Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 28

Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 28
PRESSU MOJLAR M yfirborðinu litur út fyrir að Davíd Oddsson hafi ekkert gert til þess að fá Friðrik Sophusson til að hætta við framboð til varaformanns Sjálfstæðisflokksins og koma þannig í veg fyrir kosningaslag á ný- afstöðnum landsfundi. Kunnugir segja hins vegar að slík skilaboð hafi þrátt fyrir allt borist frá borgarstjór- anum, þó það hafi raunar veriö óbeint. Mun einn samherja Davíðs hafa gengið á fund eins samherja Friðriks og fært þetta í tal . . . BlÉýlega hleypti Stöð 2 af stokk- unum þáttaröð um starfsfræðslu — sem sýnd er í framhaldi af 19:19. Ymsum starfsstéttum er boðin þátt- taka og jafnvel að hafa áhrif á hand- ritið sem unnið er eftir. Sá böggull fylgir þó skammrifi að Stöð 2 vill að starfsstéttirnar borgi brúsann. Samtökum kennara var nýlega boð- ið að verá með að kynna kennara- starfið og borga fyrir 600 þúsund krónur... Ic H vkonur innan Kvennalistans munu lítt hrifnar af nýlegum bækl- ingi, sem jafnréttisráð gaf út og kallaði ,,Nú er lag. Fleiri konur í sveitarstjórnir, fleiri konur á þing". Fjallar ritið um kynjahlutfall í sveit- arstjórnum og á Alþingi og hvernig koma megi fleiri konum úr öllum flokkum framarlega á framboðs- lista. Það sem kvennalistakonurnar eru ósáttar við og finnst nánast sögufölsun er að ekki einu orði er vikið að Kvennalistanum í þessum bæklingi — ekki einu sinni í kafla með yfirskriftinni ,,Hvað hefur ver- ið gert?" . . . H^Éenn hafa verið að rifja upp eitt og annað úr veislum sem ríkið hefur haldið í gegnum tíðina í kjölfar máls Jóns Baldvins á dögun- um. Og eðlilega kemur það.æ betur i Ijós að það var lítið mál i frumskógi annarra og stærri. T.a.m. hefur nú verið rifjað upp hve veglega var veitt vínið á vígsluhátíðinni í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar vorið 1987, sem sumir hafa kallað dýrustu kosn- ingahátíð Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar. Þá veittu Flugleiðir snittur handa veislugestum en freyðivínið flæddi líka; alls voru teknir út 70 kassar af freyðivíni úr fríhöfninni á Vellinum vegna veislunnar. Allt á rikiskostnað og tollfrjálst að sjálfsögðu . . . u m þessar mundir stendur yfir kosning nýs formanns hjá Hinu ís- lenska kennarafélagi. Wincie Jóhannsdóttir gefur ekki kost á- sér til endurkjörs, en í framboði eru þeir Eggert Lárusson og Gísli Ól- afur Pétursson. Ný stjórn tekur síðan við á þingi £fÍK þann 23. nóv- ember.. . leysa á Vestmannaeyjaferjuna Herjólf af hólmi með nýju skipi og hefur smíði þess þegar verið boðin út. Það vekur athygli að nýja fleyið á að vera vel við vöxt fyrir hið rúm- lega fjögur þúsund manna samfélag í Eyjum, því gert er ráð fyrir að skip- ið rúmi um 450 manns. Gárungarnir hafa velt því fyrir sér hvort Vest- manneyingar búist við svona mikilli fólksfjölgun á næstu árum eða hvort til stendur að fjölga þjóðhátíðunum eitthvað . . . c ^Hamkvæmt frétt í nýútkomnu fréttabréfi flugmálastjórnar hef- ur stofnunin tryggt íslenskri fegurö varanlegan sess í alþjóðlegu flugi. Frá 16. nóvember ber öllum flugvél- um á ákveðinni flugleið á milli ís- lands og Færeyja að tilkynna sig til flugstjórnar á Islandi á svokölluðu stöðumiði, sem heitir Linda. Það er alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir, sem verður þess heiðurs aðnjótandi að iáta skíra stöðumið i háloftunum í höfuðið á sér . . . |c ■Hkvennalistakonur halda sinu striki, þó einhverjar þreifingar hafi verið í gangi í þá veru að minni- hlutaflokkarnir i borgarstjórn bjóði sameiginlega fram í kosning- unum á næsta ári. Þær hafa þegar skipað fimm konur í uppstillingar- nefnd til að koma með tillögur um framboðslista ... b ...... málshátturinn. Nú hefur færst aukin harka í