Pressan - 16.11.1989, Side 23
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
23
//////
Cheeríos
— hafragrautur dagsins í dag
Með hliðsjón af breyttu mataræði íslendinga undan-
farin ór kemur sú spurning óneitanlega upp i hugann,
hvort fæðan sem obbinn af þjóðinni neytir nú standist
samanburð við þó fæðu sem fyrri kynslóðir ólust upp
við, ekki fagurfræðilega eða hvað varðar bragð, heldur
fró næringarfræðilegu sjónarmiði.
hún sé víða meiri hjá þeim sem
borða kjöt heldur en hjá okkur. Við
höfum í seinni tíð átt þess kost að
ferðast nokkuð um heiminn og hvar
sem við komum fær Ágúst hug-
myndir að hinum og þessum réttum
sem hann svo eldar þegar heim er
komið. Við borðum mikið mexí-
kanska rétti, austurlenska og svo
mætti lengi telja. Við borðum til
dæmisspínatböku með sveppasósu,
ofnrétti með allskyns baunum og
osti yfir, kartöflur, sósur og salöt.
Ostfyllta papriku sem velt er upp úr
eggi og borin fram með sterkri sósu
ásamt öðru meðlæti. Semsagt mjög
fjölbreyttur matseðill.
Það verður hinsvegar að viður-
kennast að þegar kemur að því að
fara út að borða hérlendis þá kemur
orðið „barbarismi" ósjálfrátt upp í
hugann. Það er aðeins einn staður
hér í Reykjavík sem býður upp á fjöl-
breytt úrval jurtafæðu og það er
staðurinn ,,Á næstu grösum". „Við
Tjörnina" býður jafnan upp á einn
jurtarétt á matseðlinum en þar með
er það líka nánast upp talið. Enda er
það svo að við föru m ekki kinnroða-
laust út að borða með útlendum vin-
um okkar sem heimsækja okkur
hingað. Þeir einfaldlega hrista höf-
uðið yfir því skilningsleysi sem ríkir
í garð okkar sem ekki viljum éta
dýrin. Ef þetta ástand er borið sam-
an við það sem tíðkast í nágranna-
löndum okkar þá er þess sums stað-
ar krafist að eigi að opna veitinga-
stað, þá verði hann að hafa jurtarétti
á boðstólum. í Finnlandi er það til
dæmis sett sem skilyrði fyrir opnun
matsölustaðar að hann hafi upp á að
bjóða að minnsta kosti þrjá jurta-
rétti! Þegar maður svo biður um
grænmetissúpu hér heima er ekki
óalgengt að „súpan" sé kjötsoð sem
í hefur verið fleygt einhverjum ræf-
ilslegum bitum af gulrótum og
lauk!“
Þú talar um ferðir á veitinga-
hús, langar þig aldrei í bita af
safaríkri nautasteik náungans á
næsta borði?
„Nei, slíkt hvarflar ekki að mér.
Þegar þú hefur haft parket á gólfun-
um hjá þér í langan tíma þá hvarflar
það tæplega að þér að skipta aftur
yfir í ómálaðan steininn! Nei ég hef
aldrei efast um að ég hafi valið rétt
með því að gerast jurtaæta. í dag
bókstaflega heyri ég líkamann
þakka fyrir hvern bita sem ég læt of-
an í mig af þeirri fæðu sem ég veit
að er honum fyrir bestu. Á sama
hátt heyri ég hann hafna til dæmis
einu glasi af Campari, eða meðöl-
um, þurfi ég að taka þau. Það er
nefnilega nauðsynlegt að taka inn
þau efni sem meðölin hreinsa burt
úr líkamanum, um leið og þau eru
tekin. Annars skapast ójafnvægi í
líkamanum og við verðum líkt og
malbikuð að innan. Allir nauðsyn-
legir gerlar drepast og fleira í þeim
dúr.
Það má hinsvegar til sanns vegar
færa að þó ég hafi byggt fæðuval
mitt upp á baunum, grænmeti,
mjólk og eggjum og fleiru í þeim dúr
undanfarin ár, þá er ég hreint ekkert
,,edrú“. Ég fæ mér til dæmis ein-
stöku sinnum fisk, þegar ég fer út að
borða, þó það sé mjög sjaldgæft. Ég
borða egg, sem má segja að stingi í
stúf við „mottóið". Auk þess er það
grænmeti, sem okkur er boðið upp
á, því miður svo langt frá því að vera
hreint og ómengað. Það er baðað í
gerviáburði og skordýraeitri. Eplin
eru bónuð svo þau séu fín og gljá-
andi þegar í verslunina er komið.
