Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 8. mars 1990
27
FIMMTUDAGUR
8. mars
Stöö 2 kl. 23.45
UNDIR BERLÍNAR-
MÚRINN **
(Berlin Tunnel 21)
Bandarísk sjónvarpsmynd
Gerd 19X1
Leiksljóri Richard Michaels
Adalhlutuerk Richard Thomas,
Horst Buchholz, Jose Ferrer
Spennumynd sem segir frá ævin-
týralegum flótta undir Berlínarmúr-
inn (hvaða múr?). Mennirnir úr
vestri eru skipuleggjendurnir en
fólkið úr austri flóttamennirnir.
Hversu oft höfum við ekki séð eitt-
hvað þessu líkt. Petta er tveggja og
hálfs tíma mynd og fær einkunnina
í meðallagi.
FOSTUDAGUR
9. mars
Stöö 2 kl. 21.20
VILUNGARNIR **
(The Wild Life)
in er leiðinleg, hálfvitaleg á alla
kanta. Tónlistina samdi bítillinn Ge-
orge Harrison og hann kemur lítil-
lega fram í myndinni. Það bjargar
þó engu fremur en eftirnafn leik-
stjórans. Maltin gefur einkunnina
BOMB, sem merkir að það hefði bet-
ur ekki verið af stað farið.
Stöð 2 kl. 23.50
BRESTIR ***
(Shattered Spirits)
Bandarísk
Gerð 1986
Leikstjóri Robert Greenwald
Aðalhlutuerk Martin Sheen,
Melinda Dillon, Mattheui
Laborteaux, Lukas Haas
Fjölskyldufaðir nokkur dregur fjöl-
skyldu sína og sjálfan sig í svaðið
með endalausri drykkju og á endan-
um tætir hann fjölskylduna sundur
með óskapnaðinum. Myndin þykir
trúverðug, Martin Sheen er í essinu
sínu sem og mótleikari hans, Me-
linda Dillon. Fyrir þá sem hafa
áhuga þá leikur dóttir Sheens (sem
reyndar heitir Estevez að eftirnafni),
René Estevez, þarna lítið hlutverk
sem táningsstúlka sem hringir sím-
tal. Öll ætt þessa manns, Martins
Sheen, er jú í kvikmyndaleik meira
og minna. Annars þykir þessi mynd
ofar meðallagi.
Bandarísk bíómynd
Gerð 1984
Leikstjóri Art Linson
Aðalhlutuerk Christopher Penn,
llan Mitchell-Smith, Eric Stoltz,
Jenny Wright, Lea Thompson
Hér segir af átján ára dreng sem af-
ræður að flytjast að heiman eftir að
skólavist lýkur og hefja þátttöku í
hinu Ijúfa lífi sem því fylgir að vera
sjálfs sín herra. Auðvitað lendir
hann í fjölda ævintýra, þó svo það
sé oftast nær ekki hann sjálfur sem
á frumkvæðið. Þetta er leiðinleg
mynd, hér er verið að gera tilraun til
að endurlífga eitt og annað sem
margsinnis hefur verið gert í amer-
ísku bíói og oftast nær betur. Christ-
opher Penn reynir að apa eftir per-
sónusköpun eldri bróður síns, Seans
Penn. Það tekst ekki. Niðurstaðan
verður lægsta einkunn.
Sjonvarpið kl. 22.05
BLÓM FARADAYS
(Shanghai Surprise)
Bandarísk bíómynd
Gerð 1986
Leikstjóri Jim Goddard
Aðalhlutuerk Madonna, Sean
Penn, Paul Freeman
Þetta er ein þeirra mynda á undan-
gengnum árum sem valdið hafa öll-
um vonbrigöum. Madonna leikur
trúboða í Kína árið 1937 sem fær
ævintýramanninn Penn til að stela
fyrir sig ópíumi til lækninga. Mynd-
10. mars
Stöö 2 kl. 20.45
í HERÞJÓNUSTU ***
(Biloxi Blues)
Bandartsk bíómynd
Gerð 1988
Leikstjóri Mike Nichols
Aðalhlutuerk Matthew Broderick,
Christopher Walken, Matt Mulhern
Kvikmynd vikunnar á Stöð 2. Gerð
eftir handriti þess kunna Neils Sim-
on og greinir sem fyrr frá æsku höf-
undarins, í framhaldi af myndinni
Brighton Beach Memoirs sem þótti
býsna góð. Þessi þykir hreint ekki
síðri en þegar hér er komið sögu er
aðalpersónan, ungur gyðingur frá
Brooklyn, komin í herþjónustu. Síð-
ari heimsstyrjöldin er yfirvöfandi og
allir þurfa að hafa undirstöðuatriði
hermennskunnar á hreinu. Aðal-
persónan dvelur í tíu langar vikur á
æfingastaðnum, þar kynnist hann
því nánar hvað er að vera maður og
hvað þarf tii að vinna svo maður
geti svo kallast. Drengirnir eru beitt-
ir hörku í æfingabúðunum og sjálfir
eru þeir fremur ódælir. Þetta er af-
bragðsgóð mynd, hrein snilld á köfl-
um. Leikstjórinn er með þeim virt-
ari í Hollywood í dag.
