Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 29

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 29
29 ',<fjmmtudagur,19:.okt. 1989 spáin 16.-23. október (21. murs—20. apríl) Helgin ætti aö fara sem mest í allslags vinnu hjá þér, þó svo aö þessi vinna kunni að vera misskilin af öörum. Ef þú þarft aö selja eitt- hvað eöa kaupa geröu það þá á föstudaginn. Foreldrum er bent á að hugsa um þarfir af- kvaemanna hvað varðar félagslega þjón- ustu. (21. upríl- 20. mai) Naut eru einstaklega rómantísk um þessar mundir og sjá ekki sólina fyrir henni/honum, enda fariö aö skyggja. Þetta er svo sem allt gott og blessaö en um leið og einhverjar skýjaborgir fara aö myndast er hætta á ferö- um. (21. mai—21. júni) Þaö er ekki viturlegt að nota spariféð i ein- hvern óþarfa. Láttu slíkt ekki hvarfla að þér. Og málunum er ekki reddað meö því aö borga með greiðslukorti. Einbeittu þér aö innviðunum í staöinn fyrir aö tilbiðja! Mammon. (22. júni—22. júti) Þeir krabbar sem enn búa í heimahúsum en hafa verið að hugsa sér til hreyfings ættu að láta verða af hlutunum núna. Það er ekki til betra tækifæri. Einhley pir krabbar hafa verið svolitið niðurdregnir upp á síðkastið en nú horfir til betri vegar með það. (23. júlí—22. ágúsl) Fylgstu grannt meö því fólki sem þú vinnur með og athugaðu framferði þess gagnvart þér. Þú verður að sýna þolinmæði í því sem þú ert að gera og ekki taka hlutina með þér heim úr vinnunni. Það mun einnig gera ásta- lífið betra. Æi (23. ágúst—23. sept.) Of háar væntingar geta leitt af sér vonbrigði með það sem þú ert að gera. Um leið og þú verður leið(ur) skaltu hætta í bili og hvíla þig. Farðu i heimsókn til vinar eða kunningja og léttu á þér. Þér líður miklu betur á eftir, sann- aðu til. (23. sepl.—24. okt.) Þú lendir í aðstöðu þar sem þú þarft að vera leiðtogi. í fyrstu veistu ekki hvernig þú átt að taka þessu en sérð svo fljótlega að þér likar þetta bara vel. Láttu Ijós þitt skina þvi ekki færðu of mörg tækifæri til þess. (24. okt.—22. nóa) Þú þarft á aðstoð að halda en hún er hvergi sjáanleg. Mikilvæg ákvörðun liggur i loftinu og það lítur út fyrir að þú þurfir að taka hana ein(n) þíns liðs. Þér finnst allir hafa yfirgefið þig en um að gera; ekki láta hugfallast. (23. nóv.—21. des.) Ekki taka neina fjárhagslega áhættu, sama hve lítil hún er. Ef þú gerir það er líklegt að helgin verði bara hreinasta hörmung en fín ef þú gerir eins og stjörnuspáin segir þér. Þetta þýðir þó ekki aö þú eigir að liggja uppi í rúmi alla helgina. (22. des.—20. jan.) Ekki reyna að þvinga hluti upp á fólk og reyna aö fá það til að gera eitthvað sem stríðir gegn samvisku þess. Ráðríki er ekki gott þegar þaö er ofnotað. Slappaðu því bara af og safnaðu kröftum fyrir næstu vinnuviku. (21. janúar—19. febrúar) Háskólafólk og námsmenn í þessu merki ættu að hugsa fram í tímann og skipuleggja námið. Það er aldrei of vel gert! Fjölskyldu- fólk ætti að eyða timanum með börnum sín- um og einhleypir ættu ekki að sitja aðgerð- arlausir. (20. febrúar—20. mars) Metnaður þinn krefst persónulegra fórna. Þær mega þó ekki verða of miklar. Láttu per- sónutöfra þína gera það sem þeir geta fyrir þig og hafðu ekki áhyggjur þó aðrir öfundi þig- i framhjáhlaupi Jón Ólafsson tónlistarmaður: „Vissi ekki hvort ég var Jón Olafsson eðo hestur" — Hvaða persóna hefur haft mest éhrif é þig? „Það eru foreldrar mínir og Sjöfn nokkur Kjartansdóttir." — Hvenær varðstu hrædd- astur ó ævinni? „Það átti sér stað í Danmörku íhinniillræmdu Nýhöfn. Þarvor- um við Bítlavinir staddir á ein- hverri sóðabúllu (ekki spyrja af hverju!) og urðum fyrir áreitni danskra dusilmenna. Þá vissi ég ekki hvort ég var Jón Ólafsson eða hestur." — Hvenær varðstu glaðast- ur? „Þegar ég sá dóttur mína, Sigyn, koma í heiminn með til- þrifum." — Hvers gætirðu síst verið án? „Súrefnis