Pressan - 29.12.1989, Page 19
Föstudagur 29. des. 1989
19
PRESSU
|(
Bi^^rossanesverksmiðjan á Ak-
ureyri sagði upp öllu starfsfólki
milli jóla og nýárs Verksmiðjan er í
eigu bæjarfélagsins og opinberlega
er sagt að léleg loðnuvertíð ráði
mestu um, en kunnugir telja ástæð-'
urnar fleiri. Meðal annars er nefnd
óhófleg fjárfesting á síðustu árum
og léleg stjórnun. Fyrir rúmu ári
skrifaði forstjóri verksmiðjunnar,
Geir Zoéga, opið bréf til starfs-
manna þar sem hann gagnrýndi
klíkuskap yfirmanna og uppi-
vöðslu skyldmenna þeirra. Þá
sagði í bréfinu að starfsmenn væru
„allir áhugalausir og enginn telur
sig bera ábyrgð á neinu”.. .
Wemar í fjölmiðlafræði við
háskólann fóru í námsferð til Sovét-
ríkjanna fyrir skemmstu og láta vel
af. í Moskvu bauð íslenski sendi-
herrann, TómasTómasson, nem-
endunum í veitingahús þar sem
hálfnaktar sovéskar yngismeyjar
dönsuðu fyrir gesti. Þá var einnig
sýndur kyrkislöngudans á meðan
á borðhaldi stóð Skemmtiatriðin
voru aðallega sniðin að smekk karl-
manna, en 12 af 16 manna hópi fjöl-
miðlafræðinema voru kven-
kyns. . .
cs
Akureyri er fatt meira rætt
þessa dagana en gjaldþrot verk-
takafyrirtækisins Híbýla sem teygir
anga sína víða. Ljóst er að bæjarfé-
lagið mun tapa stórfé í gjaldþrotinu,
en Híbýli skildu eftir hálfkaraða
íbúðarblokk sem bærinn bar
ábyrgð á. Þá munu undirverktak-
ar eiga mikla peninga inni hjá aðal-
verktakanum. Aðaleigandi Híbýla
er Bragi Hjartarson bæjarfull-
trúi. . .
d
^^■agblöðin birtu með reglu-
legu millibili lista yfir söluhæstu
bækurnar í verslunum í Reykjavík.
Ekki virtist þá skipta máli hvort um-
ræddar bækur hefðu verið lengi til
sölu í verslunum og lentu því þær
bækur sem síðast komu út ekki inni
á reykvískum listum. Þannig komst
Heimsmetabók Guinness aldrei
inn á bókalista dagblaðanna í
Reykjavík, en blaðið Dagur á Akur-
eyri gerði hins vegar könnun 21.
desember á söluhæstu bókunum á
Akureyri og þar varð heimsmeta-
bókin í sjötta sæti.. .
B^Éýliðar skjóta öðru hverju upp
kollinum innan kvikmyndagreinar-
innar. Næstkomandi laugardag
hyggst ungur kvikmyndagerðar-
maður, Óskar Jónsson, sýna tvær
stuttmyndir sinar í Regnboganum.
Önnur er lokaverkefni hans frá Na-
tional Film and Television Scho-
BROSUM /
í DmíenUnni *
- og illt genfnr betor! *
yar*”
ol í London, en þar nam Ágúst
Guðmundsson sín fræði í eina
tíð. . .
• •
A
^^^sin í verslunum höfuðborgar-
innar er ekki alveg búin þó jólin séu
liðin. Góðkunningi PRESSUNNAR
ætlaði t.d. að „skreppa" og skila gjöf
í Hagkaup í Kringlunni i matar-
tínianum sínum síðastliðinn
fimmtudag, en jiað reyndist ekki
svo auðvelt. Lenti maðurinn aftast í
fimmtán manna einfaldri röð fólks,
sem allt var þarna í sömu erinda-
gjörðum. I sumum verslunum, t.d. í
fyrrnefndri Hagkaupsbúð og hljóm-
plötuversluninni Skífunni í Kringl-
unni, var m.a.s. komið fyrir sérstök-
um afgreiðsluborðum fyrir þá, sem
þurftu að skila jólagjöfum. . .
