Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 30. nóv. 1989 sfúkdómar og fólk Hlaupabóla og aðrir smitsjúkdómar hjá krökkum Á hverjum vetri er mikiö af um- gangspestum í gangi. Alls konar sýkingar stinga sér niöur og áður en varir er mikill fjöldi fólks orðinn veikur. Flestar þessar pestir eru veirusýkingar, svo ofnæmi myndast fyrir þeim flestum. Krakkagreyin eru sérlega móttækileg fyrir mörg- um þessara veira, enda hafa þau ekki myndað ónæmi fyrir þeim eins og íullorðna fólkið. Margir smitsjúk- dómar í börnum einkennast af út- brotum og húðbreytingum, s.s. mislingar, rauðir hundar og ým- iss konar skyndiútbrot og hlaupa- bólan. Margir þessara svokölluðu barnasjúkdóma heyra brátt sögunni til, eins og hettusótt, mislingar og rauðir hundar, en hlaupabólan held- ur sennilegast velli. Hún veiktist af hlaupabólu um daginn hún Þóra litla, vinkona mín. Ég vissi aö hlaupabóla var að ganga í bekknum hennar, því ein vinkona hennar haföi legið með útbrot og liita í nokkra daga en okkur Þóru datt ekki í hug að hún veiktist líka. Svo var það eitt kvöldið, þegar ég kom heim úr vinnunni, að ég spurði hvort eitthvað væri að. — Ég er las- in, sagði Þóra, ég hlýt að vera með hita. — Littu ekki svona, sagði ég, þú ert ekkert lasin, farðu bara að borða almennilegan mat og reyndu að koma þér í rúmið á skikkanleg- um tíma og hættu þessu veikinda- tali. Svo fór ég að lesa Moggann og fannst ég klókur í barnasálarfræði. Aldrei að trúa þessu veikindahjali, sagði ég við sjálfan mig, barn er ekki veikt nema það sé með hita og veikindalegt útlits. Daginn eftir hringdi mamma hennar Þóru í mig og sagöi, að hún væri orðin veik af hlaupabólu. — Hún er með háan hita og bólur út um sig alla. Þetta þóttu mér ill tíðindi, því enginn læknir er hrifinn af því að einhver veikist, sem hann er búinn að úr- skurða heilbrigðan. — Ertu viss um þetta? spurði ég. —- Auðvitað er ég viss, svaraði konan reiðilega, og þetta er örugglega hlaupabóla. — Já, sagöi ég, þetta datt mér ekki í hug i gær, en svona er lifið, bætti ég við spekingslega, ekki sáu konurnar á Þormóði Kolbrúnarskáldi eftir Stiklastaðarbardaga að hann væri með ör í hjartastað, svo okkur getur öllum skjöplast, læknunum. — Æ, hættu þessu íslendingasagnatali, sagði konan. Dœmigeröur smitsjúkdómur Hlaupabóla er dæmigeröur smit- sjúkdómur, sem veiran varicella zoster veldur. Svipuö veira (herp- es zoster) veldur ristli hjá fullorðn- um. Áður fyrr var hlaupabólu oft ruglaö saman við kúabólu en nú á tímum er búið að útrýma henni. Veiran er í húðinni og veldur útbrot- um, svo hún smitast við snertingu svo og með munnvatni og slími úr nefi sem er hóstaö eöa hnerrað út í loftið. Veikindin eru bráösmitandi svo veiran berst auðveldlega á lok- uðum deildum eins og barnaheimil- um og sjúkrahúsum. Algengast er því, aö fólk hafi fengið veikina áður en það slítur barnsskónum og er sagt, að 95% fullorðinna hafi ónæmi fyrir veikinni svo flestallir veikjast einhvern tímann. Eftir smit er sjúklingurinn ónæmur fyrir veik- inni svo engin hætta er á því að barn fái hlaupabólú ttfisvar eða oftar. Dœmigerö veiruveikindi Barnið er 2—3 vikur með veiruna í sér áður en veikindin blossa upp. Sjúklingurinn fær siðan hita (37,5—38,5) og útbrot út um líkamann. Útbrotin eru í fyrstunni smáir rauðir flekkir sem síðan verða að vökvafylltum bólum með roða í kring. Bólurnar springa og hverfa en smáhrúður myndast í staðinn sem hverfur. Útbrotin eru fyrst og fremst á bolnum en í minna mæli á útlimunum. Bólur geta komið upp innan á kinnunum og í hvörmunum og valda þá miklum óþægindum. Hitinn og útbrotin standa