Appelsínurnar eru sprautaðar með
litarefni svo þær séu með réttan lit,
og þannig mætti lengi telja. Eina
leiðin til að borða algjörlega hreint
fæði er að rækta það sjálfur. Það
gerum við reyndar lítillega, við
ræktum til dæmis Basil til að nota í
pastasósurnar okkar og svo erum
við svo heppin að vinir okkar búa
norður í Bjarnarfirði á Ströndum og
þau senda okkur á hverju hausti
kassa fullan af lífrænt ræktuðu
grænmeti.
Jafnvel þó að margt mætti betur
fara hérlendis í þessum efnum, það
er hvernig búið er að jurtaætum, þá
eru góðir hlutir að gerast hér. í því
sambandi nægir að nefna grænmet-
isborðið í Hagkaup í Kringlunni. Þar
er gerð nokkur bragarbót á þeim
skorti á fersku grænmeti sem hefur
viljað vera ráðandi hér. Þrátt fyrir
það veit maður ekkert um það hvað-
an þetta grænmeti kemur, né heldur
hvernig það er ræktað."
Nú fær maður það á tilfinning-
una að breyttar fæðuvenjur séu
aðeins einn hlekkur í stærri
keðju breyttra lífsviðhorfa. Er
það svo?
„Já, já, það er mikið til í því. Það
átti sér stað hálfgerð endurfæðing
hjá mér. Ég fór að hlusta á líkamann,
ég fór að lesa öðru vísi bækur, hlusta
á öðruvísi tónlist og pæla í öðrum
hlutum en ég hafði áður gert. Ég
þroskaðist að öllum líkindum allt
öðruvísi en ég hefði annars gert.
Breytt mataræði er í raun byrjun á
mjög einbeittri leið til þroska. Ég er
sannfærð um að það er réttara að
nýta það sem náttúran gefur af sér í
formi jurta og annars slíks en að
borða dýr. Að rækta ferfætlinga til
þess eins drepa þá og borða! Það er
líka svolítill tvískinnungur í því að
okkur er kennt og við upplifum það
að við getum náð tilfinningatengsl-
um við hestinn okkar, við kúna okk-
ar, kálfinn eða kjúklinginn. Við horf-
um jafnvel í augun á viðkomandi
dýri og gælum við það. Gefum því
okkar blíðustu tilfinningar. Förum
síðan inn í eldhús og borðum það!
Það þarf heldur enginn að segja
mér það að fólk sem borðar til dæm-
is kjúklinga sem sprautaðir eru með
allskyns lyfjum og hormónum t.d. til
að lærin á þeim verði kjötmeiri,
borði ekki líka þessi efni sem kjúkl-
ingnum hafa verið gefin. Og hvert
fara þau efni? Það er hverjum manni
hollt að hugleiða þá spurningu.
Varðandi lífsvið horfin þá upplifi
ég það mjög sterkt að Andinn á auð-
velt uppdráttar eftir þá hreinsun
sem átt hefur sér stað í líkama mín-
um á undanförnum árum og ég vil
vita meira og meira, finna betur og
betur fyrir mér. Það má líkja breyttu
mataræði við tiltekt. Þú tekur til í
einu herbergi hússins þíns og þér
líður mun betur. Það kallar hins veg-
ar á það aö þú takir til í allri íbúð-
inni, hverjum krók og kima, og það
í sjálfu sér er nokkurs konar eilífðar-
verkefni sem gaman er að vinna að.
Maður verður að vinna að því að
gæða jarðveginn lífi, minnugur þess
að það stoðar lítt að sá fræi í klett!"
Fyrir þá sem kynnu að hafa fylist
forvitni við lestur þessa viðtals birt-
um við uppskrift að graskerssúpu
sem Kolbrún gaf okkur leyfi til að
ljóstra upp.
Graskerssúpa:
100 g smjör
1 stór laukur, sneiddur þunnt
500 g grasker, sneitt þunnt
225 g kartöflur, sneiddar
þunnt
1 lítri af vatni
250 ml af sýrðum rjóma
sjávarsalt og svartur pipar,
nýmalaður
svolítið engiferduft
steikt eða vel ristað heil-
hveitibrauð eða kex
1. Hitið smjörið á pönnu og bætið
lauknum út í og hrærið þar til
hann er orðinn glær — u.þ.b. 4
mín.
