Pressan - 16.11.1989, Side 22
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
sss//
Frh. af fyrri síðu
samanburð við framleiðslu ná-
grannaþjóða okkar, til dæmis Dana.
Þessu til staðfestingar má benda á
að íslenskir kjötiðnaðarmenn hafa
að undanförnu verið að vinna til
verðlauna í alþjóðlegum keppnum,
einmitt fyrir skinku og reyndar fleiri
tegundir unninna kjötvara. Hin
meginástæða þess að skinku er ekki
smyglað hingað til lands er sú að
verð hennar hérlendis er orðið sam-
keppnisfært við það sem gerist ytra,
að minnsta kosti fengi smyglarinn
grátlega lítið fyrir sinn snúð — fyrir
stressið og fyrirhöfnina.
Verðkannanir geta haft
neikvæð áhrif
Þó að þróunin í kjötvinnslu hér
hafi að mörgu leyti verið mjög já-
kvæð að undanförnu er þó sitthvað
sem betur mætti fara. Má þar til
dæmis benda á pylsugerð landans.
Jafnvel þó að margir hverjir vildu
ekki skipta á íslensku uppáhalds-
pylsunni sinni og einhverri þýskri
eða danskri, bragðsins, og kannski
vanans vegna, þá standast þær fyrr-
nefndu tæpast samanburð við hinar
síðarnefndu þegar kemur að holl-
ustu og næringargildi. Menn tengdir
íslenskri kjötvinnslu brugðust hart
við þegar Pressan bar þessi mál
undir þá. Þeir gagnrýna harðlega
þær aðferðir sem verðlagsstjóri og
stofnun sú er hann stýrir viðhafa í
verðkönnunum og fullyrða að væri
tekið tillit til innihalds, svo sem
bindiefna, mjölinnihalds, fitu og
fleira, og sambærilegar vörur born-
ar saman þá myndu kjötiðnaðar-
menn einbeita sér að því að búa til
mun hollari pylsur en nú tíðkast.
Það kostar nefnilega sitt að auka
gæðin og ef pylsa sem innihéldi
meira af kjöti — minna af fyrr-
greindum aukaefnum — lægi við
hliðina á þeim pylsum sem nú er
boðið upp á hér má telja víst að hún
væri um 20—30% dýrari en þær. Til
slíks er hins vegar ekkert tillit tekið
í fyrrgreindum verðkönnunum
þannig að vandaði kjötiðnaðarmað-
urinn yrði í raun hengdur á meðan
hinum væri hampað, eftir því sem
þessir ónafngreindu heimildamenn
Pressunnnar fullyrða.
Fullyrðingar sem þessar leiða
reyndar hugann að því hvernig hinn
almenni neytandi á að bera saman
verð á matvælum frá ýmsum fram-
leiðslufyrirtækjum. Ef hangikjöt er
tekið sem dæmi er það hjá einu fyr-
irtæki sprautað með salti og vatni
sem drýgir kjötið mjög og flýtir fyrir
reykingu þess. Hjá öðru fyrirtæki er
það reykt á gamla mátann, er mun
lengur í vinnslu og ekki drýgt á
sama hátt og fyrr er greint frá.
Sprautaða kjötið og það síðar-
nefnda er svo hvort á sínu verðinu
þegar í verslunina er komið. Það
sem er reykt á gamla mátann er dýr-
ara og fer því halloka fyrir hinu þeg-
ar verðsamanburður er gerður. Ef
hins vegar væru tekin jafnþung
stykki af báðum þessum tegundum
og þau soðin í jaf n langan tíma kæmi
í Ijós að kjötið sem reykt er á gamla
mátann væri mun nær því að halda
upprunalegri þyngd en hitt sem
sprautað var í vinnslunni. Niður-
staðan er því jafnvel sú, þegar allt
kemur til alls, að kílóið af hvorri teg-
und fyrir sig er á svipuðu verði. Svo
má endalaust deila um bragð og
gæði, en slíkt verður ekki gert hér.
