Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 24
24 5 0 ** f C * m « >-• * i f -r* >1 4 Fimmtudagur 12. okt. 1989 Maðurinn með vötn sín ákveðnum manneskjum, „Vol de Nuit" var virðingarvottur frá honum til höfundar „Litla prinsins", St. Exupéry. Það kom fáum á óvart að sonar- sonur Jacques, Jean Paul, skyldi erfa „stóra nefið". Átján ára að aldri hannaði hann fyrsta ilmvatnið sitt í samvinnu við afa sinn, „Ode“. Þrem- ur árum síðar var sett á markaðinn herrailmvatnið „Vetiver"; það fyrsta sem Jean Paul hannaði upp á eigin spýtur. Jean Paui Guerlain er mikill list- unnandi og fagurkeri. Hann segir helstu áhugamál sín fyrir utan kon- ur og ilmvötn vera hestamennsku og matargerðarlist, enda sagt að hann sé snilldarkokkur. Allar þær ilmtegundir sem hann hefur hann- að eru sagðar endurspegla sálar- ástand hans á hverjum tíma og lýsa konunum í lífi hans betur en nokk- urt ljóðskáld gæti gert: „Það er eng- in spurning," segir Jean Paul Gu- erlain, „konur eru allar af vilja gerð- ar að geðjast karlmönnum og það er engin tilviljun að í öilum ilmvötnum er að finna eitthvað „afródítískt"." Og nú er væntanlegt tíunda ilm- vatnið frá Jean Paul Guerlain. Hann hefur skýrt það „Samsara"; nafni sem táknar stöðuga endurfæðingu. „Ég var undir áhrifum frá Indlandi þegar ég hannaði „Samsara"," segir hann. „Einkum og sér í lagi var ég undir áhrifum frá ilmi sandeltrés- ins," Jean Paul bendir á að ilmvatnið Jicky, sem Guerlain setti á markað árið 1889, sé ennþá „ungt og falli ennþá fólki í geð" og sjálfur hafi hann trú á því að árið 2089 verði hægt að segja það sama um Sams- ara. TEXTI: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR opnaði fyrstu verslun sína á rue de Rivoli í Parísarborg árið 1828 hefur hann sjálfsagt ekki órað fyrir því veldi sem Guerlain-nafnið átti eftir að verða. Þegar Guerlain-veldið fæddist voru tímar rómantíkurinnar. Victor Hugo og Alfred de Musset voru risarnir í menningarlífinu; valsar og krínólín fyiltu danssali Parísarborgar. Rétti tíminn fyrir ilm- vatn á markaðinn. Orðstír þessa unga manns óx með degi hverjum. Hann opnaði aðra verslun í miðborg Parísar, á einu af þeim breiðstrætum sem Hauss- mann barón stjórnaði uppbyggingu á undir stjórn Napóleons III, þeim strætum sem í dag eru þau þekkt- ustu í Parísarborg. Hann var heiðr- aður af Eugénie keisarynju árið 1858 fyrir ilmvatn sitt, Eau de Co- logne Impériale" sem ennþá er hægt að kaupa. Verksmiðjurnar, sem staðsettar voru í Colombes, önnuðu ekki fram- leiðslunni og árið 1890 tóku við full- komnari verksmiðjur í Bé- con-les-Bruyéres. Pierre Francois hafði dregið sig í hlé og fyrirtækja- reksturinn hvíldi á herðum tveggja sona hans, Amié og Gabriel Guerla- in. Það var sonur Gabriels, Jacques, sem hannaði ilminn Shalimar sem án efa er þekktasta ilmvatn Gueria- in-fyrirtækisins fyrr og síðar, hann- að árið 1925 og ennþá vinsælt, en sjö árum áður hafði hann búið til ilminn Mitsouko sem hann nefndi í höfuðið á einni hetju frönsku óper- unnar. Það var hvorki í fyrsta né síð- asta sinn sem Jacques tileinkaði ilm- Mörg orðatiltæki hafa verið fund- in upp til að lýsa þeim tilgangi sem ilmvatn þjónar. Coco Chanel tók svo djúpt í árinni að segja að sú kona sem ekki bæri ilmvatn ætti enga framtíð, en hönnuður níu ilmteg- unda frá franska fyrirtækinu Gu- erlain, Jean Paul Guerlain, segir ilmvatnið vera það sem hæst ber í endurminningunni: ,,í návist konu — í myrkri — er það aðeins rödd hennar og mýkt húðarinnar sem maður skynjar — að ógleymdu ilm- vatninu." í Frakklandi er Jean Paul Guerlain gjarnan kallaður „maðurinn með stóra nefið" og þykja það hinir mestu gullhamrar. Jean Paul Gu- erlain er 52 ára og fimmti ættliður Guerlain-ættarinnar sem staðið hef- ur framarlega í framleiðslu ilmvatna um 160 ára skeið. Hann hefur lítið komið nálægt daglegum rekstri Gu- erlain-húsanna í Frakklandi, enda