Pressan


Pressan - 29.12.1989, Qupperneq 6

Pressan - 29.12.1989, Qupperneq 6
6 Föstudagur 29. des. 1989 Við vorum næstum einangruð í um klukkustund. Það var hræðilega kalt en á endanum tókst okkur að komast inn á torg- ið í gegnum litla götu. Allt í einu fylltist sú gata af lögregluþjón- um og þegar við litum í kringum okkur sáum við að í öllum hliðargötunum í kringum torgið hafði lögreglumönnum verið komið fyrir. Við vorum umkringd hundruðum lögreglumanna. Flestir þeirra báru rauða kolla og voru úr sérsveit lögreglunn- ar. Við höfðum aldrei séð þennan einkennisbúning fyrr. Öllum verslunum og íbúðarhúsum við götuna hafði verið lokað af leynilögreglumönnum til að tryggja að við gætum ekki forðað okkur. Þegar þeir byrjuðu að berja fólkið átti það sér enga undankomuleið. Lögreglan lokaði öj.lum götum sem lágu út frá torginu og hún hafði læst dyrum að öllum húsum við götuna. Sópuðu fólkinu með snjóplógum Þá byrjaði það. A fyrstu sekúndunni gat okkur ekki órað fyrir öllum þeim hryllingi sem við áttum eftir að sjá á næstu klukku- stund. Auðvitað sáum við aðeins brot af öllu með eigin augum. Hitt fréttum við frá vinum okkar, af ljósmyndum og af mynd- böndum. En það sem við sáum með eigin augum var jafnvel hræðilegra en það sem fjölmiðlar greindu frá. Skyndilega komu lögreglumenn úr öllum áttum. Þeir báru hvíta hjálma með hlífðargleri fyrirandlitum. Þeir gengu fylktu liði inn í hóp mótmælenda og hófu barsmíðar með trékylfunum. Fólk byrj- aði að hlaupa, reyndi að flýja, en slíkt var ógjörningur. Það var ekkert hægt að komast og það myndaöist algjört öngþveiti. Þá birtust allt í einu brynvarðir vagnar. Þeir óku þeim mitt inn í þvöguna. Framan á flestum þeirra voru snjóplógar, sem notað- ir voru tilað ryðja fólkinu úr vegi. Þeir sem lentu í þessum snjó- plógum slösuðust alvarlega. Öngþveitið var slíkt að við áttum erfitt um andardrátt. Innan um var gamalt fólk og lítil börn. Margir reyndu að bjarga lífi sínu með því að skríða undir bif- reiðir sem þarna hafði verið lagt. Bílarnir forðuðu þeim frá bar- smíðum og þeir sem voru svo heppnir að komast undir þá gátu loks náð andanum. Spörkuðu í meðvitundarlaust fólk Vesalings fólkið sem stóð fremst í röðinni var barið illa með trékylfunum en lögreglan lét sér ekki nægja að berja þá sem næstir stóöu, heldur tóku þeir líka einn og einn út úr hópnum og létu kylfurnar ríða á þeim. Margir lágu meövitundarlausir í götunni eftir barsmíðarnar, en þaö virtist ekki duga lögreglu- mönnunum sem héldu áfram að sparka í þá liggjandi með gaddastígvélunum. Ég veit ekki hvers vegna, en mér virtist þeir enn ruddalegri við stúlkur en pilta. í einni þröngri hliðar- götu stóðu lögreglumenn beggja vegna götunnar. Þeir gáfu fólki merki um aö það kæmist út í gegnum þessa götu. Þeir sem reyndu að flýja þar í gegn hlupu eftir miðri götunni meðan kylfurnar buldu á þeim frá hægri og vinstri. Þessi aðferð var notuð á síöustu öld og nú var veriö aö endurvekja hana. Við endann á þessari götu biðu lögreglumennirnir með rauöu húf- urnar. Þeir voru flestir um fertugt og virtust viti sínu fjær. Ég vil ekki segja hér í smáatriðum frá því sern þeir gerðu við námsmennina. Það eina sem ég vil segja er að þeir höfðu með sér úlfhunda og spörkuðu í þá sem þegar lágu í götunni. Þeir voru allir í stígvélum meö göddum. Gaddarnir stungust í maga og nýru fólksins og margir verða varanlega skaddaöir af völd- um þeirra. Fölnuð blóm og tætlur úr fötum Eftir aö þessari martröð var lokið fórum við aftur inn á torg- iö. Sú tilfinning sem greip mig þegar ég leit yfir staðinn er sú versta sem ég hef upplifað á ævinni. Allt var yfirfullt af sjúkra- bifreiöum með blikkandi Ijós, fólk frá Rauða krossinum, lækn- ar