börn njóta örorku-og barna- lífeyris hjá SAL-sjóðunum. Hætt er við að örorku- og barnalífeyrir yrði rýr ef eingöngu ætti að miða viðgreidd iðgjöld bótaþeganna. Lífeyrissjóðir eru ekki bara bankabók. Peir eru langtum meira! Lífeyrissjóðir eru samtrygging sjóðfélaga! Mundu það! SAMBAND ALMENNRA IÍFEYRISSJÓÐA - Samræmd lífeyrisheild Fimmtudagur 21. sept. 1989 jafnframt vera einn aðstandenda út- gáfunnar. Magazín mun þegar kom- ið í dreifingu á sölustaði um allt land, en eins og fyrri daginn eru það lesendur sem ákveða framhaldið. . . n^Éenn eru misjafnlega ánægðir með sumarið eins og gefur að skilja. Akureyringar mega vel við una eftir góðan ferðamanna- straum þangað og hótelin á Akur- eyri munu hafa allt að fjórfaldað veltu sína frá fyrra ári. . . f __I yrir skemmstu hélt Alþýðu- bandalagið ráðstefnu um skóla- mál, en flokkurinn fer sem kunnugt er með þann málaflokk í ríkisstjórn- inni. Á fundinum mun hins vegar hafa komið fram hörð gagnrýni á Svavar Gestsson menntamálaráð- herra frá Braga Guðbrandssyni, félagsmálastjóra í Kópavogi. Hafði Bragi ýmislegt að athuga við það sem ráðherrann er að gera og sak- aði hann um hræsni og sýndar- mennsku.. . CL ðstoðarmaður Stefáns Val- geirssonar alþingismanns er Trausti Þorláksson og hann hefur verið í fréttum undanfarið. Trausti var líka í fréttum fyrir þremur árum því hann var annar tveggja starfs- manna Brunamálastofnunar sem jafnframt störfuðu sjálfstætt að eld- vörnum og ekki voru allir hrifnir af einkaframtakinu. I frétt Helgar- póstsins veturinn 1986 segir um Trausta að hann muni „oft vera einkabílstjóri Stefáns Valgeirsson- Þ að er ekki að ástæðulausu sem jafnréttisráð beitir sér fyrir því að fá fleiri konur á framboðslista í næstu kosningum. I síðustu sveitar- stjórnarkosningum voru 3.853 ein- staklingar á framboðslistum, þar af 1.374 konur, eða36% á móti 2.393 körlum. Til sveitarstjórna náðu kjöri 226 konur eða 16% kvenframbjóð- enda en 25% karlframbjóðenda. Af sveitarstjórnarfulltrúum á land- inu öllu eru konur nítján af hundr- aði og í áttatíu og einu sveitarfé- lagi af 222 er engin kona í sveitar- stjórn. .. c ^^ífellt fréttist af fleiri væntanleg- um jólabókum. Nýjustu fregnir herma að Bókaútgáfan Bjartur hyggist gefa út bókina Sveitasælu eftir Fay Weldon, sem skrifaði m.a. Praxis og Ævi og ástir kvendjöf- uls. Einnig gefur þetta nýja forlag út Dúfuna, en það er nýjasta bók Patricks Sússkind, sem skrifaði Iiminn. . . II • siðustu helgi safnaði Áhugahópur um bætta umferð- armenningu peningum til hús- byggingar fyrir mænuskaddaða, en þann 13. október verður þjóðin aftur minnt á húsnæðisvanda fatl- aðra. Þá ætla Landssamtökin Þroskahjálp að efna til kröfugöngu frá Hlemmi og niður að Alþingi og halda þar útifund. Umræðuefnið verður hvað stjórnvöld ætli að gera varðandi lausn á húsnæðismálum fatlaðs fólks á íslandi... eitingastaðir hafa skipt ört um eigendur upp á síðkastið, enda margir sem þreifa fyrir sér í slíkum rekstri án nokkurrar reynslu eða þekkingar. Veitingastaðurinn Pott- urinn og pannan í Brautarholti, sem verið hefur einn af vinsælli og ódýrari veitingastöðunum síðustu ár, skipti um eigendur um síðustu helgi. Tveir ungir matreiðslumenn keyptu staðinn, þeir Guðmundur Viðarsson og Stefán Stefánsson. Þeir hafa báðir starfað sem mat- reiðslumenn í Múlakaffi og í Veit- ingahöllinni. Nú er að sjá hvort fagmennskan gagnast þeim félög- um, því þeir taka við af fólki sem rak staðinn í stuttan tíma og sigldi hon- um í strand... A i i i JL Á A & S « i i i i i i i i I i t i 1 14 TTT77TTT t f. *■' * í’wíri'i' r

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.