Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 21

Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 30. nóv. 1989 21 *«««*»«<t»i»«««*»«*»»«««*«««K»*««»«««K»*»«««<.««K»»«*»*««fc*»»«*’»*»*«**«,**»***»*»«««*««R» Flestum íslendingum finnst rjúpan eða annar jóla- matur, jólatréð, jólamessan, jólasnjórinn, jólagjaf- irnar, jóla-þetta og jóla-hitt mynda eina órofa heild. Inn í þessa heildarmynd koma svo nónustu ættingjar heima hjó pabba og mömmu, börnum eða jafnvel afa og ömmu. Fjölskyldan sameinast í góðri móltíð, hótíð- ODYRAR FERÐIR íslenskar ferðaskrifstofur hafa með sér félag sem heitir einfaldlega Félag íslenskra ferðaskrifstofa. Á vegum þessa félags er hinn svonef ndi Farklúbbur rek- inn, i nóinni samvinnu við VISA-ísland. Pressan fór ó stúfana og kannaði hver tilgangur þessa klúbbs væri og hvaða starfsemi færi fram ó hans vegum. Það er Héðinn Kjartansson sem er starfsmaður klúbbsins og veitir honum forstöðu. Hann var fyrst spurður að því í hverju starf þessa klúbbs væri fólgið? „Tilgangur klúbbsins er fyrst og fremst sá að geta boðið félags- mönnum upp á ódýrar ferðir, nokkrar á ári, sem auglýstar verða hverju sinni. Það er ekki ætlunin að verða með margar slíkar á hverju ári, en þó nokkrar. Fyrsta slíka ferðin var einmitt farin síð- astliðinn laugardag. Þá var haldið vestur á bóginn í átta daga ferð til Flórída. Sú ferð er í raun niður- greidd af klúbbnum og kostar um helming þess sem gengur og ger- ist á almennum markaði. Fólk fýsir eflaust að vita hverjir séu meðlimir í þessum klúbb og því er fljótsvarað. Allir þeir sem eru handhafar Farkorts og Gullkorts VlSA-íslands eru með- limir klúbbsins. Það er reyndar nokkuð útbreiddur misskilningur að Farkortið sé einungis aukakort, þannig að handhafi almenns VlSA-korts, eða Alkorts, verði að bæta við sig Farkortinu. Þetta er rangt því Farkortið nýtist á ná- kvæmiega sama hátt og venjulegt greiðslukort og meir til. Farklúbbs-félagar eiga meðal annars kost á verulegum afslætti hjá ýmsum aðilum hér innan- lands, sem utan. Hér heima nægir að nefna staði eins og Hótel Is- land, sem veitir meðlimum 50% afslátt af verði aðgöngumiða, auk ýmissa matsölustaða og annarra fyrirtækja sem veita umtalsverð- an afslátt." Þannig að fyrir þá sem hafa hug á að njóta hlunninda fyrir minna verð en gengur og gerist væri ekki úr vegi að verða sér úti um slíkt kort. Þá kemur sú spurning strax upp í hugann hvort ekki verði að borga meira fyrir slíkt hlunninda- kort en almenn greiðslukort? „Jú, vissulega, en þó er munur- inn ekki meiri en svo að sé við- komandi með almennt kort fyrir og þurfi að láta endurnýja það, þá kemur það í sama stað niður hvort hann endurnýjar gamla kortið og fer svo við annan mann á Hótel ís- land í tvö skipti, eða fær sér Far- kort og nýtir möguleikann á fyrr- nefndum afslætti. Auk þess sem klúbbfélögum standa til boða ódýrar ferðir með vissu millibili erum við með Lukkuferðir, sem dregnar eru út tvisvar á ári. Það eru um 30 ferðir í boði og það eru handhafar Far- og Gullkorta VISA sem eiga mögu- leika á að hreppa vinning. Þeim heppnu gefst svo kostur á að kaupa sér utanlandsferð á 30 kr. Nú fyrir skömmu var einmitt dreg- ið í fyrstu lukkuferðina. Sjö lukk- unnar pamfilar eiga þess kost að kaupa sér ferð fyrir tvo til London, Kaupmannahafnar, Lúxemborgar eða Glasgow fyrir 30 krónur, og gisting innifalin." Þú