Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 16
16
Fimmtudagur 12. okt. 1989
sjúkdómar og fólk
Hósti
Ég fór í leikhúsið um daginn til að
sjá Macbeth. Sýningin var magn-
þrungin, leikurinn ágætur og leik-
tjöldin sérlega áhrifamikii. Það eitt
spillti sýningunni, að fyrir aftan mig
í salnum sat maður sem hóstaði í sí-
fellu. Hann var prúðbúinn í dökkum
jakkafötum glansandi af elii og
þreytu, í lúinni hvítgulri skyrtu með
íitiaust slifsi. Hann hóstaði inn i ióf-
ann sinn og hvíslaði aftur og aftur í
eyra konu sinnar: — Ertu viss um,
að þú eigir engan vasaklút? Konan
svaraði alitaf neitandi. Þegar spenn-
an í leikritinu var í hámarki og Mac-
beth reikaði um sviðið frávita af
sektarkennd og sá ofsjónir eða
nornirnar hrærðu af kappi í öriaga-
súpunni fékk maðurinn yfirleitt
óvenju siæm hóstaköst og oft var
erfitt að greina orðaskil. Eiginlega
hurfu fiestallar orðræður nornanna
inn í hóstahviðurnar. í hiéinu stóð
ég við hliðina á honum í sæigætis-
röðinni og við keyptum okkur sitt
hvorn brjóstsykurspokann. Ég
heyrði hann segja hóstandi við kon-
una sína: — Ég keypti þennan sterka
brjóstsykur svo hann slægi eitthvað
á þennan hósta, sem ætlar mig lif-
andi að drepa. Ég ætti kannski að
fara til læknisins á morgun og fá eitt-
hvað krassandi? Hann kveikti sér
síðan í einni Camel og saug reykinn
af áfergju. — Hvernig væri að hætta
að reykja? sagði konan hans með
þreyttan mæðusvip á andlitinu, eins
og hún hefði ekkert sofið síðustu ár-
in vegna hóstans í kallinum. Maður-
inn hóstaði eitthvað minna eftir hlé,
svo leikritið skilaði sér betur en áð-
ur í mín eyru. Á leiðinni heim fór ég
að velta hóstanum fyrir mér, hverju
hlutverki hann gegndi og hvort ætti
að gefa eitthvað „krassandi" við
honum.
Hvað er hósti?
Hóstinn er ákaflega öflug vörn
fyrir öndunarveginn til að verjast
slími og alls konar aðskotahlutum
sem berast ofan í kokið, barkann og
berkjurnar. Hóstinn er flókið ósjálf-
rátt viðbragð sem á upptök sín í
slímhimnunum í öndunarveginum.
Þegar þær verða fyrir áreiti senda
þær boð til mænunnar og svörunin
kemur síðan frá stjórnstöðvum önd-
unarinnar. Einstaklingurinn dregur
þá djúpt andann og hár þrýstingur
myndast inni í brjóstkassanum, þar
sem öndunarvöðvarnir dragast
saman gegn lokuðum öndunarveg-
inum. Síðan pressast loftið út og ber
með sér slím og aðskotahluti. Hósti
er venjulegt einkenni alls konar
sjúkdóma í lungum sem valda áreiti
í slímhimnum svo sem sýkinga,
asma, bronkíta og æxlissjúk-
dóma. Hósti getur verið slímugur
(pródúktífur) eða þurr. í slímhósta
myndast mikið af slímkenndum
vökva í lungunum og líkaminn losar
sig við með hóstanum, sem þá er
gagnlegur og nauðsynlegur. I slík-
um tilfellum er hóstinn besta vörn
líkamans til að halda öndunarvegin-
um hreinum. í þurrhósta veldur yfir-
leitt eitthvert áreiti hóstanum en
ekkert slím berst upp úr lungunum.
Það er mun rikari ástæða til að með-
höndla slíkan þurran hósta heldur
en slímugan hósta, sem gegnir
ákveðnu hlutverki í vörnum líkam-
ans. Þurr hósti getur verið mjög
þreytandi og gert sjúklingnum og
öðrum í kringum hann lífið leitt.
Meðferð
Áður en hósti er meðhöndlaður
verður læknirinn að gera sér grein
fyrir orsökum hans. Hósti er varnar-
viðbragð líkamans sem verður að
bera virðingu fyrir. Þó geta komið
upp þær aðstæður að hóstinn sé svo
erfiður að einhverrar meðferðar sé
þörf, annaðhvort með eða án lyfja.
