Pressan


Pressan - 29.12.1989, Qupperneq 16

Pressan - 29.12.1989, Qupperneq 16
16 Föstudagur 29. des. 1989 brídge krossgátan Setningin „tökuspil í tapara" er vanalega notuð í háði þegar mis- tök henda sagnhafa í úrspilinu. En lýsingin á vel við í spili vikunnar þótt leið sagnhafa hafi verið ásetn- ingur. ♦ K107 ¥ 974 ♦ DG4 4* 8765 ♦ 8653 N ¥ 8653 v ♦ K1085 4» D ________S_ ♦ ÁDG ¥ ÁKDGIO ♦ Á 4» K432 4 942 ¥2 4 97632 .4» ÁG109 sem austur yfirtók til þess að halda áfram með gosa. Suður varð fyrir vægu áfalli þegar vestur trompaði kónginn. Áugljósum tíu slögum hafði nú fækkað niður í níu. En suður fann afleggjara á breiða veginum. Hann tók tromp- in, þá tígulás, síðan spilaði hann spaðaás og drottningu, drap hana með kóngi. Bað loks um tígul- drottningu úr borði. Þegar austur lét lágt kastaði suður spaðagosa að heiman! Sannarlega tökuspil í tapspil. Vestur vann á kónginn, og með ekkert nema spaða og tigla á hendinni varö ekki umflúiö að blindur yrði tveggja slaga virði, og tvö lauf fykju í af hendinni. Allir á hættu, suður gefur og vek- ur á 2-laufum. Norður svarar kerf- isbundið með 2-tíglum (neikvætt). Suður sagði frá hjartalitnum og parið virtist á hinum breiða glöt- unarvegi þegar það fór framhjá 3-gröndum, sem eru auðunnin, og endaði í 4-hjörtum. Vestur spilaði út laufdrottningu skák Staunton Nú er komið að þeim manni sem Englendingar teija einhvern merkasta skákmann sinn fyrr og síðar. Howard Staunton (1810—1874) gat sér mikið orð sem skákmaður — hann var talinn besti skákmað- ur heims í átta ár —og þó enn frek- ar sem skipuleggjandi og rithöf- undur um skák. Um uppruna Stauntons er margt á huldu. Á unga aldri var hann leikari um skeiö og sagöi stundum frá því síðar að hann hefði leikið á móti leikaranum fræga Edmund Keene í Kaupmanninum frá Fen- eyjum. Síðar á ævinni stundaði hann Shakespearerannsóknir og munu þær hafa verið gagnmerkar. Hann annaðist heildarútgáfu á rit- um Shakespeares er kom út á ár- unum 1857—60. Staunton lærði ekki aö tefla fyrr en hann var nítján ára að aldri. En honum fór ört fram í skákinni og ekki leið á löngu þar til hann var talinn öflugasti skákmaður Breta. Hann aflaði sér góðrar þjálfunar með því að tefla við John Cochr- ane, enskan kaupsýslumann sem var rúmum áratugeldri en Staunt- on og hafði verið í för ensku skák- mannanna til Parísar, er þeir kepptu við Deschappelles eins og fyrr er getið. Cochrane átti við- skipti við Indland og dvaldist þar oft, en hafði engu að síður tíma til að tefla fjölda skáka við Staunton. Þær skákir voru stundum megin- efni tímaritsins The Chess Play- ers Chronicle sem Staunton hóf útgáfu á árið 1841. Cochrane var djarfur og hugkvæmur skákmað- ur, hættulegur en ekki að sama skapi traustur. Þetta varð til þess að Staunton lagði mikla rækt við varnartafl og varð leikinn í að hrinda lítt grunduðum atlögum. Merkasta rit Stauntons um skák er handbók hans — The Chess