2. Bætið graskerinu og kartöflun-
um út t og steikið í 4 mín. til við-
bótar. Ef ekki tekst að útvega
grasker er hægt að notast við ís-
lenskar rófur og gulrætur, jafnt af
hvoru. Þá getur reyndar reynst
nauðsynlegt að þykkja súpuna
svolítið með hrísmjöli.
3. Bætið vatninu út í og sjóðið í 30
mín., eða þar til grænmetið er
soðið. Hellið í gegnum sigti og
setjið síðan grænmetið í „mixer"
ásamt svolitlu af soðinu og
blandið.
4. Setjið aftur í pottinn, bætið soð-
inu út í og hitið upp. Bætið
kryddinu út í ásamt sýrða rjóm-
anum og berið fram með brauð-
inu sem skorið er í litla bita og
sett út á súpuna. Afar gott er að
strjúka yfir brauðsneiðarnar
með hvítlauksrifi sem skorið er
til helminga. Bon apétit!
Laufey Steingrímsdóttir er nær-
ingarfræðingur og starfar nú að
könnun sem á að gera á komandi
ári. Þessari könnun er ætlað að
varpa nokkru Ijósi á neysluvenjur ís-
lendinga og verður hægt að lesa úr
niðurstöðum hennar hluti eins og
hvort búseta, fjárráð, atvinna og
fleira þess háttar hafi áhrif á fæðu-
val okkar.
Tildrögin eru samþykkt sem ríkis-
stjórnin gerði síðastliðið vor og
studd var með þingsályktunartil-
lögu sem samþykkt var á Alþingi
stuttu seinna. Samþykkt þessi felur í
sér yfirlýsingu um mótun manneld-
is- og neyslustefnu íslendinga. Nið-
urstöður könnunarinnar verða svo
nýttar til mótunar þessarar stefnu
meðal annars. Hún verður gerð á
vegum heilbrigðisráðuneytisins og
það var í húsakynnum þess sem
blaðamaður Pressunnar hitti Lauf-
eyju að máli í vikunni.
Laufey Steingrímsdóttir var fyrst
innt eftir því hvort sá matur sem
margur nútímamaðurinn lifir að
miklu leyti á, svo sem ýmiskonar
skyndibitar, jafnt í hádegi sem á
kvöldin, og innpakkaður kornmat-
ur á morgnana, stæðist samanburð
við hafragraut og súrmat, saltkjöt
og fisk, mat sem var á flestra borð-
um fyrir ekki svo löngu í mun meira
mæli en þekkist í dag?
„Það er rétt að átta sig á því að
fullyrðingar eins og: „Skynciibitar
og Cheerios eru óhollt ruslfæði"
þurfa alls ekki að vera réttar. Cheeri-
os t.d. er frekar hollur matur. Þetta
er ristað korn, járn- og vítamínbætt,
og þjónar því tilgangi sínum sem
morgunmatur ágætlega, sem og
margar aðrar tegundir tilbúins
morgunverðar, svokallaðs pakka-
matar. Með þessu vil ég ekki láta
fólk halda að ég sé að reka einhvers
konar áróður fyrir þessari ákveðnu
tegund, alls ekki.
Það að sambærilegur pakkamat-
ur skuli heita náttúrulegum nöfn-
um, kallast musli-þetta og musli-
hitt, þarf heldur ekkert endilega að
þýða að þar sé um að ræða ein-
hverja óskaplega holla fæðutegund.
Þetta byggist á svo mörgu og fólk
ætti að huga vel að því hvað það
lætur ofan í sig hverju sinni. Til
dæmis minnkar hollusta samfara
neyslu slíks kornmatar stórlega um
leið og farið er að strá sykri yfir allt
saman áður en það er borðað. Þegar
fólk er að bera saman morgunverð
þeirra barna sem nú eru að komast
á legg, sem oftar en ekki er úr þeim
fæðuflokki sem við erum að tala
um, og morgunverð þeirra sem
fengu súrmjólk með púðursykri á
morgnana, eru mestar líkur á að sá
sem borðar ósætan kornmat sé að
borða hollari fæðu en sá sem fékk
súrmjólkina hér áður fyrr, og fær
kannski enn. Mataræðið í dag bygg-
ist líka minna á mjólkurmat eins og
skyri og súrmjólk, sem aftur verður
til þess að sú hægðatregða sem al-
gengt var að börn glímdu við hér
áður fyrr er nú orðin mun sjaldgæf-
ara fyrirbæri en áður var.
