Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 30. nóv. 1989
PRBSSaM
VIKUBLAD Á FIMMTUDÖGUM
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson
Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Páll Vilhjálmsson
Ljósmyndari: Einar Ólason
Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir
Prófarkalestur: Sigríður H. Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakiö.
SNÖGG VIÐBRÖGÐ
BORGARSTJÓRNAR í
KJÖLFAR
PRESSUFRÉTTAR
Að tillögu Davíðs Oddssonar borgarstjóra samþykkti borgar-
ráð sl. þriðjudag að starfsmenn byggingarfulltrúa borgarinnar
þyrftu framvegis sérstakt leyfi byggingarnefndar til að taka að
sér aukaverkefni fyrir aðila úti í bæ. Upphaf þessa máls má
rekja til fréttar sem birt var hér í PRESSUNNI í byrjun nóvem-
ber um að dæmi væru þess að umræddir starfsmenn bygging-
arfulltrúans tækju að sér hönnun fyrir almenna byggingarað-
ila í hjáverkum. Bent var á að í byggingarreglugerð væri skýrt
kveðið á um að byggingarfulltrúum væri óheimilt að gera
húsateikningar nema sérstaklega stæði á. í beinu framhaldi af
grein PRESSUNNAR lögðu fulltrúar minnihlutans í borgar-
stjórn fram fyrirspurn um umfang þessara starfa starfsmanna
byggingarfulltrúans. Niðurstaðan var kynnt á fundi borgarráðs
í vikunni og þar kom m.a. fram að einn starfsmaður hafði
teiknað alls 13 einbýlishús í hjáverkum á einu ári. Mál þetta
vakti athygli og gagnrýni eftir að PRESSAN dró það upp á yfir-
borðið, en nú hefur borgarráð ákveðið að skerða valdsvið
borgarverkfræðings á þann veg að allar undanþágur sem
hann kann að veita í þessu skyni skuli fara fyrir byggingar-
nefnd til samþykktar eða synjunar og ber að fagna skjótum
viðbrögðum borgaryfirvalda.
SENDIHERRAFRÚIN
SEGIR FRÁ
í dag birtir PRESSAN ítarlega frásögn af bók sem fyrrverandi
sendiherrafrú, Heba Jónsdóttir, er að senda frá sér og á ugg-
laust eftir að valda fjaðrafoki á næstu vikum. Par sviptir sendi-
herrafrúin hulunni af lífi þeirra sem veljast til opinberrar þjón-
ustu fyrir íslands hönd á erlendum vettvangi. Frásögnin er op-
inská og óvægin og spannar mörg ár í utanríkisþjónustunni.
Þar koma m.a. fram alvarlegar upplýsingar um bruðl og jafn-
vel misferli í tengslum við opinber embættisstörf á árum áður.
Enginn vafi er á að bókin verður umdeild, en eins og frásögn
PRESSUNNAR af efni bókarinnar ber með sér kemur þar sitt
hvað fram sem vekur spurningar um ábyrgð embættismanna
á opinberu fé og siðferði í opinberri þjónustu. Hér er ekki unnt
að leggja endanlegan dóm á réttmæti þessara lýsinga, sem
sendiherrafrúin fyrrverandi ber á borð, en tvímælalaust eru
þær einstæðar samanborið við íslenskar æviminningar eins
og menn þekkja þær best.
pólitisk þankabrot
Múr til einskis
Pólitísk þankabrot skrifa Birgir Árna-
son, aðstoðarmaður viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, Einar Karl Haraldsson,
ritstjóri Nordisk Kontakt, og BolliHéð-
insson hagfræðingur.
„Eftir að múrinn féll hef ég oft hugleitt öll
þau „mannúr" sem fóru I þetta einskis nýta
eftirlit og hvort ekki hefði mótt nýta
þennan herskara ungra manna og kvenna í
öðrum og hagnýtari tilgangi."
Það er nánast útilokað að
setja texta á blað þessa dag-
ana án þess að geta hinna
sögulegu viðburða í Mið-Evr-
ópu. Að horfa á fall Berlínar-
múrsins (þó í sjónvarpi sé)
markar svo merkileg tima-
mót að tímarit eitt flokkaði
þennan atburð sem ?líkan
heimssögulegan viðburð, að
fólk kæmi til með að muna
hvar það var statt og hvað
það var að gera þegar það
heyrði tíðindin. Sögulegir at-
burðir seinni ára sem falla í
þennan flokk viðburða hafa
einna helst verið upphaf
styrjalda ásamt morðinu á
Kennedy Bandaríkjaforseta.
(Kennedy tengist á hinn bóg-
inn Berlínarmúrnum frá því
hann mælti hin fræknu orð
„Ig bin æn Belliner" á úti-
fundinum við þinghúsið í
Berlín hér um árið.)