hefur áhugi hans legið á öðru sviði: hann er höfundurinn að baki níu ilmtegunda frá fyrirtækinu og eftir rúma viku verður tiunda ilmvatnið kynnt í París. Þegar langalangafi Jean-Paul, Pi- erre Francois Pascal Guerlain, Jean Paul Guerlain er fimmti ættliöurinn sem hannar ilmuötn. Pegar langalangafi hans opnadi fyrstu verslun sína árid 1828 óradi engan fyrir því ad Guerlain œtti eftir aö veröa slíkt veldi sem raun ber vitni. kynlífsdálkurinn „Hvað er eins og brú sem snertir land báðum megin en mætist ekki í miðjunni?" Svar: Kenningar og rannsóknir um kynhneigð. Vísinda- menn og almenningur einblína á gagnkynhneigða eða samkyn- hneigða einstaklinga ef talað er um kynhneigð en láta sem tvíkyn- hneigð sé ekki til. Þetta er furðulegt t.d. í Ijósi þess að manneskjur sem hafa að minnsta kosti einu sinni lif- að samlífi með kvenkyns einstakl- ingi og einu sinni með karlkyns ein- staklingi eru fleiri en þeir sem eru algjörlega samkynhneigðir. Um 75% karla eru algjörlega gagnkyn- hneigð og um 2% algjörlega sam- kynhneigð. Restin; um 27%, er þá tvíkynhneigðir karlmenn. Hlutföll tuíkynhneigdar Að vera ,,bæði“, (bisexuel) eða tvíkynhneigð(ur), er manneskja sem stundum laðast kynferðislega að og lifir samlífi með einhverjum af sama kyni og stundum með mann- eskju af gagnstæðu kyni. Er sem sagt ekki algjörlega gagnkyn- hneigð(ur) eða samkynhneigð(ur). Að vera 50/50 tvíkynhneigð(ur) þýðir að hneigjast jafnt til kvenna og karla. Hlutföllin eru og geta verið mismunandi, 70/20 eða 10/90, hjá tvíkynhneigðum. Berlínarmúr kynhneigdarinnar Tvíkynhneigð hefur mætt and- stöðu og jafnvel heift meðal þeirra sem þurfa eða vilja setja kynhneigð fólks í snyrtilega bása. Róttækar lesbíur hafa stundum litið á „bísexu- al“ konur sem tækifærissinna, sem ekki eru sannar sjálfri sér. Þær kon- ur séu gagnkynhneigðar þegar það henti best en lesbíur þegar það pass- ar þeim betur (þá er hoppað yfir „múrinn"). Aðrir segja að það sé ekki til neitt sem kalla mætti sanna tvíkynhneigð heldur að hjá hverjum og einum sé alltaf ein kynhneigð allsráðandi. Þeir sem vilja viðurkenningu tví- kynhneigðar benda á að hún hafi vissa kosti. Að vera tvíkynhneigður skapar til dæmis meiri fjölbreytni í nánum samskiptum og útilokar ekki vissa lifsreynslu sem þeir, sem hneigjast algerlega til sama eða gagnstæðs kyns, fara á mis. Ég minnist þess að einn kennarinn í kynfræðslunámi mínu varpaði fram þessari athugasemd og síðan spurn- ingu: „Varðandi samkynhneigð hö um við líklega verið að spyrja allt; rangra spurninga eins og hvei vegna sumir verða samkynhneigí ir, — sé litið á allt sem við vitum un kynhneigð ættum við frekar a<'. spyrja okkur hvers vegna það erv ekki allir tvíkynhneigðir!" Áthyglis- vert sjónarmið sem eflaust margir gætu skeggrætt út frá ýmsum for- sendum. Hegdun ekki sama og tilfinning Ég minntist á það hér fyrir ofan að um 27% karlmanna væru tvíkyn- hneigð — sé eitthvað að marka tölur um kynhneigð. Margir þessara karla, ef þeir væru spurðir, myndu segja að þeir litu á sig sem gagnkyn- hneigða karlmenn. Einnig eru til tvíkynhneigðar konur sem líta fyrst og fremst á sig sem lesbíur þó þær hafi upplifað samlíf með karlmönn- um. Hegðun er ekki alltaf í sam- ræmi við þá mynd sem fólk hefur af sjálfu sér og tilfinningum sínum. Ánnað dæmi er gagnkynhneigður karlmaður sem lendir t.d. í fangelsi og upplifir samlífsreynslu með öðr- um karlmanni. Þegar hann snýr til baka úr fangelsinu heldur hann áfram að vera gagnkynhneigður þótt hann hafi sofið einu sinni hjá karlmanni. Þetta er svona álíka dæmi og ef hommi væri með konu vegna þess að hann ætti enga möguleika á öðru. Enda þekkjast þess dæmi meðal homma. Þeir kvænast konum vegna þess að for- dómar gagnvart hommum eru það miklir. Má segja að „fangelsið" í því tilviki sé fordómar samfélags okkar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.