Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 4
4
-/Föstudagur* 29. des.. 1989
litilræði
af tanngarði
Áður en húsið er hannað
eru menn yfirleitt með
gaskútana inni í húsunum
en síðan verður stefnubreyting.
(Húsameistari ríkisins
Morgunbl. 16. des. 1989.)
Þegar ég var krakki hafði ég á engu eins mik-
ið dálæti og Bakkabræðrum.
Mér fannst þeir — einsog sagt er í dag —
óborganlegir.
Bakkabræðrasögurnar las ég aftur og aftur og
hló mig máttlausan í hvert skipti.
Ég man aðég var alla tíð klár á því að Bakka-
bræðrasögurnar væru tilbúningur einn, því
óhugsandi væri að slíkir moðhausar hefðu yfir-
leitt haft tök á því að þreyja þorrann og góuna.
Þetta var áður en sú stétt manna kom fram
í dagsljósið sem einu nafni hefur verið kölluð
hönnuðir.
Það var ekki einu sinni búið að finna þetta
töfraorð, hönnuður, upp.
Það var eiginlega ekki fyrr en hönnuðir fóru
að láta verkin tala og Ijósið sitt skína á prenti,
að ég hætti að lesa Bakkabræðrasögur, enda
hafði gæfan borið mér uppí hendurnar nýtt að-
hlátursefni ekki síðra en Bakkabræður og að
því leytinu bitastæðara að hönnuðir eru þó
ekki bara þjóðsagnapersónur heldur, að því er
mér skilst, fólk sem hefur á sér mannsmynd og
lifir og hrærist í samfélaginu í dag.
Og stinga ekki verulega í stúf fyrr en þeir fara
að láta hendur standa framúr ermum.
Þá koma þeir öllum í sólskinsskap, líkt og
Bakkabræður forðum, með ótrúlega spaugi-
legum hönnunartilfæringum.
Þær Bakkabræðrasögur sem ég hafði löng-
um mest dálæti á voru einkum þrjár: Sagan um
það þegar þeir jusu vatni í botnlausa tunnu og
undruðust að ekki skyldi hækka í henni þar til
þeim var bent á að hún var botnlaus og er af
komið orðtakið:
Ekki er kyn þótt keraldið leki, botninn er suð-
urí Borgarfirði.
Önnur sagan er af því þegar þeir byggðu sér
húskofa en gleymdu að hanna á hann glugga
og reyndu að bera myrkrið út og sólskinið inn
í sorptrogi.
Þriðja sagan er „Faðir vor kallar kútinn" og
kemur sú saga óneitanlega oft uppí hugann
þessa dagana þegar hönnuðir eru dægrin löng
að klóra sér, guð má vita hvar, og velta vöngum
yfir því hvað eigiað gera viðgaskútana í „Tann-
garði" Háskóla íslands norðanvert við Vatns-
mýrina í Reykjavík.
Sannleikurinn er nefnilega sá að Bakka-
bræðrasögur eiga sér, einsog-önnur klassík,
sláandi hliðstæður í nútímanum, svo þess-
vegna gætu Bakkabræðrasögur, þegar betur
er að gáð, ailar verið heilagur sannleikur.
Fullvíst má telja að hönnunarsögur nútím-
ans verði Bakkabræðrasögur framtíðarinnar.
í staðinn fyrir „Ekki er kyn þótt keraldið leki"
verður sögð sagan af hönnun flugstöðvarinnar
sem kennd er við Leif Eiríksson.
í staðinn fyrir „Sólskinið í troginu" fá afkom-
endur okkar að heyra söguna af loftorrustunni
á Kjarvalsstaði og Ijósburði í trogum á þeim
bæ.
En mesta kátínu á þó hönnunarsaga TANN-
GARÐS eftir að vekja meðal komandi kyn-
slóða.
Jafnvel hætt við að Bakkabræðrasagan
„Faðir vor kallar kútinn" falli í skuggann af gas-
kútunum í Tanngarði Háskóla íslands.
Gæti svosem byrjað svona:
Einusinni fóru hönnuðir húsameistara að
hanna tanngarð og unnu verkið af svo miklu
kappi en lítilli forsjáað úr varð hús sem ekki var
brúklegt sem tanngarður eða tanngarður sem
ekki var brúklegur sem hús.
Voru nú góð ráð dýr.. o.s.frv.
Það er einsog fólk geri sér ekki Ijóst að auð-
vitað er hönnunin á þessum furðulega Tann-
garði öðru fremur til að halda fólki í góðu skapi.
Viðtölin við Hallgrím Snorrason, formann yf-
irstjórnar mannvirkjagerðar á Landspítalalóð,
og húsameistara ríkisins í Morgunblaðinu á
dögunum hafa áreiðanlega orðið til þess að slá
á skammdegissvartsýni margra.
Það þarf nú minna til að breyta dimmunni í
dagsljós.
Formaður yfirstjórnar mannvirkjagerðar
bendir á að ekki sé um hönnunargalla að ræða
á þessu merkilega húsi.
Það sé að vísu rétt að erfitt sé að komast
leiðar sinnar um gangana vegna karga í gólf-
dúknum, ryk sáldrist linnulaust úr loftinu uppí'
þá sem eru að máta nýja tanngarða og gas-
leiðslur liggi þar sem eldhættan er mest.
Að dómi formannsins er hér ekki um hönn-
unargalla að ræða, heldur hafa hönnunarkröf-
urnar breyst frá því í gamla daga.
Líklega þegar reiðingur var notaður í þekj-
una.
Afturámóti segir Hallgrímur að gaslekinn
hafi ekki komið til umfjöllunar fyrr en á þessu
ári og má af þessu skilja að nú séu kröfurnar
orðnar það strangarað ekki sé talið við hæfi að
gasleiðslur séu lekar og síst þar sem neistar
mikið af rafmagni.
Húsameistari ríkisins segir afturámóti orð-
rétt:
— Áður en húsið er hannað eru menn yfir-
leitt með gaskútana inní húsunum en síðan
verður stefnubreyting og við hönnun hússins
vildu menn vanda sig ...
Ég býst við að íslenska þjóðin ætti að þakka
guði og forsjóninni fyrir það ef hús á íslandi
verða ekki einsog þau eru áðuren hönnuðirnir
hanna þau.
Og þó. Kannske gætu slíkar byggingar kom-
ið manni í enn betra skap en hinar sem taka
breytingu á hraða Ijóssins, á byggingarskeið-
inu, eða í hvert skipti sem upp kemst um alvar-
lega hönnunargalla.
Sumir álíta að misvitrir hönnuðir séu búnir
að kosta íslensku þjóðina fullmikið á undan-
förnum árum.
En það gerir ekkert til ef þeir geta komið al-
menningi í gott skap með því að hanna nýja
brandara.
Og svo eru þeir endalaust svo ótrúlega ráða-
góðir.
En það er bara þetta með góðu ráðin einsog
segir svo oft í sögunum af Bakkabræðrum.
Nú eru góð ráð dýr.
Gleðilega rest.
Hvemig sem á stendur-
Við emm á vakt
allan sólarhringinn