Pressan - 16.11.1989, Qupperneq 29
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
cr 29
spam
16. nóvember—21. nóvember
(21. rnurs—20. upril)
Þú ert ekki í skapi til aö fara mikið út eða vera
með vinum þínum um þessar mundir. Þér
mun hinsvegar veitast erfitt að sannfæra þá
um þetta. Börn fara hugsanlega í taugarnar
á þér, jafnvel einhverskonar gældudýr. Þú
ert frekar pirraður, líklegast yfir fjármálum,
reyndu að byrja á ákveðnum aögeröum til
að kippa þeim í lag, t.d. að skera niður matar-
reikninginn með því að gera hagstæðari
kaup en áður.
(21. upríl—20. rnui)
Þú getur komist hjá töluveröum vandræö-
um með því aö láta ekki uppi allar fyrirætlan-
ir þínar það sem eftir lifir ársins. Það er
mögulegt að þú verðir dálítiö einmana í
þessari viku þar sem einhver nátengdur þér
mun þurfa að hverfa á brott í einhvern tíma.
(21. rnui—21. júni)
Þessi vika getur reynst afdrifarík. Einhver
sem þú rekst á fyrir hreina tilviljun mun hafa
veruleg áhrif á framtíð þína, bæði hvað varð-
ar hamingju og fjárhagslega velferð. Ekki
draga þig í hlé í margmenni, en gættu þess
hinsvegar að þetta er ekki vikan til aö reyna
um of á líkamann.
(22. júni—22. júlí)
Þú sökkvir þér niður í verkefni af heilum hug.
Verkefnið er unniö í hópvinnu og einhvers-
konar afbrýðisemi eða óvild kemur upp inn-
an hópsins vegna smálegra atvika sem ger-
ast. Þú átt m.a. sök á þessu. Reyndu að
temja þér betri siði í samvinnu, þ.e. ef þú vilt
halda áfram með verkefnið. Annað gengur
ekki.
(23. júli—22. útfúsl)
Ef þú reynir of mikiö að ná árangri við tiltekið
verkefni sem þú vinnur að getur farið svo að
árangurinn verði þveröfugur við það sem þú
ætlaöir. Þaö er í þessu tilliti mikilvægt að
taka ekki ákvarðanir fyrir aðra og þú mátt
ekki neyöa þá til aö segja já viö þínum áætl-
unum og skoðunum.
(23. úífúst—23. sept.)
Reiði samstarfsmanns þíns getur hugsan-
lega aukist verulega og jafnvel brotist út í
hreinu hatri og illvilja. Þú skalt gera allt sem
í þínu valdi stendur til að koma þessu í lag,
jafnvel biöjast afsökunar á hlutum sem ekki
eru nema aö hluta til þér að kenna. Þú mátt
búast við að einhver þín leyndarmál veröi
ekki lengur leyndarmál þegar vikunni lýkur.
(23. sept —24. okt.)
Ekki bíða eftir öðrum varöandi frumkvæöi til
aðgerða. Taktu sjálfur af skarið og kynntu
hugmyndir þínar áður en of langt líður enda
er vikan líklegast góð til að hefjast handa viö
meiriháttar verkefni. Leitaðu aðstoðar, ef
þarf, þeirra sem standa þér næst en ekki
sýnast um of hjálpar þurfi.
Mlu (24. okt.—22. nóu.)
Samstarf við einhvern þér náinn mun veita
þér óvenjulega gleði og gera þér gott. Þetta
samstarf mun skila þér mun meiru en ef þú
stæöir einn aö verkinu. Þú ættir að reyna
nýjan veitingastaö eöa fara út á lífiö með
einhverju lagi í vikunni, það ætti aö gera þér
gott.
(23. nóv.—21. des.)
Þú verður að taka mikilvægar ákvarðanir í
fjármálum. Þaö er mjög mikilvægt fyrir þig
að þú gerir þér fulla grein fyrir markmiðum
þínum, því án þess hefur þú ekki möguleika
á aö taka rétta ákvörðun. Grandskoöaðu alla
hugsanlega þætti málsins, án þess gerist
ekkert.
(22. des.—20. jun.)
Nýttu þér þær aðferðir sem þú hefur notað
hingaö til meö góöum árangri. Þú þarft aö
standa fyrir máli þínu til aö svo verði en þú
skalt ekki gefa þinn hlut eftir. Taktu virkan
þátt í félagsstarfsemi ellegar einhverju
skemmtilegu með vinum og kunningjum.
C2k junúur—10. febrúur)
Þú skalt taka þig saman í andlitinu og klára
verkefni heima fyrir sem hafa beðið lengi.
Einvera mun hafa góð áhrif á þig og hreinsa
hugann af smámálum sem þú hefur of mikl-
ar áhyggjur af. Þaö gagnar ekkert aö velta
sér upp úr vandamálunum sýknt og heilagt.
(20. febrúur—20. murs)
Nú gildir að skipuleggja fremur en fram-
kvæma. Vertu viss um að þaö sem þú ætlar
að gera sé við hæfi og réttlætanlegt.
Kannski hugsarðu of mikið í eina átt, það er
mikilvægt aö vera sveigjanlegur því ekkert
gengur nákvæmlega eftir, miðað viö áætl-
anir.
i framhjqhlaupi
Ragnhildur Sigurðardóttir handlangari hjá múrara
og fyrrverandi íslandsmeistari í golfi
••
Orlagavaldurinn
Súbarú
— Hvaöa persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
„Foreldrar mínir."
— Án hvers gætiröu síst ver-
ið?
