Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 30. nóv. 1989 Framh. af síðustu síðu „Höfum ekki enn náð botninum" Svo við snúum okkur á ný að samdráttar-tali. Telurðu að botnin- um hafi verið náð, það er að á komandi sumri fari farþegum til útlanda fjölgandi á ný? „Nei, ég er þeirrar skoðunar að ferðum Islendinga til útlanda muni fækka enn frekar á næsta ári, en fari síðan að aukast á ný. Minnkandi markaður gæti svo þýtt að menn einbeittu sér að því að bjóða upp á hluti sem heilla fólk. Bjóða upp á einhverjar nýj- ungar og þar fram eftir götunum. Það fer líka töluvert eftir því hvernig samningar takast við þá erlendu aðila sem við eigum í við- skiptum við. Verði þeir hagstæðir má að einhverju leyti sporna við þeirri fækkun íslenskra ferða- manna sem annars er fyrirsjáan- leg. Nú lítur út fyrir að samningar við aðila á Spáni verði mjög hag- stæðir fyrir næsta ár, þannig að kannski mun það hafa eitthvað að segja í þessa átt. Sé litið á þróun síðastliðinna ára sést að með vissu millibili hefur orðið verðhrun á þessum markaði og það er að ger- ast nú. Árið í ár var lélegt víðast hvar við Miðjarðarhafið og því fylgir óhjákvæmilega leiðrétting á verði." „Þurfum að hlú að erlendum ferðamönnum" Starfsemi ferðaskrifstofanna byggist ekki eingöngu á útflutn- ingi Islendinga, heldur einnig á innflutningi útlendinga. Hver sérðu fyrir þér að þróun í þeim málum þurfi að vera á næstunni? ,,Eg held að við hljótum að beina sjónum okkar i auknum mæli að móttöku erlendra ferða- manna. Þessi starfsgrein útvegar nú þegar um 10 milljarða í gjald- eyristekjur á ári og að mínu mati er tiltölulega litill vandi að tvö- falda þá upphæð á u.þ.b. 10 árum. Túrismi er að verða ein mikilvæg- asta atvinnugreinin í löndunum umhverfis okkur og ísland er kjör- inn ferðamannastaður. Það hefur hins vegar vantað mikið upp á að þessi atvinnugrein hafi fengið að njóta sín hér og það er mjög mið- ur. Samkvæmt íslenskum lögum á ferðamálaráð til dæmis að fá 10% af tekjum fríhafnarinnar á ári hverju tii landkynningar. Þetta hlutfall hefur hinsvegar farið nið- ur i það að vera aðeins um fimmt- ungur þess sem það á að vera! Það hlýtur að vera öfug þróun að undanfarin tvö ár hefur orðið stöðnun í fjölda erlendra ferða- manna hingað til lands eftir að þeim hafði fjölgað á hverju ári nokkur undanfarin ár þar á und- an. Það er líka stór-undarlegt að ráðamenn þessa lands skuli vera svona sofandi gagnvart þessari at- vinnugrein sem hægt væri að tvö- falda tekjurnar í á tíu árum. Það er grátlegt að horfa á þennan vaxtar- brodd, sem auðvelt væri aö rækta, nánast visna upp fyrir augum manns." Umsjón með sérblaði um VETRARFERÐIR Árni Magnússon STOFA STÚDENTA Það helsta sem setur svip sinn á þjónustuna hjá Ferðaskrifstofu stúdenta í vetur eru ævin- týraferðirnar um Asíu, Afríku og S-Ameríku með E.C.O. Þessi skemmtilegi og jafnframt óvenjulegi ferðamáti hefur orðið æ vinsælli með hverju árinu enda gefur nýútkominn bæklingur um safaríferðirnar það glöggt til kynna þar sem 17 nýir ferðamöguleikar hafa bæst í safnið. Þannig bjóðast nú 95 skipulagðar hópferðir á sérbyggðum trukkum. í vin- sælustu férðirnar er boðið upp á allt að 25 brottfarardaga á ári. Þær ferðir sem vinsælastar hafa verið eru einkum lengri ferðirnar en þær taka allt frá þremur til fjögurra mánaða. Vinsælasta ferðin um Suður-Ameríku er ferðin frá Ríó þvert yfir landið til Quito en hún tekur u.þ.b. 13 vikur. í Asíu hafa ferðirnar sem lagt er upp í frá Kathmandu verið vinsælastar enda gefa þær mikla möguleika á að sameina fleiri styttri ferðir um þetta svæði. Ferðin frá London til Kathmandu hefur líka verið mjög eftir- sótt, en sú ferð tekur u.