Spægipylsan berst fyrir
lífi sinu
Ýmsar sviptingar hafa átt sér stað
á markaðnum að undanförnu og
meðal þess sem setti nokkurt strik í
reikninginn um síðastliðin áramót
var reglugerð sem kvað á um bann
við notkun litarefna í kjötvinnslu.
Þetta bann hefur meðal annars orð-
ið til þess að spægipylsugerð hefur
orðið illa úti, þar sem gráleit pylsan
virðist síður freista neytenda en áð-
ur fyrr, þegar hún var skínandi rauð
og girnileg. Þetta mun jafnvel hafa
orðið til þess að einstakar tegundir
hafa horfið af markaðnum og aðrar
eiga mjög erfitt uppdráttar, þrátt fyr-
ir að breytingin felist í litnum einum
saman. Kjötiðnaðarmenn hafa
gagnrýnt nokkuð að ekki skuli
hafa verið gefinn neinn tími til að
undirbúa breyttar aðstæður hvað
þetta varðar og benda á að í mörg ár
hafi verið stefnt að því að setja þessa
reglugerð en alltaf verið hætt við
það af einhverjum ástæðum. Um
þessi áramót hafi hún hins vegar
tekið gildi og, að því er virðist, kjöt-
iðnaðarmönnum nokkuð að óvör-
um. Þeir benda einnig á að í löndum
víðsvegar í kringum okkur hafi við
sömu aðstæður verið gefinn allt að
tveggja ára aðlögunartími og þar
hafi mönnum tekist að minnka litar-
efnin smátt og smátt þannig að
neytandinn varð þess svo til ekkert
var, saian hélst svipuð og allir undu
glaðir við sitt. Það má hins vegar
benda á þá staðrey nd á móti þessum
umkvörtunum kjötiðnaðarmanna
að það hafði staðið til í nokkuð lang-
an tíma að banna litarefnin og því
hefðu þeir átt að búa sig undir það
sem koma skyldi í tíma. Sitt sýnist
hverjum í þeim efnum eins og svo
oft áður.
Tökum vel á móti
nýjungum
Það á sennilega við flestar eða all-
ar vörutegundir að þróun þeirra
gengur hægt fyrir sig ef neytendur
eru ekki með á nótunum. Það var
samdóma álit þeirra fagmanna sem
Pressan leitaði til, að íslenskir neyt-
endur væru mjög opnir fyrir nýj-
ungum, og ef sótt væri á markað
hérlendis með vandaða og girnilega
matvöru væri tiltölulega auðvelt að
vinna henni sess. Að þessu leyti
stöndum við mun framar en þegnar
járnfrúarinnar, Bretar, því þar munu
vera einhverjir ihaldssömustu neyt-
endur sem um getur og þróunin í
kjötvinnslu eftir því.
„EINBEITT LE/Ð
T!L ÞROSKA"
Þegar talað er ummat kemur sennilega upp í huga
okkar flestra mynd af kjötbita eða fiskstykki. Þannig
eru flest okkar alin upp, þetta eru tvær megintegundir
þess matar sem maðurinn lætur ofan í sig og allt annað
er bara „meðlæti". Þetta er þó alls ekki algilt.
Nú hlýtur matreiðsla jurta-
fæðisins að krefjast þess að leit-
að sé eftir nýjungum, eða er
þetta kannski litlaust og einhæft
fæðuval?
„Nei þetta er hreint ekki litlaust
og því síður einhæft. Hinsvegar vil
Eins og eflaust flestir vita er nefni-
lega til fólk sem leggur sér aldrei
kjöt né fisk til munns, heldur borðar
mat ættaðan úr jurtaríkinu. Þetta
fólk köllum við í daglegu tali jurta-
ætur og sumum finnst jafnvel að
þetta fólk hljóti að eiga óskaplega
bágt, að mega aldrei smakka á
nautavöðva eða humarhala. En
málið snýst kannski ekki um það
hvað má og hvað má ekki, heldur
hvað maður vilj og hvað ekki.