segir að markmið klúbbsins sé meðal annars að bjóða félögum upp á ódýrar ferðir til útlanda, samanber fyrrnefnda Flórídaferð. Er einhver ferð í deiglunni sem þú getur sagt frá? „Ekki er það nú svo, en við vinn- um nú að ferðatilboðum fyrir næsta ár sem kynnt verða í Farklúbbsfréttum Ingva Hrafns og fréttabréfi klúbbsins. Við komum til með að bjóða upp á ferðir á verði sem er langt fyrir neðan al- mennt markaðsverð svo það er til nokkurs að vinna fyrir fólk að ger- ast meðlimir klúbbsins. Það er einnig rétt að geta þess að Farkort- ið felur í sér miklu víðtækari ferða- tryggingar en almennt gerist. Því til staðfestingar má nefna að sé helmingur ferðakostnaðar greidd- ur með farkorti fylgir ferða-, slysa-, sjúkra-, farangurs-, ábyrgðar- og> ferðarofstrygging og endur- greiðsla orlofsferða með í verði ferðarinnar. Þá má ekki gleyma því að handhafar Farkorts fá lengri greiðslufrest hjá ferðaskrif- stofunum en handhafar almennra korta, eða 6 mánuði í stað 4.“ legri umgjörð, flestir minnast þess, þó ekki væri nema með sjólfum sér, hvers vegna við höldum jólin hótíð- leg. Við gleðjum hvert annað með því að gefa gjafir, faðmast og kyssast, gefa af okkur og þiggja af öðr- um. Flest okkar myndu fussa og sveia værum við spurð hvort við vildum nú ekki prófa að breyta of- urlítið til og halda jólin hátíðleg í einhverju öðru landi. Til dæmis í Mexíkó eða Thailandi? Kuala Lumpur eða Argentínu? Ekki að ræða það, myndu margir segja, ekki þó í boði væru öll veraldar auðæfi myndu aðrir segja. Svo eru hinir sem hrista af sér hefðirnar, pakka niður nauðsynlegustu hlut- um eins og tannbursta, rakvél og nærfötum, kveðja vini og vanda- menn og halda á vit ævintýra og jóla í framandi löndum. Ein slík fjölskylda býr í Garða- bænum. Það eru hjónin Svend Richter og kona hans Björg Yrsa Björnsdóttir. Blaðamaður Press- unnar brá sér í kaffi til þeirra hjóna um síðastliðna helgi og grennslað- ist fyrir um það, hvað það væri sem fengi hjón með þrjú börn, 8, 15 og 18 ára, til að fara til útlanda í desember og dvelja erlendis um jól og áramót? Sleppa árlegum „pakkaferðum" Það stendur ekki á svari hjá þeim hjónum. Þau fara ekki í hefð- bundnar sumarferðir sem margir landar þeirra fara jafnvel í á hverju ári, þ.e. til sólarlanda eða ein- hverra nálægra landa í leit að sól og sumri eða ódýrum fatnaði. Þau leggja drög að hverri jólaferð með góðum fyrirvara og byrja jafnvel að leggja til hliðar fyrir ferðinni í febrúar-mars, svo að jólin þeirra verði ekki kennd við plastið — Visa- eða Euro-jól. Þessi tími hent- ar líka ágætlega hvað börnin varð- ar, því frí er í skólum og þar að auki er iítið um að vera hjá Svend, sem er tannlæknir. Síðast en ekki síst hafa þau komist að því að fjöl- skyldan er aldrei meira saman en einmitt þegar hún er erlendis um jól. Þá er setið og tekið í spil, tefld- ar skákir, borðað saman og spjall- að í mun meira mæli en þegar jól og áramót eru haldin hér heima. Þau segja að foreldrar kannist eflaust flestir við það að þegar börn þeirra séu komin á unglings- aldur verði erfiðara að fá þau til að vera heima, nema á aðfangadags- kvöld og kannski fyrri hluta gaml- árskvölds. Annars togi vinir, kunn- ingjar og jafnvel kærustur eða kærastar í krakkana. Thailensk jól I annað sinn Þau Björg og Svend hafa verið fjórum sinnum erlendis um hátíð- irnar, í Thailandi, Brasilíu, Mexíkó og á Miami. Eftir u.