Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 12. okt. 1989
Þrír menn á aldrinum 25—28 ára fá í dag birtar ákærur
fyrir að hafa flutt inn haustið 1988 kíló af kókaíni frá
Bandaríkjunum. Mennirnir voru handteknir í vor. Tveir
hafa játad en sá þriðji neitar öllum sakargiftum þrátt fyrir
aö hafa setið inni frá 12. maí í vor, þar af 80 daga í ein-
angrun í Síðumúlafangelsi. Fíkniefnalögreglan telur
hann höfuðpaurinn í afbrotinu, en skortir áþreifanlegar
sannanir. Vinnubrögð lögreglunnar þykja vafasöm, með-
al annars virðist gæsluvarðhaldi hafa verið beitt fram úr
hófi.
EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON — MYNDIR: EINAR ÓLASON
Auk þremenningana er líklegt að
3—5 aðrir verði ákærðir fyrir sölu
og dreifingu á hluta kókaínsins hér
á landi. Þyngsta refsing við eitur-
lyfjaafbroti er 10 ár og vanalega tek-
ið harðast á þeim sem flytja efnið til
landsins.
Alls hafa um 30 einstaklingar ver-
ið yfirheyrðir. „Þetta er umfangs-
mesta fíkniefnamál sem við höfum
fengist við,“ segir Reynir Kjartans-
son, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild.
Miklar peningaupphæðir eru í
spilinu. Lögreglan telur að kókaínið
hafi verið keypt fyrir eina milljón
króna í Bandaríkjunum fyrir ári.
Kókaín er hægt að blanda öðrum
efnum til að drýgja það í sölu, til
dæmis þrúgusykri. Grammið af
kókaíni er hérlendis selt á sjö til átta
þúsund krónur. Ef eitt kíló af kóka-
íni er blandað tveim kílóum af
þrúgusykri er söluandvirðið yfir 20
milljónir króna.
Var bilaleigan
skálkaskjól?
Veturinn 1988 ræddu kunningj-
arnir Gunnar og Albert (nöfnum
breytt af ritstj.) um það að setja á
stofn bílaleigu. Upphaflega stóð til
að fleiri kunningjar yrðu með, en á
endanum voru það Gunnar og Al-
bert sem stofnuðu bílaleigu um vor-
ið. Rekstur bílaleiga er arðvænlegur
á íslandi enda óvíða eins dýrt að
taka bíl á leigu og hér.
Þeir félagar ráku fyrirtækið fram
á haust og leigðu nær eingöngu er-
lendum ferðamönnum. Viðskiptin
gengu vel og þegar ferðamannaver-
tíðinni var lokið seldu þeir bílana
fjóra. Albert hélt áfram námi við Há-
skóla íslands og Gunnar tók til við
fyrri iðju, sem er bifvélavirkjun.
Fíkniefnalögreglan telur að bíla-
leigan hafi verið stofnuð gagngert
til að nota afraksturinn í fíkniefna-
kaup. Lögreglan álítur að tekjurnar
af bílaleigunni haf i verið á bilinu ein
tii ein og hálf milljón króna. Þessir
peningar hafi verið notaðir til að
kaupa kókaínið. Það liðu samt
margir mánuðir áður en fíkniefna-
lögreglan fékk spurnir af smyglinu.
Nafnlaus upphringing
I apríl síðastliðnum komst lögregl-
an á snoðir um að verulegu magni
af kókaíni hefði verið smyglað til
landsins. Nafnlaus maður hringdi í
lögregluna og sagði mikið kókaín
vera í umferð. Jafnframt fylgdi nafn
á einstaklingi sem hafði efnið til
sölu. Kókaínsalinn var handtek-
inn nokkrum dögum seinna. Á hon-
um fannst nokkurt magn. Frá kóka-
ínsalanum var slóðin rekin til Gunn-
ars og hann handtekinn í byrjun
maí.
Við húsleit á heimili Gunnars