Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 15

Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. okt. 1989 fellt hraðar og hraðar. Tölvubylting- in frá 1960 og hátæknibyltingin á þessum áratug leiða tii þess að það eru gífurlegar ytri breytingar sem eru auðsjáanlegar og árangur sést af. Fólk verður ekkert nema augu og eyru og sækist eftir auknum gæðum og aukinni hamingju í ytri gæðum. Það hefur hins vegar ekk- ert gerst í þróun á andlegum verð- mætum og það kemur skýrt í ljós þegar við skoðum nútíma þjóðfélag. Þrátt fyrir að við köllum þetta „vel- megunarþjóðfélag”, þar sem allir hafa í sig og á, þá koma fram „vel- megunarsjúkdómar”. Orðið er sam- sett úr andstæðum; velmegun og sjúkdómar. Fólk hefur ekki kunn- áttu til að laga sig að breyttum að- stæðum og þótt það hafi tækifæri til að lifa hollara og betra lífi og upplifa meiri lifshamingju, þá virðist and- stæðan koma í ljós. Helstu sjúkdóm- ar sem herja á fólk í dag og helstu dánarorsakirnar eru áunnin. Hér eru ekki á ferðinni veirusóttir sem enginn ræður við; lömunarveiki, svarti dauði, bólusóttir eða smit- sjúkdómar, heldur áunnir sjúkdóm- ar eins og kransæðastífla, magasár og of hár blóðþrýstingur. Trygginga- félög hafa rannsakað ástæður slysa og þær eru í langflestum tilfellum gáleysi. Gáleysi er ákveðið meðvit- undarleysi. Ef meðvitund er ræktuð þá verður gáleysið minna og þar spilar streitan aftur inn í.“ Tlmamót: Lífsgæðakapp- hlaupinu hafnað Rafn segist þó telja að komið sé að tímamótum: „Fólk er að fá sig full- satt af þessu lífsgæðakapphlaupi,” segir hann. „Þessar nýju leiðir sem byggja á hollari lífsstíl eru mikilvæg- ar því nú stendur fólk á mótum þess að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Þetta gamla er ekki nógu gott, en hvað býðst? Við sjáum augljós dæmi þess í kringum okkur hvað gerist ef mannshugurinn er ekki í kyrrð og rólegur. Hann getur þá nýst til neikvæðrar uppbyggingar í stað jákvæðrar, eins og kjarnorku- vopnin eru gott dæmi um. Sumir halda að það að þroska hugsunina sé að þroska alveg geysilegt vit í huganum. En síðan sjáum við hvernig þetta vit er notað: Vísinda- menn eru ráðnir til að framleiða kjarnaodda og sjötíufalt sprengi- magn fram yfir það sem nægir til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni. Jafnvel þótt ímyndin sé sú að sá sem hefur þroskað hugsun sína til fulls sé há- skólamaðurinn þá sjáum við hvað gerist ef sú orka er nýtt í að búa til sprengjur, sem ekki geta eytt lífi einu sinni, heldur sjötíu sinnum. Þetta er jafnóraunhæft og ef við ætt- um sjötíu einkabifreiðir til að kom- ast til vinnu og frá. Ég held að nú sé komið að nýju tímabili þar sem fólk hefur áhuga á að hafna þessu kapp- hlaupi eftir efnislegum gæðum og fer að sækjast eftir raunverulegum gæðum, þeim sem búa innra með okkur öllum. Til þess þarf fólk að iðka æfingar og lifa hollu lífi. Þá fara þessi innri gæði að birtast, gæði sem felast í friði og ró, jafnvægi og ákveðinni lífshamingju." Veitingahús við Alfabakka — rekstur veitingasölu 1. nóvember næstkomandi mun íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur taka við rekstri veitingahúss við Álfa- bakka (Broadway). Auglýst er eftir aðilum, sem vilja koma til álita sem leigutakar að rekstri veitingasölu í húsinu. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 20. október n.k. á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu ÍTR, Fríkirkjuvegi 11. iiuma, Mhskylfo s ’manna men FÍMl laiMamn KARTGRIPUR SEM MÆ R N M A N GILBERT ÚRSMIÐUR LAUGAVEGI 62, SÍMI: 14 100 JÓN OG ÓSKAR LAUGAVEGI 70, SÍMI: 2 49 30 GUOMUNDUR B. HANNAH LAUGAVEGI 55, SÍMI: 2 37 10 >/c// á stoðgreiðslufe pierrecardi SAMEIGINLEGA BJÓÐUM VIÐ MESTA ÚRVAL LANDSINS EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR oW>aS'S^u,9'*'<“ ....... 9 a launa9reiöslna Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15.. hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.