Player’s Handbook — sem þótti öndvegisrit. Hún kom fyrst út 1847, en var prentuð margsinnis. Hann tók einnig að sér skákþætti í hinu virta tímariti Hlustrated London News og stýrði þeim um langt skeið. Staunton var vel rit- fær, en var bæði hvass og hörund- sár og aflaði sér því oft óvinsælda með ritum sínum. Ymsum þótti hann birta of mikið af eigin skák- um en niðra heldur keppinautum sínum. Eitt er það sem minnir á Staunt- on enn í dag: Stauntongerð tafl- manna. Þessi gerð er falleg og fer vel í hendi, vel hönnuð eins og það er kallað nú á dögum, og er ávallt notuð á meiriháttar skákmótum. Staunton átti ekki annan hlut að þessari gerð en að Ijá henni nafn sitt. Hann var orðinn slíkt stór- veldi i skák á Englandi um miðja nítjándu öld að hönnuðurinn bað leyfis til að kenna mennina við hann. Eins og fyrr er getið vann Saint Amant naumlega er þeir Staunton reyndu með sér í Lundúnum (+3 —2=1). En í síðara sinnið, þegar þeir tefldu í París, vann Staunton með yfirburðum (+11—6=4). Hér kemur fjórða skákin úr síðara ein- víginu, Staunton hefur hvítt: 1 d4 c5 2 d5 f5 3 Rc3 d6 4 e4 fe4 5 Rxe4 e5 6 Bg5 Da5?! Svartur er þegar kominn í vanda: Be77 Bb5+ Rd7 8 Rxd6+. 7 c3 Bf5 8 Rg3 Bg6 9 Bd3 Bxd3 10 Dxd3 g6 11 Rle2 Be7 12Re4 Db6 13 0-0 Rd7 14 Bxe7 Rxe7 15 Rg5 h6 16 Re6 Rf8 17 Rxf8 Hxf8 18 b4! cb4 19 cb4 Kf7 20 Khl Kg7 21 f4 Had8 22 Hadl h5 23 Dc3 Db5 24 Dd2 Hf5? Bæði Hf7 og Rxd7 komu til greina. 25 Rg3 Hf6 26 fe5 Hxfl+ 27 Hxfl de5 28 Dg5 Hd7 og nú boðaði Staunton mát í fjórða leik: 29 Dxe5+ Kh6 30Dh8+ Kg5 31 Re4+ Kg4 32 h3+ Kh4 33 Hf4 mát. GUÐMÚNDUR ARNLAUGSSON KtyR£)i tF 'Asytfju' v 4/ fLuQtI TÖhRA£~y G,S-LT ''orfue fmiris G'AZA f/TLA SKRtÝTA \B ZIRA HneiQ-Ð Aumt &L£h/S SyL PBMgum RösKA GiKtu- tAUtitV' Irlrl lAUrtACAlt 16 lODOMb AfTuH- HLUTI fiOlfAm OSKufc j pE SPIL BLAÐuP TU.KGU- SKPAf MorlbULL S/éri VÚGurJAR ‘onefKp- FuP-et Gtn r i 7 7 V,r^T,Tr. SSPA SfyjA T? FE E£)L\ B EiKs BF-LTlS MAmuR LÆGB Bíídt- L£& /tv/- SKEiG P'tLA Iw&rn KOKAtJ u> SKALMi SPH-OU STUllO- AÖI '<kep TmMIL JU UL'lfl y ETCA yftn - ti'oT TPE 10 HV'lLT HPATT STR'fB $£WHt UTAH f/SKAfi. M/tL- ARmP kíSIL DySG-b- UG T F/evpjA- yfiCAP- f/EAl TY/?<;r//i fí fíUKlST KAuP SfíEMMA fíRirtfl PLAKTA TorV KUSK Zl HR/EÖ' /ST /3 ue 17 1 2 3 4 5 6 17 18 19 20 21 22 8 9 10 11 12 13 14 15 16 (■rmn.NDnj l'ttlM \XX Verdlaunakrossgáta nr. 66 Skilafrestur er til 10. janúar og utanáskriftin er PRESSAN — krossgáta nr. 66, Ármúla 36,108Reykjavík. f verölaun er bókin Rósin frá Svartamó eftir Guðmund Frímann. Dregiö hefur veriö úr réttum lausnum krossgútu númer 64 og upp kom nafn Trausta Magnússonar, Hólagötu 2, Vestmannaeyjum. Hann fœr senda bókina Hatur og heitar ástríður eftir hina bresku skáldkonu Jackie Collins (systur Joan Collins, leikkonu!). Þaö er bókaútgáfan Skjaldborg, sem er svo vinsamleg aö leggja til báóar þessar verdlaunabœkur.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.