í nokkra daga en síðan ganga veikindin yfir. Stundum myndast ör undan blöðr- unum sem stafa af því, að barnið rif- ur ofan af blöðrunni og sýking kem- ur i sárið og ör myndast upp úr því. Aðrir sjúkdómar eins og heila- himnubólga geta fylgt í kjölfar hlaupabólunnar og ákveðinn hluti barnanna fær höfuðverk, uppköst og flökurleika. Heilabólga getur hlotist upp úr hlaupabólu en hún er mjög sjaldgæf sem betur fer. Algengast er að barn- ið nái sér fullkomlega eftir þessi veikindi og sé orðið alheilbrigt inn- an 10 daga. Þó eru sum börn verr undir slík veikindi búin en önnur, t.d. börn með hvítblæði, krabba- mein eða ónæmissjúkdóma. Oþœgilegur kláöi Þóra vinkona mín var skólabókar- dæmi um hlaupabólu. Hún varð mjög veik, fékk hita i kringum 38,5—39,0, útbrot um sig alla og jafnvel í munninn og kokið. Hún kvartaði mest undan kláðanum, sem henni fannst alveg ferlegur. Ég reyndi að kaupa mentólduft í apótekinu til að bera á verstu staðina en það dugði ekki til. Þá var reynt að gefa henni phenergan undir svefninn til að slá á þetta og gekk það betur, en þó fannst henni kláðinn mjög erfiður. Svo var alltaf verið að banna henni að klóra sér til að koma í veg fyrir örmyndun. — Mér er alveg sama hvort ég fæ ör, sagði hún, bara að ég fái að klóra mér ærlega með nöglunum á öllum fingrunum. Fyrsti og annar dag- urinn voru sýnu verstir en síðan gekk þetta yfir og eftir vikutíma var hún orðin alveg góð og gat aftur farið í skólann sinn. — Er ekki hægt að koma í veg fyrir hlaupabólu? spurði Þóra eftir að hún var oröin góð aftur. — Nei, svaraði ég, þetta er einn af þessum smitsjúkdómum, sem við sitjum uppi með. Þó hefur verið reynt að bólusetja við hlaupa- bólu og þá sérstaklega börn sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að verjast veikinni. Bólusett viö öörum smitsjúkdóm um Aðrir bráðsmitandi barnasjúk- dómar eru mislingar, rauðir hundar og hettusótt. Þeir haga sér mismun- andi en geta haft mun alvarlegri fylgikvilla í för með sér en hlaupa- bólan. Rauðir hundar geta valdið alvarlegum fósturskemmdum ef vanfær kona smitast af veikinni, hettusótt getur valdið heyrnartapi, hlaupið í eistu á drengjum og haft í för með sér briskirtilsbólgu. Misling- ar valda oft alvarlegum veikindum. Nú er farið að bólusetja öll börn hér- lendis við mislingum en viða er- lendis er bólusett gegn öllum þess- um sýkingum (mislingum, rauðum hundum og hettusótt) við 18 mán- aða aldur með svokölluðu ÍVÍMR- bóluefni (mump, measles, rubella). Því miður höfum við ekki fylgt dæmi grannþjóðanna og bólusett öll börn með þessu bóluefni þó öll rök mæli með því að svo verði gert. Þróunin hlýtur þó að verða sú, enda virðast flestir læknar telja það rétta stefnu. Tíðni þessara sjúkdóma hef- ur minnkað mikið eftir tilkomu þessara bólusetninga og mögulega verðum við í framtíðinni fær um að koma í veg fyrir mun fleiri smitandi veirusjúkdóma en þá sem við bólu- setjum gegn núna. ÓTTAR 0- GUÐMUNDSSON pressupennar Pressupennar eru Guðmundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagn- fræðingur, Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðing- ur, séra Sigurður Haukur Guðjónsson og Ogmundur Jónasson, formaður BSRB. Maðurinn sem gleymdist ó fæðingarhótið jólasveinsins Það sagði mér einu sinni mann- fræðingur í Hollandi, að ekkert sem hann sá meðal frumbyggja á Kalim- antan og Sulawesi hefði verið skrítn- ara en jólahald í Evrópu. Hann var kominn á þá skoðun, að mest spennandi mannfræðirannsóknir sem hann gæti lagt í væru ekki á manndómsvígslum meðal Digul- manna á Irian Jaya, eins og hann hafði undirbúið með doktorsnámi, heldur