Fólk einblínir of oft á það hvaða
nöfnum maturinn heitir og segir til
dæmis að hamborgarar, pizzur og
pítur séu allt saman þrælóhollar
fæðutegundir. Þetta sama fólk úðar
svo kannski í sig hinni margfrægu
„kokkteil-sósu sem er í flestum til-
fellum það óhollasta sem tengist
neyslu á fyrrgreindum tegundum.
Þrátt fyrir að ég segi að borgarar,
pizzur og pítur þurfi ekki að vera
óhollur matur breytir það ekki því
að soðinn fiskur með kartöflum er
miklu hollari, en með honum er því
miður orðið algengt að bera fram
►
Laufey Steingrímsdóttir
„kokkteil'-sósuna fyrrnefndu. Þessu
til staðfestingar má geta þess að í
einum dl af kokkteilsósu eru 700
hitaeiningar, eða 'A af orkuþörf full-
vaxinnar konu! Ætli manneskja sér
til dæmis að fá sér hamborgara og
getur valið milli borgara með tómat-
sósu og sinnepi annars vegar og
kokkteilsósu hins vegar, þá er sá
kokkteilsósulausi helmingi orku-
minni en hinn. Það er því hægt að
borða tvo slíka á móti hverjum ein-
um hinsegin, sé orkuþörfin höfð í
huga.“
Nú talar þú um tómatsósu, sem
í margra huga er þykk sósa, full
af litarefnum og öðrum aukefn-
um. Er hún samt sem áður svo
miklu betri en þessi skaðræðis
kokkteilsósa?
„Hættan af aukefnum er hverf-
andi, borin saman við hættuna af
þeim aðskotaefnum sem því miður
má í mörgum tilfellum reikna með
að við leggjum okkur til munns.
Nægir þar að nefna skordýraeitur
sem gjarnan er úðað á grænmeti og
ávexti, mengun í sjónum og þá sér í
lagi í þeim fiskum sem eru ofarlega
í fæðukeðjunni, þ.e. lifa á öðrum
fiskum, og margfalda því hættuna á
mengun. Maðurinn er til dæmis of-
arlega í fæðukeðjunni því við borð-
um svo mikið af öðrum dýrum, sem
oft eru að einhverju leyti mettuð af
allskyns mengun.
Hérlendis eru mjög ströng ákvæði
í gangi varðandi aukefni, en eftirlit-
ið með framkvæmd þessara
ákvæða er því miður mun lakara.
Þó er reynt að fylgjast nokkuð
grannt með framleiðslu innlendra
fyrirtækja, kannski á kostnað eftir-
lits með þeim erlendu. Segja má að
neytandinn sé nokkru öruggari með
því að kaupa vöru frá þekktum
framleiðanda en frá óþekktum, því
sá þekkti er oftast nær undir strang-
ara eftirliti, og á þar að auki meira
undir því að standast þær kröfur
sem gerðar eru víðsvegar um heim
en sá litli og óþekkti. Oft er bent á
að fólk geti haft ofnæmi fyrir hinum
og þessum aukefnum og að aðeins
beri að framleiða matvæli úr nátt-
úrulegum efnum.
Þarna er rétt að staldra lítið eitt
við og benda á að aukefni eru í mjög
mörgum tilfellum náttúruleg. Þetta
eru efni unnin úr náttúrunni og efni
sem náttúran notar oft á tíðum til
álíka brúks og þau eru notuð í mat-
vælum okkar mannanna. Það eitt
að efni er náttúrulegt þarf hins veg-
ar alls ekki að þýða að það sé hollt,
samanber eitur eiturslöngunnar.
Það efast víst enginn um það að það
er náttúrulegt, en þó vildu víst fæst-
ir láta blanda mjólkina sína með því!
Eldhúsborð
og stólar
Fjölbreytt úrval af stólum og borðum í eldhúsið.
Smíðum borðplötureftirpöntunum í stærðum og
litum að vali kaupanda.
SMIÐJUVEGI 5 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI 43211