Sjonvarpið kl. 21.45
SJÓRÆNINGJAR **’•
(Pirates)
Frönsk/túnísk bíómynd
Gerð 1986
Leikstjóri Roman Polanski
Aðalhlutuerk Walter Matthau,
Chris Champion, Damien Thomas,
Charlotte Lewis
Polanski gerði sjóræningjamynd í
gamla stílnum, að vísu gaman-
mynd. Kvikmyndatakan er stórbrot-
in og myndin nýtur sín alls ekki í
sjónvarpi. Þetta er oft dálítið fyndin
mynd, gerist um 1700, Walter Matt-
hau leikur frábærlega eins og hann
gerir nánast alltaf. Hitt er annað
mál að myndina vantar algerlega
söguþráð, eða svo gott sem. Samt
gaman að sjá hana.
Stöð 2 kl. 23.00
PSYCH0 ****
Bandarísk bíómynd
Gerð 1960
Leikstjóri Alfred Hitchcock
Aðalhlutverk Anthony Perkins,
Vera Miles, John Gauin, Junet
Leigh
Eitt af meistaraverkum kvikmynda-
sögnnar. Anthony Perkins leikur
hina þekktu persónu Alan Bates
sem er eigandi mótels fjarri alfara-
leið. Örlög þeirra sem þarna gista
eru oft á tíðum óglæsileg. í mynd-
inni er hið fræga sturtuatriði þar
sem Hitchcock fer á kostum í upp-
byggingu spennu. Þrátt fyrir að
endalaust hafi menn reynt að end-
urgera þessa mynd beint og óbeint,
stæla hana á alla kanta, stendur hún
enn fullkomlega fyrir sínu, hrærir
upp í áhorfendum og fær hárin til að
rísa á höfðum þeirra. Hæsta mögu-
lega einkunn.
Sjónvarpið kl. 23.35
BARNAPRÍSUND **
(Prison for Children)
Bandartsk sjónuarpsmynd
Gerð 1987
Leikstjóri Larry Peerce
Aðalhlutuerk John Ritter, Betty
Thomas, Raphael Sbarge
í unglingafangelsi eru vistaðir hlið
við hlið afbrotaunglingar og heimil-
islausir. Þetta leiðir til margvíslegra
vandamála sem torvelt er að finna
lausn á. Þetta er einhverskonar pró-
blemmynd, tekur á vandamáli en
tekst því mjður ekki að leysa nægi-
lega vel úr því sem hún ætlar sér. I
meðallagi.
Stöö 2 kl. 00.50
í HRINGNUM **
(Ring of Passion)
Bandarísk sjónuarpsmynd
Gerð 1978
Leikstjóri Robert Michael Lewis
Aðalhlutuerk Bernie Casey,
Stephen Macht, Britt Ekland, Den-
ise Nicholas
Myndin fjallar um hin frægu einvígi
boxaranna Joes Louis og Max
Schmeling, annar blakkur Banda-
rikjamaður en hinn Þjóðverji. Þeir
háðu baráttu sína á uppgangstímum
nasismans og myndin hefur nasism-
ann allan tímann í bakgrunni, hug-
myndafræði hans og þær þjóðfé-
lagsaðstæður sem skapast og box-
ararnir verða að eins konar táknum
fyrir þjóðfélög sín og hæfni þeirra til
að framleiða afreksmenn. Myndin
eyðir of löngum tíma í hugmynda-
fræðilega úttekt og of litlum tíma í
hringnum til að gera persónurnar
áhugaverðar.
s
11. mars
Stöö 2 kl. 23.30
BESTU KVEÐJUR
Á BREIÐSTRÆTI **
(Give my Regards to
Broadstreet)
Bresk bíómynd
Gerð 1984
Leikstjóri Peter Webb
Aðalhlutuerk Paul McCartney,
Ringo Starr, Barbara Bach, Bryun
Brown, Linda McCartney, Tracy
Ullman, Ralph Richardsort
Hér er á ferð mynd sem Paul
McCartney gerði fyrir sjálfan sig,
hégómamynd segja sumir. Plottið
gengur út á leit nokkurra persóna
að tónsnældum sem fræg popp-
stjarna hefur glatað og þykir þetta
plott frekar þunnt. Hinsvegar er það
tónlistin sem skiptir öllu máli og
hún er oft býsna góð, eftir því sem
sagan segir.
ti '' *
tXjKrl t- IIÆI
«1 n K'SI
eftir Mike Atkinson
tlá
vnA YMI5LF6T
5EM VITA Zm-
TH VBMIS AY?
