Pressan - 29.12.1989, Side 14

Pressan - 29.12.1989, Side 14
14 Föstudagur 29. des. 1989 Ljón — Meyja Gjörólík skapgerð. Ljónið hefur stórt hjarta og meyjan vill hafa allt í röð og reglu. Ljónið má ekki hrista upp í hlutunum að nauðsynjalausu árið 1990. Þið gætuð verið að fjarlægjast svolítið. Ljón — Naut Milli þeirra er mikil ást og blíða. Ljónið verður að hvetja nautið til dirfsku árið 1990. Vcilgeir Gudjónsson lónlistarmadur er vatnsberi og kon- an hans, Ásta K. Ragnarsdóttir, er meyja. Milli þeirra merkja mun ríkja ,, meirihúttar samhand". Egill Olafsson tónlistarmadur er vatnsberi en kona huns, Tirina Gunnlaugsdóttir, tvíburi. Þótt einhuer uandamál kunni aö koma upp milli para í þessum merkjum mun allt leysasl fljótt og uei Ljón — Sporðdreki Dragast ósjálfrátt hvort að öðru. 1990 lítur út fyrir að verða varasamt. Þið virðið hvort annað, en eigið ekki margt saman. Ljón — Steingeit Valdafíkin stjörnumerki, svo þau berjast um hvort eigi að ráða. Góð samskipti í fjölskyldumálum og viðskipt- um, svo árið 1990 verður minnisstætt. Þetta er fyrir- taks ár til að hittast — og verða ástfangin. Ljón — Tvíbur Með best heppnuðu samböndum dýrahringsins. Árið 1990 ríkir dásamlegt andrúmsloft ævintýra á milli ykkar. Ljón — Vatnsberi Þau fara stundum hvort í taugarnar á öðru, en yfirleitt bæta þau hvort annað upp. Árið 1990 skemmtið þið ykkur og vinnið saman í mesta bróðerni. Miklar vonir um framtíðina. Ljón — Vog Allar líkur á að það heppnist. Þið getið skemmt ykkur konunglega árið 1990, ef til vill í vinsamlegri sam- keppni hvort við annað. Skemmtanaiðnaðurinn lætur eitthvað á sér kræla í'lífi ykkar. Meyja — Meyja Meyjunum kemur vel saman. 1990 breytist skamm- tímasamband í langtímasamband! Mjög gott, þið lað- ist sterkt hvort að öðru — svo þið ættuð að notfæra ykkur það! Þið hvetjið hvort annað. Meyja — Naut Þau ættu að skilja hvort annað vel, en það geta verið gallar á. Mikið skynsemissamband árið 1990, en lítil tilfinningasamskipti. Hjón gætu verið að halda hvort sína leið. Meyja — Sporödreki Ágætt samband til vinnu en tilfinningalega eru þau gjörólík. Árið 1990 gæti sporðdrekinn kennt meyjunni að njóta kynlífsins, kynlífsins vegna! Flunkuný sam- bönd geta dáið drottni sínum. Meyja — Steingeit Þetta er fremur viðskiptasamband en tilfinningalegs eðlis. Bæði hafa háleitar hugsjónir. 1990 spilla áhrif annarra sambandinu um hríð. Meyja — Tvíburi Snjallt samband — en gagnrýnin hvort á annað. Þau eiga vel saman árið 1990, en fólk gæti brotið heilann um ykkur bæði. Haldið þið einhverju leyndu fyrir ná- grönnunum? Meyja — Vatnsberi Rólegt og yfirvegað samband, sem minniháttar nagg gæti spillt. Þið njótið félagsskapar hvors annars árið 1990, en eruð ef til vill ósammála um vini. Þið getið bæði verið skynsöm — svo þið skuluð gera gott úr því. Meyja — Vog Það getur komið til smávægilegra árekstra, en bæði vilja þægilegt, vandræðalaust líf. Meyjan verður leið- inleg til að byrja með, en 1990 verðið þið bæði ráðsett. Það gæti komið til brúðkaups — eða annarrar brúð- kaupsferðar. Sporödreki — Vatnsberi Sambandið getur orðið þvingað og þrúgandi því sporðdrekinn er stundum of drottnunargjarn. Vatns- berinn má ekki leyfa sporðdrekanum að verða of for- pokuðum árið 1990. Tónlistarmaöurinn Jakob Frímann Magnússon er naut en Ragnhildur Gísladóttir er vog. Samkuœmt spánni mun Jak- ob uera duglegur uiö ad halda ueislur á komandi ári, en Ragnhildur mun fremur kjósa aö skemmta sér annars staö- ar. Sporðdreki — Vog Gjörólíkar manneskjur, því sporðdrekinn er ákaflynd- ur en vogin ljúf og létt. Árið 1990 getur kímnigáfan orðið ykkur til bjargar. Látið ekki ólíka skapgerð spilla sambandinu. Steingeit — Steingeit Sambandið minnir óneitanlega á viðskiptasamning! Árið 1990 getur orðið svolítið erfitt viðfangs í upphafi, en þið standið saman. Erfiðleikar gætu styrkt