Ég minnist þess hversu
kynnin af múrnum, járntjald-
inu og þjóðfélaginu þar fyrir
austan verkuðu sterkt á mig
þegar ég fór þar fyrst um. Ég
gat aldrei varist þeirri hugsun
að þýskir kommúnistar hefðu
ekki alveg haft nægjanlega
glöggmótaðar hugmyndir
um hvernig haga bæri hinu
nýja þjóðfélagi þegar þeir
voru alit í einu komnir með í
hendurnar bæði land og þjóð,
að afloknu seinna heimsstríð-
inu. Hægust voru því heima-
tökin hjá þeim að leita aftur
til þess þjóðfélags og þeirra
samfélagshátta er þjóðin bjó
við fyrir stríð. Þar sem alræð-
isvald flokksins leyfði síðan
ekki nema takmarkaða þró-
un var sem þarna væri um að
ræða staðnaða þjóðfélags-
skipan frá fjórða áratug ald-
arinnar. Þetta máttu Austur-
Þjóðverjar síðan búa við allt
til ársins 1989. Samfélagið í
Austur-Þýskalandi líktist
mest því sem ég gerði mér í
hugarlund að það hefði verið
■ Þriðja ríkinu, aðeins hafði
verið skipt um formerki.
Þegar ég vildi heimsækja
vini austan múrsins á náms-
árum mínum í Þýskalandi lét
maður sig hafa það að fara
jafnvel einu sinni á sólarhring
út úr Austur-Þýskalandi til
þess eins að koma þangað
aftur, því það var auðveldari
leið til að ná dvalarleyfi til
nokkurra daga en að sækja
um með margra vikna fyrir-
vara til „bjúrókratanna" í
Austur-Berlín. Það var óneit-
anlega kyndugt augnaráð
sem mætti mér stundum hjá
landamæravörðunum í
Warnemunde þegar ég sneri
aftur með sömu ferjunni og
ég hafði farið með nokkrum
klukkustundum áður. Á
Checkpoint Charlie-landa-
mærastöðinni í Berlín fannst
mér að eftirlitsmennirnir litu
mig slíku hornauga að engu
væri líkara en ég væri mætt-
ur á staðinn í þeim eina til-
gangi að kollvarpa þjóð-
skipulaginu hjá þeim, rétt á
meðan ég skryppi austurfyrir
eina dagstund. Ef farið var
með lest kostaði landamæra-
eftirlitið margra klukku-
stunda töf á meðan starfs-
menn skrifræðisins umturn-
uðu lestarklefunum og létu
hunda þefa hvern krók og
kima undir lestinni, þar sem
einhver mannvera gæti
leynst. Þetta þurftu þeir nátt-
úrulega að gera mörgum
sinnum á dag við hverja lest
sem fór um en voru alls ekki
neinar sérstakar trakteringar
við mig þó ég væri þarna á
ferð. Skrifræðið hafði reynd-
ar náð slíkri fullkomnun að
eftirlitsmennirnir höfðu kom-
ið sér upp sérstöku ferðaskrif-
borði sem hékk á þeim fram-
anverðum og auðveldaði
þeim skriffinnskuna. Hef ég
hvorki fyrr né síðar séð svona
skrifborð.
Eftir að múrinn féll hef ég
oft hugleitt öll þau „mannár"
sem fóru í þetta einskis nýta
eftirlit og hvort ekki hefði
mátt nýta þennan herskara
ungra manna og kvenna,
sem vann við þetta eftirlit í
gegnum tíðina, í öðrum og
hagnýtari tilgangi. Það hlýtur
að hafa verið einkennileg til-
finning fyrir landamæraverð-
ina að horfa upp á „ævistarf-
ið“ brotið niður svo að segja
á einni nóttu. Allt í einu, einn
góðan veðurdag í nóvember,
kemur í Ijós að allt sem þeir
hafa verið að gera umliðna
áratugi var bara misskilning-
ur. Þeir voru dregnir á asna-
eyrunum við að leggja sitt af
mörkum til að halda úti kerfi
sem síðan fékk ekki staðist.
Ekki svo að skilja að þessir
menn hafi tregað það að múr-
inn féll, miklu heldur að þeir
áttu oft ekki annarra kosta
völ.
í ágúst 1961 þegar Erich
Honecker, síðar leiðtogi Aust-
ur-Þýskalands, lét reisa Berl-
ínarmúrinn, sem var reyndar
ekkert nema gaddavírsflækj-
ur fyrst í stað, var vöruskort-
urinn í Austur-Þýskalandi
slíkur að Honecker mun hafa
orðið að fá gaddavírinn
keyptan af umframbirgðum
Bandaríkjahers í Vestur-
Þýskalandi! Smám saman var
síðan múrinn sem slíkur
byggður úr múrsteinum og
enn mátti Honecker leita
vesturfyrir að kaupa múr-
steina af vestur-þýskum fram-
leiðendum til að fullgera
mannvirkið. Austur-Þjóðverj-
ar voru ekki sjálfum sér næg-
ir um steina í eigin fangelsis-
múra.
