Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 21

Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 12. okt. 1989 21 PRESSU MOJUAR ■t f ■ jölmiðlarisinn Frjalst framtak gengst þessa dagana fyrir áskrifta- söfnun. Það hefur komið fólki nokkuð á óvart að tímaritin Mann- líf og Nýtt líf njóta ekki nærri eins mikilla vinsælda og Gestgjafinn. Þannig mun Gestgjafinn hafa náð inn þrisvar sinnum fleiri áskrifend- um á þriggja vikna tímabili heldur en tvö fyrrnefndu tímaritin. Þykir þetta styrkja þá kenningu að ef enn harðnar á dalnum í tímaritaútgáfu muni það vera sérritin sem standa af sér hvassviðrið . . . Bnnan skamms kemur út hjá Hörpuútgáfunni safn sálma og kvæða eftir séra Hallgrím Péturs- son. Þarna er þó ekki um tóman trúarskáldskap að ræða, heldur einnig gaman- og heilræðakvæði sem fjalla m.a. um hversdagslegt bú- amstur . . . Hlemendur á síðasta ári í Leik- listarskóla íslands frumsýna bráðlega fyrsta verkið af þeim þremur, sem þeir spreyta sig á fyrir útskriftina næsta vor. Þetta er farsi frá Rúmeníu, sem skrifaður var um síðustu aldamót, og fékk Nemenda- leikhúsið þekktan rúmenskan leikstjóra til að stjórna uppfærsl- unni. Annað verkið, sem leiklistar- nemarnir takast á við, verður Óþelló eftir Shakespeare, en þriðja stykk- ið er nýtt íslenskt verk, sem samið er fyrir hópinn af Sjón . . . Iflíæstkomandi laugardag, 14. október, verða tvær ,,hornreku-ráð- stefnur" í Reykjavík, ef marka má fréttatilkynningar sem fjölmiðlum bárust í vikunni. Önnur var frá nefnd, sem undirbýr stofnun Landssamtaka heimavinnandi fólks, en þar segir „Er heimilið hornreka þjóðfélagsins?" Hin til- kynningin kom frá Kvenréttinda- félagi Islands og þar stendur með- al annars: „Konur... sætta sig ekki lengur við að dagvistarmál séu hornreka í samfélaginu" ... þ................. frá því að hlutirnir gerast og þar til lesa má um þá á bók. Gott dæmi um þetta var til dæmis bók Ingva Hrafns Jónssonar á síðustu jóla- bókavertíð, en nú er önnur bók væntanleg með upplýsingum um nýorðna atburði. Þetta er síðasta bindið í safninu Aflakóngar og at- hafnamenn, en þar ku m.a. rætt við útvegskonuna Guðrúnu Lárus- dóttur í Hafnarfirði, sem keypti Patreksfjarðartogarann fyrir skemmstu . . . V on er á bók um þingmanninn og bóndann Pálma Jónsson frá Akri í komandi jólabókaflóði. Ekki er þó um sjálfsævisögu hans að ræða með lýsingu á ráðherradómi í stjórn Gunnars Thoroddsen, held- ur er Pálmi einn nokkurra viðmæl- enda í riti, sem nefnist Bændur á hvunndagsfötum og Hörpuútgáf- an gefur út . . . Þ......................... fólks, sem vann að nýútkominni hljómplötu þar sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Egill Ólafsson syngja lög eftir Jóhann Helgason. Um hljóðfæraleikinn sáu nefnilega, auk Islendinga, menn frá Eng- landi, Frakklandi, Póllandi, Ir- landi, Rúmeníu, Malasíu og Skot- landi. Svo er Jóhann Helgason raunar að hálfu Færeyingur og Dani... ^Forlagið Frjálst framtak gerði í vikunni samning við veiðiskríbent- ana Guðmund Guðjónsson og Gunnar Bender um útgáfu á bók- inni Stangveiðin 1989 og næstu tvö árin. Þeir félagarnir gáfu bókina fyrst út í fyrra og standa einnig að útgáfu Sportveiðiblaðsins . . . egar auglýst er eftir au-pair- stúlkum er alloft tekið fram að einungis verði ráðin stelpa, sem ekki reykir. I framtíðinni verður ef- laust aukning á slíkum skilmálum í atvinnuauglýsingum, ef marka má þróun mála erlendis. Núverið rák- umst við t.d. á auglýsingu um pró- fessorsembætti við stóran háskóla í Sydney í Ástralíu. Var þar skýrt tekið fram að reykingar væru stranglega bannaðar í öllum bygg- ingum skólans; einnig á einkaskrif- stofum prófessora ... Samsung fljótvirkur 600W örbylgjuofn með ísl. leiðb. Okkar verð 17.980,- 14 tommu sjónvarp á góðu veröi. Okkar verð 25.090,- Saitek bridgetölva með stórum skjá, frá framleið- anda Kasparov skáktölvanna. Okkar verð 6.300,- Philips hágæða myndbandstæki með öllu sem þarf, á Hong Kong verði. Islenskar leiðbeiningar fylgja. Okkar verð 37.895,- Toshiba samstæða, mjög falleg og góð, með geislaspilara, seg- ulbandi, útvarpi, piötuspilara og hátölurum. Okkar verð 36.150,- Haþþáhjólid: Glæsilegir vinningar ■^MJTARHOLTI 20 S/AiTTj^ SAMEINAÐI GRÍNFLOKKIJRINN sýnir sápuóperuna Hljómsveit Ingimars Eydal leihur fyrir dansi tíl kl. 03. Frumsýning föstudagskvöldió 13. ofctóber. Húsiö opnaó kl. 19.00. Mióa- og boróapantanir daglega i síma 23333. LAMBADA /MVS/W

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.