Lyfjalaus meðferð á hósta felst í
heitum drykkjum, hætta að reykja
og forðast ýmiss konar áreiti sem
gerir hóstann verri eins og ertandi
loftkennd efni. Ýmiss konar lyíja-
meðferð hefur verið reynd við
hósta, bæði slímlosandi og slím-
þynnandi lyf svo og hóstastillandi
lyf. Dæmigerð slímlosandi lyf eru
t.d. Expigen og Tússol. Menn eru
ekki á eitt sáttir um gagnsemi þess-
ara lyfja og spurning hvort þau gera
yfirleitt nokkuð gagn. Vísindarann-
sóknir hafa ekki sannað að svo sé.
Bisolvon er talið verka ágætlega á
slímlosunina en þó eru menn ekki
sammála um það. Nýlega komu á
markaðinn hin svokölluðu slím-
þynnandi lyf, en þau eiga að verka
vel á þykkt slím í lungum sem erfitt
er að hósta upp. Þetta eru lyf eins og
Fabrol og Mucomyst. Þessi lyf
koma stundum að góðu haldi hjá
sjúklingum með króníska bronkíta,
þar sem þau koma að einhverju leyti
í veg fyrir mjög slæm bronkítaköst,
en þá þarf að nota þau til lengri
tíma. Hóstastillandi lyfin hafa
dempandi áhrif á hóstann og koma
að góðum notum, þegar sjúklingur
á erfitt vegna þurrs hóstakjölturs,
sem ekki virðist koma líkamanum
að neinu haldi. Kodein, Nipaxon
og Dexomet eru slík lyf. AUs konar
blöndur ýmissa efna, hóstastillandi
og slímlosandi auk ofnæmislyfja,
eru talsvert notaðar. Dæmigerð slík
lyf eru t.d. Paradryl með efedríni
og norakir brjós tdropar en þar er
blandað saman ýmsum efnum sem
hafa áhrif á hóstann. Ekki hefur ver-
ið sýnt fram á aukna gagnsemi af
slíkum blöndum. Sumar slíkar
blöndur innihalda talsvert áfengi
eins og t.d. Tússol sem hefur að
geyma 7,5% alkóhól. Slík mixtúra
er því mjög óheppileg fyrir alkóhól-
ista.
Á að meðhöndla
hósta?
Hvaða hósta á að meðhöndla og
með hverju? Sennilega er ástæða til
aö gefa eitthvað við ákaflega seigu
slími sem sjúklingurinn getur ekki
komið frá sér. Best er þá að gefa Bis-
olvon sem léttir undir með sjúkl-
ingnum að hósta því upp. Þetta á
sérstaklega við um þá sem eru
haldnir krónískum lungnasjúkdóm-
um eins og asma og lungnaþani.
Mucomyst og svipuð slímþynnandi
lyf geta komið að einhverju haldi
hjá sjúklingum með króníska bronk-
íta og langtímameðferð með lyfinu
kemur að einhverju leyti í veg fyrir
bráð veikindaköst. Þurr hósti getur
reynst erfiður bæði fyrir sjúklinginn
og nánasta umhverfi hans. Slíkur
hósti getur haldið fyrir mönnum
vöku og gert þeim ókleift að sækja
mannamót. Þá má gefa töflur eins
og Nipaxon sem oft reynast vel.
Flestir sem skrifa í einhverri alvöru
um hóstann og lyf við honum telja
ekki ástæðu til að gefa lyf nema í
undantekningartilfellum. Ég held
að obbinn af öllum þessum hósta-
mixtúrum sem gefinn er og fólk
drekkur eins og vatn við hósta sé
meira eða minna gagnslaus. Best er
að drekka vel og fara vel með sig en
hóstasaft er venjulega allsendis út í
hött. Oft þarf líkaminn á hóstanum
að halda og því rangt að gefa eitt-
hvað til að dempa hann. Ef maður-
inn úr leikhúsinu hefði komið til
mín hefði ég rannsakað hann með
tilliti til orsaka hóstans en ekki gefið
nein krassandi lyf fyrr en það lægi
fyrir af hverju þessi hósti stafaði.
Síðan hefði ég reynt að meðhöndla
grunnsjúkdóminn og sjá hvort hóst-
inn lagaðist ekki af því.