sam- bandið. Steingeit — Tvíburi Reyndar kemur þeim vel saman, þó ólík séu. Árið 1990 hefur tvíburinn meira athafnafrelsi en aumingja steingeitin, sem finnst hún vera svolítið leiðinleg. Steingeit — Vatnsberi Par sem veit hvað það syngur, þó steingeitin reyni að ráða yfir vatnsberanum. Þetta samband þroskast prýðilega árið 1990 — en flýtið ykkur hægt. Steingeit — Vog Steingeitin er metnaðargjörn en vogin er blíðlyndari og auðveldari í umgengni. Það gengur allt að óskum ykkar á milli, þó að steingetin sé heldur ævintýra- gjarnari árið 1990. Tvíburi — Tvíburi Skemmtilegt samband, en svolítið í léttari kantinum. 1990 gætirðu tekið stærri bita en þú ræður við og öðru ykkar finnst illa komið fram við sig. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra ernaut og eig- inkona hans, Guðrún Þorbergsdóttir, Ijón. Hjá þeim gildir sami spádómur og hjá Jóni Ottari Ragnarssyni og Elfu Gísla- dóttur, enda sömu stjörnumerkin á ferðinni. Tvíburi — Vatnsberi Vingjarnlegir og fjölhæfir saman. Einhver vandamál verða í upphafi ársins, áður en þið náið fyllilega vel saman. Tvíburi — Vog Vingjarnlegt, hlýlegt samband. Dásamlegt jafnt fyrir samvinnu sem ástir. Vogin er einmitt hressingin sem tvíburinn þarf á að halda árið 1990. Þið verðið áreið- anlega hamingjusöm saman. Vatnsberi — Vatnsberi Par sem kippir sér ekki upp við smámuni, góðir félag- ar en svolítið tilfinningakaldir. Þið verðið bæði raunsæ árið 1990 og það ætti að færa ykkur nær hvort öðru. Vatnsberi — Vog Viðræðugott par, létt á bárunni og beiskjulaust. Sam- bandið verður ánægjulegt árið 1990, engar kröfur eða nöldur. Það gætu komið upp deilur vegna tengdafólks. Vog - Vog Heillandi par. Dásamlegt samband og sérlega gott ár- ið 1990. Þið verðið vinsæl hjá fjölskyldu og vinum. Naut — Naut Naut eru tengd sterkum, traustum og varanlegum böndum. Árið 1990 er áherslan lögð á stöðugar endur- bætur á sambandinu. Ekki eiga von á flugeldasýning- um í tilfinningalífinu! Naut — Sporðdreki Geta bundist hlýjum sæluböndum, sporðdrekinn svíf- andi í skýjunum en nautið með alla fætur á jörðinni. Stoltið kemst upp á milli ykkar árið 1990 — hvort ætl- ar að láta í minni pokann? Látið stríðið ekki dragast á langinn. Naut — Steingeit Sterkt og endingargott samband. Bæði vilja tilfinn- ingalegt öryggi. Ykkur greinir á árið 1990, en þið getið ráðið fram úr því með skynseminni. Naut — Tvíburi Tvíburinn vill tilbreytingu en nautið fasta liði. Ástríðu- fullt samband árið 1990, en þið eruð betri vinir en elskendur. Tvímælalaust rétti tíminn fyrir viðskipta- tengsl. Naut — Vog Nautið hefur gaman af að bjóða gestum heim, vogin vill frekar skemmta sér annars staðar. Miklar líkur á góðum sameiginlegum árangri árið 1990. Fyrirtaks ár til að vinna saman að sköpun. Jón Óttar Ragnarsson sjónuarpsstjóri erljón en eiginkona hans, Elfa Gísladóttir, ernaut. Hjá þeim uerður mikil ást og blíða á komandi ári. Sporðdreki — Sporðdreki Þetta er alvarlegt og innilegt ástríðusamband. í heild virðist 1990 ætla að verða gott, ekki síst ef þið eigið sameiginlegt áhugamál. Fjölskylduböndin styrkja ykkur — og reyna að halda ykkur hvort frá öðru! Sporðdreki — Steingeit Á kannski erfitt uppdráttar en þegar það er komið á laggirnar þolir þetta samband allt! Árið 1990 getið þið skemmt ykkur vel saman, ef til vill í sérstöku ferða- lagi. Sporðdreki — Tvíburi Ástar-haturs-samband. Þau dást hvort að öðru og fyr- irlíta hvort annað. Sporðdrekinn má ekki notfæra sér góðlyndi tvíburans árið 1990. Ef annað ykkar lendir í erfiðleikum tekur hitt það nærri sér líka. En tengda- fólkið veldur vandræðum. Naut — Vatnsberi Stundum verða árekstrar vegna þrjósku, en þetta er líka traust langtímasamband. Árið 1990 einkennist af eirðarleysi og annað ykkar er óánægt með hitt. Lík- lega verður allur aðskilnaður til skamms tíma.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.