og membrulaga flotnálarsplittis á seigfljótandi öxlum. Dýrari týpunnar auðvit- að." — Hvað finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Bíða eftir hinum óstundvísu. Nú að hengja upp þvott hefur ekki nálgast mig að ráði í gegn- um tíðina." — Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Vondir útvarpsmenn, þröng- sýni og óstundvísi." — Manstu eftir neyðarlegri stöðu sem þú hefur lent í? „Já, þegar ég gleymdi einu sinni að taka skiptimiða árið 1976." — Ef þú værir ekki í núver- andi starfi, við hvað vildirðu helst vinna? „Eg myndi vilja vera bifvéla- virki. Ekki spurning." — Áttu þér leyndan draum? „Já." H.S.G. og D.G., Fjölb rautaskólanum í Breiðholti. lófalestur draumar í þessari viku: Tótó (karl, fæddur 6.9. 1967) Þessi maður virðist hafa verið frekar lokaður persónuleiki á barns- og unglingsárum og ef- laust hefur hann líka skort sjálfs- traust. Hann verður mjög raunsær og jarðbundinn og ýmis verkleg vinna gæti hentað honum vel, t.d. tæknileg vinna eða iðnaðarstarf. Maðurinn hefur góða einbeiting- arhæfileika, þegar honum tekst að hemja óþolinmæðina. Hann er fremur raunsær í til- finningamálum og lætur skyn- semina ráða í þeim málaflokki. Hann hefur tilhneigingu til að of- keyra sig, en því verður hann að reyna að hætta þar sem það getur t.d. farið illa með bakið. Ef þessi maður fer vel með sig fram að fimmtugu getur hann orðið mjög gamall. Um 35 til 45 ára aldur eru líkur á bústaðaskiptum og breytingu á högum hans. AMY ENGILBERTS ) ít £ Svona gerum við þegar göngum kirkjugólf. .. Guðshús eða kirkjur eru nokk- uð algeng draumtákn. Kirkju- draumar hafa verið ráðnir á ýmsa vegu. Þykist maður ganga í kirkju hefur maður yfirstigið erfiðleika þá sem maður hefur verið að glíma við og léttara er framundan. Nema kirkjan sé bleikmáluð, þá veit draumurinn á andlátsfregn. Kirkju- brúðkaup er einnig talið boða dán- arfregn, vinarmissi. Brúðkaupið merkir þá að einhver segir skilið við þétta líf og byr jar annað, eins og brúðhjón segja skilið við æsku sína og byrja nýtt lífsmynstur. Ef maður þykist þekkja annað brúðhjónanna er mikið atriði að vita nafn hins þvi þýðing draumsins getur líka byggst á því, og þarf ekki endilega að vera feigðardraumur. Að þykjast halda brúðkaup barna sinna segja sum- er fyrir því að óskir dreymandans rætist. Að dreyma sig vera að vinna húsverk í kirkju, fást við borðbún- að eða þess háttar boðar heimilis- hamingju. En dreymi mann kirkju- garðsvörð er það yfirleitt fyrir veikindum. Einkum ef hann er moldugur. Kirkjugarðurinn getur haft margræða merkingu. Þyki manni hann vera gamall og öll leiði gróin er það góðsviti. Þá er gróið yfir erf- iðleikana í lífi manns. En ef mikið er af opnum gröfum og mold má búasi við vonbrigðum og sorg. Að sjá bát í kirkjugarði er sagt boða mann- skaða á sjó. Að sjá sáluhlið (eða kirkju) brotið er af sumum talið boða dauða sóknarprestsins eða einhverjs kirkjunnar manns. Að dreyma álfakirkju eða álfamessu segja sumir boða blessun en aðrir ráða þveröfugt. Skyldir kirkjudraumunum eru draumar um krossa. En oftast er draumur um kross neikvæður og tengdur dauða, nema þá að dreym- andinn sé prestur eða vinni önnur kirkjuleg störf. Dreymi mann að maður grafi hlut sem maður á niður í kirkjugarð á maður e.t.v. ekki langt eftir, einkum séu það skartgripir. En einnig getur draumurinn þýtt að dreymandinn geti ekki gleymt fortíð sinni og sé henni sífellt tengdur, sérlega ef það er kirkjugarður æskustöðva hans sem hann heimsækir. Ég veit um konu sem dreymdi að hún færi með hálsmen með silfurhjarta til að grafa það í kirkjugarðinum á sínum bernskuslóðum. Hún var alla ævi mjög tengd heimahögum sínum og kunni ekki við sig þó hún byggi lengi annarsstaðar. Silfurhjartað táknaði tryggð hennar. Steinunn Eyjólfsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.