Pressan - 29.12.1989, Page 13
Föstudagur 29. des. 1989
13
Bogmaður — Bogmaður
Heillandi hjónaband! Þau geta fljótt oröið þreytt hvort
á öðru. 1990 gæti orðið erfitt fyrir ykkur að ná hvort
öðru!
Bogmaður — Fiskar
Þægilegt samband. 1990 gæti komið til ósamkomu-
lags vegna ferðalags. Eitthvað eigið þið illa saman
kynferðislega.
Bogmaður —Hrútur
Funheitt samband, fullt af hlýju og ástríðum. Mjög vin-
samlegt árið 1990 og þið haldið saman. Gott ár, bæði
í viðskiptum og ástum.
Bogmaður — Krabbi
Sérkennileg blanda, því krabbinn er heimakær en
bogmaöurinn ævintýragjarn. Árið 1990 gengur ykkur
báðum einstaklega vel á einu sérstöku sviði og þið
verðið stolt og hreykin.
Bogmaður — Ljón
Bæði hafa gaman af spenningi, glæsileika og skemmt-
unum. Þótt þið séuð mjög lík gætuð þið fjarlægst árið
1990.
Bogmaður — Meyja
Meyjunni finnst bogmaðurinn grobbinn. Bogmannin-
um finnst meyjan alltaf segja „nei”. Árið 1990 finnst
öðrum þið vera harðskeytt og skynsamt par.
Bogmaður — Naut
Eiga fátt sameiginlegt. 1990 verður kynlífið kapps-
fullt, hratt og ákaft, en skyldi það endast?
Bogmaður — Sporðdreki
Erfitt samband. Árið 1990 skipar sporðdrekinn of mik-
ið fyrir og bogmaðurinn verður lítið hrifinn af því.
Með umburðarlyndi ætti ykkur þó að semja vel.
Bogmaður — Steingeit
Ólíkar manngerðir, en geta sýnt heilbrigða skynsemi
og ástúð. 1990 lofar stórkostlega góðu. Það er eitthvað
sem hvetur ykkur til að koma vel saman. Dásamlegt
fyrir ný sambönd.
Bogmaður — Tvíburi
Svo lík, samt svo ólík! Þau ráðast hvort gegn öðru,
nærri því af kvikindisskap! Einhver tiltekin atburðarás
veldur ykkur efasemdum árið 1990. Frábært ár til að
ferðast saman.
Bogmaður — Vatnsberi
Fyrirmyndarsamband, því þau reyna ekki að þvinga
hvort annað tilfinningalega. Árið 1990 verður mjög
svipað og þið þurfið hvort á öðru að halda. Verið
hreinskilin hvort við annað.
Bogmaður — Vog
Prýðilegt samband, því þau hressa hvort annað upp.
Vogin er full af ráðagerðum sem ykkur þykja báðum
spennandi. Þiggið aðstoð frá öðrum fjölskyldumeð-
limum. Sumarið verður ánægjulegasti tíminn.
Fiskar — Fiskar
Þau svamla um í hamingjuvímu og vilja hjálpa heimin-
um. Árið 1990 gætuð þið bæði heilsast og kvaðst í
mesta bróðerni.
Séra Heimir Steinsson þjódgardsuördur er krabbi, en eig-
inkona hans, frú Dóra Pórhallsdóltir, er tvíburi. Samkvœmt
spánni mun krabbinn eiga fullt í fangi meö ad fylgja tvíbur-
anum eftir árid 1990.
Fiskar — Hrútur
Fiskurinn er yfirleitt á báðum áttum en hrúturinn vill
öllu ráða. Fiskurinn er svolítið hræddur við breytingar
árið 1990, en hrúturinn býr yfir miklum fortöluhæfi-
leikum!
Fiskar — Krabbi
Þau virðast eiga stórkostlega vel saman, streyma
hvort inn í hjartað á öðru. Það verður erfitt að slíta
þetta samband árið 1990, því þið sigrist í sameiningu
á erfiðleikum.
Fiskar — Ljón
Dásamlega næmur skilningur á innsta eðli hvors ann-
ars. 1990 laðist þið dásamlega hvort að öðru í upphafi
— reynið að láta það endast.
Fiskar — Meyja
Bæði eru hrifin af hreinleika og háleitum hugsjónum,
en meyjan er hagsýn og fiskarnir draumlyndir! 1990
metið þið skoðanir hvors annars.
Fiskar — Naut
Mjög ólík skapgerð. Árið 1990 gætuð þið orðið frávita
af ást — og komist að því síðar að þið voruð frávita!
Fiskar — Sporðdreki
Þetta ætti að bjargast, svo framarlega sem fiskurinn
hefur frelsi og sporðdrekinn auðugt tilfinningasam-
band. 1990 streitist fiskurinn ef til vill gegn breyting-
um.
Fiskar — Steingeit
Sambandið gæti leiðst út í þunglyndi ef þau fara sínar
eigin leiðir. 1990 er fiskurinn ef til vill svolítið ertinn,
svona til að lífga upp á tilveruna. Steingeitin er ekkert
hrifin af því! Þið gerið sameiginleg mistök í viðskipt-
um.
Fiskar — Tvíburi
Fiskarnir eru hikandi og tvístígandi í samanburði við
glögga skapgerð tvíburans. Þið farið stundum í taug-
arnar hvort á öðru árið 1990.
Fiskar — Vatnsberi
Vatnsberanum finnst fiskurinn of hverflyndur fyrir
sinn smekk, en þau geta samt unnið vel saman með
innsæi sínu. Kynlífið verður ofarlega á baugi 1990, en
fjárráðin verða þröng. Stórt, sameiginlegt verkefni
heppnast vel.