„Það er alveg Ijóst að án vina
minna gæti ég ekki verið, en
hestunum vildi ég ekki sleppa
heldur."
— Hvaö finnst þér leiöinleg-
ast?
„Þegar teknar eru af mér
myndir."
— En skemmtílegast?
„Að spila golf og ríða út í góðu
veðri."
— Hvaö fer mest í taugarnar
á þér?
„Eigingjarnt og sjálfselskt fólk."
— Manstu eftir einhverri
ákvörðun sem breytti miklu
fyrir þig?
„Þegar ég keypti Súbarúinn
minn (árg. 79)."
— Viö hvaö ertu hrædd?
„Að Súbarúinn bili á verstu
tímum."
— Hvenær hefurðu oröiö
glööust á ævinni?
„Þegar foreldrar mínir gáfu
mér hestinn minn."
— Ef þú þyrftir aö skipta um
starf, hvaö vildirðu helst taka
þér fyrir hendur?
„Gerast atvinnugolfleikari, þá
gæfist mér meiri tími til að
stunda hestana mína, sem sagt
þá myndi ég slá tvær flugur í
einu höggi."
— Áttu þér draum sem þú
vilt upplýsa?
„Já, að vinna 10 milljónir í
happdrætti."
lófalestur
í þessari viku:
„Brynja”
(kona, fædd
17.2. 1956.)
Þessi kona hefur snemma þurft
að standa á eigin fótum og lífsbar-
áttan hefur verið henni fremur
erfið. Hún á svolítið erfitt með að
taka skipunum frá öðrum, fer sínar
eigin leiðir, getur verið þrjósk en er
oftast raunsæ.
Það verða töluverð þáttaskil í
einkalífi þessarar konu, þegar hún
eru.þ.b. 40 til 45 ára gömul. Ef hún
er í hjónabandi eða sambúð gæti
þetta tengst högum mannsins
hennar á einhvern hátt.
Á næstu þremur árum verða
einhverjar breytingar á starfi kon-
unnar, sem hafa áhrif á fjármálin.
Smám saman snýr hún sér meira
að tæknilegum sviðum, t.d.
tengdum tölvum, og félagsmál-
um.
Það lítur út fyrir að þessi kona
gæti orðið nokkuð gömul og í
einkalífinu verða hennar bestu ár á
seinni hluta ævinnar. Á þeim tíma
gæti henni líka hlotnast ákveðin
viðurkenning eða jafnvel frægö.
AMY
ENGILBERTS
draumar
Ljósið kemur langt og mjótt,
logar á fífustöngum .. .
Ljós hefur alltaf verið íslending-
um afar þýðingarmikið, bæði í vök-
unni og í draumum þeirra. Það er
skiljanlegt, svo mjög sem myrkrið
bagaði þjóðina á flestum öldum. Við
sem nú lifum erum líklega fyrstu ls-
lendingarnir sem ekki þurfa að hafa
áhyggjur af því hvort ljósmetið —
lýsi, tólg og annað sem nærði ljósið,
í seinni tíð steinolía — mundi endast
allan veturinn. En það er rafmagns-
reikningurinn . . . jæja, það er önn-
ur saga.
Að sjá í draumum sínum ljós eða
kveikja ljós i húsi sínu ráða margir
fyrir nýju barni í fjölskyldunni.
Einkum ef Ijósið logar í svefnher-
bergi manns. En þyki manni Ijósið
slokkna er hætt við að einhver á
heimilinu sé skammlífur. I draumun-
um er ljósið oft kertaljós, uppruna-
legt ljós. Við höfum ekki enn raf-
væðst í draumum okkar. Kerti sem
er næstum útbrunnið táknar að
einhver á skammt eftir. En sé kertið
nýtt og stórt með stilltu og fallegu
Ijósi boðar það langa ævi.
Ljósum prýtt jólatré getur einnig
merkt barn, einkum ef skrautið á
trénu bendir til þess — bleikt eða
blátt skraut. En jólatré stendur að-
eins stuttan tíma, og hætt er við að
barnið sem það táknar dvelji ekki
lengi í þessum heimi. Einnig getur
jólatré verið tákn skammvinnrar
hamingju.
Mjög skært ljós, sem maður sér
ekki hvaðan kemur, þykir ekki gott
draumtákn, heldur ekki sólskin.
Það er sagt vita á erfiðleika, þýðir
líklega að maður eigi að gæta betur
að sér, lýsa upp líf sitt svo maður
komist einhverntíma út úr vand-
ræðunum.
Tunglsljós þykir ekki gott að
dreyma, nema þá helst ef tunglið er
fullt, þá kann það að boða dreym-
andanum heppni. En skarðað
tungl, rautt eða með einhverju und-
arlegu útliti, er vísast fyrir sjóslysum
eða hrakningum. Þá er ekki gott að
dreyma að maður horfi á sól og að
sjá margar sólir á lofti. Það var
sagt boða lát jafnmargra manna og
sólirnar voru margar. Algengur
draumur fyrir slysförum. En að sjá
ljós í fjarska sem maður stefnir að
eða vísar manni veg í draumnum er
fyrir láni. Tákn ljósanna eru mörg
og oft torráðin. Að manni sé gefið
ljós er góður draumur að flestra
dómi. En að slökkva ljós veit á
sorg. Ljósið er mjög sterkt og já-
kvætt afl sem við skulum umgang-
ast með tillitssemi, bæði í vöku og
draumi. Hafið sem oftast hjá ykkur
lifandi Ijós og ykkur mun lærast að
þykja vænt um þau.
Steinunn Eyjólfsdóttir