og hjúkrunarlið báru þá mest slösuðu í burtu. Torgið var fullt af blómum og kertum. Þar lágu líka tætlur úr kápum og húfum og margir liöfðu misst veskin sín. Veggir sumra húsanna voru rauöir að lit; rauðir af blóði. Þarna voru líka margir lögreglubíl- ar fullir af fólki sem verið var að handtaka. Bílarnir dugðu ekki, þeir fylltu heilu strætisvagnana af fólki sem þeir fluttu á lögreglustöðina. Á götunni sat ungt fólk alblóðugt á höndum og í andliti. Margir mótmælendanna stóöu með hendur upp að húsvegg og biðu þess að verða teknir af lögreglunni. Það var farið með fólkið eins og stórglæpamenn. Þetta var hræðileg sjón og ég réð ekki viö tárin. Ég var heppin að Jon var meö fimm lögreglumenn með kylfur. Þeir réðust á hann og börðu hann. Það síðasta sem við sáum var að þeir hentu honum inn í lögreglubíl. Alls staðar var fólk, sem var annaðhvort rautt í andliti af blóði eða næstum grænt af óhugnaðinum sem blasti við. Við komumst inn á lítið kaffihús en gátum ekki einu sinni pantað okkur kaffi því við skulfum svo mikið. Þegar við komum heim um nóttina var frændi minn, sem nú býr hjá okkur, ekki kom- inn. Það leið þó ekki á löngu þar til var hringt á bjöllunni. Fyrir utan stóðu tvær konur með frænda á milli sín. Hann skalf svo mikið að hann gat ekki staðið. Þegar við komum honum úr peysunni blöstu við okkur bláir marblettir yfir allt bakið. Hann hafði verið einn þeirra sem reyndu að komast út í gegnum göt- una sem lögreglumennirnir stóðu báðum megin við. Við þorð- um ekki annað en fara með hann í sjúkrahús því auk marsins á bakinu var hann með stóran skurð á höfði sem þurfti að sauma saman. Á flótta eftir húsþökum með úlfhunda ó hælunum Við fengum margar upphringingar frá samstarfsmönnum og vinum. Einn starfsfélagi minn hringdi skömmu eftir miðnætti til að vita hvort við hefðum komist heilu og höldnu heim. Rödd hans skalf svo mikið að hann gat varla talað. Sjálfur er hann læknir og hafði ásamt fimmtíu öðrum komist undan barsmíö- um lögreglunnar með því að flýja inn í íbúðarhús. íbúar húss- ins hjálpuðu þeim upp í þurrkherbergi sem staðsett er uppi við þakrjáfur. En lögreglan elti þá inn í húsið með úlfhunda. Þeim tókst að komast upp á þak á þessu sex hæða húsi og það varð þeim til lífs að húsin við götuna eru byggð hvert upp við annað. Þeir hlupu eftir þökum, með lögreglu og óða úlfhunda á hæl- unum. Einn vinur hans var næstum farinn fram af, svo mikill var asinn að komast undan hundunum. Við sváfum ekkert þessa nótt. Svo kom laugardagur. Við þorðum ekkj niður í bæ en héldum sambandi viö vini okkar símleiðis. Við höfðum á tilfinningunni að eitthvað hræðilegt hefði gerst, því ekkert þessu líkt hafði gerst frá því við fædd- umst. Svo komu dagblöðin. Þar stóðað lögreglan hefði aðeins verið að biöja námsmennina um nafnskírteini. Það var hreint ótrúlegt hvað blaðamaðurinn gat logið! Aftur á Wenceslas-torgi Á laugardagskvöldið ákvað fólk að reyna að yfirgefa heimili sín og fara niður að torginu. í fyrstu mættu 10.000, svo 20.000 en fyrr en varði var Wenceslas-torgið yfirfullt. Við vorum í þessum hópi, en við vorum dauðskelkuð um að lögreglan birt- ist og allt hæfist að nýju. En ekki einn einasti lögregluþjónn kom að Wenceslas-torgi þetta kvöld. Stúdentarnir hófu mótmæli að nýju og fóru fram á stuðning stjórnarinnar og hvöttu til almennra verkfalla. Þeir báðu jafn- framt um rannsókn á þeim atburðum sem ættu ekki að geta gerst hjá nokkurri siðmenntaðri þjóð. Kröfur okkar um frelsi urðu háværari ogígegnum hörmungarnar 17. nóvember náðu raddir okkar og leiðin til frelsis hófst. Það sem nú er að gerast í Tékkóslóvakíu eru hlutir sem þið getið varla trúað. Það er yndisleg tilfinningað nú getum við talað