Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 8. mars 1990
PRCSSON
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson
Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Adda Steina Björnsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir
Ljósmyndari: Einar Óiason
Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir
Prófarkalestur: Sigríöur H. Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuói. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöublaöiö:
1000 kr. á mánuði. Verö í lausasolu: 150 kr. eintakiö.
BJARTSÝNI KOSTAR
MILLJARÐA
Á síðustu dögum hafa birst fréttir af yfirvofandi greiðsluþroti
Álafoss, sem leitað hefur enn á ný á náðir ríkisins um aðstoð.
PRESSAN greindi frá þessum yfirvofandi endalokum ullariðnað-
arins á íslandi í fréttaskýringu um erfiðleika fyrirtækisins fyrir fá-
einum vikum. Þá var skýrt frá því að málefni Álafoss hefðu verið
stöðvuð í sjóðakerfinu og heildarskuldir fyrirtækisins nálguöust
einn og hálfan milljarð króna.
Ekki er liðið ár síðan stjórnvöld komu Álafossi til rækilegrar að-
stoöar ásamt öðrum lánardrottnum með skuldbreytingum, niður-
fellingu vaxta og annarri fyrirgreiðslu sem áttu að gefa fyrirtæk-
inu verulegt svigrúm á ný til að rétta úr kútnum. Sú aöstoö nam
á annan milljarð króna.
Nú hefur komið í Ijós að verulegur taprekstur hefur hrjáð fyrir-
tækiö síðustu tvö ár og stefnir í áframhaldandi tap sem skiptir
hundruðum milljóna.
í úttekt PRESSUNNAR kom fram að þegar Álafoss hf. var form-
lega stofnað upp úr builandi taprekstri gamla Álafoss og ullariðn-
aöardeildar SÍS voru skuldbindingar fyrirtækisins það miklar frá
upphafi aö margir efuöust um að dæmið gengi upp.
Yfirstjórnendur Álafoss hf. hafa löngum verið þungaviktar-
menn í íslensku viðskiptalífi. Bjartsýni réð feröinni þegar þetta
ráðandi fyrirtæki í íslenskum ullariðnaði hóf störf. Samskonar
bjartsýni réð ríkjum um sama leyti meðal þeirra sem stóðu að fjár-
festingarævintýrum i laxeldi og loðdýrarækt sem hrunin er til
grunna. Stærstu gjaldþrotaskipti íslandssögunnar standa nú yfir
á búum stærstu fiskeldisstöðvanna. Á bak viö þessi ævintýri
standa stórir lánardrottnar, opinberir sjóðir og lánastofnanir á
vegum ríkisins. Heildarskuldir þeirra fyrirtækja sem áttu að auka
útflutning og fjölbreytni atvinnulífsins skipta fleiri milljörðum.
Berast nú fréttir af því að sérstakri nefnd á vegum ráðuneyta
hafi verið falið aö leita leiöa út úr ógöngum Álafoss, enda á fjöldi
manns atvinnu sína og afkomu undir að fyrirtækiö haldi velli.
Enn á að leita aöstoðar ríkisins, enda voru þaö pólitískar ákvarð-
anir sem réðu því aö dælt var fé meö lánveitingum og styrkjum
í ótryggar atvinnugreinar á fjárfestingarfylleríi þensluáranna.
Eftirlitið var ekkert og gloppótt stjórnkerfi tryggir aö auövelt
veröur fyrir viðkomandi að skjóta sér undan ábyrgð.
pólitisk þankabret
lYilitísk þunkubrot skrifu: Bir#ir Árnuson, udstodurtnud-
ur ridskiptu- oi> idnudurrádlwrru, Bolli Hcdinsson, cfnu-
hui>srádiijufi forsœlisrádherra, oi> Einur Kurl HuruUtsson.
ritstjóri Nordisk Kontukt.
Vandi fylgir vegsemd hverri
„Við þurfum á þátttöku erlendra að-
ila að halda til að byggja upp ýmsar at-
vinnugreinar hér á landi/ þ.á m. orku-
fr$ka stóriðju . . . Virðist vel koma til
greina að erlendir aðilar eigi hlut í
virkjunum ekki siður en í iðjuverum."
