Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 8. mars 1990 sjúkdómar og fólk Kynlif og áfengi Ég sat um daginn og blaðadi í hefti af Iceland Réview. Þetta tíma- rit er gefið út á ensku fyrir við- skiptavini okkar erlendis og svokall- aða íslandsvini. Margir Islending- ar hafa gaman af því að lesa þetta tímarit, enda er það á erlendu heimsmáli, sem fyllir marga bjart- sýni og stolti. „íslendingar hljóta að vera merkileg þjóð, úr því að ein- hver skrifar um okkur á ensku." í þessu hefti voru eins og venjulega skemmtilegar greinar um íslenska hestinn og Vígdísi forseta með mórgum fallegum litmyndum. Það sem vakti þó mesta athygli mína voru allar auglýsingarnar um áfenga drykki. Á hverri heilsíðunni á fætur annarri voru flennistórar myndir af fallegu, glaðlegu fólki að drekka. Ég fékk þá tilfinningu, að áfengi væri ómissandi í öllum mannlegum samskiptum og margar auglýsingarnar voru ,,sexý“ og drógu fram kyntöfra fyrirsætanna á eggjandi hátt. Strákarnir voru fal- legir og sólbrenndir með glampa í augum og glas í hendi og konurnar brosandi í flegnum níðþröngum kjólum. Ég fór þá að velta því fyrir mér, hver væru raunveruleg áhrif áfengis á kyntöfra og kyngetu. Gott lyf viö kyndeyfö? Þegar áfengis er neytt finnur neyt- andinn fyrir vel þekktum vímu- áhrifum, hann verður kærulaus, líð- ur vel og af honum falla hömlur og bönd. Hann fer að tala meira en áð- ur og aðhafast ýmislegt sem honum hefði aldrei dottiö í hug aö gera ódrukkinn. Áfengi hefur um langt skeið verið talid nauðsynlegt í öllum mannlegum samskiptum og margir telja það kynörvandi, svo framleið- endur auglýsinganna vita hvað þeir syngja. Rannsókn um áhrif áfengis á kyngetu eða kynnautn birtist í rit- inu Psychology Today fyrir nokkr- um árum, en þar sögðu 45% karla og 68% kvenna, að áfengi yki ánægju af kynlífi. Á hinn bóginn sögöu 42% karla og 21% kvenna, að áfengi drægi úr ánægjunni. Þessi munur á körlum og konum stafar sennilega af því, að konur hafa meiri kynferðislegar hömlur en karlar og njóta því hömluleysis vím- unnar, þegar þeim leyfist að lifa kynlífi frjálsar og öðruvísi en þær eru vanar. Rannsókn á amerískum konum frá 1986 rennir stoöum und- ir þetta en 60% sögðu aö áfengi geröi þær hömlulausari kynferðis- lega og 45% sögðu aö kynlífiö yrði ánægjulegra. Áhrif á stinning Hömluleysi áfengisvímunnar eyk- ur löngun til kynlífs hjá mörgum en mikil drykkja dregur úr kyngetu. Þetta er löngu^þekkt staðreynd. í Macbeth segir Shakespeare um áfengiö: It provokes and unpro- vokes: It provokes thé desire but takes away the performance (áfengi eykur löngun til kynmaka en dregur úr kyngetunni). Þetta er sérlega áberandi hjá körlum, en mikil áfengisneysla minnkar stinn- ingshæfni (erektion) limsins. Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna viðbrögð manna viö kyn- ferðislegu áreiti meðan þeir eru að drekka. Hæfni til stinnings virtist aukast lítillega við fyrstu glösin eða upp í 0,5 prómill áfengismagn en minnkaði eftir það, þegar áfengis- magnið í blóðinu jókst. Sama máli gegndi um sáðlátið, sem varð síð- búnara og erfiðara eftir því sem meira var drukkiö yfir 0,5 prómill. í einni rannsókn var tæplega helm- ingur karlmanna ófær um sáðlát þegar magnið fór yfir 1 prómill. (Sumir telja það kost, að áfengi seinki sáðláti.) Ýmsar skýringar eru á þessu. Karlkynshormónið (testó- steron) hefur verið rannsakað hjá mönnum að drykkju. Þegar svo mikið var drukkið, að viðkomandi fann fyrir verulegum timbur- mönnum, minnkaði framleiðsla testósterons um 20% og hélst svo lág í 12—20 klst. Þegar testósteron- magnið minnkar á þennan hátt fer í gang stýrikerfi líkamans til aö auka framleiösluna aftur. Aukin fram- leiðsla karlkynshormóna mörgum klukkustundum eftir drykkju gæti skýrt aukna kynlöngun í miklum timburmönnum. Hjá konum voru viðbrögð við kynferðislegu áreiti könnuð á svipaðan hátt og niður- stöðurnar urðu þær sömu varðandi kynhrif. Áfengismagn