Sú „iðandi kös“ sem Berlín-
arborg er þessa dagana og
Mið-Evrópa verður á næstu
árum gæti um margt breytt
heimsmyndinni sem við ís-
lendingar höfum búið við síð-
ustu áratugi. Þau svæði sem
nú eru að losa sig úr álaga-
ham úreltra kennisetninga
hafa lengst af verið á hefð-
bundnu áhrifasvæði Þýska-
lands, bæði menningarlega
og stjórnmálalega. Lengst af
hafa þau heldur ekki fengið
að hafa landamæri sín í friði
fyrir þessum fyrirferðarmikla
granna. Enginn vafi er á að
Vestur-Þýskaland mun gegna
langstærstu hlutverki við
enduruppbyggingu þessara
þjóðfélaga og auka enn áhrif
sín langt út fyrir Mið-Evrópu,
einnig hingað til lands. Þann-
ig gæti hugsanlega heldur
dregið úr engilsaxneskum
menningaráhrifum hér á
landi, þó enn sé langt í land
með að það verði líkt og var
í byrjun aldarinnar, þegar
menn lærðu þýsku í stað
ensku og fleiri íslendingar
fóru utan til Þýskalands í nám
en til hins samanlagða enska
málsvæðis.
Ótal spurningar vakna um
hversu lengi skipan austur-
þýskra efnahagsmála geti
haldist með opin landamæri
við allt annað hagkerfi. Fyrir
Austur-Berlínarbúa er það
auðvitað freistandi að sækj-
ast eftir vestrænum neyslu-
varningi vestan múrs og fyrir
Vestur-Berlínarbúa gæti það
verið eftirsóknarvert að
sækja í austur þýska matvöru
bæði niðurgreidda og fram-
leidda með langtum lægri
vinnulaunum. Allar þessar
spurningar og hið risavaxna
verkefni sem bíður Þjóðverja
við endurreisn Austur-Evr-
ópu gera Mið-Evrópu að
þeirri „iðandi kös“ sem
áhugavert verður að beina
huganum að á komandi tím-
um.
I
hfn pressan
„Ég heff skrifað saksóknara
rikisins bréff og ffarið ffram á
það við hann að hann rann-
saki hvernig ég heff staðið
að mólum../#
— Stefán Valgeirsson þingmaður i DV
„Svo verða „flokkseigendurn-
ir" eftir með Þjóðviljann sinn
og minningarnar um stétta-
baráttuna og veröld sem var.
Rökréttast væri auðvitað að
þeir kæmu sér fyrir á Þjóð-
minjasafninu."
— Guðmundur Magnússon sagn-
fræðingur í DV
„Það liggja þvi engin rök á bak
við frestunina nema þá óskilj-
anleg hræðsla Júlíusar Haf-
stein viö embættismenn
borgarinnar."
— Össur Skarphéðinsson i Þjóðvilj-
anum
„Vegna sprengingarinnar
hljótum við að hafa misst
heyrn í smástund, því við
heyrðum engar rúður brotna,
enga bíla aka í burt og sáum
engan umgang..."
— Jóhann G. Friðbertsson nemi í
Morgunblaöinu
„Lífshamingja flestra fer eftir
því hvað þeir eru duglegir við
að blekkja sig með hinu og
þessu."
— Guðbergur Bergsson rithöfundur
í DV
„Hins vegar hefur gengið erf-
iðlega að halda við ríkisfangi
Leifs Eiríkssonar..."
— Garri i Timanum
„Við mælumst til þess að héð-
an í frá verði skepnurnar i girð-
ingum en ekki fólkið í land-
inu."
— Herdis Þorvaldsdóttir formaður
Lifs og lands í DV
„Þau Jón (Gröndal) og Eva Ás-
rún (Albertsdóttir) þurfa ekki á
aðstoðarmönnum að halda..."
— Ólafur M. Jóhannesson fjöl-
miölarýnir Morgunblaðsins
„Okkur var Ijóst að fólk gerir
meiri kröfur til Ingólfs en ann-
arra manna hvað varðar um-
fjöllun um einkalíf hans."
— Sveinn Guðjónsson í Morgun-
blaðinu um endurminningabók Ing-
ólfs Guðbrandssonar
„Fundurinn fór að mestu í um-
ræður um skuldahala sjón-
varpsstöðvarinnar."
— Frétt um Stöð 2 í fimanum
„Eg veit til þess
aö stjörnumerki
manna hafa kom-
iö til álita viö
ráöningarmál hér
á landi og yröi
satt aö segja ekki
undrandi þótt þau
fœru aö skjóta
hér upp kollinum
í auknum mœli á
nœstunni, ef
marka má
straumana í þessu
efni erlendis frá.“
— Guðni Jónsson atvinnumiðlari i
Morgunblaðinu