Islendingar eru að upplagi
afskaplega þjóðernissinnaðir
og leggja mikið upp úr sjálf-
stæði og sjálfsákvörðunar-
rétti þjóðarinnar. Mörgum —
þar á meðal mér — er raunar
tamt aö líta á alla íslandssög-
una sem samfellda sjálfstæð-
isbaráttu sem hafi hafist með
flótta landnámsmannanna
undan ofríki Noregskonunga.
Þessari sjálfstæðisbaráttu
hafi síst lokið með fullveldinu
árið 1918 og lýðveldisstofn-
uninni árið 1944 heldur hafi
næsti kafli hennar verið út-
færsla fiskveiðilögsögunnar í
nokkrum áföngum úr 3 í 200
sjómílur.
— o — o —
En jafnvel þótt maður gefi
sér að örlög íslendinga séu að
heyja sífellda sjálfstæðisbar-
áttu er ekki þar með sjálfgef-
ið á hverjum tíma hvernig
hún skuli háð. Spurningin
snýst i raun um það í hverju
sjálfstæði þjóðarinnar sé fólg-
ið. Það er afar mikilvægt að
menn velti fyrir sér þessari
spurningu einmitt nú og vil
ég reyna að varpa Ijósi á
nokkrar ástæður fyrir því.
— o — o —
Sjálfstæðisbarátta íslend-
inga hefur lengst af og jafnvel
frá upphafi snúist um efna-
hag. Flýðu ekki landnáms-
mennirnir undan skattpín-
ingu í Noregi? Markmið Jóns
Sigurðssonar forseta og ann-
arra sjálfstæðishetja var alla
tíð fyrst og siðast að bæta
landsins hag. Baráttan fyrir
sjálfstæðinu hefur verið bar-
átta fyrir bættum kjörum.
Efnahagslegar framfarir til
jafns við það sem gerist með
öðrum þjóðum eru í senn
markmið sjálfstæðisbarátt-
unnar og grundvöllur sjálf-
stæðisins. Þetta breytist ekki.
Sjálfstæðið verður ekki skilið
frá þeim kjörum sem þjóðin
býr við.
En forsendurnar hafa breyst
til muna og um leið hafa sjón-
armið sem áður voru góð og
gild orðið úrelt. Þannig eiga
t.d. ýmsar þær sjálfstæðis-
hugmyndir sem mótuðust í
baráttunni við hungurvof-
una, við að losna undan versl-
unarófrelsi og arðráni Dana
og í tengslum við landhelgis-
stríðin, ekki lengur við í sama
mæli og áður. Við höfum fyrir
þó nokkru náð fullum yfir-
ráðum yfir eigin atvinnu- og
efnahagslifi. Okkur er ekki
lengur akkur í því að vernda
ýmsar atvinnugreinar fyrir
erlendri samkeppni og tak-
marka eða útiloka erlenda
aðila frá þátttöku í mörgum
atvinnugreinum hér á landi
heldur þvert á móti stendur
það lífskjörum hér á landi fyr-
ir þrifum.
Ég get nefnt nokkur dæmi:
í fyrsta lagi er vísasti vegur-
inn til að lækka matvælaverð
í landinu að heimila innflutn-
ing á landbúnaðarvörum.
Niðurgreiðslur sem sífellt er
kallað á eru tilfærslur frá
skattgreiðendum til neyt-
enda — úr einum vasa í ann-
an — og eru sýndarmennska.
Sú staðhæfing að innflutn-
ingsbannið sé nauðsynlegt til
þess að við búum að inn-
lendri matvælaframleiðslu ef
í nauðir rekur er rökleysa.
í öðru lagi má lækka vexti
á íslandi með þvi að opna
fjármagnsmarkaðinn gagn-
vart útlöndum meðal annars
með því að leyfa erlendum
fjármálastofnunum að starfa
hér. Það skýtur skökku við að
þeir sem mest kvarta undan
háum vöxtum skuli fyrstir
rísa upp til að verja bankana
fyrir erlendri samkeppni.
í þriðja lagi þurfum við á
þátttöku erlendra aðila að
halda til að byggja upp ýmsar
atvinnugreinar hér á landi,
þar á meðal orkufreka stór-
iðju. Hér er ekki aðeins um
að ræða nauðsyn á erlendu
áhættufé heldur einnig og
kannski ekki síður á tækni-
þekkingu og þekkingu á
markaðsmálum. Hér virðist
vel koma til greina að er-
lendir aðilar eigi hlut í virkj-
unum ekki síður en í iðjuver-
um. Samanburður á orku-
lindum annars vegar og fisk-
stofnum hins vegar er út i
hött. Það er alls ekki sama
nauðsyn á því að takmarka
aðgang útlendinga að orku-
lindum og að fiskmiðum.
