Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 14

Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 14
mmmm 14 Fimmtudagur 30. nóv. 1989 Aktu eins og þú vilt aðaðriraki! (KUM EINS OG MENN' LÍKAMLEG SNERTING ER ÖLLUM LÍFSNAUÐSYNLEG. FÆRÐ ÞÚ ÞINN SKERF AF FAÐMLÖGUM? Fyrir skemmslu birtum við glefsur úr dcmskri bók um listina að kyssa, en frændur vorir i Danmörku mæla með fleiru en kossum til heilsubótar. SAMANTEKT JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR Kossabókin á nefnilega systur, sem heitir Nus hinanden (útgef- andi: Borgens forlag), og í henni má lesa ýmislegt fróðlegt um „kelerí" — þ.e.a.s. þá kúnst að hjúfra sig upp að þeim, sem manni þykir vænst um. Við köllum það einfaldlega hjúfur! Það hefur verið vísindalega sann- að að líkamleg snerting er heilsu- bætandi. Eiginlega er hún alveg lífs- nauðsynleg. Þess vegna látum við flakka hér nokkrar teikningar úr fyrrnefndri bók í von um að lesend- ur fái góðar hugmyndir, sem stuðlað geta að fjölbreyttara hjúfri. Og þar með betra og skemmtilegra lífi... Þetta getur eyðilagt innilegt hjúfur: 1. Þröngur fatnaður 2. Spariföt. (Það getur verið erfitt að stunda hjúfur af innlif- un, þegarmaður er uppá- kiæddur. Bíðið þangað til nokkuð er liðið á veisluna og minni hætta er á að fólk taki eftir krumpunum á fötunum ykkar.) 3. Stór armbönd, eyrnalokkar, spennur úr málmi, grófar háls- festar og breið belti. 4. Símhringingar og óvæntir gestir. MUNDU líka að hjúfra þig ein- göngu upp að manneskju, sem þú ert bálskotin/n í. Það er auð- velt að svindla, þegar kossar eru annars vegar, en það kemst strax upp um þig ef þú kelar við einhvern án þess að meina nokk- uð með því. Ef þið hjúfrið ykkur vel og iengi hvort upp að öðru getur ástand- ið orðið varanlegt. Sækist þið eftir aukinni lífsfyll- ingu er upplagt að lífga upp á leiðinlegar stundir með innilegu hjúfri. Faðmaðu elskuna þína t.d. að þér í föstudags-biðröðinni úti í búð, þegar þið eruð stödd í lyftu og á meðan þið bíðið eftir strætisvagni eða leigubíl. Lífið verður þá mun ljúfaral Það er nákvæmlega ekkert nei- kvætt við hjúfur. Það er álíka frá- bært og hitaeiningasnautt súkkulaði, kampavín sem hefði ekki timburmenn í för með sér og innkaup sem maður þyrfti ekki að greiða fyrir. Einfaldlega: dásamlegt! Hjúfur hrekur burt streitu og þunga þanka, kyndir undir róm- antík og veitir sálarró og öryggi. Hjúfur er líka gott ráð við ein- manaleika, því það er ekki hægt að stunda það nema með annarri manneskju. Það er vel hægt að stunda keierí, þó maður sé upptekinn við lest- ur. Engar afsakanir! við hjúfur á veitingastöðum. Þú ferð bara varlega úr öðrum skónum og strýkur fót ástvinar þíns með tánum. Ef fleiri sitja við borðið er mikilvægt að fara ekki fótavillt! ^roum CHA FLYGLAR Vorum að fá sendingu af hinum rómuðu YOUNG CHANG flyglum. Hverjum flygli fylgir 10 ára ábyrgð, og við bjóðum mjög hagstæða afborgunarskilmála, til allt að 2 ára. Verð frá krónum 356.000.- HLJÓÐFÆRAVERSLUN PÁLMARS ÁRNA HF ÁRMÚLI38,108 REYKJAVÍK, SÍMI91-32845 JAPIS - AKUREYRI SKIPAGATA1 - SÍMI 96-25611

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.