frjálslega, mótmælt frjálslega. Ríkisstjórnin hefur hafið rannsókn á málinu og gefið þjóðinni loforð um að atburðir af þessu tagi muni aldrei henda sig aftur. Við verðum alltaf sterkari aðilinn Þegar við fórum að torginu í seinna skiptið og ég leit yfir hópinn gerði ég mér grein fyrir að viö gætum sigrað. Þegar ég sá þessar þúsundir vissi ég að við yröum alltaf sterkari aðilinn. Við héldum fund í sjúkrahúsinu á mánudeginum þar sem sam- þykkt var að allir starfsmenn styddu kröfur námsmanna. Allt varð betra frá þessum degi og núna, einum mánuði eftir mót- mælin, getur sá sem ekki er í landinu vart ímyndað sér þær breytingar sem hafa orðið. Ég geri mér grein fyrir að þetta bréf, sem átti aö vera jóla- bréfið mitt, er nokkuð dapurlegt og ég biðst afsökunar á j)ví. En það gleður ykkur örugglega að hér er allt orðið svo gott og ég veit að í framtíöinni munuð þið aðeins fá gleðilegar fréttir frá Tékkóslóvakíu, , , ykkar Zuzana." mér. Hann tók mig næstum með valdi með sér af torginu. Við reyndum að komast heim en óttuðumst lögreglumennina sem enn réðust á þá sem reyndu að komast í burtu. Enginn vissi hvers vegna þeir börðu, sumt af þessu fólki hafði ekki einu sinni tekið þátt í mótmælunum. Við sáum eldri mann koma út af veitingahúsi. Þegar hann leit yfir götuna kallaði hann upp yfir sig; ,,Guð minn góður! Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt fyrr. Hver gerði þetta? Hvers vegna, hvers vegna?!“ Um leið birtust Sovéskir hermenn votta virðingu sina námsmanni sem sagður var hafa látist af völdum barsmida 17. nóvember. Siðar kom i Ijós aö höggin höfðu ekki reynst banvæn. „Þeirbáru stórar trékylfur. Okkar vopn voru nellikur," segir Zuzana meðal annars i bréfinu sem lýsir deginum á Wen- ceslas-torgi. VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins " 1 Dregið 24. desember 1989 ————————- SUBARU LEGACY STATION 1.8 GL: 56601 79707 102893 500.000 KR. GREIÐSLA UPP í BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI: 11201 116460 136315 143386 FERÐ AÐ EIGIN VALI MEÐ SAMVINNUFERÐUM-LANDSÝN EÐA VÖRUR AÐ EIGIN VALI FRÁ JAPIS EÐA HÚSASMIÐJUNNI FYRIR 100.000 KR.: 5601 20738 35906 57775 75585 94149 113450 158495 171465 12836 21353 38661 58949 81227 96443 117554 160779 14358 29585 45635 61247 90392 105769 143829 165279 15517 35565 47666 70828 92755 109117 157550 167802 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FRÁ HEIMILISTÆKJUM EÐA IKEA EDA UTILIFI FYRIR 50.000 KR.: 2971 30846 51338 80940 95811 112041 128732 150092 174474 5315 31531 58603 81909 102736 116544 130322 151948 174782 13369 36355 62355 82535 104734 118296 130588 157179 175578 14975 37901 64628 83321 104894 120480 133527 159329 178334 17721 38645 64703 83930 105984 121681 139876 163341 23599 41207 68515 85864 108114 123248 144645 163423 26190 46190 76288 92637 109953 126830 145166 165875 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 621414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. § é Krabbameinsfélagið Slys gera ekki boð á undan sér! S“ Bili bíllinn getur rétt staðsettur - / a \ VIÐVÖRUNAR / / \\ ÞRIHYRNINGUR //MW Skipt öllu máli // ' £.'\ Urað míUMFERÐAR ( ) UrAo ''-o nr-y - INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. janúar 1990 er áttundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 8 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 4.063,05 _ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. júlí 1989 til 10. janúar 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2771 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 8 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1990. Reykjavík, 29. desember 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.