Fiskar — Vog
Fólk í þessum merkjum finnur til andlegs skyldleika,
svo samband þeirra verður ákaflega viðkvæmt. Árið
1990 hjálpar bráðsnjall áhrifavaldur ykkur báðum.
Frábært ár fyrir hjónaband — eða brúðkaupsafmæli!
Hrutur — Hrútur
Blóðheitt, fljótfært og örvandi samband. Þið eruð
tengd sterkum böndum árið 1990, en ekki alltaf þægi-
legum. Deilur ekki síður en sættir.
Hrútur — Krabbi
Stundum stormasamt samband, sem einkennist af
skaphita og þunglyndisköstum. En ástríðan er líka
mikil. 1990 getið þið náð mjög góðum árangri og vek-
ið adáun annarra.
Hrútur — Ljón
Mjög hlýtt og fjörugt, en bæði vilja ráða. Það verður
hart barist um yfirráðin árið 1990, en ástríkið er líka
mikið. Gott ár fyrir hjón sem hafa verið gift lengi.
Hrútur — Meyja
Þau finna ekki til sannrar samkenndar og erfiðleikarn-
ir eru miklir á köflum. Meyjan virðist á nálum 1990,
en hrúturinn er of sjálfumglaður og góður með sig.
Hrútur — Naut
Hrúturinn horfir fram á veginn en nautið er hrifnara
af fortíðinni. Það gengur á ýmsu árið 1990 og valda-
baráttan verður hörð. Aftur á móti er væntumþykjan
líka mikil. Treystið því að allt fari vd.r-
Hrútur — Sporðdreki
Bæði eru sterk, en hafa gjörólík viðhorf. Sambandið
verður erfitt árið 1990 og þið gætuð verið'hrædd við
að sýna ást ykkar opinskátt. í viðskiptum eru tengslin
góð.
Hrútur — Steingeit
Hér eru töluverð átök um völdin, hrúturinn tekur
áhættu og steingeitin ráðleggur gætni. 1990 vinnið
þið jafnt og þétt að sameiginlegu takmarki.
Hrútur — Tvíburi
Fjörugt og opinskátt par og allt verður undan að láta
þegar þau eru ósammála. Þið vinnið vel saman og
gætuð unnið til sameiginlegra verðlauna árið 1990.
Páll Magnússon, fréttastjóri Stödvar 2, er tvíburi en kona
hans, Hildur Hilmarsdóttir, sporddreki. Um þau merki er
sagt ad þar ríki,,ástar-haturs-samband“ á árinu 1990.
Hrútur — Vatnsberi
Bæði eru sjálfstæð og vilja fara eigin leiðir. Vatnsber-
inn getur fengið hrútinn á sitt band, sérstaklega með
nýjum áætlunum. Hrúturinn er furðu auðveldur við-
fangs.
Hrútur — Vog
Þau eru á sitthvorum enda litrófsins, gjörólíkt fólk. Ár-
ið 1990 býðst þeim tækifæri til að afla sér fjár í samein-
ingu.
Krabbi — Krabbi
Móðurlegt par, gæta hvors annars vel. 1990 eru viss at-
riði í einkalífinu sem þið viljið hreinlega ekki ræða.
Innan fjölskyldunnar gengur aftur á móti allt í haginn.
Krabbi — Ljón
Þau eiga ágætlega saman, þó að þau séu ólík. Árið
1990 verðið þið að veita hvort ööru svolítið frelsi — þá
semur ykkur vel.
Krabbi — Meyja
Þau eru bæði varfærin í afstöðu sinni til lífsins. Sam-
band ykkar árið 1990 einkennist af ást og góðu skapi.
Þið ættuð ekki að taka hliðarspor með öðrum þetta ár.
Krabbi — Naut
Bæði eru fjölskyldufólk og vilja hafa hægt um sig. Árið
1990 skemmtið þið ykkur dásamlega í ferðalagi og
finnst þið vera orðin ung aftur.
Krabbi — Sporðdreki
Ástríðufullt, trygglynt og eigingjarnt samband. Árið
1990 gera tafir ykkur gramt í geði, en á endanum náið
þið yfirhöndinni.
Krabbi — Steingeit
Traust samband þar til dauðinn aðskilur þau. Árið
1990 virðist þetta samband verða hvikult — og ósam-
kvæmt sjálfu sér! Það gæti ýmislegt versnað, áður en
það batnar aftur.
Krabbi — Tvíburi
Hugmyndaríkt par, en tvíburinn er grunnur og krabb-
inn djúpur. Krabbinn getur ekki haldið sama hraða og
tvíburinn árið 1990, svo þið gætuð fjarlægst hvort
annað. Sættir verða dásamlegar.
Krabbi — Vatnsberi
Sérkennilegt samband, því krabbinn er stundum of til-
finningaríkur fyrir vatnsberann. Þið njótið félagsskap-
ar hvors annars betur en áður árið 1990. Núna verðið
þið að halda aftur af ykkur.
Krabbi — Vog
Með ánægjulegri samböndum. 1990 verður vogin ef
til vill ekki eina manneskjan í lífi krabbans. Það gæti
valdið afbrýðisemi og öryggisleysi.
Ljón — Ljón
Þau minna á tvo leikara sem reyna að stela senunni
hvor frá öðrum. Árið 1990 verður sambandið betra en
nokkru sinni fyrr. Annað hjálpar hinu á framabraut.
Hvað fjárhaginn varðar lendið þið í sameiginlegu
klúðri.