Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 27
/ Fimmtudagur 30. nóv. 1989 27 Þegar hann var lítill hafði hann ekki miklar áhyggjur af því hvað hann ætlaði að verða í framtíðinni. Reyndar man hann ekki nákvæmlega hver draumurinn var, en er þess að minnsta kosti fullviss að hann var ekki sá að verða flugmaður. ,,Flugvél- arnar sem flugu frá Búðardal og Stykkis- hólmi til Reykjavíkur heilluðu mig ekki!" segir hann. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON Lýður Árni Fridjónsson, þrjátíu og þriggja ára framkvæmdastjóri Coca Cola á íslandi, fæddist í Búðardal og bjó þar til níu ára ald- urs. Fimm ára sótti hann um að fá að setjast á skólabekk og níu ára réð hann sig í vinnu hjá fiskverkunar- stöð í Stykkishólmi. Ellefu ára var hann kominn í frystihúsið og sex sumur var hann til sjós. Sótti um að setjast í skólann 5 ára Hann var í þremur barnaskólum, fyrst í Búðardal, síðan í Stykkis- hólmi og loks i Laugalækjarskólan- um, en til Stykkishólms fluttist fjöl- skyldan þegar Lýður var níu ára, þar sem faðir hans, Friðjón Þórðar- son alþingismaður, gerðist sýslu- maður. ,,Það var mikið fjör og margt brallað á æskuárunum í Búðardal," segir hann þegar hann er beðinn að rifja upp helstu minningarnar frá þeim árum. ,,Við lékum okkur mikið i fjörunni og hjá Laxárósum og frá Búðardal var stutt út í sveit. í minn- ingunni finnst mér þetta hafa verið nokkuð stór krakkahópur. ..“ Það var í Búðardal sem Lýður gekk á fund skólastjóra barnaskól- ans og óskaði eftir að fá að setjast í tíma, þá fimm ára gamall og ár þar til skólaganga skyldi hafin: „Fyrstu þremur bekkjum barnaskóla var kennt saman, og í eldri deild var þremur eldri aldurshópunum kennt. Mér líkaði þetta fyrirkomulag vel og held við höfum frekar grætt á því að vera meö eldri krökkum í bekk; að minnsta kosti gekk mér vel í skóla- náminu.” Hins vegar viðurkennir hann að sér hafi aldrei þótt gaman að vera í skóla: „Skóli var eitthvað sem þurfti að sinna og þá sinnti maður náminu eins vel og hægt var. Mér fannst aldrei sérstaklega gaman að vera í skóla en sætti mig við að ég hefði ekkert val." Skyndilega miklu meiri samkeppni Niu ára gamall skipti hann um skóla og settist i barnaskólann í Stykkishólmi. „Þar var ég í tvo eða þrjá vetur, en síðan fluttum viö til Reykjavíkur og ég fór í Laugalækj- arskólann." Hann samsinnir þvi að það hafi verið „menningarsjokk" aö koma til Reykjavíkur í stóran skóla: „Það voru veruleg viðbrigði. í fá- menninu verða menn hlutfallslega stærri. . . í Stykkishólmi vorum við tveir vinirnir sem vorum alltaf lang- hæstir í bekknum, en þegar maður var kominn í Laugalækjarskólann var allt í einu mun meiri samkeppi í sama bekknum!" segir hann hlæj- andi. „Það var auðveldara að berast á og láta fara mikið fyrir sér í minni plássunum, hér í Reykjavík var samkeppnin miklu meiri." Hann segist þó ekki endilega hafa verið neitt sérlega fyrirferðarmikill krakki, lék fótbolta að einhverju marki og hafði meira gaman af ein- staklingsíþróttum, hlaupi og sundi. Hann sinnir sundíþróttinni enn og segist synda kílómetra á hverjum morgni áður en hann heldur til vinnu. Hvernig sem viðrar? Spurning- unni svarar hann að bragði með þessum orðum: „Nei, ég er nú nátt- úrulega mannlegur. . .! — Hins veg- ar er stefnan sú að synda daglega. Ætli ég sé ekki með 80—85% nýt- ingu á þeim þætti. . .!" Helst segist hann sleppa sundinu úr á haustmorgnum, ekki veðursins vegna heldur vinnuálags sem fylgir kennslu í viðskiptadeild Háskóla ís- lands á haustönn, en þar hefur hann kennt í fjóra vetur. „Kennslan gerir það að verkum að ég held mér bet- ur við — og svo er ekki alveg laust við að ég hafi gaman af henni." Við beinum talinu aftur að fyrsta vetrinum í reykvískum skóla, þegar Lýður kom inn í bekk með nemend- um sem fylgst höfðu að allan barna- skólann: „Það voru auðvitað ákveðnir samlögunarerfiðjeikar í fyrstu," segir hann. „Strákarnir voru ekkert mjög hrifnir af að Jájaýjan keppinaut en þetta gekk allt upp fyrir utan minniháttar áretfsfrá?' Fyrirlitinn í menntaskóla Hann saknaði vinannar fýrir vest- an þótt hann segist alltaf hafa verið sjálfum sér tiltölulega nógur. Það bætti úr skák þegar besti vinurinn úr Stykkishólmi, Clarence Edwin Glad, flutti suður og þeir gátu end- urnýjað vinskapinn. Úr Laugalækjarskólanum lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem Lýður vakti athygli fyrir að vera hægrisinnaður. „MH var mjög rót- tækur á þessum árum og við vorum örfáir, ekki nema fjórir held ég, sem vorum nánast fyrirlitnir fyrir póli- tískar skoöanir okkar," segir hann. „Við vorum álitnir hinir verstu menn og stundum lá við handalög- málum aí þessum sökum. Nei, ég Lýður Friðjónsson, framkvæmdastjóri Coca Cola, í PRESSU-viðtali BÓLUSETTUR GEGN

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.