Pressan - 29.12.1989, Side 9
Hans heilagleiki á Islandi.
N u n n u r ufs K ar m i: I k I o u s t m\ u' i
H.ifnarfirði tntta Johanntts 'P.it
ifa II. sc?m konvtíl Islarufs latui
daciiiin 3. jurii.
SAMANTEKT: ÓMAR FRIÐRIKSSON MYNDIR: EINAR ÓLASON O.FL.
Sögutími í Valhöll. Þorsteinn Pálsson,
formaöur Sjálfstæðisflokksins, rifjar upp
sögu flokksins við undirbúning sögusýn-
ingar sem sett var upp fyrir 60 ára afmæli
Sjálfstæðisflokksins 25. maí. Þorsteinn má
una sæmilega við sitt eftir árið. Hann hélt
formannssætinu á landsfundi flokksins
5.—8. okt. og flokkurinn rauk upp í skoð-
anakönnunum en kjör Davíðs Oddssonar í
varaformanninn var af flestum talið sýna
óánægju með formennsku Þorsteins skv.
formúlunni; „þegar sjálfstæðismenn eru
óánægðir með formanninn fær varafor-
maðurinn aö fjúka".
Borgaraflokksmenn skrifa sig inn í ríkisstjóm-
ina. 10. september gekk Borgaraflokkurinn formlega til
liðs við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Óli Þ. Guð-
bjartsson varð dóms- og kirkjumálaráðherra og Júlíus
Sólnes fékk ráðuneyti hagstofunnar auk umhverfisráðu-
neytis, sem þó er enn ekki til nema sem framtíðaráform
og óvíst um fæðingu.
UPPHEFÐ ÁRSINS
VALUR VALSSON
ráðinn bankastjóri íslandsbanka
ÓLAFUR SKÚLASON
kjðrinn biskup Islands
BENEDIKT GRÖNDAL
skipaður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum
ÓLAFUR SVERRISSON
kosinn stjórnarformaður SÍS 6. júní
JÚLÍUS SÓLNES
kjörinn formaður Borgaraflokksins og skipaður hag-
stofuráðherra
AXEL GÍSLASON
ráðinn forstjóri Vátryggingafélags Islands
VALUR ARNÞÓRSSON
skipaður bankastjóri Landsbankans
STEFÁN FRIÐFINNSSON
skipaður stjórnarformaður ísienskra aðalverktaka sem
fulltrúi ríkisins
STJÖRNUHRAP ÁRSINS
Kvennalistinn í skoðanakönnunum
Albert Guðmundsson
Stöð 2
Ingólfur Guðbrandsson
Samband íslenskra samvinnufélaga
GJÖF ÁRSINS
Brúðkaup órsins. Það vakti
mikla forvitni lesenda er Pressan
greindi ítarlega í myndum og
máli frá hinni miklu brúðkaups-
veislu þeirra Jóns Óttars Ragn-
arssonar, sjónvarpsstjóra á Stöð
2, og Elfu Gísladóttur leikkonu,
en þau gengu í hjónaband 14.
maí.
Beðið eftir bjór-frétt. Bjórinn var leyfður 1. mars. Fréttamenn voru í stell-
ingum við útsölustaði ÁTVR að morgni bjórdagsins og biðu eftir örtröð hinna
bjórþyrstu en gripu í tómt Fyrsti bjórdagurinn fór rólega fram og flestir létu
nægja að væta kverkarnarað loknum vinnudegi á heimsborgaravísu — þvert
ofan í spár bjórandstæðinga.
Listaverkagjöf Erró til Reykjavíkur-
borgar er hann gaf tvö þúsund Iistaverk
16. september.
Mitterrand viðurkennir sérstöðu íslnnds á Evrópukort-
inu. Francois Mitterrand Frakklandsforseti heilsarforseta íslands
er hann kom til viöræðna við íslenska ráðamenn 7. nóvember um
Evrópumálefni. Þar kom fram mikil»æg viðurkenning af hans
hálfu á sérstöðu íslands gagnvart Evrópubandalaginu.
Rúðherra á ferð og flugi. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráöherra var á sífelldum þeytingi vegna Evrópumálefna á árinu
og fréttamennáttu fullt í fangi með að ná tali af honum. Utanríkis-
ráðherra tók við formennsku í ráðherranefnd EFTA í viðræðunum
gagnvart EB. Evrópumálin komust loks rækilegaá dagskrá síðari
hluta ársins og yfirskyggðu flest önnur fréttamál.