H/ERRb r ÖíiamJNNUTOKVM
------'I '/) N/TTUTA/AT ‘
dagbókin
hennar
Mikið ofboðslega getur fullorðið
fólk verið vitlaust. Ég hef nú alltaf
haft grun um það, en hann var sko
heldur betur staðfestur í útvarps-
fréttunum áðan. Það var verið að
segja írá nýrri heilsuræktarstöð,
sem er svo sem ekkert voða frétt-
næmt, en ég fékk algjört sjokk þeg-
ar ég heyrði hverjir eiga stöðina og
hveming þeir ætla að nota hana.
Þetta eru svona þrælabúðir fyrir fá-
tæka fólkið með lélegustu launin!
Ég barasta sat og gapti, þegar
fréttin kláraðist án þess að einhver
hneykslaðist á málinu. En frétta-
maðurinn lét eins og ekkert væri,
þó einhverjir atvinnurekendur
væru hreinlega búnir að byggja stöð
til að auka þolið í vinnulýðnum svo
hann geti þrælað meira fyrir litla
lúsarkaupinu sínu. í staðinn var röfl-
að um það í rólegheitunum um hvað
þetta væri svaka flott stöð með öll-
um þægindum, eins og ekkert væri
eðlilegra.
Mér fannst samt ótrúlegast af öllu,
þegar ég fattaði að það voru ekki
bara atvinnurekendur, sem eiga
þrælabúðirnar, heldur líka alls kon-
ar verkalýðsfélög. (Ég sem hélt að
þau ættu að berjast fyrir betra
kaupi, lengra sumarfríi og styttri
vinnudegi, en það er greinilega orð-
ið eitthvað hallærislegt og gamal-
dags. Núna viröist þeim finnast snið-
ugra að berjast fyrir því að verka-
fólkið geti haldið lengur út í púlinu.)
Það var meira að segja talað viö
einn verkalýðskallinn og hann
sagði bláköldum orðum og án þess
aö hiksta að tilgangurinn með
heilsuræktarstöðinni væri að láta
fólkið fá meira úthald í vinnunni!
Það er sko ekkert verið að fela hlut-
ina, maöur...
Pabbi segir reyndar, að ég hafi
misskilið þetta frá rótum. Honum
finnst ógeðslega flott af verkalýðs-
félögunum að opna svona líkams-
rækt til að hressa upp á heilsufarið
hjá alþýðunni. Hann heldur örugg-
lega að hráðum verði allar búðar-
konur og fóstrur og þannig lág-
launamanneskjur orðnar voða
spengilegar og smart, því honum
finnst svo gaman að glápa á fallegar
skvísur. En þetta er ekkert svoleiðis
og þar að auki segir mamma aö fá-
tækt fólk hafi ekki efni á námskeið-
um, sem kosta tólf þúsund krónur.
(Pabbi kallaði það nú útúrsnúning
hjá henni, af því sumir geta víst
fengiö einhvern afslátt.)
Mamma segist ekki heldur skilja
hvenær í ósköpunum verkafólkið á
að koma í svona heilsurækt. Þaö
vinni bókstaflega allan sólarhring-
inn og hafi varla tíma til að komast
út í búð eftir brýnustu nauðsynjum
— hvað þá meira. Hún heldur að
þetta verði helst notað af fólki, sem
er í veikindafríum eftir að hafa of-
keyrt sig eða slasast í vinnunni. Þá
geti kallarnir, sem eiga fyrirtækin,
sent sjúklingana í heilsuræktarstöð-
ina og látið byggja þá soldið upp svo
þeir verði aftur góður vinnukraftur.
Mér finnst það sko ógeðsleg til-
hugsun, en alveg er þetta týpískt
fyrir fullorðið fólk. Allt lífið hjá því
gengur út á vinnu. Það hugsar ekki
um annað og núna er ætlast til að
frítíminn fari líka í að gera sig kláran
fyrir vinnuna. Er ekki til neitt sem
heitir að skemmta sér og hafa það
gott?