yfir 0,4—0,6 prómill seinkaði fullnægingu og mikil ölvun virtist gera konur ófær- ar um að fá fullnægju úr kynlífi. Áhrif á alkóhólista Alkóhólistar eru þeir kallaðir sem missa stjórn á drykkju sinni og bíða af henni líkamlegan, andlegan og/eða félagslegan skaða. Margir alkóhólistar kvarta undan miklum kynlífsvanda; þeir eiga erfitt með að fá eðlilegan stinning og eðlilegt sáð- lát. Sídrykkja getur valdið úttauga- bólgu sem hefur slæm áhrif á þetta. Áfengi dregur úr starfsemi kyn- kirtla bæði karla og kvenna. Blæð- ingatruflanir og óreglulegt egglos eru algengir kvillar hjá konum sem eru alkóhólistar og virðast stafa af truflun á framleiðslu kynhormón- anna östrógens og prógesterons í eggjastokkunum. Karlalkóhólistar með lifrarskemmdir hafa langvinna minnkun á karlkynshormónum og fá stundum kvenleg einkenni; brjóst, fituaukningu á þjóhnappa og rýr eistu. Andleg áhrif Drykkjuskapur hefur mikil áhrif á öll tilfinningaleg mannleg sam- skipti, mikil spenna og tortryggni hlaðast upp og torvelda öll tjáskipti. I slíkum samböndum verður kynlíf- ið oft lélegt og eitt fyrsta fórnarlamb þeirra vandræða sem upp koma. Margir alkóhólistar kvarta undan áhugaleysi maka sinna á kynlífi, sem rennir stoðum undir þetta. Áhrif mikillar drykkju eru því ekki einungis líkamleg heldur einnig andleg. Alkóhól getur þannig breytt kynlífinu til hins verra, bæði vegna líkamlegra áhrifa á ýmis líffæri og andlegra á sálarlíf, tilfinningatengsl og mannleg tjáskipti. Lokaorö Hóflega drukkið áfengi virðist þannig mögulega hafa einhver kyn- lífsbætandi áhrif. Fólk verður hömlulausara og leyfir sér meiri léttúð og munað en það gerir venju- lega og virðist njóta kynlífsins betur. Þegar meira er drukkið fara alls konar kynlífsvandamál að skjóta upp kollinum; stinningsvandi, sáð- látsvandi, fullnægingarvandi, tjá- skiptavandi og alls konar tilfinn- ingakreppur. Ég tók aftur upp heftið af Iceland Review og leit á allt unga og fallega fólkið sem stóð með glas í hendi á einhverjum barnum og virtist vera að stofna til náinna kynna með bros á vör. — Vonandi að stelpurnar drekki ekki frá sér fullnæginguna og strákarnir nái upp eðlilegum stinningi, þegar gengið verður til náða í kvöld, hugsaði ég með mér og andvarpaði. ÓTTAR GUÐMUNDSSON W pressupenm Pressupennar eru Gudmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræöingur, Jón Ormur Hall- dórsson stjórnmálafræðingur, séra Sigurdur Haukur Gudjónsson, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Gamall starfskraftur stilbrot Hvernig yröi ykkur við að fá í hendurnar uppsagnarbréf frá vinnuveitanda eftir 25 ára starf? Bréfinu fylgdu þær skýringar einar að uppsögnin væri nauðsynleg vegna skipulagsbreytinga. Þegar síðan innt er eftir skýringunum eru þær helstar að þið séuö of gömul og hentiö ekki þeirri nýju ímynd, sem fyrirtækið nú er að reyna að skapa sér. Þetta er því miður ekki tilbún- ingur, heldur bláköld staðreynd, hlutir sem hafa færst verulega í auk- ana á síðustu árum. Fólk, sem kom- iö er um og yfir sextugt, þykir ekki lengur fýsilegur vinnukraftur, sér- staklega ekki kvenfólk. Það hentar ekki ímyndinni, andlit fyrirtækisins á að breytast með yngra fólki og fyrst ekki er hægt að fela gamla fólkið verður að segja því upp. Sér- fræðingar eru fengnir til að gera út- tekt á rekstrinum og ráðleggingar þeirra taka fyrst og fremst mið af því hvernig ná megi hámörkun ágóða innan fyrirtækisins en mannlegum þáttum er sleppt. Uppsagnir án ástœöu Einhver kann að segja að svona uppsagnir séu ólöglegar. Það megi ekki segja upp starfsmanni nema í örfáum undantekningartilvikum. Lítum aðeins nánar á þetta. í lögum um rétt verkafólks til uppsagnar- frests o.fl. segir að hafi verkafólk unnið eitt ár samfellt hjá aðilum sem fást við atvinnurekstur innan sömu starfsgreinar þá beri því eins mánaðar uppsagnarfrestur frá störf- um. Verkafólki, sem ráðið hefur ver- ið hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár samfleytt, ber tveggja mánaða upp- sagnarfrestur. Eftir fimm ára sam- fellda ráöningu hjá sama atvinnu- rekanda ber verkafólki þriggja mán- aöa uppsagnarfrestur. Jafnframt er kveðið á um þaö að launþega skuli skylt að tilkynna með sama fyrir- vara ef hann óskar að hætta störfum hjá atvinnurekanda sínum. Enn- fremur segir aö uppsögn skuli vera skrifleg og miöast við mánaðamót. Þetta eru einu ákvæðin sem gilda fyrir launafólk almennt hvað upp- sagnir varðar. Ef viðkomandi er ekki barnshafandi, trúnaðarmaður eða fatlaður er hægt að segja hon- um upp án nokkurra ástæðna, svo framarlega sem honum er tilkynnt uppsögn með hæfilega löngum fyr- irvara. Niöurlœgjandi aöstœöur I nýafstöðnum kjarasamningum var fjallað um það þegar eldra fólki er sagt upp störfum áður en það kemst á eftirlaun. Þá blasir oft ekk- ert annað við en atvinnuleysi það sem eftir er. Að vísu hafa bótatíma- bil atvinnuleysisbóta lengst þannig aö bætur eru greiddar samfellt í 260 vinnudaga, en að þeim liðnum tek- ur við 16 vikna bið. Það er slítandi og niðurlægjandi að þurfa að sækja um atvinnuleysisbætur vikulega, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Til að koma til móts við þessi sjónar- mið var nú samiö um lengdan upp- sagnarfrest þeirra sem eldri eru og hafa unnið samfellt 10 ár hjá sama atvinnurekanda. Þannig hafa 55 ára nú 4ra mánaða uppsagnarfrest, 60 ára 5 mánaða frest og 63 ára 6 mán- aða frest. Ekki var fallist á að semja um frekari skilyrði fyrir uppsögn- um, eins og til dæmis rökstuðning á uppsögn, eða forgangsrétt þeirra sem lengri starfsaldur hafa til endur- ráðningar. Öryggi erlendis Reglur um uppsagnarrétt hér á landi eru um margt frumstæðar. Stundum tölum við um hin Norður- löndin þegar við berum saman rétt- arstöðu okkar og umheimsins. Víst er að reglur þeirra landa eru um margt mun þróaðri en okkar hvað þetta varðar. Til dæmis voru fyrir löngú sett lög í Svíþjóð um starfs- öryggi, þar sem uppsögn verður að vera efnislega rökstudd og uppsagn- arfrestur lengist eftir því sem starfs- maöur eldist. Jafnframt er réttur manns til að leita sér að öðrum störfum á uppsagnartíma tryggður án þess að laun skerðist. Starfsaldur starfsmanna skiptir einnig máli við uppsagnir og ganga þeir, sem lengri starfsaldur hafa, fyrir. En við þurfum ekki að fara til Svíþjóðar til að leita að samanburði. Á þingi alþjóðavinnumálasambandsins var árið 1982 gerð samþykkt um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. Þar segir að ekki skuli segja upp starfsmanni nema til uppsagnar sé gild ástæða í sambandi við hæfni eða hegðun starfsmanns, eða hún sé byggð á rekstrarlegum ástæðum at- vinnurekanda. Ennfremur ef segja á manni upp starfi vegna hegðunar eða afkasta skuli fyrst vara hann við. Þessi samþykkt hefur ekki verið staðfest af Islands hálfu, þrátt fyrir margítrekaðar kröfur frá verkalýðs- hreyfingunni. Enn búum við því við það ástand á íslenskum vinnumark- aði að hægt er að segja fólki upp þegar æskublóminn fer að fölna, án þess að fá rönd við reist. Æskudýrkun Við getum velt því fyrir okkur hvernig hægt sé að sporna við þeirri æskudýrkun sem nú er uppi. Hvern- ig okkur megi takast að nýta okkur reynslu og þroska þeirra sem eldri eru. Þessi unglingadýrkun hefur leitt til þess að fólk komið á miðjan aldur er alls staðar litið hornauga. Þetta á sérstaklega við um konur. Hvernig stendur á því að mæður okkar eru allt í einu einskis metnar á vinnumarkaði. Þær sem búa yfir þekkingu, reynslu og innsæi sem fólk öðlast eingöngu í gegnum lífið. Bíður það okkar að gangast undir eilífar yngingaraðgerðir til að slétta úr hrukkunum til að vera gjaldgeng á vinnumarkaði? Ella vera sett til hliðar, einskis metin langt um aldur fram. Þessi mál verða væntanlega kruf- in til mergjar á komandi árum. Sem slík verða þau samningsefni kjara- samninga framtíðarinnar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.