Pressan - 16.11.1989, Side 19
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
19
Guðmundur Thoroddsen listmálari sýn
MYNDIRNAR ERU ÆVINTÝRI
Boulevard de Charonne er ósköp
hversdagsleg gata í París. En húsið
nr. 190 er dálítið ólíkt hinum húsun-
um við götuna. Þegar gengið er inn
í húsagarð blasir við tveggja hæða
bygging við enda hans, hvítmáluð,
með stórum gluggum, blómapottar
standa úti fyrir dyrum. Þegar inn er
komið blasir við stór sýningarsalur,
bjartur og rúmgdður. Fyrir innan
hann er salur þar sem sýnd eru leik-
rit og við hliðina á honum danssal-
ur. Ur miðjum sainum liggur hring-
stigi upp á loft. Þar býr jesúítaprest-
urinn faðir Jean sem hér ræður ríkj-
um og fær reglu sína og ríkið til að
fjármagna þessa menningarmið-
stöð. Hann hefur nefnt hana Conflu-
ences sem útleggst samruni og hún
ber nafn með rentu því hér mætast
vissulega menningarstraumar úr
ýmsum átturm Þeir koma jafnvel
alla leið frá íslandi. Guðmundur
Thoroddsen listmálari hélt sýningu
á verkum sínum hér í október. Is-
lendingar búsettir eða staddir í París
fjölmenntu á opnunina og það var
glatt á hjalla. Guðni rektor í MR,
sem var staddur í París, söng negra-
sálma við undirleik listamannsins
og Olivier, eiginmaður Eddu Er-
lendsdóttur píanóleikara, lék tangó
á bandóneón af mikilli snilld.
Fréttaritari Pressunnar kom að
máli við listamanninn daginn áður
en sýningunni lauk í október. Hinar
litríku og líflegu myndir hans tóku
sig vel út í mildri haustbirtunni í
þessum viðkunnanlega sýningarsal
og hann sjálfur var glaður og reifur
að vanda.
— Hér eru fjögur olíumálverk. Er
þetta ný tœkni sem þú notar hér í
olíumálverkunum Gudmundur?
„Já, það má kannski segja það. Ég
byrjaði á þvi í vetur að gera svona
útklipptar myndir. Ég komst í svo
góða vinnustofu þar sem var nóg
EFTIR GUÐRÚNU FINNBOGADÓTTUR
pláss og ég komst líka í heilmikið af
ýmiss konar byggingarefni; texplöt-
um, gólfdúk og öðru byggingarefni.
Ég klippi þetta út, lími á léreftið og
svo mála ég yfir með olíulitum. Það
sem ég er að fást við núna er allt
saman meira eða minna ævintýri.
Ævintýri og ferðalög í huganum og
allt byrjar og endar á sjónum. Hann
er grunntónninn í öllu sem ég geri.
Hann er kannski ekki alltaf sýnileg-
ur en hann er hér alls staðar, undir
og yfir og allt um kring. Þetta er
ekki raunveruleikinn. Ég nota bara
„elementin" sem eru fyrir hendi og
bý til úr þeim mitt eigið ævintýri.
Sjávarævintýrið mitt."
— Ertu nýfarinn ad mála olíumál-
verk?
„Nei, ég hef tekið olíusyrpu áður.
Ég tók eina árið 1983 og sýndi þá í
Nýlistasafninu tíu olíumálverk. En
síðan hef ég ekki snert á olíu þar til
núna í vetur. Ég hef líka verið í akrýl
svolítið inn á milli en ég sé, þegar ég
tek til við olíuna aftur, hvað hún gef-
ur miklu meiri möguleika. Það er
erfiðara að fást við hana en maður
nær meiri dýpt með henni. Ef næg
þolinmæði er fyrir hendi nær mað-
ur að iokum betri árangri."
— Vatnslitamyndir eru miklu fleiri
hér, eöa 15 alls. Hefuröu fengist
meira vid vatnslitina Gudmundur?
„Já, reyndar. Ég hélt fyrstu sýn-
inguna á vatnslitamyndum 1986.
Þessi sýning er mín þriðja hér í
Frakklandi. Ég hef tekið þátt í sam-
sýningum í Bordeaux og París."
— I vatnslitamyndunum er mikid
um tákn. Eru þetta ný áhrif?
„Þessi myndasyrpa hérna er unn-’
in að nokkru leyti upp úr bók sem
'mér var gefin af íslenskum presti
sem sagðist sjá mörg kristileg tákn í
myndunum mínum. Hann sendi
mér bók um kristileg tákn í miðalda-
myndum og ég vann heilmikið úr
henni. Reyndar er það ekki úthugs-
að eða reiknað fyrirfram heldur
nota ég táknin meira ómeðvitað til
að fá fram spennu í myndina."