GUÐMUNDSSON Jr
pressupennar
Þau eiga sér draum, og þvi aræt eg
Hvilík er sú tilfinning ástvina, er
barnið skríður frá vöggunni, prílar á
fætur og réttir, skjögrandi, fram
hendur í bæn um hjálp til gangs.
Hún verður aldrei fönguð í orð, svo
er oftast um stærstu undur lífsins.
Aðeins tár hæfa. Við teljum sjálf-
sagt, að allir foreldrar fái notið þess-
arar gleði, eigi kröfu til þess. En,
gott fólk, lífið er ekki þannig. Tár
falla ekki aðeins á gleðistundum,
heldur líka sorgar. Hjarta sem slær
örar af gleði eða harmi á sama mál:
TÁRIÐ.
Kraftaverk
Alltaf annað slagið réttir lífið okk-
ur í faðm elskuleg börn sem hafa
ekki afl né þrótt til þess að yfirgefa
vögguna. Þau eldast samt; stækka
samt; eiga vonir og þrár, sem þau
geta ekki hlaupið uppi og höndlað
eins og við hin. Þau eru háð því að
hvíla í kærleiksföðmum systra okk-
ar og bræðra, sem hafa lagt á sig
iangt og strangt nám, til þess að
grafa eftir og fægja þau gull, sem
þessi hömluðu börn eru send með í
hljómkviöu lífsins. í dag eru unnin
stórkostleg kraftaverk þeim til
hjálpar. Rimlar og múrar molaðir af
líknarhugum, sólskin og gleði leidd
að hlið þeirra sem ekki geta gengiö
móti árgeislum daganna, eins og þú
og eg. Þetta vitum við, teljum sjálf-
sagt, og stærum okkur jafnvel af að
lifa í svo mennilegu þjóðfélagi. Við
teljum okkur vita, að í lífiop vega
Ijós og skuggi salt, teljum eðMlegt að
VIÐ séum Ijósmegin og sendum
meira að segja hinum, sem í skugg-
anum dvelja, heila bílfarma af sam-
úð. En er þetta nóg til að ná svefni?
Lífið hefir kennt mér, að ekki er
TÁRIÐ aðeins tengt sorg og gleði,
heldur líka blygöun
Bjartsýni
Það var dag einn i sumar, að eg
átti erindi við starfsfólk Vistheimilis-
ins við Holtaveg, einnar þeirra líkn-
arstöðva sem bera sólstafi í líf haml-
aðra barna. Á hlaðinu var stór set-
laug í kassa. Eg hafði orð á, hvað
þetta væri gleðilegt. En þá kom
saga, sem yfirgefur mig ekki síðan:
Kerið er gjöf frá kvennadeild
Rauðakross Islands, ekki afhent í
gær eða fyrradag, HELDUR FYRIR
ÁRl! Kerið þarf að grafa í jörð,
tengja það og byggja yfir það, svo
það komi að notum. Starfsfólkið
taldi slíkt lítið mál og leitaði, bjart-
sýnt, í þá sjóði sem því komu í hug.
En svörin voru: ÞVI MIÐUR... Þá
tóku sig saman foreldrar, aðstand-
endur og starfsfólk og stofnuðu sjóð,
til þess að gera drauminn að dag-
mynd. Þau safna dósum við veg
okkar hinna; þau halda í Kolaportið
og bjóða varning falan; þau ieggja
fram arðinn úr sparibaukum heimil-
anna, og eiga nú um 200 þúsundir
króna.
En enn er setlaugin við Holtaveg
aðeins tundur til draums. Þegar eg
gekk af fundi starfsfólksins, þá var
það ekki aðeins himinninn sem grét
á kassann með kerinu í, heldur fann
eg á vanga tár blygðunar, að vera
ekki sá maður að geta grafið kerið í
jörð, tengt það, byggt yfir það, eða
rétt fram fjármuni til þess. Inná
heimilinu eru börn, sem þarfnast
þess að hitta þann er getur. Hvorki
samvizku mína né kerið hefi eg ráð-
ið við. En kannske ert þú sá eða sú
sem aflið hefir? Saman gætum við
örugglega unnið létt verk.
Er gleðin sem hríslast um okkur,
er við störum í augu heilbrigðra
barna okkar, ekki þess megnug að
tengja hendur okkar til sameigin-
legs átaks, breyta draumi þeirra á
Vistheimilinu við Holtaveg í dag-
mynd?
„Kerið er gjöf frá
kvennadeild
*
Rauöakross Islands,
ekki afhent í gœr eða
fyrradag, heldur fyrir