þ.b. þrjár vikur er svo stefnan á ný sett á „Perlu austursins" — Thailand. „Austurlensk menning heillar okkur ákaflega mikið. Fólkið er með afbrigðum vingjarnlegt, þjónustan eins og best verður á kosið og umhverfið stórbrotið. Það er líka mikill misskilningur ef fólk heldur að í landi eins og Thai- landi sé ekki nokkur leið að upp- lifa jólastemmninguna. Auðvitað er hún ekki eins þar og hér, en engu að síður eru jólatré, það koma jólasveinar til að skemmta krökkunum og fleira er gert fyrir þá. Við borðum dýrindis mat á að- fangadagskvöld, kaupum ein- hverjar gjafir handa hvert öðru og eigum okkar jól, þótt ólík séu því sem íslendingar eiga að venjast, að nokkru leyti í það minnsta. Þegar við fórum til Thailands í fyrra skiptið, sem var fyrir 5 árum, áttum við alls ekki von á að rekast á jól þar, ef þannig má að orði komast. Samt sem áður höfum við sennilega, eftir á að hyggja, hvergi upplifað aðra eins stemmningu og einmitt þar. Nú, 5 árum seinna, finnst okkur vera tími til kominn að heilsa á ný upp á þetta stórkost- lega land og þá menningu sem þar er að finna. Strákurinn okkar er líka kominn með kærustu sem kemur með okkur og hann langar til að sýna henni það sem landið hefur upp á að bjóða. Við byrjuðum að leita fyrir okk- ur með ferð á þessum tíma í maí, en þá þegar var orðið mjög erfitt að fá inni á hótelum þar, og þá sér- staklega á milli jóla og nýárs. Það hafðist þó að lokum og þá á þann hátt að við förum utan með ferða- miðstöðinni Veröld og verðum á hóteli á hennar vegum, sem okkur hefur verið sagt að sé í sérflokki. Reyndar eru góð hótel þarna miklu betri en við eigum að venj- ast, en kosta hins vegar mun minna. Það að við skulum fara í hópferð núna er reyndar nokkurs konar undantekning frá reglunni, því 'venjulega höfum við gengið frá flugi og hóteli hér heima, áður en lagt er af stað og látið afganginn ráðast. Með því móti finnst okkur við fá meira út úr ferðunum, við förum í þær skoðunarferðir sem okkur langar að fara í og leitumst við að upplifa hluti sem venjulegir .ferðamenn eiga ekki kost á að upplifa. Þannig ætlum við reyndar að reyna að hafa þessa ferð einnig, þó við verðum hluti af hópi.“ Mexlkanskur sverðfiskur hang- andi uppi ó vegg Nú hafið þið farið víða, eru ein- hver atriði ofar á blaði í minninga- bók hugans en önnur? „Já, því er ekki að neita," segir Svend og rennir augunum dreym- andi upp eftir einum vegg stofunn- ar, þar til þau staðnæmast uppi undir lofti. Þar hangir einhver sá stórkostlegasti fiskursem undirrit- aður hefur séð. Ekki einasta er hann sá stærsti heldur líka sá feg- ursti sem orðið hefur fyrir augum mínum. „Þessi lét lífið fyrir minni hendi í Acapulco í Mexíkó fyrir tveimur árum. Tildrögin voru þau að þegar við vorum að pakka niður fyrir þá ferð hvarflaði sem snöggvast að mér að taka með mér flugustöng- ina mína, en ég stunda mikið veiðiskap hér heima á sumrin. Mér fannst það hins vegar fullmik- ið vesen svo ég ákvað að kaupa mér stöng ytra, ef tilefni gæfist til. Þegar við svo vorum komin til Mexíkó skildu innfæddir alls ekki hvað ég átti við og reyndu ítrekað að selja mér háfa til að veiða flug- ur í. Það varð því úr að við sonur minn röltum dag einn niður á bryggju þar sem við sáum að aug- lýst var ferð með bát á sverðfisk- Framh. á næstu síðu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.