á hegðan innfæddra í Norð- ur-Evrópu á kristnum stórhátíðum. Hann sagðist hafa hrifist af rökvís- inni í hátíðatilbrigðum manna á eyj- um þarna fyrir austan og ekki gert sér grein fyrir eigin menningu í þessum efnum fyrr en hann reyndi að útskýra evrópskt jólahald fyrir nöktum Digul-mönnum með spjót við varðeld í frumskógi Irian Jaya. Jólasagan gekk ekki upp Þetta hafði raunar allt farið illa af stað. Hann hafði undirbúið mál sitt með því að lesa upp úr jólaguðspjall- inu. Það höfðu strax komið fram at- hugasemdir frá áh rendum í þá veru að þetta væri nnileg saga, því enginn vísaði iskri konu á dyr. Þeir höfðu neit > því að nokk- urt hús gæti veri svo fullt að ófrískri konu yrði e-. t fundinn þar staður. í það minnsta myndi enginn Digul-maður koma svona fram við konu. Það lá því fyrir frá upphafi að ekki var stólandi á þetta fólk sem átti þennan spámann. Maðurinn lenti síðan í því að útskýra að Jesús hefði alls ekki búið i Evrópu þar sem jólin væru haldin heldur á allt öðrum stað þar sem enginn héldi jól. Þetta staðfesti Ijótar grunsemdir Digul- manna um bæði spámanninn og fólkið. Það var þó ekki fyrr en mann- fræðingurinn lenti i að útskýra margra vikna verslunarstarfsemi og ómældan fjáraustur til heiðurs manninum sem fæddist í fjárhúsi og benti ekki aðeins á fánýti ríkidæmis, heldur á hættur þess og kvað guðs- ríki fyrir fátæka, að verulega fór að síga í Digul-menn. Þeir sögðu að svipaðar hátiðir væru haldnar þarna á eyjunni, en það væri ekki sett í samband við andlegt líf og trúna á guð. Þetta væri til að þakka fyrir gott regn og til að bægja frá ill- um öndum en kæmi sannleikanum um tilveruna ekkert við. Svo bentu þeir líka á, að jólasveinninn virtist leika stærra hlutverk í þessu öllu en Jesús. Það vantaði einn mann og öll hans mól Digul-menn eru víst ekki einir um að finnast þetta skrítið. Sjálfur hef ég eytt síðustu tvennum jólum í Singapore, en þar er haldið upp á þessa hátíð af enn meiri krafti en hér vestra. Undirbúningur er allur sá sami; fjölmiðlar fyllast af auglýs- ingum strax í nóvember, desember fer í þeyting og búðaráp, síðustu dagarnir fyrir jól eru eins og Þor- láksmessa í Reykjavík, opið er til miðnættis í verslunum og þjóðin þrammar fram og til baka og horfir á varning sem enginn hefur minnstu þörf fyrir, kvartar svolítið undan verðlagi og setur sig svo á hausinn. Ég tók hins vegar eftir því strax á mínum fyrri jólum þarna í borginni að eitthvað vantaði í þetta. Það var þó eiginlega ekki fyrr en eftir að mesta írafárið var afstaðið að ég gerði mér grein fyrir hvað það var. Það var Jesús og öll hans mál. Hér er hann alltaf hafður með, þó það sé oftast í framhjáhlaupi. Hann er hér á landi eins nauðsynleg jólaskreyt- ing og sjálft jólatréð og næstum þvi jafnnauðsynlegur og jólasveinninn, í það minnsta á aðfangadagskvöld. Jólasveinninn einn og óstuddur í Singapore ber hins vegar jóla- sveinninn hita og þunga dagsins án nokkurs fulltingis frá Jesú, sem eng- inn minnist á, enda fáir menn kristn- ir í því landi. Hann er að vísu nefnd- ur í jólalögum sem þarna eru alveg eins fyndin og jólalögin sem íslensk- ir tónlistarmenn reyna að verða rík- ir á. Það var raunar þegar ég var að horfa á sjónvarpið á jóladag þarna fyrir austan að ég gerði mér grein fyrir því, að það var Jesús sem vant- aði í jólin þarna. Það kom nefnilega enginn biskup til að staðfesta að jól- in snerust um Jesúm, heldur voru ít- arleg viðtöl við forsvarsmenn versl- unarráðs landsins og vinnuveit- endasamtaka um „árangur" jól- anna. JÓN ORMUR HALLDÓRSSON^pr^^

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.