— o — o —
Hagvöxtur á íslandi hefur á
undanförnum árum verið
hægari en í helstu nágranna-
löndunum. Þetta stafar með-
al annars af þvi að fiskstofn-
arnir við landiö hafa verið
fullnýttir og ekki hefur tekist
að koma á fót atvinnugrein-
um við hlið sjávarútvegsins
sem borið gætu uppi hag-
vöxtinn. Þetta er nú brýnasta
framfaramál þjóðarinnar og
um það þurfum við að eiga
náið samstarf við útlendinga.
Með samstarfi á jafnræðis-
grundvelli er engu fórnað í
efnahagslegum sjálfsákvörð-
unarrétti.
Miklar breytingar eru fram-
undan í viðskiptaumhverfi
þjóðarinnar hvort sem okkur
líkar betur eða verr. Evrópa
öll verður innan tíðar eitt
samfellt markaðs- og efna-
hagssvæði. Sjálfstæðisbarátt-
an framundan á næstu árum
snýst ekki um þaö aö
einangra ísland frá þessum
breytingum heldur að tryggja
sjálfstæðið innan þessarar
væntanlegu efnahagsheildar.
Það kann að verða vandrötuð
leið en til mikils er að vinna.
Vandi fylgir vegsemd hverri.
hin pressan
Það var líka mislukkaö hjá
Citroén að selja rúmenska
smábílinn Axel undir Citr-
oén-merkinu fyrir fáum árum.
— Úr bílaumfjöllun í DV.
„Ensk bóndakona
hefur auglýst eftir
körlum handa
fjórum dœtrum
sínum í dálkinum
„Búfénadur til
sölu “ í breska
bændablaöinu
Farmer’s Weekly.“
— Úr forsíöugrein í Morgunblað-
inu.
„Hvenær mega íþrottamenn
sofa hjá?"
. — Fyrirsögn á grein í Þjóöviljanum.
I
„Engu að síður er tjónið veru-
legt þar sem sjónvarpið
skemmdist verulega, afruglar-
inn og gervihnattamóttakar-
inn gereyðilógöust, simsvar-
inn og telefaxtækið biluðu,
bílskúrshurðaopnararnir eru
ónýtir og dyrasíminn og inn-
anhússíminn fóru alveg i rusl."
— Úr grein i DV. Viðtal vegna
skemmda á heimili þegar 330 volta
spennu var hleypt á.
„Þetta er verulegt tjón og ekki
séð fyrir endann á því enn þar
sem þau tæki sem ekki gáfu
sig, eins og ísskápurinn, frysti-
kistan og blásarinn í húshitun-
arkerfinu, urðu fyrir miklu
álagi."
— Úr sama viðtali i DV.
„Það þarf að skera fitu-
lagið af Norðurlandaráði.##
— Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra í samtali við DV.
„Verið var að ræða
nauðsyn orkusparnaðar
þegar rafmagnið fór aff.##
— Úr grein í Timanum þar sem sagt var frá rafmagnsleysi á Norðurlanda-
ráðsþingi í Háskólabíói.
„Breiðhyltingar í sæluvimu."
— Fyrirsögn i Þjóðviljanum.
„Eg segi fyrir mitt leyti að
fundir forsætisráðheranna eru
ómetanlegir — maður getur
tekið upp síma og hringt til
þeirra, en þetta eru oft orðnir
persónulegir kunningjar."
— Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra í samtali við DV um
gagnsemi Norðurlandaráðs.
„Þegar ég spyr hana stðan
hvenær hún hafi keypt allar
þessar flíkur fæ ég augnaráð
sem ég get ekki lýst, en get
hins vegar ímyndað mér aö
hafi orðið kveikjan að nokkr-
um bókum hjá Stephen King."
— Úr pistli Steingrims Ólafssonar i
Morgunblaðinu.
„Konur eru hræddar við bú-
seturöskun þvi konan er jú
alltaf meira tengd heimilinu
en karlinn."
— Páll Pótursson alþingismaður i
viðtali við DV.