— Ertu trúadur?
„Nei, ég er ekki beint trúaður. Ég
er ekki kristinn maður. Mér finnst
gaman að vita af kristinni trú í
kringum mig, að það skuli vera til
fólk sem tekur þetta alvarlega. Þetta
er falleg kenning og mannbætandi.
Nú er eiginlega hvergi friður nema
í kirkjum. Það var reynt að tæla
unglingana inn í kirkjurnar með
poppi en það misheppnaðist gjör-
samlega. Maður fer í kirkju til þess
að hugsunin komist á æðra stig og
losna við skrum og mengun. Ég fer
oft inn í Notre Dame og verð þar fyr-
ir áhrifum. Ég fer líka oft í yfirgefnar
kirkjur á íslandi og mér er minnis-
stæð gömul kirkja í Furufirði á
Ströndum. Það er magnaður staður.
Mér finnst líka stórkostlegt að skoða
kirkjur og klaustur á Spáni þar sem
munkarnir lifa enn eins og á miðöld-
um.“
— Hvaö hyggstu fyrir í framtíö-
inni?
„Ég og Elísabet, konan mín, bú-
um núna á Isafirði og þar málaði ég
þessar myndir. En okkur dreymir
um að geta verið nokkra mánuði á
ári hér í París. Ég bjó í mörg ár í
Amsterdam og líka í París svo mað-
ur er búinn að vera talsvert á flakki
undanfarin ár. Veturinn er erfiður á
íslandi. Ég hef mikla þörf fyrir
hreyfingu og ég hef ekki enn reynt
hvernig er að vera þar lengi um
kyrrt. Akjósanlegast væri að vinna
hér á veturna en fara svo heim á
sumrin. Ég hef alltaf farið heim á
sumrin síðan 1981 og get ekki hugs-
aQ mér annað. Það er einhver ómót-
stæðilegur kraftur sem dregur mig
heim."
Engirnaglar
Minni
Gífurlegum fjármunum er árlega
varið í endurbætur og viðgerðir,
því skulum við nýta okkur ónegldu
hjólbarðana og haga akstri eftir
aðstæðum.
GATNAMÁIASTJÚRINN í REYKJAVÍK
SVÍNAKJÖT
Vá kjötskrokkar 398,- pr.kg
tilbúid pakkað og merkt í frystinn.
SVÍNAKÓTILETTUR
SVÍNASCHNITZEL
SVÍNARIFJASTEIK
SVÍNABÓGUR
SVÍNAGULLASCH
SVÍNAHRYGGUR
SVÍNALÆRI
617,- pr.kg
725,- pr.kg
295,- pr.kg
398,- pr.kg
595,- pr.kg
600,- pr.kg
398,- pr.kg
ÚRBEINAÐ HANGIKJÖT
LÆRI 820,- kr.kg
FRAMPARTUR 630,- kr.kg
FRÍ ÚRBEINING
NAUTAKJÖT
lÆ SKROKKAR 499,- pr.kg
14 FRAMPARTAR 374,- pr.kg
y4 LÆRI 658,- pr.kg
10 KÍLÓA PAKKNING NAUTAHAKK
500—1000 g í pakka
Aðeins 455,- kr.pr.kg
TILBÚIÐ í FRYSTINN
SENDUM UM LAND ALLT
VISA OG EURO
ATH. ÚRBEINUM ALLT KJÖT OG
GÖNGUM FRÁ í FRYSTINN
AÐEINS 45,- kr.pr.kg
TILBUIÐ, PAKKAÐ OG MERKT:
KJÚKLINGAR 10 í KASSA 535,- kr.pr.kg
LAMBASKROKKAR 369,- kr.pr.kg
LAMBALÆRI 590,- kr.pr.kg
LAMBASLÖG 115,- kr.pr.kg
LAMBAFRAMHR. 695,- kr.pr.kg
LAMBABÓGAR 395,- kr.pr.kg
LAMBALÆRISSNEIÐAR 755,- kr.pr.kg
LAMBAKÓTILETTUR 597,- kr.pr.kg
ATH. FRÍ ÚRBEINING
Rúllupylsur fyrir slög
Besta verðið
SENDUM HEIM, 200,- kr. gjald
OPIÐ FRÁ kl. 9-18.30
FÖSTUDAGA kl. 9—19.00
LAUGARDAGA kl. 9-18
VERIÐ VELKOMIN
m
:) I)
/ LANGHOLTSVEGI 113 S-84848