þ.b. 16 vikur. Vinsælasta safaríferðin í Afríku er þó tvímælalaust ferð frá London sem endar í Dar Es Salaam og er lengd hennar u.þ.b. 16 vikur. Enda þótt lengri safaríferðirnar hafi verið einna vinsælastar hafa styttri ferðirnar hent- að vel þeim sem ekki hafa mikinn tíma aflögu. í því sambandi má t.d. nefna ferðina um Egyptaland en hún tekur 14 daga. Eftirspurn eftir fleiri ferðamöguleikum hefur verið mikil og til að gefa fólki í ævintýra- hug einhverja hugmynd um nýju safaríferðirnar má t.d. nefna að nú er hægt að ferðast um Mið-Ameríku og velja á milli fleiri möguleika í Asíu eins og t.d. tveggja ferða í Tyrk- landi, fleiri styttri ferða um Nepal og Indland. Einnig er hægt að fara í safaríferð frá Thai- landi til Indónesíu og þá er nú orðið æði freistandi að halda áfram yfir til Ástralíu og jafn- vel enn lengra ... Fyrst talið berst að hnattferðum má til gamans nefna að Ferðaskrifstofa stúdenta, í sam- vinnu við stúdentaferðaskrifstofur á Norðurlöndunum, gaf á dögunum út heimsreisu- bækling. Þar eru kynntir 7 möguleikar á heimsreisum ásamt verði. I bæklingnum er einn- ig að finna haldgóðan fróðleik um ýmislegt sem varðar þá er hyggja á langt ferðalag. JÓLAFERÐIR VERALDAR COSTA DEL SOL Vetrardvöl á Costa del Sol hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna og jólaferð þangað er nú árviss viðburður, enda völ á stórgóðri aðstöðu og yndislegu veðri fyrir lægra verð en víðast hvar annars staðar á þessum árstíma. Ferðamiðstöðin Veröld býður nú jólaferð með íslenskum fararstjóra og sérstakt tilboðs- verð á einn besta gististaðinn á ströndinni, Castillo de Vigia, sem er frábærlega staðsettur og býður þægindi eins og sjónvarp, síma, loftkælingu og innisundlaug. Fjöldamargt er hægt að gera á Costa del Sol á þessum tíma, mannlífið ótrúlega mikið, enda flykkjast nágrannaþjóðir okkar þangað yfir jólin. Boðnar eru kynnisferðir til Granada, Sevilla, Gíbraltar og Marokkó ásamt veislukvöld- verði á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á þessum vinsælasta ferðamannastað Evrópu. Thailand Fyrir þá sem vilja upplifa nýja heillandi menningu og stórkostlega náttúrufegurð alls ólíka hinni íslensku er Thailand einstakur valkostur. Jólaferð Veraldar er byggð á reynslu ferðaskrifstofunnar af skipulagningu hópa til Thailands hefur verið valinn sá ferðamáti sem íslendingar hafa best kunnað að meta. Hótelverð í Thailandi er mjög hagstætt og í þessari ferð eru aðeins boðin glæsileg hótel þar sem ekkert er til sparað svo gestum líði vel. Ferðatilhögun er sú að ferðin hefst í Bangkok þar sem borgin er skoðuð og farið í athygl- isverðar dagsferðir, t.d. til Damnern Saduak þar sem einstakt mannlíf á fljótinu er skoðað. Eftir að hafa notið menningar og mannlífs borgarinnar er haldið til Pattaya þann 25. desember þar sem næstu viku er notið í hita og sól á stórglæsilegu hóteli, hinu nýja Dusit Resort, sem er eitt glæsilegasta hótel Asíu. Boðið er upp á kynnisferðir á Pattaya með ís- lenskum fararstjóra og heimferð er svo þann 2. janúar áleiðis til íslands. peislMsalwr Afmaelisuetslur Árs hátiöir Blaöamannafun Brúökaups^elS Dansleikir Danssýningar Erfidry^^ur fermi«9ar?clslur fundir QrimudansW|cir jólaboll Matarboö Ráöstefnur Sumar/aguadu veirarfagnaöu- þorrablót /Ettarmót Eöa bara st““ f|)comiö all* fra fieutar hUóöKerfi djscoteki tt,JÓrgUriSuum. Eitt símtal - veist^n » Þ°fn* MAJVNHIVG, Si»AK 686880. 678967

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.