Jólatrésskemmtun
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir
börn félagsmanna sunnudaginn 7. janúar kl. 15.00 á Hótel
íslandi.
Miöaverö fyrir börn kr. 500 og fyrir fulloröna kr. 200.
Midar eru seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæö.
Upplýsingar í síma 687100.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
VÖRUR í VIRÐISAUKASKATTI:
Samaverð
stundum lægra!
Nýmjólk, G-mjólk,
undanrennaog
léttmjólk lækka I
■verði vegna
endurgreiðslunnar.
Þessi leekkun á að
skilasérbeint í
vöruverðinu strax
eftir áramótin.
Neyslufiskur á að
lækka í verði.
Endurgreiðslan
miðast viðferskan
óunninn neyslufisk í
heildsölu.
Álagningin erfrjáls,
og er mikilvægt að
fisksalar og
neytendurtaki
höndum saman til
að skattalækkunin
skili sér í
vöruverðinu.
Tegundirnarsem
lækkaeru:Ýsa, .
þorskur, ufsil
steinbítur, karfi,
langa, keilar, lúða,
koli, skata,
skötuselur, ■-.,
rauðmagiog .
grásleppa.
Vöruverð á ekki að hækka þegar virðisaukaskattur leysir
söluskatt af hólmi nú um áramótin.
Vissar vörutegundir lækka verulega og almennt
vöruverð stendur í stað eða þokast niður á við.
Með virðisaukaskatti breytist skatthlutfallið úr 25% í 24,5%. Þá hverfa einnig
uppsöfnunaráhrif söluskatts í vöruverðinu því að virðisaukaskattur leggst aðeins
einu sinni á sömu vöruna, óháð fjölda framleiðslu- og viðskiptastiga. Vöruverð á
því alls ekki að hækka vegna kerfisbreytingarinnar. Þvert á móti ætti breytingin
að leiða til lækkunar á almennu vöruverði.
Vegna sérstakrar endurgreiðslu hefur skattbreytingin þau áhrif að neyslumjólk,
ferskfiskur, kindakjöt og ferskt innlent grænmeti bera ígildi 14% skatts í stað 24,5%
á öðrum vörum. Ef aðrir þættir, til dæmis álagningin, haldast óbreyttir geta
skattaumbæturnar haft í för með sér að þessi matvæli lækka um allt að 7-9%
strax eftir áramótin.
vskm
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ '' ''
Kindakjöt í heilum
og hálfum skrokkum
lækkar í veröi frá
afurðastöðvunum
nú strax eftir
áramótin vegna
endurgreiðslunnar.
Verðlækkun á til
dæmis
lambalærum,
lærissneiðum,
hrygg, kótilettum og
súpukjöti er háð
aðgæslu
kjötkaupmannaog
aðhaldi neytenda
þvi frjáls álagning er
áunninni kjötvöru.
Allt innlent
grænmeti lækkar í
verði, til dæmis
kartöflur, sveppir,
baunaspírur,
gulrófurog
gulrætur. Álagning
erfrjálsáþessari
matvöru. Þess
vegna er það ekki
sístkomiðundir
árvekni neytendaog
aðgæslu
verslunarmannaað
endurgreiðslan skili
sér að fullu í
vöruverðinu.
FYLGJUMST MEÐ - VEITUM AÐHALD
Þáð er mikilvægt að almenningur veiti aðhald og beri saman verðiag fyrir og eftir
't áranjót. VERÐLaGSSTOFNUN fylgist með því af fremsta megni að
skattbreýtingin um.áramót leiði ekki til verðlagshækkunar, og að endurgreiðslan
skili sér í lækkuðu verði þeirra innlendu matvæla sem hún tekur til.
- Ef þú verður var/vör við óeðlilegar verðhækkanir eftir áramótin, og ekki fást
fullnægjandi skýringar hjá kaupmanninum,
skaltu hafa samband við VERÐLAGSSTOFNUN. Hún kannar hvert tilvik og hefur
sérstakt eftirlit með verðlagsbreytingum.