verkfall rafiðnaðarmanna, þar sem fremstur í flokki fer Magn- ús Geirsson formaður. Lítið þokast í stappinu við samninganefnd ríkis- ins, en í henni situr einmitt bróðir Magnúsar, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri. Nú, Póstur og sími er meðal aðila sem leitað hafa til Magnúsar og félaga um undan- þágu, enda símkerfi að bila út um allt. Þá þarf Magnús að eiga við sím- stöðvarstjórann í Reykjavík, bróður sinn Agúst Geirsson. Og Magnús getur ekkert gert fyrir Ágúst bróður, því Þorsteinn bróðir vill ekki ganga að kröfum rafiðnaðarmanna. Fjórði bróðirinn gæti síðan blandast inn í málið ef símkerfið klikkaði hjá SÍS, því þar er nálægt toppnum Geir Geirsson . . . M hinni sameinuðu ferðaskrif- stofu Úrvals og Útsýnar bíður starfsfólk í ofvæni eftir því að vita hverjir fá áframhaldandi starf hjá ferðaskrifstofunni. Þegar sameiningin hafði verið kunngjörð varð starfsfólk Útsýnar öskuillt út í Ómar Kristjánsson, aðaleiganda Útsýnar, þar sem framkvæmda- stjórinn, Anna Gudný Aradóttir, fékk fyrst fréttir af sameiningunni í fjölmiðlum. Starfsfólk Utsýnar mun hafa tekið ákvörðun um að segja upp störfum fái framkvæmda- stjórinn fyrrverandi ekki góða stöðu á ,,nýju" ferðaskrifstofunni . . . \$kí?o Hvemig er frádráttarheimildin í viróisaukaskatti? f sjty }r lív'1' ~ i ' Z\vO/V ,, -r-’/u .,111)1 '/•///<•• wWmwmM* ,;■«,,, Endurgreiðsla ef innskattur er hærri en útskattur ■ nnskattur á ákveðnu uppgjörstímabili kann að verða hærri en útskattur sama tímabils. Þetta geturt.d. gerst vegnafjárfestingar (bygging eða viðhald fasteignar fyrir reksturinn eða kaup á dýrum tækjum) íífáHíC!'* 'jÍC '. Veða ef fyrirtækið safnar birgðum. Einnig ef fyrirtæki selur ■ undanþegna vöru eða þjónustu (t.d. útflutningur). í þessum tilvikum endurgreiðir rikissjóður -mismun innskatts og útskatts. Skilyrði frádráttar Innskattur dregst frá útskattí 'irðisaukaskattur sem fyrirtæki greiðir af vöru og þjónustu sem það kaupirtil nota í rekstrinum er nefndur innskattur. Virðisaukaskattur sem fyrirtæki innheimtir af sölu sinni er hins vegar nefndur útskattur. Við uppgjör til ríkissjóðs dregur fyrirtækið þann innskatt sem það greiðir á hverju uþþgjörstímabili frá útskattinum sem það hefur innheimt á sama tímabili, þ.e. fyrirtækið greiðir aðeins mismuninn á útskatti og innskatti. Innskattur af flestum aðföngum er frádráttarbær "kilyrði fyrir frádrætti eru: • Að fyrirtækið stundi skattskylda starfsemi. • Að keypt vara eða þjónusta sé til nota í rekstrinum. • Að innskatturinn sé bókfærður á grundvelli löglegs fylgiskjals (reiknings eða tollskýrslu). Endurgreiðsla er heimil þóttvaransé óseld I nnskattinn má dragafrá á því uppgjörstímabili sem vara eða þjónusta er keypt. Ekki skiptir máli hvort aðföngin eru staðgreidd eða keypt með greiðslufresti. Innskatt af vöru sem keypt er til endursölu eða úrvinnslu má draga frá þótt hún sé óseld í lok uppgjörstímabils. Uppgjörstímabilin eru mislöng rádráttarheimildin nær til innskatts af svo til öllum aðföngum fyrirtækja sem varða skattskylda sölu þeirra. Það er ekki aðeins innskattur af endursölu- vörum og hráefnum sem kemurtil frádráttar, heldur einnig innskattur af fjárfestingu og rekstrarvörum sem notaðar eru fyrir reksturinn. í nokkrum tilvikum erfrádráttarheimildin takmörkuð. Innskattur af hlunnindagreiðslum, risnu og gjöfum er ekki frádráttarbær. Sama gildir alrriennt um innskatt vegna fólksbifreiða. Llmennt uppgjörstímabil er tveir mánuðir, en ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur, þannig að fyrirtækið eigi yfirleitt rétt á endurgreiðslu, getur fyrirtæki fengið heimild skattstjóra fyrir skemmra uþpgjörstímabili. Uppgjörstímabil bændaersex mánuðir. ■ aam i ÍRSK _ er RSK RfklSSKATTSTJÓRI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.