Einn þeirra íslendinga sem eru
jurtaætur og hafa verið um nokkurn
tíma er Kolbrún Halldórsdóttir leik-
kona, fjölmiðlaljón og fram-
kvæmdastjóri Bandalags íslenskra
leikfélaga. Blaðamaður Pressunnar
hitti hana að máli í vikunni, staðráð-
inn í að komast nú að því hvernig í
veröldinni væri hægt að lifa á grasi
einu saman! Það lá beinast við að
spyrja Kolbrúnu fyrst að því hvað
hún borðaði, fyrst öllu kjötmeti og
nánast öllum fiski væri sleppt?
„Allt annað. Það er mjög einfalt.
Kjötið er bara einn hluti þeirrar
fæðu sem maðurinn nærist á og sá
hluti hennar sem ég og mitt fólk
sleppum að borða. Auk þess skýtur
það nokkuð skökku við að býsnast
yfir því að jurtaætur hljóti að lifa á
afburða einhæfu fæði, því þegar
grannt er skoðað kemur í ljós að úr-
valið í jurtaríkinu er margfalt meira
en nokkurn tíma í dýraríkinu.
Það eru ein tólf ár frá því ég tók
ákvörðun um að hætta að borða allt
kjöt og allan fisk og þá byrjaði ég á
því að fasta í heila viku. Eg var þá á
sjó og ég hef grun um að móðir mín
hafi verið sannfærð um að nú myndi
ég ganga af mér dauðri. Svo fór þó
ekki og þessa viku lifði ég á vatni frá
morgni til kvölds að undanskildum
safa úr einni appelsínu, sem ég fékk
mér á morgnana. Þarna um borð
fékk ég reyndar geysilegan stuðn-
ing, því einn stýrimannanna var
gallhörð jurtaæta. Hann var reynd-
ar nánast eins og steinaldarmaður
því hann malaði kornið sitt sjálfur
og sauð súpurnar sínar einnig sjálf-
ur. Hann var í raun þræl-„fanatísk-
ur“, en það hjálpaði mér. Eftir þessa
viku hafði ég það á tilfinningunni að
ég hefði aldrei fyrr verið jafn tær og
hrein, innra sem ytra. Mér leið mjög
vel og þetta varð byrjunin á því sem
koma skyldi.
Þarna fann ég að þetta var hinn
rétti lífsmáti, eða hluti af honum
öllu heldur, og ég varð mjög mikið
vör við orkuna í líkamanum. Allt
breytti í raun um svip og skipti lit-
um. Fráhvarfseinkennin voru enda
engin og eftir að föstunni lauk byrj-
aði ég mjög hægt að borða á ný. Ég
vandaði valið gaumgæfilega og hef
gert það æ síðan."
ég taka það fram að ég hef aldrei
gert nein kraftaverk í eldhúsi, og
mitt áhugasvið liggur reyndar alls
ekki í matargerð. Hinsvegar er ég
svo heppin að vera gift miklum lista-
kokki, Agústi Péturssyni, og hann
sér um að elda ofan í fjölskylduna.
Það lengsta sem ég hef komist í því
að útbúa heitan mat er að rista
brauð og hita te, lengra nær nú sú
kunnátta ekki.
Hvað varðar nýjungar og fjöl-
breytni í matargerðinni þá efa ég að
12.900KRÓNA
SPARHAÐUR!
Við erum fluttir í Skipholt 7.
Af þvf tilefni bjóðum við í samvinnu við
Bondstec stórkostlegan afslátt á
takmörkuðu magni af einum allra
fullkomnasta og fjölhæfasta
örbylgjuofni sem völ er á.
BT-101
10 orkustig, eldunarprógröm, 28 lítra
innanmál, 600 vatta eldunarorka, sjálf-
virk affrysting, prógrammaminni,
hitastýrð eldun, barnalæsing, minni
fram í tfmann, hitamælir, sjálfvirk upp-
hitun sem heldur matnum á réttu hita-
stigi. Nákvæmur íslenskur leiðbein-
ingabæklingur.
Tilboðsverð aðeins 28.950.
Vi
■ SKIPH0LT7-SÍMI6225 55'